Morgunblaðið - 09.11.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.11.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1977 11 * Gunnar Jóhannsson, Asmundarstöðum: Vandamál landbúnaðarins Snjóbolti vandamála fslensks skap heldur aðeins gert að reka ■; slíkt hið sama ef við viljum bera landbúnaðar er farinn að velta og hlaða utan á sig án þess að bænd- ur eða stjórnvöld reyni að sporna við, heldur virðast þau aðeins reyna að blása i glæðurnar til þess að þau vandamál sem við er að etja verði eilíf í stað tímabund- inna. Það vandamál sem hæst blasir við í dag er sú offramleiðsla sem orðin er á lambakjöti eða um 25—30%. Þessi þróun hefur átt sér stað nú í nokkur ár og með sama áframhaldi má ætla að of- framleiðslan verði orðin 40% árið 1982. Þessi umframframleiðsla hefur verið seld úr landi fyrir aðeins brot af framleiðslukostn- aði og er ekki útlit fyrir að þar verði nein breyting á. Er ekki eitthvað hægt að gera til úrbóta? Jú, Stéttarsamband bænda tók þetta mál fyrir á síðasta aðalfundi sínum eins og því bar að gera og afgreiddi það á mjög skemskemmtilegan máta. En til- lögur þess voru þessar: 1. Að lagt verði verðjöfnunar- gjald á framleiðslu yfirstandandi verðlagsárs i trausti þess að viður- kennt verði mat Framleiðsluráðs á heildarverðmæti landbúnaðar- framleiðslunnar. 2. Að lagt verði verðjöfnunar- gjald á innfluttan fóðurbæti allt að 8% af cif. verði. Gjaldið verði í vörslu Framleiðsluráðs og notað til verðjöfnunar á framleiðslu hvers árs, þó þannig að hver b.ú- grein njóti þess framlags sem frá henni kemur, þar til hún hefur náð grundvallarverði. Gjaldið verði ákveðið af Framleiðsluráði landbúnaðarins til eins árs í senn. 3. Að Framleiðsluráði verði veitt lagaheimild til þess að greiða lægra verð fyrir aukna framleiðslu á hverri jörð, þó þannig, að þar sem bú eru litil sé greitt fullt verð fyrir aukningu að ákveðnu marki. Þetta komi aðeins til framkvæmda þegar ekki er hægt að greiða fullt verð fyrir alla landbúnaðarframleiðsluna. Þegar þannig háttar verði jafnframt greitt lægra verð fyrir fram- leiðslu rikisbúa og þeirra sem hafa landbúnaðarframleiðslu ut- an lögbýla. Á þessu má sjá að bændur vilja ekki leysa vandann heldur reyna aðeins að fela hann. Samkvæmt 1. lið tillögunnar þá æUa bændur að taka á sig það sem á vantar á verð síðastliðins árs með því skilyrði að útflutningsbætur verði hækk- aðar. Utflutningsbætur eru heim- ilaðar samkvæmt lögum 10% af heildar landbúnaðarframleiðsl- unni, til þess að tryggja það að við séum sjálfum okkur nóg. En sá galli fylgir gjöf Njarðar að noti ekki ein búgrein þær, ntá sú næsta fá hennar hlut. T.d. eiga svína- og alifuglaframleiðendur ekki möguleika á að nota þetta og hafa því sauðfjárbændur nýtt