Morgunblaðið - 10.12.1977, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1977
blMAK
28810
24460
bílaleigan
GEYSIR
BORGARTUNI 24
iR
car rental
LOFTLEIDIR
C 2 1190 2 11 38
rogeR.Gallet
monsieur
Beint frá París
meriókoi"
Tunguhálsi 11, Árbæ,
Sími82700
HaDSTEN f(i
Hojskole
8370 Hadsten milli Árhus
og Randers 1 6 vikna sumar
námskeið 9/4—30/7.
Mörg valfög t d undirbún-
ingur undir hjúkrun, barna-
leikvellir og gæzla, sakamála
saga, vinnuskipti og verk-
þekkmg HF Einmg í lestri og
reiknmgi 45 valfrjáls fög.
Fáið senda skólaskýrslu
Forsander Erik Klausen,
simi (06) 980199
Nýtt rit í
Alfrædum
Menning-
arsjóðs
ISLANDSSAGA L—Ö er níunda
bindið í Alfræðum Menningar-
sjóðs, og síðari hluti íslandssóg-
unnar, en hin fyrrí kom út árið
1974, sem Bókaútgáfa Menningar-
sjóðs og bjóðvinafélagið gefa út.
Er 1 henni fjallað um meginatriðí
bjóðsögunnar frá upphafi til okk-
ar daga og jafnframt greint frá
mönnum, stofnunum og hvers
konar staðreyndum undir upp-
sláttarorðum í stafrófsröð, en
fróðleik þessum fylgir heimilda-
skrá hverju sinni. Öll ritin í Al-
fræðum menn'ingarsjóðs eru
myndskreytt.
Utvarp Reykjavlk
L4UG4RD4GUR
10. desember
MORGUNNINN_________________
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
8.50.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.00: Þorbjörn Sigurösson les
Söguna af Ódysseifi í endur-
sögn Alans Bouehers og þýð-
ingu Helga Hálfdanarsonar.
Tilkynningar kl. 9.00. Létt
lög milli atriða.
Óskalög sjúklinga kl. 9.15:
Kristín Sveinbjörnsdóttir
kynnir.
Barnatími kl. 11.10: Dýrin
okkar. Stjórnandi tímans,
Jónína Hafsteinsdóttir, talar
við tvo unga hundaeigendur,
Elínu Gylfadóttur og Berg-
lindi Guðmundsdóttur. Lesið
úr bréfum frá hlustendum og
fyrirspurnum svarað.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilk.vnningar.
SÍÐDEGIÐ __________________
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 Vikan framundan
Hjalti Jón Sveinsson sér um
dagskrárkynningarþátt.
15.00 Miðdegistónleikar
a. Tríósönata í a-moll f.vrir
flautu, fiðlu og sembai el'tir
Telemann Eugenia Zuker-
man, Pinehas Zukerman og
Charles Wadsworth leika.
b. Kvintett í E-dúr fyrir horn
og strengjahljódfæri (407)
eftir Mozart.
Dennis Brain leikur á horn
með Carter-strengjatríóinu.
c. Sönata í F-dúr fyrir píanó
og selló op. 17 eftir Beethov-
en.
Pablo Casals og Miwczyslaw
Horszowski leika.
15.40 Islenzkt mál
Jón Aöalsteinn Jónsson
eand.mag. flytur þáttinn.
16.00 Fréttir. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Vinsælustu popplögin/
Vignir Sveinsson kynnir.
17.00 Enskukennsla (ón We
Go); áttundi þáttur.
7.30 Framhaldsleikrit barna
og unglinga:
„Milljóna snáðinn", gert eft-
ir sögu Walters Christmas
(Hljóðritun frá 1960)
Þýðandi: Aðalsteinn Sig-
mundsson. Jónas Jónasson
bjó til útvarpsflutnings og
stjórnar honum. Þriðji og
síðasti þáttur.
Persónur og leikendur: Sögu-
maður/ Ævar R. Kvaran, Pét-
ur/ Steindór Hjörleifsson,
Berti/ Guðmundur Pálsson,
Elísabet/ Maggrét ólafsdótt-
ir, Plummer major/ Gestur
Pálsson, Lolly/ Sigríður
Hagalín, Smollert/ Þorgrím-
ur Einarsson, innheimtu-
maður/ Jónas Jónasson,
Muckelmeier/ Sigurður
Grétar Guðmundsson, Klem-
ensína frænka/ Emelía Jóns-
dóttir.
18.00 Tónleikar. Tilk.vnningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
KVÖLDIÐ
19.35 Tveir á tali
Valgeir Sigurðsson ræðir við
Stefán Stefánsson fyrrum
skólastjóra á Seyðisfirði.
20.05 Hljómsveitartónlist
a. Sinfónía í Es-dúr op. 35 nr.
5 eftir Luigi Boceherini. Fíl-
harmoníusveitin í Bologna
leikur; Angelo Ephrikian
stjórnar.
b. Konsert í D-dúr fyrir
kontrabassa og kammersveit
eftir Johann Baptist Vanhal.
