Morgunblaðið - 03.12.1977, Page 31

Morgunblaðið - 03.12.1977, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1977 31 — Belgrað- Framhald af bls. 1 fram að þátttakendurnir 35 telji sig sjá árangur á nokkrum sviðum en minna en ekkert hafi miðað hvað mannrétt- indin áhærir Vesturveldin eru sögð staðráðin í að forðast loðið orðalag, sem megi túlka svo, að ekki sé hirt um brot gegn mannréttindarákvæðum, eins og talið er að Sovétríkin vonist til Haft er eftir Goldberg að mannréttinda- þættinum verði haldið til streitu, jafn- vel með því að vitna til tiltekinna dæma, líkt og andófsmennirnir austan- tjalds hafa gert — Jarðraskið Framhald af bls. 1 i dag. föstudag. undir leiðsögn for- svarsmanna björgunarsveitanna Mjög margir hafa orðið til að gagnrýna vinnu björgunarflokkanna, en Antonsson visaði þessari gagnrýni á bug og sagði að þeir hefðu gert allt sem I þeirra valdi stóð Enn er óljóst hvernig kostnaði við björgunarstarfið verður deilt milli borgarinnar og rikis, en Ijóst er þó að sænska ríkið mun verða að leggja þarna verulega fjármuni að mörkum Heildartjónið i Tuve er nú áætlað í kringum 80 milljónir sænskra króna eða sem svarar til liðlega 3 5 milljarða Isl. króna — Starfsfólki Framhald af bls. 32. vélar hússins, og 50—60 manns hefðu verið á launaskrá hússins upp á síðkastið. Sagði Steingrim- ur að unnið hefði verið alla síð- ustu viku og fram til miðviku- dags, en þá hefði verið hætt. Um ástæðuna fyrir þessu væri það að segja, að um peningaskort væri að ræða, og hreppsnefnd Stokkseyr- ar ásamt stjórn frystihússins hefði verið boðuð til fundar í dag, laugardag. Þá sagði Steingrímur, að togari Árborgar, Bjarni Herjólfsson, sem keyptur hefði verið til lands- ins til að auka hráefni frystihúsa á Eyrarbakka, Stokkseyri og Sel- fossi, hefði ekki Iandað þar nú í siðustu veiðiferð, heldur landað á Isafirði. „Fólki hér á Stokkseyri finnst svona ráðstöfun einkenni- leg, ekki sízt vegna þess, að hreppsfélagið lagði milljónir króna í þetta skip, sem átti að vera atvinnulífi hér mikil upp- lyfting.“ f t , — Seiseijú Framhald af bls. 32. fræðíngar hafa merkt sér og verja í líf og blóð fyrir aðskota- dýrum, góðu heilli. Ég er núna laungu búinn að gleyma þess- um „skilgreiníngum" mínum, en ég man ég fór að finna góð- kunníngja minn sem lagði þessi efni fyrir sig, og rakti fyrir honum hina nýju kenníngu af kappi lánga hrið. Hann hlustaði með athygli á hvert mitt orð og tók aldrei frammí fyrir mér; því síður hann bæði mig að útlista nokkurt atriði ögn bet- ur. Síðan var þögn. Þá segi ég: Heldurðu annars það sé ekki eitthvað til í þessu? Hann ansaði af bragði: seiseijú, mikil ósköp. Slíkt svar fær maður ekki á hverjum degi; og var málið út- rætt af beggja hálfu. Ég læt orðin standa hér utaná bókar- blöðum einsog þau voru töluð þá, því það er þessa stellíngu sem ég hef einlægt verið að reyna að læra. Ég bið afsökunar að ég byrja formálann á fílósófíu, en þa^ er af því eingin fílósófía er í bók- inni sjáfri.“ Þess má að lokum geta, að Kristján Karlsson, bókmennta- fræðingur Helgafells, skrifar kynningu á Seiseijú, mikil ósköp og segir i upphafi, að það sé viðburður á íslandi, þegar Halldór Laxness skrifar grein, og kveðst óhikað fullyrða, að Laxness sé mestlesni ritgerðar- höfundur á íslandi og jafn- framt sá frumlegasti, eins og Kristján kemst að orði. Kynn- ing hans er svohljóðandi: „Það er viðburður á Islandi, þegar Halldór Laxness skrifar grein. Oft er eins og annað blaðamál gleymist þá í svipinn með öllu. Ef litið er til baka, eru það heil undur, hve svo annrikur sagna- og leikritahöf- undur hefir afkastað af ritgerð- um og látið margt til sín taka í ritgerðum: dægurmál, stjórn- mál, fólk og fénað, mannasiði, tungu, sögu og bókemnntir. Þess er skammt að minnast, að hann gerði hinn ógæfusama bókstaf z að umtalsefni í grein, sem er svo skarpleg og kjarn- viss, að í hennar ljósi virðist flest, sem um þennan ómaga- staf hefir verið ritað vera af- taka raus (greinin er í þessari bók). Ég er ekki viss um, að vér gerum oss alltaf ljóst, hve dauf og málleysisleg svokölluð al- menn eða opinber umræða í vorum aðkreppta íslenzka and- ans heimi myndi reynast, ef rödd Halldórs brygði ekki margoft fyrir í ritgerðum og blaðagreinum. Auðvitað er stundum ekki síður heilsusam- legt aó vera honum andvígur eins og sammála. Eg hefi ekki trú á því, að ég geri neinum rangt til, þó ég fullyrði, að Hall- dór sé mestlesni