Morgunblaðið - 10.12.1977, Page 18

Morgunblaðið - 10.12.1977, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1977 Nýkomið Skyrtur, peysur, nærföt, hanzkar, sokkar, galla- buxur, terelynebuxur, úlpur, blússur o.fl. Allt á góðu verði. Andrés, Skólavörðustíg 22. 0 B B m B Avallt eitthvað V& nýtt í NÝBORG PORSA KERFIÐ Nýjung í raðhillum PORSA kerfið er úr lakkbrenndu áli, létt og auðvelt í uppsetningu og án efa með því ódýrasta á markaðinum í dag. PORSA kerfið er til í mörgum ólíkum prófíl- um sem gefa ótal möguleika: Hillur í barna- og vinnuherbergi og geymslur. Á skrifstofur og á verkstæði. Borð og kollar, blómakassa o.m.fl. Úr PORSA kerfinu má líka gera skemmtilegar útstillingar fyrir verslunarglugga. i^U==^n f 44J II w Nýborg: BYGGINGAVORUR Ármúla 23 - Sími 86755 i „Ljósu hliðamar fáar” segir í ársskýrslu Amnesty Intematíonal London, 9. des. AP. TALSMENN Amnesty Inter- national hafa skýrt frá því að þrátt fyrir ad samtökin hafi ný- lega hlotið friðarverðlaun Nóhels og traust á samtökunum hafi vax- ið meðal ríkisstjórna, heyi þau vonlaust stríð í því skyni að binda enda á brot gegn mannréttindum í ýmsum löndum. Martin Ennals, aðalritari mann- réttindahópsins, sagði, er hann gaf skýrslu ársins 1977 í London á fimmtudag, að „eftir því sem Amnesty vex fiskur um hrygg verður e.t.v. mikilvægara að gera sér grein fyrir að við erum aðeins mjög smár hópur.“ „Við erum,“ Washington, 6. des. AP. SPURZT hefur að Sovét- menn hafi samþykkt að sjá írökum f.vrir fjögurra hreyfla flugvélum til flutninga á herþotum og er írak fyrsta landið, svo vit- að sé, sem Sovétmenn semja við um sölu á flutningavélum þessum, sem eru af gerðinni IL-76. VEÐUR víða um heim Amsterdam 4 skýjað Aþena 12 skýjað Berlín 0skýjað Briissel 4 sólskin Chicago -12 skýjað Kaupmannah. 1 skýjað Frankfurt 3 rigning Genf 2 rigning Helsinki -6 skýjað Honolulu 19 heiðskírt Lissabon 9 rigning Los Angeles 12 skýjað Miami 14 skýjað Montreal -15 skýjað New York -4 rigning Ösló 0 skýjað París 7 skýjað Róm 8 rigning sagði Ennals, „ófullkomin samtök að reyna að axla gríðarlega byrði ... og upplýsingar okkar eru mjög gloppóttar." í mannréttindahreyfingunni eru skráðir 150.000 félagar og fylgismenn eru í 103 löndum, and- snúnir dauðarefsingu, pyntingum og fangelsun af stjórnmálaástæð- um, eða fyrir trúarleg eða hug- myndafræðilegar sakir. Með um- boði þessa fjölda hafa starfsmenn samtakanna í London, 105 talsins, þ.á m. 60 sérstakir rannsóknar- menn, nú sett saman 352 síðna skýrslu og f henni kemur fram að brot á mannréttindum eiga sér stað í tveim-þriðju hlutum aðild- arþjóða SÞ. Samkvæmt heimildum bandarísku leyniþjónust- unnar hafa Pólverjar og Tékkar beðið eftir að fá vélar þessar, en bersýni- lega kjósa Sovétmenn nú að gera Irökum hærra und- ir höfði. Vélarnar geta flog- ið 5.000 kílómetra vega- lengd í einu og flutt um 40 tonn. Bent hefur verið á að þær megi nota til að koma hergögnum og vopnabirgð- um á vígstöðvarnar ef upp úr sýóur stríði ísraels- manna og Araba. Sovétmenn hafa lagt rækt við samband sitt við íraka, ekki síst vegna hern- aðarlegrar stöðu hafna þeirra við Persaflóa, og hafa þeir verið í hópi beztu viðskiptavina þeirra í her- gagnasölu um árabil. UNGUR, spænskur rifhöfundur, er mun (aka við bókmenntaverð- launum Nóbels í ár fyrir hönd landa sfns, skáldsins Vieente Aleixandre, hefur sagt að Aleix- Þar segir: „Öll meiri háttar stjórnkerfi heims eru meðsek þrátt fyrir almenna yfirlýsingu um mannréttindi er samkomulag varð um í desember 1948.“ „Ljósu hliðarnar eru fáar,“ segir Thomas Hammerberg, formaður fram- kvæmdanefndar samtakanna, í formála. Eftirfarandi ummæli er einnig að finna í skýrslunni: „Vel hefur miðað með sakaruppgjöf póli- tískra fanga í vissum löndum, en versnandi ástand í öðrum heims- hlutum gerir meira en að vega þar upp á móti.