Morgunblaðið - 05.11.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1977
19
(--------;—
Spuming
dagsins
EINS og sjálfsagt flestir hafa tekið
eftir efnir Stjórnunarfélagið til
fjölmargra námskeiða í vetur. Eitt
slíkra var haldið fyrir stuttu og
fjallaði það um arðsemi og áætl-
anagerð. Þar sem oftast er all-
miklu rúmi varið í að kynna nám-
skeiðin fyrir væntanlegum þátt-
takendum þá vill Viðskiptasíðan
nú gefa lesendum sinum kost á að
kynnast skoðunum þeirra sem
voru á námskeiðinu um arðsemi
og áætlanagerð. Við lögðum þá
spurningu fyrir þrjá af þátttakend-
unum hvernig þeim hefði likað
námskeiðið, hvort óskir þeirra
hefðu verið uppfylltar eða hvort
eitthvað hefði á vantað í þeirri
viðleitni að tengja kennisetning-
arnar hinu daglega umhverfi þátt-
takendanna.
Guðmundur Ingi Jónsson hjá JP-
innréttingum kvaðst þegar á heild-
ina vaeri litið mjög ánægður með
námskeiðið enda væri menntun
starfsfólks gagnleg og nauðsynleg í
flestum tilfellum. Ef eitthvað væri
ámælisvert við framkvæmd nám-
skeiðsins þá væri helzt að nefna
hinn knappa tíma er ætlaður væri til
þess. Hann taldi heppilegri lausn
vera að hafa námskeiðið 3 daga og
þá gæfist meiri timi til umræðna.
Gunnar Snæland hjá Pétri Snæ-
land h.f kvað mjög gagnlegt að taka
þátt í námskeiði sem þessu. Þarna
gæfist mönrjum tækífæri til að fá í
hnotskurn fjöldann allan af hagnýt-
um upplýsingum bæði innan- og
utanfrá i fyrirtækjunum og væri þvi
þátttakan hvort tveggja i senn fræð-
andi og gagnleg. Hann taldi og
stærsti ókosturinn hefði verið hinn
knappi tími sem þvi var ætlaður.
Aðalsteinn Kjartansson aðalbókari
hjá Skeljungi h.f. var ánægður með
þátttökuna enda væri ávallt gagn-
legt að hlýða á ný sjónarmið um
aðferðir. Hann taldi að fyrst nám-
skeiðið væri haldið tvisvar nú í haust
hefði mátt athuga möguleikann á
þvi hvort ekki hefði verið hægt að
hafa annað fyrir aðila frá fyrirtækj-
um innan framleiðslugreinanna en
hitt fyrir fulltrúa fyrirtækja i verzlun
og þjónustu. Eins kom fram hjá
Aðalsteini að tímaskortur hefði sett
mark sitt á námskeiðið
V____________________________________
m
VIÐSKiPTI
Ný verkf æri
til stjórnunar
EINN af þeim rekstrarþáttum,
sem einna tídast hefur tekiö
breytingum til batnaðar, er
framkvæmd ýmiss konar
áætlanagerðar og er orsakanna
oftast að leita í tækniþróun-
inni. Samfara þessum auknu
möguleikum hafa komið fram á
sjónarsviðið ráðgjafarfyrir-
tæki, sem uppf.vlla óskir for-s
svarsmanna fyrirtækja um
betri og fuilkomnari verkfæri
til stjórnunar og beita þau oft-
ast til þess nýjustu tækni á
hverjum tíma. Annað einkenni
á þessum ráðgjafarf.vrirtækj-
um er hin mikla breidd sem er
í starfsliði þeirra og búa þau
því yfir mikilli þekkingu. Eitt
þeirra fyrirtækja sem starfa
við ráðgjafarþjónustu hvers
konar er Hagvangur h.f. Er við-
skiptasíðan ræddi við Sigurð R.
Helgason framkvæmdastjóra
Hagvangs fyrir skömmu kom
m.a. fram að mikil hugarfars-
breyting hefur átt sér stað hjá
stjórnendum íslenskra fyrir-
tækja á síðustu árum. Nú væru
forsvarsmenn fyrirtækja miklu
opnari fyrir allri áætlanagerð
og hefði þetta m.a. leitt til mik-
illa anna hjá fyrirtæki hans.
Sigurður sagði að augljóst væri
að mikil þörf væri fyrir hendi
en þeir væru hins vegar komnir
á það stig að það hefði kallað á
ný viðhorf og nýja starfshætti.
Þeir hjá Hagvangi hefðu því
lagst undir feld og hugsað ráð
er dygðu til lausnar þannig að
fyrirtækið gæti veitt viðskipta-
vinum sínum sem be/ta þjón-
ustu í framtíðinni. Ekki er
hægt að segja annaö en að
lausnin sé all nýstárleg og
skemmtileg enda krafðist fram-
kvæmd hennar stofnunar sér-
staks fyrirtækis Hagtala h.f. og
starfa nú hjá því fyrirtæki 4
ráðgjafar.
