Morgunblaðið - 10.12.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.12.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1977 21 Kristján Albertsson: Athugasemd við ritdóm Vitaskuld er ekkert viö þvf að segja þótt ritdómarar hreyfi að- finnslum um smámuni í orðalagi, því allt skiptir máli í þeim efnum, og því fremur ef um er að ræða meiriháttar skáldverk. Yfir hinu mætti kvarta þegar gagnrýnend- ur hengja sig í smámuni eina til að varpa rýrð á verk sem að öðru leyti er með ágætum. Þetta finnst mér vini vorum Er- lendi Jónssyni verða á í Morgun- blaðinu í gær í dómi hans um þýðingu Jóhanns S. Hannessonar á amerísku skáldsögunni Ragtime eftir E.L. Doctorow. Ég sakna þess mjög að hann skuli ekkert gott um þýðinguna segja. Hún hefur verið mikið vandaverk, og að mínum dómi tekist svo að af- rek má teljast, og ber vott um óvenjuleg tök á íslenzku máli og listrænni frásögn. Ég efa stórlega að yfirleitt hefði verið hægt að snúa þessari miklu skáldsögu bet- ur á íslenzka tungu. Eitt fellur mér þó ekki. Sagan er látin halda sínu ameríska heiti óbreyttu: Ragtime. Orðið time hefði verið hægt að þýða á ís- lenzku. Mér finnst sagan hefði átt að kallast á voru máli: Ragtími. Samanber Laxness: Skáldatími. En umfram allt ber að þakka Jóhanni S. Hannessyni frábær vinnubrögð — og vona að hann eigi eftir margt að þýða mikilla bókmennta á íslenzku. Þeir eru ekki of margir sem við slfkt ráða. K.A. Starfsfólk bókabúðarinnar, frá vinstri: Pálína Eggertsdóttir, María Finnsdóttir, Edda Þorvaldsdóttir og Lárus Blöndal. Ljósm.: Friðþjófur. Bókabúð Lárusar Blöndals stækkuð Þriðja hljómplötu- verzlun Fálkans BÓKABÚÐ Lárusar Blön- dal í Vesturveri hefur nú verið stækkuð allmikið henni hreytt en Lárus Blöndal hefur starfrækt bókahúðir sínar í fjölmörg ár, þá fyrri að Skólavörðu- stíg 2 frá árinu 1943 og verzlunina í Vesturveri frá 1955. Lárus Blöndal sagði í samtali við Mbl. að verzlunin í Vesturveri hefði alla tið starfað i þröngum húsakynnum, en nú hefði sú breyting orðið á að rými hefði þrefaldazt og þjónusta við við- skiptavini verið stóraukin. Sagði Lárus að þessar breytingar gæfu það langþráða tækifæri að geta sýnt á einum stað öll helztu verk íslenzk sem til væru, en stefna fyrirtækisins hefur verið að gefa íslenzkum bókum allt það rými, serii mögulegt væri. Þá er nú einnig mjög aukið rými fyrir Kaupmenn áminnt- ir um að fylgja reglum um verðmerkingar NÖKKUR misbrestur hefur orðið á því að undanförnu að kaup- menn verðmerki vörur í verzlun- argluggum eins og þeim er skylt samkvæmt reglugerð. Nú fer í hönd sá tími, þegar mikilvægast er fyrir neytandann að vörur séu vel verðmerktar og hefur Verð- lagsskrifstofan að undanförnu hert mjög eftirlit með því að kaupmenn fari eftir settum regl- um í þessu efnf. barnabækur, en þeim er nú komið fyrir i sérstakri deild og þjónusta verzlunarinnar með ritföng og skólavörur hefur stóraukizt, sagði Lárus ennfremur. í bókabúð Lárusar Blöndals í Vesturveri vinna nú þrjár af- greiðslustúlkur, tvær í fullustarfi og ein í hálfu starfi, Fálkinn á nýjunt staö Þá hefur Fálkinn, hljómplötu- deild, opnað þriðju verzlun sína í Reykjavik í húsakynnum þeim í Vesturveri er Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur var áður til húsa i. Ólafur Haraldsson for- stjóri Fálkans, sagði í samtali við Mbl. að þetta væri þriðja hljóni- plötuverzlun fyrirtækisins, sem hefði hafið að verzla með hljóm- plötur á árunum 1927—1928 og þá einnig hafið útgáfu á hljómplöt- um. Fálkinn var hins vegar stofnaður mun fyrr, eða árið 1904 og var þá aðallega með reiðhjóla- verkstæði og sölu, en deildir