Morgunblaðið - 03.12.1977, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1977
— Minning
Helgi
Framhald af bls. 23'
störfum meö hestum, áður en
dráttarvélar komu til sögunnar.
Vann hann þannig bæði að bui
föður síns í Hruna og einnig utan
þess. í Hruna var mikill gesta-
gangur, einkum á sumrum, m.a.
mikið um útlenda ferðamenn,
sem húsbóndinn varð að sinna og
greiða fyrir. Kom því bústjórnin
mest á Helga, elsta soninn, þar
sem hinir yngri voru við lang-
skólanám. En alla tíð var mikið
ástriki milli foreldra og systkina í
Hruna og ágætur heimilisbragur.
Geta verður og þess að í Hruna
var bæði samkomustaður, póstaf-
greiðsla og símstöð. Og á vetrum
voru þar oft börn og unglingar við
nám. Sra Kjartan var frömuður
sinnar sveitar í öllum fræðslu- og
skólamálum.
Það hvíldu því mikil störf á
elsta syninum, enda honum vel til
þess trúandi. En á þessu varð
breyting þegar Sra Kjartan lét af
prestskap 1930 vegna vanheilsu.
Helgi kvæntist 1926 Elínu dótt-
ur Guðjóns Helgasonar, bónda í
Gröf, og konu hans Guðrúnar Er-
lendsdóttur. Jafnframt fékk hann
hluta Grafarlands og stofnaði þar
nýbýli, er hann nefndi Hvamm.
Reisti hann þar myndarlegt íbúð-
arhús ásamt peningshúsum og
ræktaði tún og garða. Þangað
fluttu svo ungu hjónin 1930 ásamt
prófasthjónunum. Sra Kjartan dó
vorið 1931, en frú Sigríður 1947 í
hárri elli. Dvaldi hún jafnan í
Hvammi hjá þeim Helga og Elínu.
Þar var líka gestkvæmt á sumrum
og mörg börn oft og einatt. Heim-
ilisbragur allur hinn skemmtileg-
asti, svo sem verið hafði í Hruna.
Systkin Helga komu þar og oft á
sumrum og dvöldu um tíma, eink-
um Unnur. — Ég kom oft að
Hvammi á Flúðsárum mínum. Og
ekki komu börn mín í annan stað,
er þeim þótti skemmtilegri.
Helga tókst fljótt að koma sér
upp góðu búi og stundaði mikið
garðrækt. Ekki leið á löngu uns
hann fór að planta barrtrjám í
brekkuna fyrir ofan bæinn sinn.
Nú er þar kominn hinn fegursti
skógarteigur, sem líta má á einum
bæ. Við þá sjón kemur mér oft í
hug hin fleyga setning úr alda-
mótaljóðum Hannesar Hafstein:
,,Menningin vex i lundi nýrra
skóga". Fáir ungmennafélagar
hafa komist nær þeirri hugsjón
en Helgi í Hvammi.
Þau hjón eignuðust fjögur
börn, þar af komust þrjú upp:
Jóhannes, garðyrkjumaður,
kvæntur Kristinu Karlsdóttur,
Kjartan, hreppstjóri, kvæntur
Björgu, kennara, Björnsdóttur og
Guðrúnu, iþróttakennara, sem
starfar í Reykjavík, en á sumar-
bústað í landi föður síns. Jóhann-
es reisti einnig myndarlegt nýbýli
í landi föður síns, en Kjartan tók
við búi foreldra sinna, þegar þau
hættu búskap fyrir nokkrum ár-
um vegna elli og varnheilsu. Þau
feta öll ótrauð á slóð feðra sinna
ásamt niu ágætum bó'rnum.
Ekki má láta þess ógetið, að
Helgi varð að taka að sér mörg
störf fyrir sveitarfélag sitt og sat í
ótal nefndum t.d. skattnéfnd,
hreppsnefnd, sóknarnefnd og
sýslunefnd árum saman.
