Morgunblaðið - 03.12.1977, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1977
Útgafandi
Framkvœmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjómarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjóm og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Arvakur. Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthlas Johannessen.
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjöm Guðmundsson.
Bjöm Jóhannsson.
Ami GarBar Kristinsson.
Aðalstrœti 6. slmi 10100.
ABalstrati 6. slmi 22480.
Sakharovrétt-
arhöldin í Róm
Sakharovréttarhöldin í Róm, sem fram fóru í liðn-
um mánuSi, hafa vakiS athygli um heimsbyggS alla.
Victor Sparre, sein sæti á f Sakharov-nefndinni og var meSal
spyrjenda viS vitnaleiðslur í réttarhöldunum, sagði m.a. við
fréttamann IklGrg-jr.blaðsins, sem viSstaddur var réttarhöldin:
„Fyrri Sakharov-vitnaleiðslurnar, sem haldnar voru i Kaup-
mannahöfn fyrir tveimur árum, voru bæSi mikilvægar og
merkilegar, en ég tel að árangurinn hafi orSið miklu meiri hér
en þar." Þessi norski listamaður bætti við: „Það leikur enginn
vafi á því að aldrei fyrr hefur verið hægt að ná saman jafn
miklum og jafn áreiðanlegum upplýsingum um kúgun og
mannréttindaskerðingu í Sovétrikjunum en gert hefur verið
þessa dagana hér í Róm."
Victor Sparre leggur sérstaka áherzlu á það, hverja þýðingu
það hafi að draga saman einmitt nú marktækan vitnisburð
fólks, ekki einungis úr Sovétríkjunum. heldur og öðrum
rikjum Austur-Evrópu. sem þekkir af eigin raun meðferð
pólitiskra andófsmanna, bæði í fangelsum og á geðveikrahæl-
um, svokölluðum. Nú, þegar Belgradráðstefnan stendur yfir,
um efndir Helsinkisáttmálans. er mjög mikilvægt að þetta
komi fram, sagði Sparre. Sparre vakti sérstaka athygli á
vitnisburðum Ljudmilu Alekseevu, frá Moskvu, og Edmund
Hulsz, flóttamanns frá Póllandi.
Ljudmila Alekseeva sagði sovézk yfirvöld hafa hert undan-
farið ofsóknir á hendur þeim, sem dirfast að gagnrýna
stjórnvöld heimafyrir. Starfsemi andófsmanna hafi engu að
síður fengið ýmsu áorkað. Starfsemi andófshópa nær einkum
til menntamanna, verkamanna og bænda. Hún segir upplýs-
ingar um ofsóknir gegn trúfélögum í Sovétríkjunum einkum
komnar frá verkamönnum og bændum en ( þeim þjóðfélags-
stéttum sé trúað fólk fjölmennt, þrátt fyrir ofsóknir stjórn-
valda. Ljudmila Alekseeva bindur vonir við árangur af Bel-
gradráðstefnunni. „í þessu sambandi," segir hún, „er ekki
hægt að leggja nógu mikla áherziu á, hvað almenningsálitið á
Vesturlöndum er mikilvægt og sem betur fer hefur áhugi og
skilningur á þessum málum aukizt mjög að undanförnu . . .
Tilgangur yfirvalda er að kæfa frjálsa hugsun, þannig að hægt
sé að halda þessu þjóðfélagi í skefjum, en þessi afstaða
sprettur af ótta og tortryggni, sem nauðsynlegt er að reyna að
eyða."
Edmund Hulszfrá Póllandi sagði m.a.: „Mynduð hafði verið
sérstök verkalýðsnefnd, þar sem ég var kjörinn til forystu og
átti ég ásamt Maranski borgarstjóra að ræða, hvernig ætti að
skipuleggja verkfallsaðgerðir. þannig að þærfæru friðsamlega
fram, en slíkt varð vitanlega að gera I samvinnu við yfirvöld.
