Morgunblaðið - 10.12.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1977
7
Dagvistunar-
stofnanir
Það kom fram í máli
Markúsar Arnar Antons-
sonar, borgarfulltrúa, er
dagvistunarmál vóru
rædd í borgarstjórn, að á
þessu ári hefðu verið tek-
in í notkun 230 ný dag-
vistunarrými í Reykjavík.
Á næsta ári yrðu tekin I
notkun 102 rými til við-
bótar, auk nýs skóladag-
heimilis i Fellahverfi.
Áætlun um röð nýrra
framkvæmda í dag-
vistunarmálum, sem
félagsmálaráð borgarinn-
ar hefði gert, var lagt
fram með frumvarpi til
fjárhagsáætlunar borgar-
innar fyrir árið 1978. Þar
hafði verið efst á blaði
blönduð stofnun, dag-
heimili / leikskóli, við
Iðufell og önnur við
Arnarbakka. Þá stæði yfir
endurskoðun á rekstri
vistheimila á vegum
félagsmálastofnunar
borgarinnar. E.t.v. yrði
hægt að koma þar inn 50
nýjum dagvistunarrýmum
á næsta ári.
Markús Örn sagði að í
nóvembermánuði sl.
hefðu leikskólapláss verið
2422 og dagheimilispláss
775. Þessi pláss hefðu
hinsvegar getað verið yfii
3300, ef ekki hefðu til
komið niðurskurðar
ákvæði i reglugerð serr
öllum væri kunnugt um
Auk framangreindra dag-
vistunarrýma væru 517
pláss á einkastofnunum
og 700 börn á vistun hjá
svokölluðum „dagmömm-
um". Heildartala rýma er
þvi 4414 sem er yfir 50%
af öllum börnum i borg-
inni á aldrinum 0—5 ára.
Nú liggja fyrir samþykktar
teikningar af tveimur nýj-
um dagvistunarstofnun-
um: dagheimili og skóla-
dagheimili við Tungusel
og skóladagheimili við
Blöndubakka og munu
þessar stofnanir fullbúnar
rúma 74 börn.
Markús Örn sagði að
skv. fyrirliggjandi
kostnaðaráætlunum kost-
aði hvert pláss á dag-
heimili 2 milljónir króna i
uppbyggingu. Vistun
hvers barns á dagheimili
kostar í rekstri 60 þús.
krónur á mánuði. Þar af
greiðir borgin 40 þús.
krónur en forráðamenn
barns 20 þúsund. Árið
1978 munu þessar niður-
greiðslur yfir heildina
nema rúmlega 500 millj-
Markús Örn Antonsson
ónum króna. Þessar fram-
kvæmdir væru, ekki síður
en aðrar, háðar fjárhags-
stöðu borgarinnar hverju
sinni og framkvæmdaþörf
á öðrum sviðum sam-
félagsþjónustu við borgar-
búa.
Efnahags-
ráðstafanir
í ísrael
Þorvarður Elíasson ritar
grein um efnahagsvanda
ísraela og efnahagsráð-
stafanir i Mbl. i gær.
Vandi þeirra er að hluta til
svipaður okkar, segir
Þorvarður, en verðbólgu-
vöxtur þar i landi verður
nálægt 40% á þessu ári.
Halli hefur verið á rikisbú-
skap þeirra og vöruskipta-
verzlun við útlönd, gengi
gjaldmiðils sigið og vextir
innanlands verið óraun-
hæfir (lægri en verð-
bólga). Auk þessa hefur
Þorvarður Eliasson
sambúð við nágranna og
herkostnaður sett strik í
rikisbúskap og efnahags-
mál landsins.
Þorvarður segir að
ísraelar hafi gripið til
eftirtalinna ráðstafana:
Hætt opinberri gengis-
skráningu en skráð gengi
skv. framboði og eftir-
spurn afnumið út-
flutningsuppbætur; af-
numið sérstakt 15% vöru-
gjald; lækkað almenna
innflutningstolla um
20%; fyrirtækjum hafi
verið heimilað að opna
gjaldeyrisreikninga er-
lendis, kaupa og selja
gjaldeyri sem og að flytja
hann út og inn eftir þörf-
um; almenningi heimilað
og eiga ótakmarkaðan
gjaldeyri i innlendum við-
skiptabönkum og allt að
$3000 í erlendum bönk-
um; viðskipti erlendra
aðila til gjaldeyrisvið-
skipta i israelskum bönk-
Framhald á bls. 26
ftltðður
á morgun
DÓMKIRKJAN Messa kl 1 1 árd
Séra Þórir Stephensen Messa kl. 2
síðd Séra Hjalti Guðmundsson
NESKIRKJA Barnasamkoma kl.