þeirra hlut að fullu. Sá ágreining- ur sem kemur fram í 1. lið tillög- unnar er sá að bændur telja stjórnvöld ekki hafa rétt mat á heildarlandbúnaðarframleiðsl- unni og ætla sér því að strepta enn meir geldan ríkiskassa. I öðrum lið er gert ráð fyrir 8% verðjöfnunargjaldi á innfl. kjarn- fóður. Því miður virðast þeir ekki gera sér ljóst hvert vandamálið er, en það er, aö það er 25% offramleiðsla og það verður ekki leyst með því að tolla innflutt hráefni í fóðurblöndurnar þvi sauðfjárbændur nota minnst allra bænda kjarnfóður, og lágt verð á lambakjöti til útflutnings batnar ekki við að tolla hráefni til ann- arra búgreina. Samkvæmt þriðja og siðasta lið tillögunnar er gert ráð fyrir lægra verði tíl ríkisreknu búanna og lægra verði fyrir aukna fram- leiðslu búa sem hafa meiri fram- leiðslu en meðalbú, þegar útflutn- ingsbæturnar og verðjöfnunar- gjaldið duga ekki. En hvað gerir þetta? Jú, þetta útilokar það aó bú séu stækkuð ef bóndinn getur búið og honum gert skylt að halda sig í meðalmennskunni. Einnig eykur þetta kostnað ríkisins, því ríkinu er ekki gert að hætta bú- bú sín með enn meira tapi en gert er i dag, tii þess að skerða ekki útflutningsbætur hinna. Nú er það ekki sanngjarnt að gagnrýna aðeins en koma ekki með tillögur til úrbóta og vil ég þvi benda á eftirfarandi sem hugsanlega lausn á að draga svo úr framleiðslunni að við verði un- að. 1. Framleiðsla ríkisreknu bú- anna verði lögð niður nema á til- raunabúum. Þvi öll njóta þau ým- issa fríðinda og styrkja sem hinn almenni bóndi á'ekki kost á. 2. Bönnuð verði framleiðsla þeirra aðila sem ekki hafa land- búnað að aðalstarfi þvi sam- keppnisgrundvöliur þeirra er óheiðarlegur því þeir eru ekki háðir tekjum af framleiðslunni. Ég er ekki meðmæltur boðum eða bönnum en þar sem sú þróun hef- ur verið undanfarin ár að aðrar stéttir hafa allar einhverjar höml- ur eða verndunarráðstafanir til að gæta hagsmuna sinna þá get- um við ekki neitað bændum um þá sarnan vió aðrar stéttir. Því á ílieðan bóndi getur ekki selt sína vinnu að hluta sem trésmiður þá fæ ég ekki séð hvernig það er réttlætanlegt að trésmiður geti Framhald á bls. 23 i a FLÓKAGÖTU1 SÍMI24647 Við Efstaland 4ra herb. falleg og vönd- uð íbúð á 3. hæð. Harð- viðarinnréttingar. Viðar- klædd loft. Teppi á stofu og gangi. Suður svalir. Sameign i góðu lagi. Helgi Ólafsson löggiltur fasteignasalr kvöldsimi 21155. Kaplaskjólsvegur 4ra herb. mjög góð ibúð á 3. hæð við Kaplaskjólsveg. Suður svalir Tjarnargata Mjög skemmtileg efri hæð og ris ásamt hálfum kjallara i timbur- húsi við Tjarnargötu. Grunnflöt- ur 100 fm. Á hæðinni eru 2 stofur, eitt herb., eldhús, búr og snyrtiherb. í risi eru 3 svefn- herb., baðherb., og geymslu- herb. í kjallara er sér