fyr- irtækisins eru nú orðnar 4, véla- deild og heimilistækjadeild, auk tveggja hinna fyrrgreindu. Með þessari nýju verzlun sinni.hyggst Fálkinn auka enn þjónustu stna og sagði Ólafur að það sem helzt yrði lögð áherzla á í henni væri popptónlist, djass og svonefnd millitónlist yrði þarna fyrst og fremst Þau verk sem væru vinsæl og vel þekkt. Erfitt væri aó hafa mjög mikið úrval af sígildri tón- list þar sem hún læki mjög mikið rúm, en ekki er nema takmárkað rúm í þessari nýju verzlun. Verzlunarstjóri er Hulda Baldursdóltir og auk hennar starfar Hilmar Agnarsson við af- greiöslu o.fl. og sagði Ólafur að ekki yrðu starfsmenn fleiri nema nú fyrir jólin meðan mest væri að gera. s Kosið í Ástralíu í dag: ÞEGAR kosningabf rátt- an í Astralíu hófst fyrir einum mánuði bentu skoðanakannanir til þess að Verkatnannaflokkur- inn undir forystu Gough Whitlanis hefði góða niöguleika á því aö sigra í kosningunum í dag. Síðan hefur flokkasam- teypa Malcolm Frasers forsætisráðherra, Frjáls- lyndi þjóðarflokkurinn, stöðugt aukið fylgi sitt. Samkvæmt síðustu skoð- anakönnun, sem hefur verið gerð, ætti stjórn Frasers að vinna tiltölu- lega auðveldan sigur og fá 53 af hundraði at- Whitlam á kosningafundi í óperuhúsinu í Sydney og Verkamannaflokkurinn hef- ur notað það til að ráðast á stjórnina. Whitlam og stuðningsmenn hans hafa haldið því fram, að kyrrstaða í efnahagsmálum landsins og ríkjandi atvinnu- Ieysi eigi rætur að rekja til sparnaðarráðstafana Frasers. Fraser hefur einnig verið sakaður um að hafa stuðlað að nýrri dreifingu þjóöartekna, frá láglaunafólki og atvinnu- lausum til þeirra sem betur mega sín. En kosningarbaráttai, hefur fyrst og fremst einkennzt af persónulegum ásökunum á báða bóga. Whitlam reyndi að gera sé mat úr því að fjármála- ráðherra Frasers og varaleið- togi frjálslyndra, Phillip Lynch, sagði af sér út af deilum um hagnað, sem fjölskyldusjóð- Ræður smáflokk- ur úrslitum? kvæða, en Verkamanna- flokkurinn 47%. En verið getur að nýr flokkur, hinn svokallaði ástralski demókrata- flokkur, setji strik í reikninginn og ráði úr- slitum í kosningunum. Hann er undir forvstu Don Chipp, fyrrverandi ráðherra úr flokki frjáls- lyndra. seni heldur því fram að sá flokkur hafi færzt of langt til hægri. Chipps sagði sig úr stjórninni í marz eftir langvinnar deilur við Fraser og stofnaði flokk sinn tveimur mánuðum síðar. Þótt Chipp og stuðnings- menn hans, sem ýmsir kalla ,,chippokrata“, hafi svo að segja engan fjárhagslegan bakhjall og skipulagsmál hins nýja flokks séu ekki komin á fastan grundvöll, getur verið að flokk- urinn komist í oddaaðstöðu á næsta þingi. Skoðanakannanir benda til þess að Cnipp geti unnið fjögur eða fleiri sæti í öldungadeild- inni og fengið allt að 10% at- kvæða í landinu öllu. Endanleg úrslit í kosningunum til full- trúadeildarinnar verða ef tii vill ekki kunn fyrr en eftir nokkra daga og úrslitin í kosn- ingunum til öldungadeildarinn- ar ekki fýrr en í janúar vegna flókins kosningakerfis. Þetta eru fjórðu kosningarn- ar í Ástralíu á fimm árum og leiðtogar flokkanna eru sam- mála um að eins lágkúruleg og óþverraleg kosningabarátta hafi aldrei verið háð f Ástralíu. Verðbólga og atvinnuleysi eru alvarleg vandamál í Ástraliu, en þrátt fyrir það segja ýmsir sérfræðingar að kosningabar- áttan hafi ekki snúizt um mál- efni. Fraser og Whitlam njóta tak- markaðs trausts kjósenda sam- kvæmt nýlegum skoöanakönn- unum því 39%. segjast treysta Fraser en 40% Whitlam. í réttu iagi áttu kosningarnar ekki aö fara fram fvrr en að ári liðnu, en Fraser ákvað að flýta þeim þar sem hann taldi að staða