10 30 árd og guðsþjónusta kl 2
síðd Séra Guðmundur Óskar Ólafs-
son Bænamessa kl 5 síðd Séra
Frank M Halldórsson.
GRENSÁSKIRKJA Barnasamkoma
kl 1 1 árd og guðsþjónusta kl 2
síðd Organisti Jón G Þórarinsson
Séra HalldórS Gröndal
HÁTEIGSKIRKJA Barnaguðsþjón-
usta kl 1 1 árd Séra Tómas Sveins-
son Messa kl 2 síðd Séra Arn-
grímur Jónsson. Síðdegisguðsþjón-
usta kl 5. Séra Tómas Sveinsson
K.F.U.M. Amtmannsstíg 2 B.
Sunnudagaskóli fyrir öll börn kl.
1 0 30 árd
HALLGRÍMSKIRKJA M essa kl. 11
árd Altarisganga Lesmessa n.k
þriðjudag kl 1 0 30 árd Beðið fyrir
sjúkum Séra Ragnar Fjalar Lárus-
son.
LANDSPÍTALINN Messa kl 10
árd Séra Ragnar Fjalar Lárusson
DÓMKIRKJA Krists Konungs,
Landakoti. Lágmessa kl 8 30 árd
Hámessa kl 10 30 árd og lág-
messa kl. 2 siðd Alla virka daga er
lágmessa kl 6 siðd nema á laugar-
dögum, þá kl 2 síðd
LAUGARNESKIRKJA Barnaguðs-
þjónusta kl 1 1 árd Fluttur verður
helgileikur Messa kl. 2 siðd Séra
Jónas Gislason dósent prédikar
Aðventukvöld verður kl. 20 30:
Kórsöngur, einleikur á tropmet og
einleikur á kirkjuorgelið, upplestur,
fermingarbörn og börn úr kirkju-
skólanum sýna helgileik Séra
Þorvaldur Karl Helgason hefur hug-
leiðingu Sóknarprestur
FRÍKIRKJAN Reykjavik Barna-
samkoma kl 10.30 árd Guðni
Gunnarsson Messa kl 2 síðd Séra
Þorsteinn Björnsson
FELLA- og HÓLASÓKN Barnasam-
koma í Feilaskóla kl 1 1 árd Séra
Hreinn Hjartarson
ÁSPRESTAKALL Messa kl 2 síðd
að Norðurbrún 1 Séra Grimur
Grimsson
BREIÐHOLTSPRESTAKALL
Sunnudagaskóli kl 1 1 árd í Breið-
holtsskóla Jólasöngvar í Breiðholts-
skóla kl 2 síðd , organisti Daniel
Jónasson Séra Lárus Halldórsson
HJÁLPRÆÐISHERINN Helg unar-
samkoma kl 1 1 árd Sunnudaga-
skóli kl 2 síðd. Hjálpræðissamkoma
kl 8 30 siðd Lautinant Evju
BÚSTAÐAKIRKJA Barnasamkoma
kl 1 1 árd Guðsþjónusta kl 2
síðdegis Séra Heimir Steinsson
prédikar Kaffi og umræður eftir
messu Barnagæzla Organisti
Guðni Þ Guðmundsson Séra Ólaf-
ur Skúlason
KIRKJA ÓHÁÐA safnaðarins
Messa kl 2 siðd Séra Emil Björns-
son.
