Morgunblaðið - 05.11.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.11.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÖVEMBER 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Ámi GarSar Kristinsson. Aðalstræti 6. sími 10100. Aðalstræti 6, sínfi 22480. Áskriftargjald 1 500.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80.00 kr. eintakið. Horft fram á við Stefnuræða sú, sem Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, flutti á Alþingi í fyrrakvöld markar í raun og veru merk tímamót í sögu og starfi núverandi ríkisstjórnar. Stefnuræðan leiddi í Ijós, að sú varnarbarátta, sem rfkisstjórnin framan ,af þessu kjörtímabili hefur háð við afleiðingar stjórnleysis í efnahagsmálum í tíð vinstri stjórnar og áfalla á erlendum mörkuðum, hefur horið svo mikinn árangur, að nú er tímabært að snúa vörn f sókn, beina athygli og starfskröftum stjórnar, þings og þjóðar að þeim verkefnum, sem framundan bíða í stað þess að kljást stöðugt við vandræði. Þessi tímamót má marka af þeim upplýsingum, sem fram komu í ræðu forsætisráðherra um stöðu þjóðarbúsins. f stað þess, að þjóðar- framleiðsla minnkaði um skeið, eykst hún á ný og á yfirstandandi ári er gert ráð fyrir, að þjóðarframleiðsla muni aukast um 4% en þjóðartekjur um 7% vegna batnandi viðskiptakjara. Á næsta ári er gert ráð fyrir, að þjóðarframleiðslan muni aukast um 4%. Jafnframt þessari aukningu þjóðarframleiðslu er sá mikli viðskiptahalli, sem þjóðin hefur þurft að fást við undanfarin ár að þurrkast út. Á árinu 1974 og 1975 nam viðskiptahallinn um 11—12% af þjóðarframleiðslu hvort árið um sig. A árinu 1976 var viðskiptahallinn kominn niður í 1.7% af þjóðarframleiðslu og á yfirstandandi ári er gert ráð fyrir, að viðskiptahallinn muni nema um 1% af þjóðarframleiðslu þannig að við erum að ná því marki, að þurrka hann út. Þessi jákvæða þróun efnahagsmála hefur gert það að verkum, að ríkisstjórnin beinir nú athyglinni að ýmsum framtíðarverkefnum eins og berlega kom fram í ræðu forsætisráðherra. Þannig tilkynnti Geir Hallgrímsson, að ríkisstjórnin hefði ákveðið að beita sér fyrir því að staðgreiðslukerfi skatta yrði tekið upp eftir rúmt ár eða hinn 1. janúar 1979. IVIunu það þykja mikil tíðindi, svo mjög sem rætt hefur verið árum saman og Ifklega í meira en áratug um nauðsyn þess að koma á slíku greiðslukerfi skatta, enda mikilvægt fyrir þá fjölmennu þjóðfélagshópa, sem búa við miklar sveiflur í tekjuöflun sinni. Jafn- framt skýrði forsætisráðherra frá því, að 1 kjölfar staðgreiðslukerfis skatta yrði söluskattur felldur niður og svonefndur virðisaukaskattur tekinn upp í hans stað, eins og nú tíðkast í helztu nágrannalöndum okkar og þykir hafa ýmsa kosti fram yfir söluskatt. Hér er um hinar merkustu nýjungar að ræða, sem rætt hefur verið um að koma 1 framkvæmd árum saman, en ríkisst jórnin hefur nú tekið af skarið og tilkynnt, að þetta verði gert að rúmu ári liðnu og munu það áreiðan- lega þykja mikil tíðindi. Jafnframt gefur stefnuræða Geirs Hallgrímssonar ótvírætt til kynna, að rfkísstjórnin hafi í undirbúningi að stíga nýtt skref til þess að auka frjálsræði í viðskiptum og athafnalífi, sem þá mundi að nokkru vera sambærilegt við það afnám innflutningshafta, sem markaði svo djúp spor á upphafsárum Viðreisnarinnar. Forsætisráð- herra gaf til kynna f ræðu sinni, að ríkisstjórnin íhugaöi að afnema þau miklu höft, sem nú ríkja í gjaldeyrisviðskiptum hér. Hann skýrði frá því, að Ólafur Jóhannesson, viðskiptaráöherra hefði falið Seðla- hankanum að athuga möguleika á því að rýmka rétt manna til þess að eiga eignir í gjaldeyri og til þess að stofna gjaldeyrisreikninga við íslenzka banka. Slfkt yrði bylting í gjaldeyrismálum okkar, en það er auðvitað Ijóst, að hér ríkir molbúaháttur í þeim efnum. Það freisi, sem leiða mundi af afnámi gjaldeyrishaftanna mundi áreiðanlega hafa jákvæð og heilbrigð áhrif á afhafna- og viðskiptalíf í landinu öllu, auk þess sem það væri í samræmi við rfkjandi viðhorf almennings í þessum efnum, þess almennings, sem nú