sin mundi versna ef kosningarnar færu fram á réttu.m tíma. Ástæðail er sú að spár segja aö verðbólga og atvinnuleysi muni enn aukast. Verðbólgan nemur nú 13 af hundraði og 6% vinnu- færra manna eru atvinnulausir. Fraser biður um stuöning kjósenda á þeirri forsendu að stjórn hans hafi sýnl að hún kunni til verka, en Whitlam og Verkamannaflokkurinn hafa lagt áherzlu á atvinnuleysið. Athygli vakti í upphafi kosn- ingabaráttunnar að samkvæmt skoðanakönnun, sem þá var gerö, taldi 51 af hundraði kjós- enda að atvinnuleysi væri höf- uðvandi þjóðarinnar, en 36% verðbólgan, sem stjórnin legg- ur meiri áherzlu á. Almenningur hefur raunar sýnt kosningabaráttunni lítinn áhuga og stjórnmálaþreyta og vantraust kjósenda á Fraser og Whitlam hefur verið áberandi. Samkvæmt nýlegri skoðana- könnun hafa 46% Ástralíu- manna lítinn eða engan áhuga á stjórnmálum. í kosningabáráttunm hefur Fraser lagt áherzlu á hættu, sem hann telur þjóðfélaginu og reglu innanlands stafa frá óbil- gjarnri verkalýðshreyfingu og kröfuhörku, sem hann segir að hafi leitt til ríkjandi atvinnu- leysis. Rétt áður en kosninga- baráttan* hófst lauk þriggja mánaða verkfalli starfsmanna orkuvera í fylkinu Victoria. Hundruð þúsunda misstu at- vinnuna og framleiðslutapið nam milljörðum dollara. Jafnframt hefur Fraser sýnt það í kosningabaráttunni, að hann er staðráðinn í því að hrinda í framkvæmd áætlunum unt úraníum-gröft og útflutning á úranium. Þetta mál hefur vakið miklar deilur í Ástralíu Fraser ur hafði af jarðasölu og kom konu hans og börnum til góða. Whitlam sakaði Lynch um að hafa komið sér undan því að greiða skatta. sem venjulegt fólk heföi þurft að borga og að fjölskyldusjóðurinn hefði grætt að minnsta kosti 20.000 ástralska dollara, sem hefðu átt að renna til fjármálaráöu- neytisins. Fraser lýsti þvi yfir að hann sæi ekkert athugavert við við- skipti Lynch. Hann kvað gagn- rýni Whitlams koma úr hörð- ustu átt, þar sem hann hefði reynt að fá láriað fé frá erlendri ríkisstjórn til aó kosta kosningabaráttu sína, að hann hefði reynl að stjórna með því að virða þingið að vettugi þegar hann var forsætisráðherra og að hann væri eini forsætisráð- herra í sögu Ástraliu sem hefði verið vikið úr starfi. Jafnframt hefur Fraser auk- ið árásir sínar á verkalýðs- hreyfinguna. Hann segir að samkvæmt stefnu Verka- ntannaflokksins sé verkalýðs- hreyfingin hafin yfir lög, hún sjái flokknum fyrir peningum, hafi mikil áhrif á rnótun stefnu flokksins og þess vegna hafi Verkamannaflokkurinn stutt verkfallið í Victoria sem varð til þess að hundruð þúsunda misstu atvinnuna. Hneykslis- mál getúleysi og ábyrgðarleysi hafi einkennt síðustu stjórn Verkamannaflokksins sem nú grundvalli kosningabaráttu sína á rógsherferð. I kosningunum í dag getur verið að úrslitin verði ráðin í Vietoria, þar sem verkfallið var háð og þar sem Lynch keypti jarðirnar. Stjórnarflokkurinn hefur 24 þingsæti af 33, sem kosið er um í fylkinu, en Lynch- málið hefur rýrt tiltrú margra á frjálslyndum. Nú er talið að Verkamannaflokkurinn geti unnið yfir helming þingsæt- anna í Victoria. Athygli vekur að í nýlegum fylkískosningum í Vietoria hlaut hinn nýi flokkur Don Chipps, Ástralski demókrata- flokkurinn, 18% atkvæða (flokkurinn hlaut 10% í kosningunt um svipað leyti i Queensland, þar sem frjáls lyndir hafa verið sterkir). Flokkur Chipps er orðinn sam einingartákn þeirra kjósenda sem eru öánægðir með stóru flokkana. Því er ekki ótrúlegt að Chipps komist i oddaaöstöðu eftir kosningarnar. jafnveí þótt hann vinni aðeins sæti í öld ungadeildinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.