Morgunblaðið - 05.11.1977, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. NÖVEMBER 1977
Jóhann B.
Háeyri —
Það er að kvöldi dags í miðri
vikunni sem leið. Veðurkortið er
búið að vera á skjánum. Það
hefur verið þokkalegt haustveður
hér á Reykjanesvita. Það er ekki
gert ráð fyrir meiriháttar veðra-
brigðum, og maður býst við öllu
góðu þegar veðrið er gott.
Við hjónin höfum ekki horft
lengi á sjónvarpið þetta kvöld
þegar síminn hringir. Þetta er
örstutt samtal þar sem ein af
systrum konunnar minnar til-
kynnir henni lát föður þeirra.
Jóhann Bjarni Loftsson, Há-
eyri, Eyrarbakka, er látinn.
í alkunnum sálmi eftir Valdi-
mar Briem segir svo:
Ég horfi yfir hafið
um haust af auðri strönd.
Jóhann var á bestu árum ævi
sinnar mikill sjósóknari. Hann
sigldi margan krappan sjóinn, svo
honum ætti hvergi að hafa brugó-
ið, þegar hann lagði upp í þessa
síðustu ferð, þótt leiðin liggi, eins
og segir í sálminum, um „dauðans
haf“.
Þessi aldna kempa er búin að
lifa langa ævi og fjölbreytilega.
Þegar hann nú kveður okkur,
nánustu skyldmenni sin og vini,
þá er hann orðinn hálfniræður.
Daginn áður en til þessara
tíðinda dró, voru yngstu dætur
hans tvær, Halldóra og Árný, í
heimsókn hjá honum. Þeim þótti
hann venju fremur slappur, og
tók Arný hann því með sér heim
til sín. Lá hann þar rúmfastur
þetta kvöld og næsta dag. Þegar
þar var komið varð honum að
orði, að ekki þýddi að dægra
svona, hann yrði að koma sér á
fætur, ef hann ætti að ná úr sér
sleninu. Um kvöldið ætlaði hann
að horfa á sjónvarpsfrettirnar,
eins og venjulega. En þá urðu
umskiptin, því stuttu síðar var
hann látinn.
Lifshlaup Jóhanns Bjarna
Loftssonar er það margþætt að í
stuttu máli minningargreinar-
innar koma persónueigindin
einna best til skila í snöggum
myndbirtingum. Og hvað segjum
við um góðan mann, daginn sem
hann er borinn til grafar?
Um þrjátíu ára bil hef ég þekkt
tengdaföður minn, Jóhann B.
Loftsson, og átt þvf láni að fagna,
að geta umgengist hann talsvert
mikið þó við byggjum lengst af
hvor á sínu landshorninu. Það
hefur orðið svo með árunum, að
mér hefur fátt verið meiri ánægja
en að heimsækja hann, þar sem
hann býr einn í húsi sínu Háeyri.
Einn, segi ég. Enginn maður
ir að Vilmundur andaðist langt
um aldur fram frá stórum barna-
hópi, þá var Gisli með gamla Vík-
ing i 5 vertíðir. Eftir það með
Gideon. 1925 kaupir hann með
öðrum og Iætur smiða nýjan Vik-
ing, mikið happaskip og er með
hann um árabil. Inn á milli var
hann mað Ara, Skúla fógeta og
Freyju RE. £ftir 29 ára skipstjórn
og meira en 40 ára sjómennsku
fór Gísli i land eftir farsælan fer-
il, þar sem hann alltaf stýrði skipi
sinu heilu og höldnu i höfn.
Saga Gisla og saga Eyjanna er
samtvinnuð um mikinn uppgang í
meira en 70 ár. Hann var ötull
stuðningsmaður Bátaábyrgðarfé-
lagsins, i stjórn ísfélagsins og
stjórn kaupfélagsins Fram. Gísli
fór vel með allt. Mikill barnavin-
ur og skepnuvinur. Las lestra
Jóns meistara Vidalíns og dáði
sálma Hallgrims Péturssonar.
Trúfastur kirkjugestur í Landa-
kirkju og bætti svo á að fara i
Betel, til andlegrar hressingar og
uppbyggingar.
Gísli var lánsmaður í einkalífi
sinu. Eiginkona hans var Guðný
Einarsdóttir frá Arnarhóli Þor-
steinssonar. Langafi hans var Ey-
vindur Jónsson, Fjalla-Eyvindur.