verður að leita á „svartan" markað til þess að geta stundað ferðalög til sólarlanda, vegna þess að reglur um gjaldeyrisyfirfærslur til þeirra eru fáránlegar eins'og allir vita. Jafnframt auknu frjálsra'ði í gjaldeyrismálum fjallaði forsætisráð- herra einnig allítarlega um fjármagnsmarkaðinn og þau vandamál, sem að honum steðja, sem eru mikil því að verðbólgan Hefur leikið hann mjög illa og benti Geir Hallgrfmsson á, að einungis með því að láta lögmál framboðs og eftirspurnar ráða vöxtum mundi vera hægt að komast hjá því kerfi skömmtunar og forréttinda, sem nú ríkir á peningamarkaðinum. Hér hefur aðeins verið drepið á fátt eitt af því, sem fram kom í hinni gagnmerku stefnuræðu Geirs Hallgrímssonar, forsætisráðherra, en þessi atriði sýna þann tón, sem einkennir þessa ræðu og stefnu ríkisstjórnarinnar nú á sfðustu mánuðum þessa kjörtímabils. Þrátt fyrir margvísleg vandamál, sem að steðja, þrátt fyrir það að verðbólg- an muni líklega fremur vaxa en minnka á næstu mánuðum, þrátt fyrir það, að launasamningar hafi ofboðið greiðslugetu atvinnuveganna og skapað mikil vandamál af þeim sökum er alveg Ijóst, að nú er tilefni til aukinnar bjartsýni um framtíðarhag þjóðarinnar. Það er vissulega orðið tímabært, því að svartsýni og volæði hefur um of einkennt viðhorf okkar til framtiðarinnar á undanförnum árum. Menn hafa ekkert Ijós séð, ekkert jákvætt séð í því, sem hefur verið að gerast. Við eigum að víkja þessari svartsýni á bug. Full ástæða er til þess fyrir okkur tslendinga að Jíta fram á veg með nokkurri bjartsýni. Við verðum að sjálfsögðu að beita okkur aga og aðhaldi eins og reynslan hefur kennt okkur. Engu að sfður höfum við alla möguleika til þess að stórbæta Iffskjör almennings í landinu á næstu misserum og næstu árum. En það verður ekki gert, nema traustlega verði haldið um stjórnvölinn eins og gert hefur verið á undanförnum árum og nú er berlega að koma f Ijós f batnandi stöðu þjóðarbúsins og batnandi lífskjörum almennings í landinu. Jörgensen tryggir samstöðu gegn EBE veiðum undán Noregi og Skot- landi og Framfaraflokkur Glistrups hefur mikið fylgi í fiskibæjum á Jótlandi. Ársafli Dana er 1.6 milljónir lesta, meiri en nokkurra annarra EBE-landa, og megnið fer í bræðslu. Bretar bönnuðu frá og með 1. nóvember veiðar á svæði undan Austur-Skotlandi sem danskir fiskimenn hafa veitt mikið,- Jafnframt stöðvuðu Norðmenn veiðar Dana undan ströndum sínum sunnan 62. breiddar- gráðu. Kaupmannaliöin 4. nnvemhor Keuler DANIR, Grænlendingar og Færeyingar hafa komið sér saman um sameiginlega afstöðu gagnvart Efnahags- bandalaginu í fiskimálum að því er Anker Jörgensen for- sætisráðherra hefur skýrt frá að loknum viðræðum við græn- lenzka og fære.vska fulltrúa. Jörgensen sagði hins vegar, að hann gæti ekki skýrt frá því í smáatriðum hvað fælist í hinni sameiginlegu afstöðu að svo stöddu vegna samninga- viðræðna sem færu í hönd. Anker Jörgensen. Rene Levesque treystir á studn- ing gegn Ottawa Paris. 4. nArrmbpr. Keuicr. einu sinni á ári, í Montreal og Viðræður um sameiginlega fiskimálastefnu EBE á næsta ári hefjast í Brussel á fimmtudag og seinna í mánuðinum verður fjallað um sérmál eins og þau sem snúa að Grænlendingum og Færeying- um. Danir hlíta venjulegum reglum EBE í fiskimálum, en Grænlendingar hafa fengið sér- stöðu sína viðurkennda. F'ær- eyingar eru ekki í EBE en hafa notið fríðinda gagnvart EBE. Jafnframt hafa tveir þing- menn Framfaraflokks Moghens Glistrups spurt stjórn EBE hvort hún ætli að stefna Brel- um fyiir Evrópudómstólinn fýrir að banna Veiðar á svæði austur af Skotlandi. Svo getur farið að Danir verði að leggja helmingi fiski- skipaflota síns vegna banns við VESTUR-þýzka lögregl- an skýröi frá því í dag aö hún hefði fundið ýnisa persónulega muni úr eigu iðnrekandans Hanns-Martin Schleyers í húsvagni sem var skil- inn eftir nálægt sviss- nesku landamærunum tveimur dögum eftir að honúm var rænt í Köln. Billinn fannst á skóga- svæði rétt hjá borginni Lörrach sem er um 16 km norður af Basel og um 40 