Ungur lærði hann að leika á
orgel og var því organisti og söng-
stjöri í Hrunakirkju fram á átt-
ræðisaldur, minnir mig. Hann
starfaði og árum sainan i Hreppa-
kórnum, sem Sigurður Ágústsson
frændi hans stjórnaði. Hann vann
við Sparisjóðinn Gullfoss, meðan
hann starfaði. — Þá brá hann sér
og á leiksviðið fyrir Umf. Hruna-
manna. Aldrei vildi hann gera
mikið úr hæfileikum sínum á því
sviði, en ekki fannst mér neitt
skorta á reisn og skörungsskap
hans, sem Torfa í Klofa, þegar við
lékum Lénharð fógeta 1934 og
1936.
— En hér læt ég staðar numiö.
— Segja má að Helgi hafi verið
gæfumaður — en andstreymi lífs-
ins varð hann líka að reyna. Hann
sá á bak öllum systkinum sinum
og fóstursystur. Bær hans stór-
skemmdist eitt sinn í eldi og varð
hann þá fyrir miklu tjöni. Fyrir
nokkrum árum veiktist hann af
brjóstveiki og varð að vera í
sjúkrahúsi um tíma, en náði sér
furðu fljótt. — Allt þetta bar
hann með dæmafáu þreki og hug-
arró kristins manns. Prúð-
mennskan brást honum aldrei. Eg
var þeim hjónum samtima á
Heiísuhælinu í Hveragerði nokkr-
ar vikur sl. vor. Ég dáðist að sam-
komulagi þeirra, hvað þau unnu
hvort öðru og hjálpuðust að —
eins og þau höfðu gert í hálfa öld.
Slíks er gott að minnast. —
En nú er sköpum skipt. Að-
fararnótt 20. þ.m. veiktist Helgi
snögglega og var látinn innan
fárra klukkutíma. Hjartað hafði
bilað.
Þegar gamall maður deyr (þar
á ég líka við konur, sbr. að konur
eru lika menn, þótt það gleymist
stundum) er í raun og veru ekki
harmur kveðinn að neinum nema
eftirlifandi maka. Þar verður opið
skarð og ófyllt. Þá hlýtur að byrja
„annað lif í þessu lífi“. Því fyrr,
sem ntenn gera sér það Ijóst þvi
betra. Þar geta góð börn og
tengdabörn, vinir og frændur
komið til hjálpar. Og svo mun hér
verða. Ég trúi þvi að vinkona mín,
Elín, geri sér þetta ljóst, því að
margar hendur og hugir verða
henni til hjálpar. Greind hennar,
glaðlyndi og sterk trú, mun og
hjálpa þar, ásamt ógleymanlegum
minningum um ágætan lífsföru-
naut.
Sjálfur vil ég kveðja minn
horfna vin þannig: Veri hann
blessaður og sæll. Ástarþakkir
fyrir ævilanga vináttu og tryggð.
Hittumst heilir bráðum á strönd
hins ókunna.
29/11 1977
Ingimar H. Jóhannesson.
Þeim fækkar óðum bjartsýnis-
mönnunum, sem gerðust braut-
ryðjendur íslenzkrar atvinnu-
garðyrkju. Einn þeirra, Helgi í
Hvammi, er kvaddur í dag. Félag-
ar hans í Sölufélagi garðyrkju-
manna þakka Ianga og ánægju-
lega samfylgd og á ýmsum tímum
ágæt störf í þeirra þágu.
Þeim sem þetta ritar er Helgi
fyrir margar sakir minnisstæður.
Hann var einn þeirra fáu, sem
með sanni má segja að hafi auðg-
að og fegrað umhverfi sitt, í þess-
ara orða víðustu merkingu.
Heima og heiman færði hann
með sér andblæ þess hreina, fág-
aða og trausta; aðalsmerki fagur-
kerans og drengskaparmannsins.
Hin hógværa glaðværð, létta og
lifandi frásögn, afburða minni á
skemmtileg atvik, að ógleymdum
þeim aragrúa græskulausra vísna
og sagna, sem Helgi kunni, skíp-
aði honum á bekk með þeim fáu,
sem að allri gerð og í eðli sínu eru
skemmtilegir.
Þótt Helgi væri í raun mjög
hlédrægur og flíkaði lítt þessum
kostum sínum, þurfti sjaldan mik-
ið til á fleygri stund, að hver
snjalla vísan fylgdi annarri með
viðeigandi atburðalýsingu, sem
oftast var svo ljóslifandi að mönn-
um virtist atburðurinn vera að
gerast fyrir augum sér. Slíkt er
aðeins á færi þeirra fáu útvöldu,
sem meðvitandi eða óvitandi
þroska með sér meðfædda frá-
sagnarhæfileika, og ná slíkum
tökum á máli og stfl að hrein
unun er á að hlýða.