Þeim hjónum varð 6 barna auðið
og komust fimm þeirra til manns.
Svava, Salóme og Þyri og bræð-
urnir Óskar Magnús og Einar
Jóhannes.
Gísli var tæplega meðalmaður á
Loftsson
Minning
getur verið einn. Jóhann Loftsson
er umkringdur stórri fjölskyldu.
Hann kvæntist ungur góðri og
fórnfúsri konu, Jónínu Hannes-
dóttur frá Stóru-Sandvík. Þau
voru samhent um það bæði tvö, að
koma til manns stórum barnahóp.
Systkinin voru ellefu. Fyrsta
barn þeirra dó í frumbernsku en
hin komust öll til fullorðinsára.
Þegar ég kom inn í fjölskylduna
er Jónína horfin af sjónarsviðinu
fyrir nokkrum árum. Hún hverf-
ur frá barnahópnum, og maður
hennar, þróttmikill og starfsam-
ur, stóð þarna í þeim sporum, sem
hlýtur að vera hverjum manni hin
mesta reynsia.
Fyrstu árin eftir fráfall móður-
innar hjálpuðust elstu börnin að
um það að halda uppi heimilinu
með föður sínum. Siðan kom til
Jóhanns ágæt kona, Anna Sveins-
dóttir frá Sunnuhvoli á Eyrar-
bakka. Hún tók að sér heimilið og
stóð fyrir því með mestu prýði,
þar til hún lést fyrir áratug. Síðan
býr Jóhann einn í húsi sínu á
Eyrarbakka. Honum er það
hjartans mál að halda heimili þar
sem börn hans og fjölskyldur
þeirra geta komið saman hjá
honum þegar tækifæri bjóðast.
Lífinu er oft líkt við ferðalag úr
einum stað til annars, og má það
til sanns vegar færa. Mér er
margt minnisstætt af því sem
Jóhann hefur við mig sagt, en ég
held að þessi orð séu mér einna
minnisstæðust:
— Ég byrjaði snemma að
ferðast, og hef verið mikiðJ ferða-
lögum.
Við munum komast að raun um
það að þessi orð eru eins og
rammi um lífsferil hans...
Jóhann Bjarni Loftsson er
fæddur 24. janúar árið 1892, að
Sandprýði á Eyrarbakka. Foreldr-
ar hans eru Mýrdælingar að ætt
og uppruna. Þarna eru strax
byrjuð ferðalög, þvi aftur leita
foreldrar hans, Jórunn Markús-
dóttir og Loftur Jónsson til
heimaslóða í Mýrdalinn. Já, það
eru ferðalög. Hér er freistandi að
segja langa ferðasögu af Jóhanni.
Þegar hann er aðeins hálfs árs
gamall, lendir hann i sinu fyrsta
stóra ferðalagi. Foreldrarnir
leggja af stað með börn sín tvö, og
ferðast er á hestum. Farið er um
eyðisanda og óbrúuð fljót. Við sjá-
um þessa fjölskyldu, manninri,
konuna og börnin tvö, halda sem
leið liggur austur sanda og yfir
beljandi árnar.
Já hann byrjaði snemma að
ferðast.
Það er margt sem knýr
manninn til að vera um kyrrt í
hæð, en léttur og snar. Hann
hlífði sér aldrei. Handtök hans
traust og örugg. Lund hans gat
verið hrjúf og köld, en innra sló
hlýtt hjarta og gott. Viðbrugðið
var hvernig unglingar réðust í
skipsrúm til hans, hvernig hann
með hlýleika og festu lagði ung-
um mönnum veganesti. Hjá Gisla
fengu þeir vegahesti sem dugði
vel. Kunnir sjómenn og aflamenn
byrjuðu með Gísla, má þar nefna
að öðrum dgleymdum Ármann
Friðriksson frá Látrum, lands-
þekktan aflamann á sinni tið.
Það er heiðríkja og birta yfir
brottför Gisla af þessum heimi.
heimabyggð sinni. Ég þekki
engan mann, sem hefur verið
sinni heimabyggð trúrri en
Jóhann Loftsson. Og ég er þeirrar
skoðunar, að þar sem maðurinn
og landið eru í sátt, þar sé lifað
eins ríku lífi og völ er á. Og ég er
þeirrar trúar, að sá einn geti
staðið í miklum ferðalögum, sem
á sér sterkar rætur á æskustöðv-
um sinum. Jóhann er fæddur í
þorrabyrjun. En um sumarið
næsta, þá eru hjón á ferð með
börn sín tvö, sem hefur verið búið
um í koffortum á klyfjahestum.