En á sama tima og Maranski var á fundi með okkur var
haldinn annar fundur, þar sem helztu kommúnistaleiðtogarnir
lögðu á ráðin og skipuðu sérstaka nefnd sem átti að sjá um,
að verkfallsaðgerðir og önnur umsvif af hálfu verkafólks yrðu
umsvifalaust bæld niður. Það var svo á miðnætti þennan
sama dag, að 500 vopnaðir lögreglumenn umkringdu húsið,
þar sem verkfallsnefndin sat á fundi. Nokkrir ruddust inn og
hrópuðu: „Hreyfið ykkur ekki, annars skjótum við." Þeir
réðust á okkur með barsmíð og misþyrmingum og handtóku
okkur alla sem einn . . ." „Þessum harmleik lauk fimmtudag-
inn 17. desember. Snemma dags var járnbrautarstöðin i
Gdynia umkringd og lokuð með brynvörðum bílum og skrið-
drekum. Engínn komst út af umkringda svæðinu. Skyndilega
hófst vélbyssuskothrið á hóp varnarlauss fólks, sem var að
koma út úr einni lestinni . . . Á strætum borgarinnar gekk
herlögreglan berserksgang. . . Það kom siðar i Ijós að i
fjöldamorðum þennan dag höfðu fórnarlömbin orðið 3000
manns." Siðan lýsir Hulsz réttarhöldum yfir sér, barsmíðum
og misþyrmingum, sem óþarfi er að rekja frekar, en koma
heim og saman við annan vitnisburð, sem vitnar um þá
mannréttindaskerðingu sem þjóðir A-Evrópu þurfa við að búa
undir kommúnisku þjóðfélagskerfi.
Vitnisburður fjölmargra þegna A-Evrópurikja við Sakharvo-
réttarhöldin i Róm, sem með engu móti er hægt að vefengja, á
erindi til sérhvers frjálsborins manns. í því sambandi er rétt að
minna á orð Ljudmilu Alekseevu um þýðingu almenningsálits
á Vesturlöndum, til stuðnings mannréttindabaráttu i rikjum
kommúnismans. En þessi vitnisburður á ekki síður erindi til
okkar varðandi okkar eigin mál.
Borgarlegt þjóðfélag þingræðis og lýðræðis, eins og við
þekkjum það i framkvæmd á Norðurlöndum, hefur vissulega
sina annmarka, sem eru gagnrýni verðir. En við þekkjum
ekkert þjóðfélagsform i viðri veröld sem tryggir þegnum
sinum meiri mannréttindi né traustara afkomuöryggi. Þetta
þjóðskipulag felur og i sér möguleikann til að þróast frá
annmörkum sinum og til meiri fullkomnunar, án byltingar og
ofbeldis, en fyrir tilstilli frjálsra skoðanaskipta og meirihluta-
áhrifa almennings í frjálsum og leynilegum kosningum. Þessi
réttindi kunnum við betur að meta, þegar horft er til mann-
réttindaskerðingar hins kommúniska þjóðskipulags, sem
pólitískir blindingjar meðal okkar stefna engu að síður að,
hafandi ekkert lært af 60 ára reynslu þess í Sovétríkjunum.
MORGUNBLAÐIÐ hefur snúið sér til Davíðs Schev-
ing Thorsteinssonar, formanns Félags íslenzkra iðn-
rekendá, og Kristjáns Ragnarssonar, formanns
Landssambands íslenzkra útvegsmanna, og spurt um
álit þeirra á ummælum, sem nýlega voru höfð eftir
formanni ráðs Efta, Fríverzlunarbandalags Evrópu.
Formaðurinn, Brugger frá Sviss, lýsti því yfir á
fundi ráðgjafanefndar Efta nýlega að tillögur Félags
íslenzkra iðnrekenda um frestun tollalækkana í eitt
ár kæmu ekki til greina, þar sem þær brytu í bága
við stofnskrá Efta.
Tolla-
lækkanir
og EFTA
Davíð Scheving Thorsteinsson:
Eigum að fresta
gildistöku tolla-
lækkana einhliða
DAVÍÐ Scheving Thorsteinsson,
formaður Félags íslenzkra iðnrek-
enda, svaraði efnislega á þessa
leið:
— Það sem gerðist á umrædd-
um Efta-fundi var að fulltrúar ís-
lands skýrðu frá nauðsyn þess að
fresta umsömdum tollalækkunum
um eitt ár. Færð voru fram mörg
rök og veigamestu rökin voru þau,
að athuganir hefðu sýnt að önnur
riki innan Efta hefðu farið út á þá
braut að styðja sinn iðnað til þess
að gera hann samkeppnisfærari
m.a. á þann hátt að greiða niður
hverja unna vinnustund. Það sem
gerðist næst var að fulltrúar frá
Sviss, Svíþjóð og Noregi komu i
pontu og játuðu að þetta væri
rétt, sögðu hreinlega að þetta ætti
sér stað og játuðu i raun brot á
fríverzlunarhugsjóninni.