Helga var gott að kynnast og
ávinningur að vináttu hans og
traustu samstarfi um fjölda ára.
Eftirlifandi eiginkonu og fjöl-
mennu skylduliði votta ég samúð
mína. Þorv. Þorsteinsson
Þjálfari óskast
UMF Víkingur Ólafsvík óskar að ráða knatt-
spyrnuþjálfara, n k sumar. Upplýsingar gefur
Gylfi Scheving, í síma 6217, Ólafsvík, (á
kvöldin).
Umsóknarfrestur er til 10. des.
Um 250 ungmenni
sýna á fimleika-
á morgun
FJOGURMET
HJÁSTEFÁNI
HASTÖKKVARINN efnilegi í ÍR, Stefán Þ. Stefánsson, er sann-
kallaður metahrellir, því á skömmum tíma setti hann fjögur
islandsmet í yngri aldursflokkunum. Á innanfélagsmóti í
Baldurshaga fyrir skömmu hljóp hann 50 metra grindahlaup á
7,8 sekúndum, sem er -nýtt piltamet og sveinamet. Var eldra
piltametið 8,1 sekúnda og eldra sveinametið 7,9 sek. Á öðru móti
ÍR-inga í Baldurshaganum setti Stefán svo innanhússmet í
hástökki pilta er hann stökk 1,73 metra. Aðeins tveimur dögum
síðar bætti Stefán svo þetta met á móti Leiknis er hann stökk 1,78
metra.
Þórdís Gfsladóttir setti liýtt innanhússmet í hástökki í kvenna-
flokki á f.vrra hástökksmótinu er hún stökk 1,68 metra. Á því
móti felldi Guómundur R. Guðmundsson FH mjög naumlega 2,01
metra. Fór hann himinhátt yfir 1,95 metra.
— agas.
Landsliöið
í blaki mæt-
ir pressunni
NÚ Á sunnudaginn fer fram pressuleikur í blaki. Landsliðið, sem
mæta skal hinu frækna pressuliði, er skipað eftirtöldum mönn-
um: Böðvar Helgi Sigurðsson, Guðmundur Pálsson, Gunnar Árna-
son, Halldór Jónsson, Indriði Arnórsson, Jason Ívarsson, Páll
Olafsson, Sigfús Haraldsson og Valdemar Jónasson.
Pressuliðið er afturámóti þá eru menn i pressulióinu sem
UM 250 UNGMENNI koma
fram á hinni áriegu skóla-
íþrótta- og fimleikasýningu,
sem verður í Laugardalshöll-
inni á morgun og hefst klukkan
14. Ingimar Jónsson setur
hátfðina, en skólahljómsveit
Kópavogs leikur frá 13.45 til 14.
Síðan ganga sýnendur fylktu
liði inn í salinn. Fyrsta atriðið
er sýning 28 ungra stúlkna úr
KR, en síöan rekur hvert atrið-
ið annað, ýmist frá skölum eða
fþróttafélögum. Síðasta atriðið
verður sýning hóps 60 pilta og
stúlkna frá Reykjaskóla f
Hrútafirði undir stjórn Hösk-
uldsGoða Karlssonar.
Reykjavíkur-
mót í júdó
REYKJAVÍKURMÖTIÐ í Júdó
fer fram á morgun og hefst
klukkan 14 í íþróttahúsi Kenn-
araháskólans. Keppt verður í
þremur þyngdarflokkum karla
og einum kvennaflokki. Allir
beztu júdómenn Reykjavíkur
taka þátt í mótinu og má búast
við jafnri og spennandi keppni.
skipað þessum leikmönnum:
Benedikt Höskuldsson, Harald-
ur G. Hlöðvarsson, Hreinn Þor-
kelsson, Jean Pewrre Beaudet,
Júlíus B. Kristinsson, Kjartan
P. Einarsson, Sveinn Hreins-
son, og Torfi R. Kristjánsson.
