Morgunblaðið - 09.11.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.11.1977, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9! NÖVEMBER 1977 9 / <4 Samkomulag um öll atriði nema launastigann hjá BHM SÁTTAFUNDUR var í kjaradeilu BHM og ríkisins í fyrrakvöld og á þeim fundi náðist samkomulag um svo til öll atriði önnur en iaunastigann, að því er Guðríður Þorsteinsdóttir á skrifstofu BHM tjáði Morgunblaðinu í gær. Guðríður sagði að á næstu tveimur dögum kæmi í ljós, hvort samkomulag næðist um launastig- ann, og ef svo yrði ekki færi málið fyrir kjaradóm, sem siðan ætti að hafa lokið störfum fyrir 21. nóvember n.k. Staðgreiðslukerfið að þýzkri fyrirmynd MATTÍHAS Á. Mathiesen, fjármálaráðherra, sagði í fjárlagaræðu sinni á AI- þingi í gær, að stefnt yrði að staðgreiðslukerfi skatta að þýzkri fyrirmynd. Ráð- herrann sagði, að skamm- ur tími væri til stefnu, þar sem staðgreiðsla skatta hefði í för með sér miklar breytingar á öllum störf- um við álagningu og inn- heimtu og krefðist því mikillar vinnu við endur- skipulagningu skatta- kerfisins. Engu að síður teldi hann mögulegt að framkvæma þetta á svo stuttum tíma en ýmislegt væri ómótað um nánari út- færslu kerfisins. Fjármálaráðherra sagði, að í vetur yrði lagt fyrir Alþingi nýtt frumvarp um tekju- og eignar- skatt. I því verður fylgt þeirri meginstefnu, sem fram kom í frumvarpinu í fyrra en hins vegar verður það frábrugðið í ýmsum veigamiklum atriðum. Sérsköttun hjóna svo og sérsköttun foreldra og barna þarf að taka til athug- unar í ljósi staðgreiðslu, sagði ráð- herrann ennfremur. Sjávarútvegsráðherra í Færeyjum; Viðræður um gagn- kvæmar fiskveiðar Frá slysstað á Keflavíkurveginum. Ljósm. Mbl. Heimir Stfgsson. Bílslysið á Keflavíkurvegi: Ungur Reykvíkingur lézt af völdum áverka UNGUR Reykvíkingur, farþegi I annarri fólksbifreiðinni, sem lenti f árekstri á Keflavfkurvegin- um f fyrrakvöld, andaðist f Land- spítalanum um kl. 6 f gærmorgun af völdum áverka er hann hafði hlotið í árekstrinum. Maðurinn sem lézt hét Magnús Sigurðsson, 22ja ára að aldri og til heimilis að Granaskjóli 34 í Reykjavík. Ilann lætur eftir sig unnustu. Areksturinn varð með þeim hætti, eins og greindi í frétt Mbl. i gær, að Citroén-bifreiðin sem Magnús heitinn var i tók að rása í hálku á veginum og skall hún þvert framan á fólksbifreið úr Keflavík sem á móti kom. Alls slösuðust sjö manns í árekstrin- um sem var mjög harður, en eftir því sem bezt er vitað munu aðrir sem í bifreiðunum voru ekki lífs- hættulega slasaðir. Magnús Sigurðsson. F j ármálaráðherra: Uppsafnaður söluskattur endurgreiddur á næsta ári Þórshofn, 8. nóvember. MATTHlAS Bjarnason sjávarút- vegsráðherra átti í morgun óformlegar viðræður við fær- eysku landstjórnina og eftir fund- inn var eftirfarandi fréttatil- kynning send út.: A meðan sjávarútvegsráðherra Islands var í heimsókn í Færeyj- um dagana 6. til 10. nóvember áttu sér stað óformlegar viðræður milli sjávarútvegsráðherrans og F járm álaráðherra: Ríkisfjöl- miðlar brugðust MATTHlAS A. Mathiesen, fjármáiaráðherra, sagði f fjár- Iagaræðu sinni á Alþingi f gær, að hann teldi, að sáttatil- Iaga í kjaradeilu opinberra starfsmanna hefði verið felld vegna þess að hún hefði ekki verið kynnt nægilega vel. Að sjálfsögðu er það á valdi félagsmanna að samþykkja eða hafna sáttatiilögu en það hlýt- ur að vera lágmarkskrafa að efni sáttatillögu sé kynnt á hlutlægan hátt, sagði fjármála- ráðherra og bætti við: „A það tel ég að hafi verulega skort að þar hafí fjölmíðlar brugðizt, einkum ríkisfjölmiðlar.“ Rækjuveiði haf- in í Öxarfirði RÆKJUVEIÐI hófst f Öxarfirði f fyrradag, og var veiðin leyfð eftir að rannsóknaskipið Dröfn hafði kannað miðin þar og f Ijós komið að tiltölulega Iftið var af seiðum f firðinum. Samkvæmt því sem Jón B. Jónasson deildarstjóri í sjávarút- vegsráðuneytinu tjáði Morgun- blaðinu í gær, þá hefur verið heimiluð veiði á 1650 lestum af rækju í Öxarfirði i vetur, og er aflanum skipt á milli Kópaskers og Húsavíkur. 