Ludwig Streicher leikur með
kammersveitinni í Inns-
bruck;
c. „Moldá“ eftir Bedrich
Smetana. Filharmóníusveit
Berlínar leikur; Fernenc
Fricsay stjórnar.
20.50 Frá haustdögum
Jónas Guðmundsson rithöf-
undur segir enn fleira frá
ferðsinni til meginlandsins.
21.25 Tlr vísnasafni Útvarpstíð-
inda
Jón úr Vör flytur þriðja þátt.
21.35 Tónlist eftir Johann og
Josef Strauss
Sinfóníuhljómsveit útvarps-
ins í Hamborg leikur. Stjórn-
andi: Willi Boskowsky.
(Hljóðritun frá útvarpinu í
Hamborg).
22.10 Úr dagbók Högna Jón-
mundar
Knútur K. Magnússon les úr
bókinni „Holdið er veikt“
eftir Harald A. Sigurðsson.
Orð kvöldsins á jólaföstu
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.45 Danslög.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
LAÚGARDAGUR
10. desember
16.30 íþróttir
úmsjónarmaður Bjarni Fel-
ixson.
18.15 ón W eGo
Enskukennsla.
Attundi þáttur endursýndur.
18.30 Katy (L)
Breskur framhaldsmynda-
flokkur í sex þáttum.
5. þáttur.
Flfni fjórða þáttar:
Læknirinn ákveður að senda
dætur sínar í þekktan skóla.
þar sem Lilly fra-nka þeirra
er við nám. Skólinn er langt
frá heimili þeirra, og syst-
urnar koma því ekki heim,
fyrr en sumarleyfi hefst. 1
fyrstu Ieiðist Katy I skólan-
um. Reglurnar eru strangar,
og henni gengur illa að halda
þær.
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
döttir.
18.55 Enska knattspyrnan
Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Gestaieikur (L)
Spurningaþáttur undir
stjórn Ölafs Stephensen.
Stjórn upptöku Rúnar Gunn-
arsson.
21.20 Dave Allen lætur móðan
mása (L)
Breskur gamanþáttur.
Þýðandi Jón Thor Ilaralds-
son.
22.10 Nóttin
(La notte)
Ítölsk bíömynd frá árinu
1961.
Leikstjóri Michelangelo
Antonioni.
Aðalhlutverk Marcello
Mastroianni, Jeannc Moreau
og Monica Vitti.
Lidia hefur verið gift rithöf-
undinum Giovanni í tíu ár.
. Laugardagskvöld nokkurt
verða þáttaskil í lífi þeirra.
Þýðandi Þuríður Magnús-
dóttir.
00.10 Dagskrárlok.
Skjárinn í kvöld klukkan 22.10:
, ,N ótt ’ ’Antonionis í sjónvarpi
SÍÐAST á dagskrá sjón-
varps í kvöld er ítalska
bíóm.vndin „Nóttin“ (La
Notte) frá arinu 1961.
Leikstjóri þessarar
myndar er Michelangelo
Antonioni, en með aðal-
hlutverk fara Marcello
Mastroianni, Jeanne
Moreau og Monica Vitti.
Antonioni er einn af
þekktustu leikstjórum
Ítalíu. Myndir hans eru
yfirleitt byggðar upp á
sterkum persónulýsing-
um, og er myndin í kvöld
þar engin undantekning.
Hún fjallar um hjón, sem
hafa verið gift í áratug,
sem fara í veizlu til vina
sinna laugardagskvöld
eitt. Myndin gerist á
sextán klukkutímum, en
á þeim tíma verða þátta-
skil i lífi þeirra.
Mastroianni er nú
meðal fremstu leikara
ítalíu. Hann er mjög
eftirsóttur og hefur
meðal annars leikið í
myndum Fellinis og fleiri
ítalskra leikstjóra.
„Nóttin er tveggja
tíma löng kvikmynd, og
lýkur því ekki fyrr en
laust eftir miðnætti.
Gestaleikur vinsæll
VINSÆLDIR Gestaleiks
í sjónvarpinu virðast
vera töluverðar ef hægt
er að miða við fjölda
þeirra bréfa, sem sjón-
varpinu hefur horizt í
samhandi við getraun
þáttarins „Hver er
maðurinn?“
Alls bárust 2.500 rétt
svör við spurningu fyrsta
þáttar, en ýmsir virtust
þó eiga í erfiðleikum með
að þekkja þann, sem söng
og lék á gítarinn. Maður-
inn var Jón Múli Árna-
son, útvarpsþulur, en
auk hans fengu Ási í bæ
25 atkvæði, Jónas Árna-
son 22 atkvæði, Bing
Crosby 14 atkvæði.
Alls fengu 25 menn at-
kvæði í þessari getraun
fyrsta þáttar. Þeirra á
meðal voru margir þjóð-
kunnir menn, svo sem
Helgi Seljan alþingis-
maður, Njörður P. Njarð-
vík, rithöfundur, Sverrir
Runólfsson, vegagerðay-
maður og Egill J. Stardal,
cand. mag.
Gestaleikur er á dag-
skrá í kvöld og hefst
hann að venju að loknum
fréttum og auglýsingum.