Hvert er ferðinni heitið? Tak-
markið er að komast heim. Ég
held að ferðalokin séu fyrirfram
séð; sá staður, þar sem þau
treysta á að líf þeirra festi
dýpstar rætur, og þeim verði sem
mest úr sinu. Þess vegna er farið
yfir svarta sanda og beljandi
vötnin. Ferðin gengur eins vel og
hægt er að gera sér vonir um. En
það urðu engin ferðalok i
Mýrdalnum. Aftur taka hjónin sig
upp, eftir aðeins tveggja ára
búsetu þar. Og aftur hverfa þau á
sömu slóðir og fyrr. Það var ekki
sest að í þorpinu að þessu sinni,
heldur á Hreiðurborg í grennd
við þorpið Þau tóku sig ekki aftur
upp til að fara í langt ferðalag. Ég
gleymi ekki þessum orðum
Jóhanns:
— Það er stuttur spölurinn frá
Hreiðurborg og hingað niður á
Bakkann ... og hann bætir við
eftir stutta þögn — Foreldrar
minir settust um kyrrt i Sölkutóft
á Eyrarbakka og bjuggu þar
meðan bæði lifðu.
Það segir lítið af leikjum
Jóhanns í fjörunni á Eyrarbakka,
nema hvað gæfa hans var slík að
hversdagsönnin verður honum
oft sem snarpur leikur. Fór betur
að svo var. Lifsönnin kom
snemma til hans. Hann byrjaði að
beita upp á hálfan hlut níu ára
gamall. Þá var beitt í niðurgröfn-
um moldarkofum. Þá var risið úr
rekkju og gengið til starfa um
fimm og sex Ieytið á morgnana.
Lifsstarfið var hafið. Hann bar
hlunnana upp fyrir bátinn þegar
sjósett var og hann bar hlunnana
upp fyrir sjávarmál og hafði þá
tiltæka þegar skipið var sett upp
aftur aó kvöldi.
Hér er komið að nýjum áfanga í
ævi Jóhanns Loftssonar.
Sjómennskuferill hans er hafinn.
Hann byrjaði að beita upp á
hálfan hlut niu ára að aldri og
fimmtán ára rær hann fyrir
fullan hlut, bæði frá Eyrarbakka
og 'Þorlákshöfn. Þetta er eflaust
litrikasti þátturinn i ævi hans.
Það er lika skemmst frá þvi að
segja að fljótlega kemst Jóhann i
fremstu röð sjómanna. Hann
gerist formaður árið 1912. Bátinn
á hann í félagi með öðrum. Þetta
skip, Norrónan var keypt frá
Vestmannaeyjum. Þegar hér var
komið hafði Jóhann fengið mikla
Trú min er að hann lendi með
góðan feng og öllu órifuðu, beint i
faðm Abrahams, ísaks og Jakobs,
með frelsara sínum Jesú Kristi.
Slíkra er gott að minnast. E.J.G.
Það var heldur ógnvekjandi af-
mælisgjöf sem náttúruöflin sendu
tengdaföður minum Gísla Jóns-
syni frá Arnarhóli í Vestmanna-
eyjum hinn 23. janúar 1973, en
þann dag var Gísli niræður. Það
var hvorki meira né minna en
eldgos á Heimaey, eins og öllum
er minnistætt. Þá bjó Gísli hjá
dóttur sinni Salóme, sem þá fyrir
skömmu hafði misst eiginmann
sinn, Vigfús Jönsson vélsmið. Lál
Vigfúsar var rnikið áfall Gisla, því
Vigfús hafði re.vnst honum betur
en nokkur sonur, enda var Vigfús
heitinn valmenni og virtur af öll-
um sem til hans þekktu. Salórne
vakti Gísla þá nótt og sagði hon-
um tíðindin, og einnig að allir
eyjarbúar ættu að .yfirgefa E.vj-
una strax. Gísli gekk út á hlað í
nærklæðunum einum saman og
leit á eldana austur á Eyju, fór I
síðan inn og sagði við dóttur sina:
„Þetta er ljótt að sjá en ég fer
ekki fet.“ Ég ætla ekki að lýsa,
hverslags erfiðleikum Salónie
stóð i við að koma Gisla frá Eyjum
þesSa nótt. Þá bjó hjá Salóme
sonur okkar hjóna, Steingrímur,
en hann gal ekki veitl Salóme
niikla hjálp, þvi hann varö að fara
reynslu af sjómannsstarfinu.
