Morgunblaðið - 05.11.1977, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. NÖVEMBER 1977 29
BLðM VIKUNNAR érp.
UMSJÓN: ÁB. ©
MONSTERA
DELICIOSA
Nafn þessarar
þekktu stofujurtar
mun merkja í laus-
legri þýðingu: Yndis-
legur vanskapningur
eða eitthvað í þá átt-
ina.
Monsteran er ætt-
uð frá Mexíkó og vex
villt í amerísku hita-
beltisskógunum þar
sem hún með loftrót-
um sínum getur
klifrað hátt uppeftir
stærri trjám. Jafn-
framt sendir hún
stöngulrætur niður í
jarðveginn undir
á hún til að sjúga sig
fasta við hann og get-
ur þá skilið eftir ljót
för. Þessar rætur
skal skerða eins lítið
og mögulegt er og
mætti leiða sumar
þeirra ofan í pottinn.
Plöntunni þarf að
velja bjartan stað
þar sem sól nær ekki
að skína beint á
hana.
Yfir sumartímann
þarf hún mikla vökv-
un og áburðargjöf
a.m.k. einu sinni í
viku. Hún þarf
Monstera deliciosa — rifblaðka
trjánum. Algengast
er að Monstera sér
ræktuð sem potta-
planta en meiri vexti
getur hún þó náð sé
henni plantað í
gróðurskála (eða
vetrargarð). Á slík-
um stað getur hún
blómstrað og jafnvel
borið fvöxt.
Blöð Monsterunn-
ar eru sérkennilega
skert og stundum
götótt, og ber mest á
þessum einkennum
hennar hjá grósku-
miklum plöntum. Sé
hún vannærð eða fái
ekki næga birtu
verða blöðin venju-
lega alveg heil og þá
einnig miklu minni
en ella.
Eins og áður var
nefnt hefur Monster-
an miklar loftrætur
eða sogrætur. Ef hún
stendur upp við vegg
næringarríka mold
sem ekki má vera of
þétt í sér. Heppileg
er blanda af gras-
rótarmold og göml-
um húsdýraáburði,
ásamt laufmold, mó-
mold eða muldum
mosa. Áríðandi er að
potturinn sé vel
ræstur með möl,
viðarkolum eða ein-
hverju slíku.
Að vetrinum skal
minnka vökvun og
hætta áburðargjöf
því nái hún að vaxa í
skammdeginu er
hætt við að sprotar
verði grannir og
blöðin óskert.
Monstera deliciosa
er nefnd íslenska
heitinu RIF-
BLAÐKA, en fremur
hefur gengið illa að
láta það nafn festast
við hana.
H.L.
Jón J. Aðils sagnfræðingur
ritar svo í formála að bók sinni
um Skúla Magnússon. landfó-
geta:
„Átjándu öldinni hefir oft
verið við brugðið hér á landi
fyrir alls konar eymd, ánauð og
ófagnað. Á árinu 1785 kom til
orða í fullri álvöru að flytja alla
íslendinga suður á Jótlands-
heiðar. Alla öldina linnti aldrei
eymdarsöngnum um harðindi,
eldgos, dfepsóttir á fólki og fén-
aði, hungursneyð og verzlun-
aráþján. Eldgos voru yfir 20 á
öldinni og sum þeirra hin allra
mestu og stórfelldustu er sögur
fara af hér á landi. í stórubólu
1707 er mælt að látist hafi eitt-
hvað um 18 þúsundir manna.
Þó mun 18. öldin eigi þykja
sérstaklega markverð eða
minnisstæð fyrir það, hve myrk
hún var og mótlætingasöm,
heldur miklu fremur fyrir hitt,
hve mjög hún i ýmsum greinum
stingur í stúf við undangengnar
aldir. Þá fyrst tekur eins og að
rofa til um ýmsar umbætur og
Heiðurspeningur Skúla Magnússonar úr silfri. Þvermál
63 mm, þyngd 93 grömm. Á bakhliðinni stendur: Fliids
og Vinskibeligheds belönning til fædernelandets bedre
flor. í rönd peningsins er svo höggvið: Den förste premie
for potetersavling i Island fortient af landsfoget schule
magnussen 1774. Á framhliðina er letrað: Det kongelige
danske land = huusholdningsselskab. Opretted 29. jan
1769.11
Heidurs-
peningur
Skúla Magnússonar
landfógeta
nýjungar, stórþýðingarmiklar
fyrir land og lýð. Nýr áhugi og
framtakssemi vakna með þjóð-
inni. En eins og engin alda ris
af sjálfu sér, heldur knúð af
afli vinds og veðra, svo rísa og
heldur eigi nýjar stefnur eða
hreyfingar með þjóðunum af
sjálfu sér. Þær eiga sér ein-
hvern aflvaka, og aflvakinn er
oftast eitthvert mikilmenni
sem hefir auga fyrir brestum
og kröfum timans og áræði,
þrek og þol til að ráðast í nýj-
ungar og framkvæmdir. Afl-
vaki sá, er að baki stóð áhuga
og framkvæmdastarfsemi ts-
lendinga í verklegum efnum á
18. öldinni, var Skúli Magnús-
son landfógeti."
Það er nú kannski von að
lesari minn spyrji hvar mynt-
safnarar og Skúli fógeti komi
saman. Víst er það, að ekki var
Skúli i Myntsafnarafélaginu,
en áhugi sumra félaga þar bein-
ist að söfnun á alls konar meda-
líum og orðum, svo sem göml-
um Fálkaorðum, ærulaunapen-
ingum o.s.frv. Og Skúli fógeti
fékk einmitt elztu orðuna, sem
varðveitzt hefir. Það kann vel
að vera að eldri íslendingar en
Skúli hafi fengið orður, en þær
eru nú glataðar. Orðan hans er
sú eizta, sem við getum skoðað.