þvotta- herb., stórt geymsluherb. og sameiginlegt þurrkherb Suður svalir. Eignarlóð. í smiðum 3ja herb. ibúð á 1. hæð við Álfhólsveg i Kópavogi ásamt bil- skúr. íbúðin er rúmlega fokheld. Höfum kaupanda að góðri 2ja til 3ja her-b ibúð helst á Seltjarnarnesi eða i Vest- urbænum. Mjög góð útb. Seljendur ath: Höfum fjársterka . kaupendur að 2ja til 6 herb. íbúðum, sérhæð- um, raðhúsum og einbýlishús- um. Málflutnings & , f asteignastof a Agnar Gustatsson. hrl. Hatnarstrætl 11 Slmar12600. 21750 Utan skrifstofutlma: — 41028. Laugarás 4ra herb. 90—100 fm. íbúð á 1 . hæð í þríbýli íbúðin skiptist í tvær samliggjandi stofur, 45 fm. og tvö svefnherb. Falleg eign í fögru umhverfi. Heildarverð ræðst af útborgun Hringbraut 4ra herb. 100 fm. íbúð á 1 . hæð í tvíbýli. Arahólar 4ra herb. 115 fm. íbúð á 6. hæð. Steypt bílskúrsplata Útb 8 — 8.5 millj. Skeiðarvogur 3ja herb. 85 fm. risibúð. Tvö svefnherb., ein stofa. Útb 5.5 — 6 millj. Svalir í suður. Mávahlíð 3ja herb. 90 fm ibúð í kjallara Litið niðurgraf- in. Barmahlíð 3ja herb. 90 fm íbúð í risi Stórir kvistar, björt og rúmgóð íbúð. Asparfell 2ja herb. 60 fm. íbúð á 4. hæð Suður svalir, sameign og lóð frágengin Þórsgata 3ja herb. 65 — 70 fm. risíbúð í steinhúsi. Þríbýli. Bólstaðarhlíð 4ra herb. 100 fm. íbúð i kjallara. Lítið niður- grafin. Hiti sér, inngangur sér. Góðar geymslur. Útb. 6 millj. Húsamiðlun Fasteignasala Templarasundi 3, 1. hæð. Sölustjóri Vilhelm Ingimundarsón Jón E. Ragnarsson hrl. Síruai i i6l4og 11616. 1 27750 í 27150 lngólfsstr»ti 18. Sölustjóri Benedikt Halldórsson Falleg 4ra herb. íbúð við Vesturberg Vorum að fá í sölu skemmtilega íbúð á 3. hæð (efstu) i 3ja hæða sambýlishúsi við Vesturberg. Utb. 7.5 millj. Víðsýnt útsýni yfir borgina. Losun samkomulag. Öll sameign frágengin. Hjalti Steinþórsson hdl. Gústaf Þór Tryggvason hdl. Iðnaðarhúsnæði Til leigu er í Skeifunni tæplega 1000 fm iðnaðarhúsnæði súlulaust. Lofthæð ca. 6 metr- ar. Húsnæðið er með 4 stórum innkeyrsludyrum. Legist í einu eða tvennu lagi. Tilboð sendist Mbl. fyrir 12. þ.m. merkt: „Skeifan — 4329". 29555 OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 9 — 21 UM HELGAR FRÁ 13—17 Efstasund 60 fm. 2 hb. góð ibúð á 1 . hæð. For- skallað útb. 4 m. Ljósheimar 65 fm. góð 2 hb. ibúð á 5. hæð. Verð 7.5 m., útb. 5.5 m. Asparfell 85—90 fm. góðar 3 hb. íbúðir. Álfheimar 90 fm. góð 3 hb. ibúð á 1. hæð. Verð tilboð, útb. 7 m. Bollagata 90 fm. 3 hb. kj.ibúð, sér inng., 2falt verksm. gler. Verð 7.5 m., útb. 5 — 5.5 m. Dúfnahólar 87 fm. 3 hb. ibúð - bilskúr. Gunnarssund 55 fm. ágæt 3 hb. risibúð Verðtilboð útb. 3.5 m. Grænakinn Hafn. mjög góð 3 hb. jarðh. Langholtsvegur 85 fm. góð 3 hb. kjallaraibúð. Verð og útb. tilboð Laufvangur 90 fm. 3 hb. ibúð sér þvottur. Laus með vorinu. Útb. 6.5 m. Sólheimar 75 fm. 3 hb. góð ibúð 1. hæð. Verð tilb., útb. 6 — 6.5 m. Skerjabraut ca. 55 fm. 3 hb. kj.