Hann reri fyrst á opnum bátum
— og barði sjóinn árum. í mikilli
fiskgengd voru þeir oft tregir til
að taka upp færin og halda til
lands, þó loft sortnaði og sjór tæki
sig upp. Það var verið að þar til
ekki var lengur stætt á öðru en að
draga færin upp og halda til
hafnar.
Og hver var svo höfnin?
Þá var suðurströndin ein hafn-
leysa, Og mikill vandi var for-
mönnum á herðar lagður með því
að gæta þess vel að leita lands
áður en brimskaflarnir lokuðu
þeim leiðum, sem færar voru til
landtöku. Þetta mikla vandamál
var enn fyrir hendi þegar Jóhann
eignast vélbát og fær valinn mann
í hvert skiprúm. Þar ber ekki
skugga yfir. Jóhann verður einn
aflasælasti formaðurinn. Það fer
af honum mikið orð og gott.
Dugnaðarmönnum sem þá voru
að vaxa upp, þótti ekki annað
betra en að gerast skipverjar hjá
Jóhanni Loftssyni.
Ég hef ekki séð Jóhann
glaðbjartari yfirlitum en þegar
hann hefur minnst þessa timabils
í ævi sinni. Honum er það kært að
tala um gæfu sina og gengi á
formannsárunum. Gamla
Norróna dugði honum vel og
lengi. Jóhann tók sér ekki nýjan
farkost fyrr en fjórtán árum síðar
Þá verður fyrir valinu Trausti frá
Akranesi — gott sjóskip og traust,
og reyndist Jóhanni mikil happa-
fleyta.
Ég kann langa sögu af
sjómannsferli Jóhanns. Það væri
freistandi að segja hana hér, en
til þess eru engin tök. Ég vona að
þessi fáu orð gefi i skyn eitthvaó
af þvi þreki og karlmannslund,
sem Jóhann átti til að bera og
beitti óspart i sjósókn sinni, sjálf-
um sér og öðrum til lifsbjargar.
Hann var eldfljótur að gera það
upp við sig hvort hann reri eða
ekki. Hann lét engan mann hafa
áhrif á sig, þegar hann hafði tekið
ákvörðun. Það stóð sem hann
sagði. Það eru sannmæli, að lánið
strax til sins skips og sinna björg-
unarstörfum eins og aðrir sjó-
menn i Eyjum. En eftir miklar
fortölur fór Gísli frá Eyjum undir
morgun. Þetta voru þung spor
fyrir Gisla eins og aðra eyjabúa.
Gísli unni Eyjunum mikið.
Hann fluttist þangað rúmlega tvi-
tugur og var sjómaður og útvegs-
bóndi upp frá þvi. Kona Gisla var
Guðný Einarsdóttir frá Arnarhóli
í Landeyjum, rnjög guðrækin og
greind kona. Þau eignuðust sex
börn og eru fimm þeirra á lifi:
Svava, Salóme, Öskar. Einar og
kona min Þyri. Guðný lést áriö
1956. Gfsli var haröur og mildur í
senn. Hann elskaði allt ungviði og
þau hjónin studdu margar fátæk-
ar ekkjur i Eyjum með gjöfuin, en
aldrei höfðu þau hátt um það.
Gisli dvaldist á heimili okkar
hjóna i þrjú og hálft ár eftir gos,
en vegna sjúkleika konu minnar
fluttist hann aftur til Eyja á dval-
arheimili aidraðra. Þann tima
sem Gisli bjó hjá okkur veitli
hann okkur margar ánægjustund-
ir. Gisli var sérlega ræðinn og
léttur í lund. Þrek þessa öldungs
var slíkt að undrun sætti. Daglega
fór Gisli i gönguferðir i Hvassa-
leitinu og ræddi við nágranna
okkar. Glaðværð hans var slík að
allir höfðu mikla ánægju af að
hitta hann. nágrannar okkar
komu oft úl úr húsi eða görðum
til að ræða við hann, þvi að Gisli
var glettinn við þá og hlátur lians
var stöðugt með honum á sjónum.