km suðaustur af frönsku borginni Mulhouse þar sem lík Schleyers fannst 19. október. Þessar upp- lýsingar renna stoðum undir getgátur um að Schleyer hafi verið hafð- ur í haldi utan Vestur- Þýzkalands. Ein þeirra 16 sem lög- reglan leitar að vegna Schleyer-málsins, Adel- heid Schulz, er frá Lörrach. Maður sem kallaði sig Bernd Feldmann frá Hamborg keypti bílinn 30. júli í Miinehen. Lögrelan segir að vitni segi að Feldmann sé Knut Folkerts sem var handtekinn nokkrum vikum eftir ránið í Hollandi og ákærður fyrir að skjóta til bana lögreglumann í Utreeht. Vitni segjast nokkrum sinn- um hafa séð húsvagninn á Lörraehsvæðinu frá 21. ágúst QUEBECBUAR geta-reitt sig á stuðning Frakka hvernig sem þeir kjósa í f.vrirhugaðri þjóð- aratkvæöagreiðslu um aðskiln- að frá Kanada, sagði Rene Levesque, forsælisráðherra Quebee, í lok umdeildrar Parfs- arheimsóknar í dag. Levesque lagði einnig áherzlu á mikilvægi þeirrar ákvörðunar að forsætisráðherr- ar Quebee og Kanada hittist og þar til hann var skihnn eftir. Vitni segjast einnig hafa séð mann sem gæti verið Christian Klar aka bílnum. Klar er bæði eftirlýstur vegna Sehleyer- málsins og morðsins á yfirsak- sóknaranum Bubaek og lögregl- an segir að hann hafi kéypt bilinn sem lik Sehleyers fannst í. Jafnframt lagði efri deild vestur-þýzka þingsins til í dag að fylgzt yrði með samtölum hryðjuverkamanna sem sitja i fangelsi og lögfræðinga þeirra. Kristilegir demókratar eru í meiríhluta í efri deild en litlar líkur eru á því að frumvarpið verði að lögum þar sem stjórn Helmut Sehmidts kanzlara er i meirihluta i neðri deild. Ilaai'. 4. nóvpmbur. Ruuler. TILRAUN Joop den Uyls for- sætisráðherra til að mynda nýja stjórn mið- og vinstri- flokka i Hollandi fór endanlega út um þúfur í dag eftir viðræð- ur sem hafa staðið í 163 daga og er met. Upp úr slitnaði eftir 30 tíma látlausa fundi og þar með virð- ist lokið fjögurra og hálfs árs forsætisráðherraferli den Uyls sem mun þó gegna starfinu áfram til bráðabirgða. Líklegt er talið að mynduð verði sam- steypustjórn kristilegra demó- krata og frjálslynda flokksins, sem er hægrisinnaður. Den Uyl hefur reynt að mynda stjórn síðan hann og París til skiptis. Jafnframt sendi Kanada- stjórn frönsku stjórninni opin- bera orðsendingu i dag og minnti Frakka á að fá yrði sam- þykki stjórnarinnar í Ottawa áður en Kanadamenn væru heiðraðir með erlendum veg- tyllum og verðlaunum. Levesque var gerður riddari frönsku heiðursfylkingarinnar í gær en talsmaður utanrfkis- ráðuneytisins þar neitar því að um sé að ræða mótmælaorð- sendingu vegna þess. Levesque kvaðst gera ráð fyr- ir aö þjóðaratkvæðagreiðslan um framtíð Quebec færi fram eftir tvö ár og taldi góðar likur á því að aðskilnaðarsinnar fengju yfir 50% atkvæða þann- ig að fylkiö fengi í f.vrsta skipti tækifæri til að ákveða framtíð sína. Hann kvað það pólitíska og siðferðilega skyldu hlutað- eigandi aöila að hafa úrslitin i heiðri. Dollarinn sterkari Lomlon 4. nóvember. Rculor. BANDARIKJADOLLAR styrktist nokkuö á alþjóðagjald- eyrismörkuðum í dag. en gengi punds varð stöðugt. eftir veru- legt fall fyrst í morgun. Fremur rólegt var á mörkuðunum eftir óvissu undanfarinna vikna og miklar sveiflur siðustu daga. Er markaðurinn i London lokaði í kvöld var dollarinn skráður 1.8070 i einu pundi og 2.2585 mörk i hverjum dollar. flokkur hans, Verkamanna- flokkurinn. sigruðu í þingkosn- ingum sem fóru fram í mai og bættu við sig 10 þingsætum. Þannig hlaut Verkamanna- flokkurinn 53 þingsæti af 150. fjórum fleiri en kristilegir demókratar. Framundan er þing Verka- mannaflokksins sem var kallað saman til að leysa alvarlegan ágreining sem reis vegna þeirra skilyrða sem flokksforystan var reiðubúin að ganga að i viðræð- um um stjórnarmyndunina. A það er bent að den Uyl gafst upp rétt áður en þingið byrjar, og að þar muni vinstrisinnar í flokknum láta mikið að sér kveða. Bíll finnst meðhlutum Schleyers Bonn. 4. nóv. AP. Reulor. Den Uyl gef st endanlega upp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.