ÁRBÆJARPRESTAKALL Barna-
samkoma i Árbæjaskóla kl 10 30
árd Skátamessa i skólanum kl 2
síðd Æskulýðsfélagsfundur á sama
stað kl 8 30 siðd ..Ungt fólk með
hlutverk” kemur á fundinn og Gisli
Arnkelsson sýnir mynd frá Kristni-
boðsstarfinu. Séra Guðmundur
Þorsteinsson
FÍLADELFÍUKIRKJAN Klukkan 2
síðd: Guðsþjónusta i Hafnarfjarðar-
kirkju, kór Fíladelfiu syngbr, stjórn-
andi Árni Arinbjarnarson, prédikun
Einars J Gislasonar Almenn guðs-
þjónusta verður í Fíladelfíukirkjunni
kl 8 síðd Einar J Gíslason
LANGHOLTSPRESTAKALL Barna-
samkoma kl 10 30 árd Kór Öldu-
túnsskólans kemur i heimsókn
ásamt stjórnanda sínum, Agli Frið-
leifssyni Við orgelið Jón Stefáns-
son. Séra Sigurður Haukur
Guðjónsson
DIGRANESPRESTAKALL Barna-
samkoma í safnaðarheimilinu við
Bjarnhólastig kl. 1 1 árd Guðsþjón-
usta i Kópavogskirkju kl 2 síðd
Séra Þorbergur Kristjánsson
GUÐSPJALL DAGSINS:
Matteus 11:
Orðsending
Jóhannesar.
LITUR DAGSINS:
Fjólublár. — Litur undir-
búnings og iðrunar.
KÁRSNESPRESTAKALL Barna-
samkoma i Kársnesskóla kl 1 1 árd
Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl
1 1 árd Séra Gunnar Árnason fyrrv
sóknarprestur prédikar í tilefni af 25
ára afmæli kirkjusóknar i Kópavogi
og 1 5 ára afmæli Kópavogskirkju
Séra Árni Pálsson
GARÐAKIRKJA Barnasamkoma i
skólasalnum kl 1 1 árd Messa kl 2
síðd Sigurður Örn Ragnarsson
stud theol prédikar Séra Bragi
Friðriksson
KAPELLA St. Jósefssystra i
Garðabæ. Hámessa kl 2 síðd
FRÍKIRKJAN i Hafnarfirði Barna-
samkoma kl 10 30 árd Guðsþjón-
usta kl 2 síðd Vænzt er þátttöku
fermingarbarna og aðstandenda
þeirra. Séra Magnús Guðjónsson
HAFNARFJARÐARKIRKJA Barna-
samkoma kl 1 1 árd Guðsþjónusta
kl 2 síðd Einar J Gislason prédik-
ar, Filadelfíukórinn syngur Séra
Gunnþór Ingason
NJARÐVÍKURPRESTAKALL Saga
skóli í Stapa kl 1 1 árd og i safnað-
arheimili Innri-Njarðvikurkirkju kl
1 30 síðd Séra Páll Þórðarson
KEFLAVÍKURKIRKJA Sunnu-
dagaskóli kl 1 1 árd Aðventukvöld
kl 5 siðd með hljóðfæraleik, ein-
söng og kórsöng Jólafundur
safnaðarfélagsins i kirkjunni kl
8 30 síðd Sóknarprestur
GRURKIRKJA Barnasamkoma kl
1 1 árd. Sóknarprestur.
STOKKSEYRARKIRKJA Barna-
samkoma kl 10 30 árd Sóknar-
prestur
EYRARBAKKAKIRKJA Barnasam-
koma kl 2 siðd
AKRANESKIRKJA Barnasamkoma
kl 10 30 árd Kór Barnaskóla Akra-
ness kemur í heimsókn Messa kl 2
síðd Séra Björn Jónsson
SIGLUFJARÐARKIRKJA Aðventu-
kvöld kl 5 síðd : Guðrún Ásmunds-
dóttir leikkona flytur hugvekju,
kirkjukórinn undir stjórn Páls Helga-
sonar organista flytur vandaða dag-
skrá Erindi flytur Rúnar Guðjónsson
og Anna Magnúsdóttir les upp
Sóknarprestur
Matthías Johannessen
Sverrir
Haraldsson
Árituð eintök
Bókin verður meðal annars til sölu
á heimili listamannsins að Hulduhólum í Mosfellssveit
laugardaginn 10. desember og sunnudaginn
11. desember frá kl. 13.00 — 19.00
og mun liann þá árita seld eintök.