Honum hlekktist aldrei á, þótt
sókndjarfur væri.
Eitt sinn þegar vió Jóhann
áttum tal saman um sjómanns-
feril hans, þá varð honum þetta
að orði:
— Ég þakka ekki sjálfum mér
lán mitt á sjónum nema að litlu
leyti. Þar á ég guði mest að þakka
og þar næst skipsfélögum mfnum.
Búskap stundaði Jóhann alltaf
jafnframt sjósókninni. Hann
vann nokkuð að jarðarbótum og
plægði kálgarða á vorin. Hann var
einn af þeim fyrstu sem lærði að
fara með plóg í sínu heimahéraði.
Einnig var Jóhann einn af þeim-
fyrstu, sem eignaðist bifreið,
ætlaða til vöruflutninga, og ók
henni milli Eyrarbakka og
Reykjavíkur. Þetta var framhald
þeirrar atvinnu, sem hann stund-
aði á ungdómsárum sínum, en það
var að flytja varning á hestvögn-
um þessa sömu leið. Hann átti þá
mörg sporin um Svinahraun
Hellisheiði — Kambana —
Flóann og allt niður að strönd-
inni, þar sem sjórinn mókti
stundum svo kyrr, að maður
grunar hann ekki. um græsku . ..
Þessar flutningaleiðir með kerru-
hestana gátu áreiðanlega oft verið
erfiðar og vandasamar — og ekki
ósjaldan beinlínis karlmennsku-
verk. Það eitt er víst, að Jóhann
hefur ekki gefist upp á miðri leið
á milli byggða, frekar en að það
hafi nokkurntimá hvarflað að
honum að gefast upp fyrir
öldunni á hafinu. Hann hefur oft
brotist áfram með farangurslest
sína í illfæru og hörðum veðrum
þessa leið, sem nú er dásömuð af
skemmtiferðafólki, er ekur hana
eftir steyptum rennisléttum vegi,
i dýrindis farartækjum eins og
bíllinn er í dag.
Ég vil endurtaka þaó, hversu
mér var ávallt ljúft að koma að
Háeyri og eiga tal við Jóhann.
Þær heimsóknir urðu mér giftu-
drjúgar. Þar þykist ég hafa fengið
ráðningu á sumum gátum lífsins,
sem ég hef hvergi fengið
fullnaðar svör við annarsstaðar. I
þvi andrúmslofti, sem skapast
hefur i kringum Jóhann nú
siðustu árin, hef ég stundum
fundið opnast leiðir, þar sem áður
sýndist ófæra.
Það skulu vera lokaorð þessa
minningamáls um Jóhann B.
Loftsson, að sú sé sannfæring
min, að á ævikvöldinu hafi færst
yfir hann fullkomin ró og kyrrð.
Ekki sú ró og kyrrð, sem kallar á
dofa og sinnuieysi, heldur sú ró
og kyrrð, sem er hverjum manni
dýrmætust; það er að geta lifað
lífinu i sátt við allt og alla, en
samt sem áður gert sér grein fyrir
þvi, hvað eru lifsverðmæti og
hvað eru lífsskemmdir; að sætt
hans við lífið hafi verið fullkom-
in.
Öskar Aðalsteinn.
smitandi og eignaðist hann marga
vini meðal þeirra. Eins höfðu vin-
ir okkar hjóna sem komu á okkar
heimili meðan Gisli dvaldist hjá
okkur mikla ánægju að ræða við
hann og veit ég að margir þeirra
mun minnast hans með söknuði.
Gisli hafði ekki haft tök á því að
ferðast mikið um landið. Við
hjónin fórum ofl með hann um
sveitir landsins, þær ferðir falla
mér aldrei úr huga, þetta voru
þær allra skemmtilegustu ferðir
sem ég hef farið og mun ég ávallt
rnjög þakklátur Gisla fyrir að
hafa fengið að njóta hans sam-
fylgdar i þessum ferðum.
Gísli heitinn verður jarösettur
frá Landakirkju i Vestmannaeyj-
um i dag. laugardag 5. nóvember.
Haraldiir Steingrínissoii.
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu nieð
góðuni fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast i síð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera í sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
línubíli.