Fulltrúi Norðmanna sagði t.d.
að ef Norðmenn hefðu ekki gripið
til þessara styrktaraðgerða hefðu
100 þúsund manns orðið atvinnu-
lausir í Noregi. Einn sænsku full-
trúanna spurði mig hreinlega að
því hvort ég lifði ekki á 20. öld-
inni. Ég væri a8 tala um fríverzlun.
sem væri alls ekki til a8 hans
mati. Hann sag8i einnig I ræSu a8
þa8 væri frumskylda hverrar rikis-
stjórnar a8 hugsa um þegna sína
en ekki samninga. sem hún hefSi
gert og hann talaSi um a8 segja
mætti a8 meS styrktarkerfinu
væri veriS a8 flytja atvinnuleysiS
út úr landinu.
Og framkvæmdastjóri Efta, C.
Muller, sagSi blákalt yfir allan
hópinn a8 hinar opinberu stuSn-
ingsaSgerSir vi8 iSnaSinn i fyrr-
greindum löndum væri verndar-
stefna i nýju dulargervi. Skýrar er
nú ekki hægt a8 tala a8 mínu
mati.
Þa8 er því min skoSun, a8 þótt
þaS liggi alveg fyrir a8 tillaga um
frestun á niSurfellingu tolla um
næstu áramót hljóti ekki sam-
þykki innan Fríverzlunarbandalags
Evrópu eigum viS íslendingar að
fresta gildistökunni einhliða. Ég
tel að staSa annarra rikja innan
bandalagsins sé svo veik. þar sem
þau hafa þverbrotið anda fri-
verzlunarstefnunnar með styrktar-
aSgerðum gagnvart iðnaðinum, að
þau muni engum mótmælum
Kristján Ragnarsson:
Fagna ákvörðunEFTA
„ÉG fagna þvi að EFTA skuli ekki
hafa samþykkt frekari frestun á
tollalækkunum framleiðsluvara
EFTA-landa á íslandi. Það ber
brýna nauðsyn til í þessu þjóð-
félagi að iðnaður verði i sömu
aðstöðu og aðrar útflutningsgrein-
ar, þ.e. að verndartollar verði
afnumdir," sagði Kristján
Ragnarsson formaður Landssam-
bands isl. útvegsmanna þegar
Morgunblaðið ræddi við hann.
„Ég hef borið virðingu fyrir iðn-
rekendum fyrir að hafa samþykkt
inngöngu i EFTA á sinum tima. og
harma að þeir skuli þvi draga þá
samþykkt til baka.
f ræðu þeirri er ég flutti i
upphafi aðalfundar L.Í.Ú. á mið-
vikudag lét ég i Ijós þá skoðun. að
samningi okkar við EBE væri
stefnt í voða ef við stæðum ekki
við gerða samninga. Það er þvi
ekki ástæða til að óttast það leng-
ur, að við stöndum ekki við gerða
samninga, ef málið nær ekki fram
að ganga, auk þess sem það er
hagsmunamál allra íslendinga að
vöruverð lækki. vegna lækkunar
tolla. og fyrirhuguð tollalækkun
vegna EFTA-samninga mun nema
800 millj. kr. á ári frá og með
næstu áramótum." sagði Kristján.
hreyfa. þótt við tökum ákvörðun
um það sjálfir að fresta einhliða
gildistöku tollalækkana um eitt ár.
Ef það verður gert skapast svig-
rúm fyrir islenzk stjórnvöld til að
framkvæma þær tillögur til iðn-
þróunar, sem Félag islenzkra iðn-
rekenda hefur lagt fram jafnhliða
þvi, sem reynt yrði að fá sam-
starfsþjóðirnar innan Efta og EBE
til þess að hætta þessum stuðn-
ingsaðgerðum við sinn eiginn iðn-
að.