12 bátar hafa feng- ið leyfi til að stunda þessar veið- ar. færeysku landstjórnarinnar um framhald á veiðum færeyskra skipa á íslandsmiðum á árinu 1978 og eins um framhald á veið- um íslenzkra skipa í færeyskri fiskveiðilögsögu. Landstjórnin skýrði frá fær- eyskum fiskveiðum á yfirstand- andi ári og fór þess á leit að færeysk skip fengju að halda áfram veiðum á Islandsmiðum á næsta ári. Báðir aðilar sættust á að hefja formlegar samningaviðræður um þessi mál um n.k. mánaðamót eða í byrjun desember undir forsæti íslenzka utanríkisráðuneytisins." A þessu ári mega Færeyingar veiða samtals 17 þús. lestir af fiski á Islandsmiðum, sem skiptast þannig, að 8.000 ionn eru þorskur og 9.000 tonn aðrar tegundir. Fram til þessa hafa Færeyingar veitt 6.350 lestir af þorski og 8.312 tonn af öðrum fisktegundum og frá 1. október er veiði Færeyinga á íslandsmiðum 66 tonn af þorski og 1008 tonn af öðrum tegundum. Arge. RlKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að endurgreiða á árinu 1978 áætlaðan upp- safnaðan söluskatt af út- flutningsvörum samkeppn- isiðnaðar á árinu 1977. Með uppsöfnuðum sölu- skatti er átt við söluskatt, sem íþyngir útflutnings- iðnaði og samkeppnisiðn- aði af því að atvinnurekst- ur greiðir söluskatt af ýms- um aðföngum. Hjá útflutn- ingsiðnaðinum er aðallega um að ræða söluskatt af flutningstækjum, óvaran- legum rekstrarvörum, olí- um, orku o.fl. en í öðrum tilvikum er einnig greidd- ur söluskattur af vélum, búnaði, varahlutum o.fl. Þegar varan er fullgerð til útflutnings hefur safnazt upp nokkur söluskatts- greiðsla í framleiðslu- kostnaði, sem nefnd er uppsafnaður söluskattur. I nágrannalöndum er sam- svarandi skattur endur- greiddur við útflutning eða sölu innanlands. Matthías A. Mathiesen, fjár- málaráðherra, skýrði frá þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar í fjárlagaræðu sinni á Alþingi í gær. Sagði ráðherrann, vegna árs- ins 1974 hefði þessi greiðsla verið innt af hendi með áætlaðri fjár- hæð. 1 ársbyrjun 1975 var gerð gengisbreyting sem bætti hlut út- FYRRI umferð í forvali Al- þýðubandalagsins í Reykjaneskjördæmi til næstu alþingiskosninga var um síðustu helgi og að sögn Gunnlaugs Ástgeirs- sonar formanns kjör- dæmisráðs komu 30 nöfn fram á listunum. Sagði hann, að þessi fyrri umferð þjónaði þeim tilgangi að fá fram þá menn, sem fólk gæti síðan valið um í síðari umferð forvalsins, en hún flutningsiðnaðar og hefur siðan ekki komið til slikrar endur- greiðslu. Hins vegar virðist af- koma útflutningsiðngreina 1977 erfið og af þeim sökum hefur ríkisstjórnin tekið þessa ákvörð- un. Talið er, að uppsafnaður sölu- skattur í útflutningsiðngreinum nemi um 235 milljónum króna miðað við verðlag í febrúar 1977. Færri stöður án heimildar HEIMILDARLAUSUM stöðum hjá rfkinu hefur fækkað verulega að því er fjármðlaráðherra upp- lýsti á Alþingi í gær i fjárlaga- ræðu sinni. Hinn 1. janúar 1976 voru 576 stöður án heimildar f ríkiskerfinu en um síðustu ára- fnót voru þær 312. Þetta er m.a. árangur af gerð sérstakrar starfsmannaskrár ríkisins, sagði fjármálaráðherra. verður 27. nóvember n.k. Gunnlaugur sagði að í síðari umferðinni gæti fólk raðað þeim 30 nöfnum, sem fram komu í for- valinu, á listann og síðan yrði talið saman hvernig atkvæði skiptust niður á milli manna, en í síðari umferð mætti velja um 10 nöfn af þeim 30 sem fram komu i fyrri umferðinni. Aðspurður sagði Gunnlaugur, að þvi væri ekki að neita að þing- menn flokksins i Reykjaneskjör- dæmi hefðu fengið flest atkvæði f fyrri umferð forvalsins, en siöan væru sex menn oft nefndir. Ljósm. Mbl.: Kristínn. Gott skautasvell er nú á Melavellinum og f gær var þar fjöldi fólks áskautum og naut lífsins. Alþýðubandalagið: Forvali í Reykjaneskjör- dæmi lýkur 27. nóv. n.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.