Fyrsti liður framkvæmdar-
innar.var könnun á mögulegu
samstarfi við erlenda aðila um
tölvuþjónustu og leiddi hún til
þess að hafið var samstarf við
danska tölvuþjónustufyrirtæk-
ið JDC-Data i Vejle á Jötlandi.
Fyrirtæki þetta er eitt stærsta
sinnar tegundar í Danmörku og
vinna til að mynda hjá þeim um
300 manns og eru útibú m.a. í
Kaupmannahöfn. Ein aöal-
ástæða þess að þetta fyrirtæki
var valið umfram önnur var sú
mikla sérþekking sem þeir hafa
aflað sér um þarfir ákveðinna
hópa. Sem dæmi um hversu
mikinn undirbúning þessi hluti
ráðgjafarþjónustunnar hefur
krafist má nefna að tveir menn
héðan hafa verið um þriggja
mánaða skeið í Danmörku i
læri og eins hefur einn af sér-
fræðingum JDC verið hér um
nokkurt skeið. Sá hópur sem
einna mest hefur verið kannað-
ur í Danmörku eru endurskoð-
endur og er það jafnframt sá
hóþur sem hið nýstofnaða fyrir-
tæki mun beina kröftum sínum
að í fyrstu hérlendis.
Á meðfylgjandi rnynd má
glögglega sjá hvernig upplýs-
ingastreymið niun ganga fyrir
sig milli fyrirtækja endurskoð-
endaskrifstofa og Hagtalna h.f.
Kerfi það sem kynnt verður
hér á landi er svokallað HD-
kerfi og má segja aö það geti
leyst úr tvenns konar þörfunt
hjá þeim u.þ.b. 60 endurskoð-
enda-skrifslofum sem starfa
hér á landi. í fyrsta iagi veilir
það möguleika á fjölþætlri
Framhald á bls. 22
Nýskipan út-
flutningsmála?
I VIKUNNI kom fram á Al-
þingi þingályktunartiliaga frá
þeim Lárusi Jónssyni og Sverri
Hermannssyni og felur hún í
sér að „Alþingi ályktar að fela
rfkisstjórninni að gera úttekt á
skipulagi og aðstöðu útflutn-
ingsverzlunar landsmanna og
leita leiða til þess að efla og
samræma útflutningsstarfsemi
fyrir fslenskar útflutningsvör-
ur og þjónustu."
Flutningsmenn tillögunnar
leggja áherzlu á að til að koma
efni þingsályktunartillögunnar
i framkvæmd þá skuli haft sam-
ráð við þá aðila sem nú annast
útflutning og markaðsstarf-
semi.
Þessi skoðun er síðan
undirstrikuð í greinargerð
þeirri, sem fylgir tillögunni, en
þar segir að það séu fjölmargir
aðilar sem nú annast útflutning
og að með tillögunni sé ekki
ætlunin að skerða á nokkurn
hátt sjálfstæði þessara aðila. En
það sem einna mesta athygli
vekur í greinargerðinni er lýs-
ing á því hvernig þessum mál-
um er háttað hjá frændþjóðum
okkar á Norðurlöndunum. Þar
kemur fram að æðsta stjórn
þessara mála er í höndum
nefnda, sem skipaðar eru full-
trúum atvinnurekenda og opin-
berra aðila og skipa fulltrúar
atvinnulifsins oftast meiri-
hluta. Annað einkenni þessarar
yfirstjórnar útflutningsmála er
að hún innir af hendi ýmis kon-
ar þjónustustarfsemi við fyrir-
tæki s.s. ráðgjöf um markaðs-
mál og lögfræðileg málefni.
Þriðji þátturinn sem einkennir
starf útflutningssamtaka á
Norðurlöndum er mikið og náið
samstarf þeirra og utanríkis-
þjónustunnar í hverju landi,
bæði heima og erlendis, og þá
með milligöngu viðskiptafull-
trúa sendiráða landanna. Rétt
er að taka fram að um þennan
síðasta lið er sérstaklega fjallaö
i þingsályktunartillögu þeirra
Lárusar og Sverris.
Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum:
VEÐSKULDABRÉF:
1 ár Nafnvextir 12%—20% p.a.
2 ár Nafnvextir 12% — 20% p a
3 ár Nafnvextir 20% p a
Kaupgengi
pr. kr. 1 00. —
75 00 — 80 00
64 00 — 70 00
63 00 — 64 00
x) Miðað ver við fasteignatryggð veðskuldabréf
Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum:
VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS:
Sölugengi
pr. kr. 1 00. —
1972 1 flokkur
19 73 2 flokkur
19 77 2 flokkur Nýtt útboð
Yfirgengi
m iðað við
innlausnarverð
Seðlabankans
29 7%
626 20
384 46
100.00 + dagvextir
HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF RÍKISSJÓÐS:
Sölugengi
pr. ki. 1 00. —
1973 B 376.72 (10% afföll)
HLUTABRÉF:
Eimskipafélag íslands hf Kauptilboð óskast
Flugleiðir hf v Kauptilboð óskast
PIÁRPEfTinCARPÉlAG ÍllAADS MP,
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
Lækjargötu 12 — R (Iðnaðarbankahúsinu)
Sími 2 05 80.
Opið frá kl. 13.00 til 1 6.00 alla virka daga.