“ „í fyrsta skipti er í öllum tilvikanna, sem nú eru í rannsókn, í Bandaríkjunum vegna meintra mannréttinda- brota um að ræða blökkumenn eða bandaríska Indíána." Banda- ríkjunum er lýst sem landi þar sem menn séu ekki fangelsaðir fyrir pólitiskar sakir beinlínis, þó að grunur leiki á að undirrót glæpaásakana kunni oft að vera úr pólitískum eða þjóðernislegum jarðvegi sprottin." Látnar eru í ljós áhyggjur vegna beitingar dauðarefsinga í Bandaríkjunum og annars staðar og mun efnt verða til alþjóðlegrar ráðstefnu um dauðarefsingar í Stokkhólmi nú á laugardag. Er í skýrslunni einnig vikið að „litlum sjáanlegum úrbótum" er snerta mannréttindi í S-Ameríku. Sem andstöðu sakaruppgjafar tuga þúsunda fanga er sátu inni fyrir skoðanir sínar í Indlandi er at- hygli vakin á því að milli 55.000 og 100.000 föngum er haldið í Indónesíu, og hafi margir þeirra setið inni í meira en 12 ár. Fram komu á fundinum í Lond- on athugasemdir vegna skorts á upplýsingum varðandi Alþýðulýð- veldið Kína og Kambódíu, Laos og Víetnam. Svaraði John Humphrey, formaður rannsókna- deildarinnar, því til að samtökin væru ekki brunaliðssveit, sem þust gæti inn til að kanna öng- þveiti í innanríkismálum landa. Humphrey vakti athygli á að traust til samtakanna hefði aukizt og þeim hefði orðið ágengt við að fá 10.600 pólitískra fanga leysta úr haldi af 16.000 er þau hefðu haft afskipti af. andre sé jafnvel of veikburða til að yfirgefa hús sitt, en sé sadl yfir að hafa hlotið þessa stóru viður- kenningu. Justo Jorge Padron, sem einnig er lögfræðingur og þýðandi, skýrði frá því á blaðamannafundi ,Rússar og Irakar semja N óbelsverðlaunahafinn í bókmenntum í ár: „Tákn mannlegr- ar samstöðu...,, Stokkhólmi, 9. des. AF. Bandaríkjamenn loka á Dalai Lama Washington 9. des. AP BANDARtSK stjórnvöld hafa neitað heiðni Dalai I.ama, tíbetska leiðtogans, sem er í út- legð á Indlandi um að fá að koma til Bandaríkjanna og virðist ástæðan vera sú að þau óttist að styggja kínverska ráðamenn, veiti þau leyfið. Dalai Latna hefur verið á Ind- landi síðan 1959, en hann flúði þangað eftir misheppnaða upp- reisn gegn yfirráðum Kínverja. Neitunin gengur í berhögg við slökunarstefnu Bandaríkjanna í sambandi við ferðalög útlendinga þangað. Haft var eftir þarlendum embættismanni að „engin ákvörðun bandarískra yfirvalda hefur verið tekin á þeirri for- sendu að Tíbet sé ekki hluti af Kina“. Þetta er ekki í fyrsta skipti að Dalai Lama er synjað um að fá að fara til B: ndaríkjanna. Akvörðunin sýnir hversu umhug- að Bandarikjamönnum er um að stofna ekki í hættu þeim árangri er náðst hefur á síðastliðnum 5 árum í viðskiptum við Kínverja. Þess má geta að þegar Kínverjar brutu uppreísnarmenn á bak aftur í mars 1959 sakaði banda- ríska utanríkisráðuneytið þá um „hrottalega íhlutun til að svipta stolta og hugdjarfa þjóð trúarlegu sjálfsforræði sínu“. að skáldið væri veikt fyrir hjarta og gæti ekki sótt hátíðahöldin á laugardag. Aleixandre, fyrsti Nóbelshafi Spánverja í bókmenntum í 20 ár, fæddist í Sevilla 1898. Fyrsta bók hans kom út 1928, Ijóðasafnið „Ambito", og síðan „Espadas como Labios" 1932, en hann hlaut æðstu bókmenntaviðurkenningu Spánverja 1934. Nýjasta ljóðabók hans kom út 1974, „Dialogos del conocimiento". Verk Aleixandres hafa verið þýdd á ensku, þýzku, frönsku og sænsku. I álitsgerð sænsku aka- demíunnar segir að hann hafi ver- ið valinn fyrir „frjósama ljóðlist með rætur í spænskri hefð og nútímastraumum, sem skýri stöðu mannsins í alheiminum og þjóðfé- lagi okkar daga“. Vitnað hefur verið í þau ummæli skáldsins að hann líti á verðlaunaveitinguna sem „tákn mannlegrar samstöðu og samskipta milli þjóða“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.