Eins og sjá má af þessari upp-
talningu mætist hér blóminn úr
íslenskum blakliðum. Erfitt er
að segja um hvort liðið er sigur-
stranglegra, því þótt landsliðið
virðist sterkara á pappírnum,
ekki gefast upp fyrr en í fulla
hnpfana. Það eitt má segja að
þetta verður örugglega spenn-
andi Ieikur og vonandi enginn
svikinn sem leggur leið sína i
Hagaskólahúsið á sunnudaginn
kl. 16. Ennfremur er fólki bent
á að forleikur verður leikur
Vikings og Þróttar í 1. deild
kvenna, og verður þar án efa
hajt barist og hvergi gefið eftir.
Hefst hann kl. 14.
ÞS/KPE
Þrótturleikjjr
afturgegn IS
Blakleikir um helgina verða sem hér segir:
1. deild karla: Þróttur — fS laugardag kl. 16.30 I Hagaskólanum.
Um síðustu helgi vann Þróttur I viðureign þessara sömu liða og hafa
stúdentar örugglega í hyggju að hefna þess. Verður hér þvf um
spennandi viðureign að ræða sem enginn skyldi láta fram hjá sér fara.
1. deild kvenna. Þar fara fram þrir leikir: Laugardag kl. 13.30 UBK
— ÍS I Hagaskóla. Á Akureyri leika ÍMA og Völsungur kl. 13. Á
sunnudag leika svo Þróttur og Víkingur kl. 14 í Hagaskóla.
í 2. deild karla verða þrir leikir og allir á laugardag. Þá leika í
Hagaskóla Þróttur b og ÍS b kl. 1 5, i Varmárskóla leika Afturelding og
Vikingur kl. 16. og á Akureyri ÍMA og Völsungur. kl. 14.30. h_
Pb/KrC
Tveirúrslita-
Ieikirí2. *
deild á morgun
í 2. DEILDINNI í handknattleik eru allir leikir i rauninni úrslitaleikir, þvi
keppnin þar er óvanalega hörð. Á morgun verða tveir leikir i deildinni
og örugglega hörkuleikir, eins og aðrir leikir þar. Grótta leikur gegn
Fylki klukkan 15.30 á Seltjarnarnesi og klukkan 18.25 leika i Garðabæ
lið HK og Leiknis. Auk þessara leikja verða fjölmargir leikir i öðrum
deildum og flokkum íslandsmótsins i handknattleik.
KR-ingar noröur
UM HELGINA fara fram 3 leik-
ir í 1. deild karla og einn leikur
í mfl. kvenna í Íslandsmótinu í
körfuknattleik.
I dag, laugardag, halda KR-
ingar til Akureyrar og leika við
Þór bæði í mfl. karla og
kvenna. Kl. 15.30 leika karlarn-
Dýrkeyptur
sigur KR-inga
SIGUR KR-inga yfir Val f Íslandsmótinu í körfuknattleik á
fimmtudagskvöldið var dýru verði keyptur, því að tveir af
leikmönnum liðsins slösuðust alvarlega, þó sérstaklega annar
þeirra, Kolbeinn Pálsson, en hásin slitnaði í fæti hans, og leikur
hann ekki meira á þessu keppnistfmabili. Þá fór Birgir
Guðbjörnsson úr axlariiði og einnig mun hafa flísast úr beini í
öxlinni. Verður hann frá keppni í nokkrar vikur a.m.k. Er þetta
að sjálfsögðu mjög bagalegt fyrir KR-inga, þvf að þessir leik-
menn hafa verið tveir af máttarstólpum liðsins undanfarin ár.
ir, en konurnar áð þeim leik
loknum eða kl. 17.00. KR-ingar,
sem unnu Val mjög sannfær-
andi í fyrrakvöld, eru sigur-
stranglegri, en Þórsarar, sem
hlutu sín fyrstu stig um síðustu
helgi. gefa sjálfsagt ekkert
eftir. Þá ætti að geta orðið um
hörkukeppni að ræða hjá kven-
fólkinu.
A morgun, sunnudag, verða
síðan tveir leikir i 1. deild karla
í iþróttahúsi Hagaskólans. Kl.
20.00 leika ÍR og ÍS og kl. 21.30
hefst leikur Fram og Vals.
Báðir þessir leikir ættu að geta
orðið jafnir og skemmtilegir, en
við fyrstu sýn virðast sigurlikur
stúdenta og Valsmanna vera
heldur meiri.