ritgerðahöf- undur á landi voru og sá frum- legasti. I þessu safni, sem hér birtist er höfuðgreinin vafa- laust Fáeinar athuganir um „kirstinréttarákvæði elstu“, og fjallar um fornsöguleg efni, sem H.L. hefir mjög látið til sín taka bæði frá nýstárlegum sjón- armiðum, útfrá afskekktri þekkingu og af mikilli fyndni." — Úrskurður Framhald af bls. 32. ar mundir eða 1. desember hefði nýr grundvöllur átt að taka gildi. Nefndin hefði því flýtt störfum og næði úrskurðurinn yfir þessi tvö verðlagsgrundvallartimabil. Þá sagði Guðmundur, að hann gæti ekki að sinni greint frá úr- skurðinum, þar sem hvorki sex manna nefndin svokallaða né landbúnaðarráðuneytið væru bú- in að fá hann í hendur. — Óvíst Framhald af bls. 32. auðvelda skattyfirvöldum að fylgjast meðtekjum manna. Garðar Valdimarsson, skatt- rannsóknastjóri, sagði, að þessi nýja löggjöf tæki þó ekki gildi fyrr en um næstu áramót. Hann kvað hana ekki aöeins ná til banka í Danmörku, heldur og til allra lögfræðinga og annarra er hefðu fjárvörzlu með höndum fyrir fólk. Vegna skattasamnings- ins milli Norðurlandanna senda dönsk yfirvöld síðan óumbeðið þessar upplýsingar tii Islands og sambærilegar upplýsingar til annarra Norðurlanda. Hann var spurður um það, hvort ísland hefði sams konar eða áþekkan samning við fleiri lönd en Norðurlöndin. Hann kvað aðra skattasamvinnusamninga ekki eins itarlega, en samningar, sem gæfu tilefni til þess að óskað væri upplýsinga, eru í gildi bæði við Bandaríkin og Vestur-Þýzkaland. Þessar upplýsingar bárust ís- lenzkum skaftyfirvöldum frá Danmörku í haust og eru á engan hátt tengdar þeim breytingum, sem gerðar hafa verið á gjald- eyrislöggjöfinni nú nýlega og Ólafur Jóhannesson kynnti á blaðamannafundi í viðskiptaráðu- neytinu í vikunni. Engin sam- vinna hefði verið höfð við gjald- eyrisyfirvöld i þessari skatta- rannsókn og Garðar kvað gjald- eyrisyfirvöld ekki mundu fá þessi gögn, þar sem skattasamningur- inn gerði aðeins ráð fyrir að þau yrðu notuð í skattalegum tilgangi. Kvaðst hann efast um að heimilt væri að afhenda gögnin gjald- eyrisyfirvöldum, þar sem þau eru afhent íslenzkum skattyfirvöld- um á allt öðrum forsendum. Það kom fram, að á iistanum yfir þessa 80 innstæðueigendur í dönskum bönkum, eru aðeins menn með lögheimili á Islandi, en engir Islendingar, sem lögheimili eiga í Danmörku, enda eru þeir skattskyldir þar en ekki hér heima. Reikningsyfirlitin frá dönsku bönkunum ná yfir tímabilið frá 31.12.1975 til 31.12.1976 og sýna hreyfingar á reikningunum. Garðar sagði, að islenzk skattyfir- völd hefðu nú þegar sent öllum hinum 80 aðilum bréf, þar sem þess er óskað að þeir geri grein fyrir þessum fjárhæðum. Hann kvaðst ekkert geta fullyrt um það, hvort upphæðirnar væru skatta- lega löglegar eða ekki. Það yrði að meta um leið og svörin hefðu fengizt. Á þessu stigi málsins kvað hann engan dóm unnt að leggja á það. Morgunblaðið leitaði til gjald- eyrisyfirvalda í gær og spurðist fyrir um þessar innstæóur. Þau svör, sem fengust, voru þess efnis að gjaldeyrisyfirvöldum væri kunnugt um þessa lista hjá skatt- rannsóknastjóra. Þeir væru hins vegar ekki komnir i hendur gjald- eyrisyfirva'.da, en þau ættu von á að fá listana fljótlega. Svo sem menn rekur minni til breytti Ölafur Jóhainesson, við- skiptaráðherra, nýlega reglugerð um gjaldeyrisskil o.fl. og fá þar ýmsir, sem áður voru lögum sam- kvæmt skilaskyldir á gjaldeyri, heimild til þess að eiga erlendan gjaldeyri á bankareikningi. A blaðamannafundi, sem ráðherra hélt, var hann m.a. spurður að því, hvort mönnum yrði gert að skyldu að sanna, hvernig þeir hefðu komizt yfir erlendan gjald- eyri, er þeir létu inn á reikning í banka hérlendis. Ólafur Jóhannesson kvaðst ekki telja að menn ættu nú aó vera of smá- munasamir í þeim efnum. Mestu- máli skipti áð fá fjármunina heim og því yrðu menn fremur að fara eftir „brjóstvitinu en bók- stafnum." ÁRNI Hansson húsasmiSur verður sjötugur á mánudaginn kemur, 5. desember. AfmælisbarniS tekur á móti gestum I kvöld eftir kl. 20 aS Hamraborg 11 (Þinghóli). Kópavogi. Jólasveinar B ómaval Kertasníkir, stúfur, og kjötkrókur. Heimsækja okkur í dag kl. 3—6 KENWOOD heimilistæki spara fé og fyrirhöfn frystikistur og isskápar eru hvaö naudsynlegust allra heimilistækja. KENWOOD býöur hvort tveggja ímjög mismunandi stæröarúrvaliog af ýmsum gerðum. THORN HEKLA HF. laugavegi 170-172,- Síml 21240

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.