-ibúð. Útb. 3 — 3.5 m. Æsufell 105 fm. 3 hb. stórglæsilegar ibúðir með og án bílskúra. Brekku- hvammur Hf. 85 fm 4 hb. ibúð 1. hæð aukahb. i kj 30 fm. bilskúr. Útb. 7.5 — 8 m. Vallargerði 2 býl i 2 ibúðir efrihæðin eru 4 hb.-l-eldhús og bað. 1. hæð, 4 hb. aukaherb. i kjallara, bilskúrs- réttur seldar saman eða sér. Viðihvammur 120 fm. 4—5 hb. ibúð + bilskúr. Góð eign. Útb. 8 m. Þingholtsstræti 100 fm. 1. hæð 2 hb. búð + verzlunar- aðst. 2. hæð. 4 hb. ibúð Verð 1 hæðar 7.5 útb. 4.5 m. Verð 2. hæðar 7.5, útb 4.5 m. Norðurmýri 137 fm. 5 hb.+ bilskúr góð eign. Útb. 10—1 1 m. Hvassaleiti 117fm. 5 hb. góð eign + bilskúr. Útb • 8.5 — 9 m. Makaskipti möguleg á 4 hb ibúð á 1 —2 hæð , helst með bilskúr. Holtagerði 125fm. 6 hb. ibúð sér mng bilskúrsr Mikil eign. Verð 15—16 m Útb. 10 m Nýbýlavegur ibúð Hólabraut Hf. 120fm. 3. hæð og ris, sér inng , bilskúr. Útb. 8 m. Kríuhólar 1 28 fm. mjög góð 5 hb. ibúð, makaskipti æskileg Mosfellssveit 80 fm. góð 4 — 5 hb. íbúð á 1 . hæð í 4býlishúsi. Útb. 4 — 4.5 m Ölduslóð 1 25 fm. 5 hb. góð íbúð á 3. hæð Bíl- skúr. Útb. 9 — 9.5 m. Ártúnshöfði leiga. 600—1000 fm. tilbúið um ára- mót hentar vel fyrir heildsölu og ýmislegt annað. Vantar Iðnaðar og verzlunarhúsnæði af ýmsum stærðum 100—150 fm. Má vera i REYKJAVÍK HAFNARF. KÓPAVIGI Eskihlíð 1 20 fm. 4 hb. + 1 hb i kjallara. íbúðin er i góðu ástandi, laus nú þegar Út- borgun tilboð. Grettisgata 105-120 fm. 4—5 hb. ibúð, útb 6.5 — 7 m. Dalaland 100 fm. glæsileg 4 hb. ibúð, makaskipti æskileg á 5 hb. ibúð + bílskúr i nánægu hverfi. Hverfisgata 100 fm. sérlega góð 4 hb. ibúð á 3. hæð Verð 9.5. útb. ca. 6 m, Kársnesbraut 100 fm. 4 hb. rishæð verð + útb. tilboð. Kviholt 108 fm. 3 — 4 hb. sérinngangur. Kóngsbakki 108 fm. sérstaklega falleg ibúð 4 hb. þvottur og búr innaf eldhúsi. Laufvangur 110fm. 4 hb. ibúð mjög góð Útb má dreifast á 1 4— 1 6 mán. Langholtsvegur 90 fm. falleg 3 — 4 hb. ibúð, ný eldhús- innrétting, bilskúrsr. Lækjarkinn 95 fm. mjög góð 4 hb. ibúð á efri hæð, 2 aukaherb. i kjallara. Bilskúr. Miklabraut 85 fm. 4 hb. ibúð i risi. Verð tilb. útb. 2 — 2.5 m. Mávahlið 137 fm. 4 — 5 hb. ibúð. bilskúrsréttur. góð eign ný teppi Útb 9—10 100 fm. góður bil- glæsileg 4 hb. skúr. Útb 8 ni. Skipasund 4 hb risibúð, timburhús. Bil- skúr. Útb. 5 m. Okkur vantar allar gerðir eigna á skrá Skoðum ibúðir samdæg- urs. EIGNANAUST Laugavegi 96 (við Stjörnubíó) Sími 2 95 55 SÖLl’M. Hjörtur (lunnai sson Lárus Uol.uason Svanur Þtir Vtlhjáltnsson hdl. | ý? 1' '4 f '■ ií t' -IflílO V&- ‘i'ift* .'é.'ní <lii * ý lA M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.