Hún er nú varðveitt og er til
sýnis í sýningarpúlti í Þjóð-
minjasafninu.
Ég hafði þennan formála Jón
J. Aðils til að minna aðeins á
aldarfar á dögum Skúla. Það
má einnig minna á það, að hann
var að berjast fyrir því á sinum
tíma að koma á iðnaði hér á
landi;’og fyrir því að verzlunin
yrði frjáls. Er það nú ekki dá-
lítil kaldhæðni, að það er enn
verið að berjast fyrir þessu
hinu sama af forystumönnum
iðnaðar og verzlunar hér á
landi 200 árum siðar? ! ! !
Skúli Magnússon fæddist 12.
desember 1711 og andaðist 9.
nóvember 1794. Honum gekk
afar vel allt nám, lauk að lesa
til stúdents á 3 árum og fór þá
til Benedikts lögmanns Þor-
steinssonar í Rauðuskriðu og
var i þjónustu hans i 2 ár. Las
hann þar ýmsar bækur, einkum
i náttúrufræði. Fór hann síðan
til Kaupmannahafnar og eftir
tæpra tveggja ára dvöl þar er
honum veitt sýslumannsem-
bættið i Austur-
Skaftafellssýslu. Var hann þá
réttra 22 ára gamall. Þremur
árum siðar er honum svo veitt
Skagafjarðarsýsla, sem var
sýnu betra embætti. Skúli var
þar sýslumaður í 11 ár, en
næstu 43 árin á eftir það var
hann landfógeti.
Alla ævi sina hafði Skúli
Magnússon mörg járn í eldin-
um. Það var ekki bara iðnaður
og verzlun, sem hann var að
berjast fyrir. Hann fékk enga
medalíu fyrir það. Hann fékk
verðlaunapening hinn mikla úr
silfri árið 1776 frá Landbúnað-
arfélaginu danska fyrir kar-
Mynt
eftir RAGNAR
BORG
töflurækt. Hann ræktaði jörð-
ina i Viðey, þar sem hann bjó
stórbúi svo vel að eigi leið á
löngu áður en Viðey þótti einna
bezt setin jörð í sýslunni og þótt
viðar væri leitað. Er Skúli tók
við búi í Viðey var þar allt i
niðurniðslu. Hann gerði korn
og trjáræktartilraunir, tilraun-
ir með vetrar- og vorrúg, hafra
og blendingskorn. Kálgarða
hafði Skúli geysimikla og rækt-
aði þar alls konar matjurtir t.d.
grænkál. Hann gerði eiiinig til-
raunir til að rækta ýmsar
kryddjurtir og tókst það vel, en
allar tilraunir til að rækta
baunir urðu árangurslausar.
Hamp og hör ræktaði hann
einnig og tókst vonum framar.
Árið 1767 hélt Skúli 9 vinnu-
menn, 1 dreng og 7 vinnukon-
ur.
Skúli hafði framúrskarandi
elju og starfsþrek. Landfógeta
embættið eitt var fullkomið
meðalmannsverk og fylgdu þvi
svo miklar skriftir, að í skjala-
safni dönsku stjórnarinnar eru
embættisbréf svo hundruðum,
ef ekki þúsundum skiptir frá
hans hendi. Frá þvi iðnaðar-
stofnanirnar koniust á fót og til
ársins 1767 er Skúli gekk úr
stjórn þeirra varði hann til
þeirra rniklu starfi og miklum
tíma. Fór meðal annars 18 sinn-
um utan vegna stofnananna og
voru samgöngur heldur miklu
slakari þá en nú. Sjálfur flutti
hann öll mál sin. bæði þau, er
hann átti við verzlunarfélagið,
og við einstaka menn og tók
saman og ritaði allan þann ara-
grúa af sóknar og varnarskjöl-
um er hann varð að leggja fram
í hinum mörgu og flóknu mál-
um sinum. Ennfremur samdi
hann nýja jarðbók fyrir Island,
en það starf var honum falið
1760, eru það 23 gríðarstór
bindi. Auk þess samdi hann
margar ritgerðir t.d. um garn-
spuna og trjávöxt á íslandi
o.m.fl. Hann sendi 2 ritgerðir,
sem eru óprentaðar, Landbún-
aðarfélaginu danska og fékk
fyrir aðra þeirra 40 dali en
heiðurspening úr gulli fyrir
hina ritgerðina. Þessi gullpen-
ingur Skúla Magnússonar er nú
glataður. Það ætti samt að vera
hægt að komast að þvi hvernig
þessi peningur hefur litið út.
Skúli Magnússon var í hæsta
máta mannlegur, þrætugjarn,
stríðinn, þver og sló ekki hendi
gegn þessa heims lystisemdum,
ef svo bar undir, enda allmikill
aðdáandi vins og kvenna.
Um Skúla Magnússon hefir
margt verið ritað. Eg hefi lesið
með mikilli ánægju bækur
þeirra Jóns J. Aðils, sem kom
út 1911 og bók Lýðs Björnsson-
ar, sagnfræðings, úr bóka-
flokknum Menn i öndvegi. sem
út kom 1966. Það væri lilill
vandi að hafa grein þessa uni
Skúla Magnússon niiklu, miklu
lengri. Hann lifði lengi og gerði
svo margt gott, sem aldrei
verður víst of oft minnt á.