Ég vil segja það að lokum, að
mér finnst það alltof oft gleymast
i umfjöllun um þetta mál, að fs-
land gekk í Efta á sinum tima til
þess að styrkja islenzkan iðnað en
ekki erlendan.
Launakjör æðstu starfs-
manna Reykjavíkurborgar
Alfreð Þorsteinsson (F) spurðist fyrir
um eftirfarandi á fundi borgarstjórnar
fimmtudaginn 1 des 1 Hver eru laun
eftirtalinna embættismanna Reykjavik-
urborgar, að meðtöldum nefndarstörf-
um fyrir borgina: a borgarstjóra. b
borgarritara, c. borgarlögmanns, d
skrifstofustjóra Reykjavikurborgar, e
borgarverkfræðings f hafnarstjóra, g
rafmagnsstjóra, h hitaveitustjóra. i
vatnsveitustjóra j framkvæmdastjóra
BÚR, k forstjóra SVR og I slökkviliðs-
stjóra 2 Ef um yfirvinnu er að ræða
hjá umræddum aðilum. hvernig er hún
greidd og hversu mikil var hún siðast-
liðið ár? 3 Hvernig er bifreiðastyrkjum
til þessara aðila háttað? 4 Njóta þessir
starfsmenn einhverra hlunninda ofan á
launagreiðslur? Borgarstjóri Birgir ís-
leifur Gunnarsson svaraði og fer svar
hans hér á eftir
Föst laun 1977: Borgarstjóri
3 858 250 —, borgarritari
3.101.807. — , borgarlögmaður
3 018.771 —, skrifstofustjóri borgar-
stjórnar 3.018.771. — . borgarverk-
fræðingur 2.973 443 —. hafnarstjóri
2.935.735. — , rafmagnsstjóri
2935735. — , hitaveitustjóri
2935735—, vatnsveitustjóri
2 856.310 —, framkvæmdastjórar
BÚR 2 856 310 - og 2.814.206.-,
forstjóri SVR 2 856 310 — og
slökkviliðsstjóri 2.856.310.— .
Nefndarlaun: Borgarstjórn
844 262,— borgarstjóri, borgarráð
1 519.672 —, hafnarstjórn
157 200 — borgarstjóri, hafnarstjóri
og borgarverkfræðingur, stjórn Gjald-
heimtunnar 92 518 — borgarritari
Yfirvinna sl. ár: Borgarritari
1 356 997 —, borgarlögmaður
56.737. — , skrifstofustjóri borgar-
stjórnar 1 026.540.-, borgarverk-
fræðíngur 1 136 538 —, hafnarstjóri
772 689 —, rafmagnsstjórí
823 542 —, hitaveitustjóri
1.200 000 —, vatnsveitustjóri
610 887 —, framkvæmdastjórar BÚR
1.481 723 — hvor, forstjóri SVR
561.600. — , slökkviliðsstjóri
626 610 -.
Akstursgreiðslur: Skrifstofustjóri
borgarstjórnar 4500 km, borgarverk-
fræðingur 4000 km, hafnarstjóri
4500 km, hitaveitustjóri 7500 km,
vatnsveitustjóri 7000 km, forstjóri
SVR 9000 km og forstjórar BÚR
334 200 - hvor
Hlunnindi: Borgarstjóri R 612, R
3000 Slökkviliðsstjóri
Risna: Borgarstjóri 100 000 á ári.
hafnarstjóri lOO OOOáári, borgarritari
25.000 á ári, borgarlögmaður 25.000
á ári, hitaveitustjóri 20 000 á ári og
forstjóri SVR 20 000 á ári
Simi: Framkvæmdastjórar BÚR, for-
stjóri SVR, slökkviðliðsstjóri, þessir
utan einkaskeyta og einkalanglinusam
tala Hafnarstjóri fastagjald
Húsnæði: Rafmagnsstjóri greiðir
leigu samkvæmt samningi
Einkennisföt: Slökkviliðsstjóri eins
og aðrir slökkviliðsmenn
Framhald ábls. 21.
* H1 ýýMft*** * * *fýffýýffH
* t
m V# * v
t 4Vy»t, L 4 *> ■VvA-*.