Morgunblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977
Byrjað er að færa inn girðingu Malarvallarins til að rýma fvrir Þjóðarbókahlöðunni
Fyrsti áfangi Þjóðarbókhlöðu
verður boðinn út á næstu dögum
N(J ER byrjað að færa girðingu
Melavailarins inn vegna fyrir-
hugaðrar Þjóðarbókahlöðu,
sem rísa á hjá vellinum. Finn-
bogi Guðmundsson, formaður
bygginganefndar Þjóðarbóka-
hlöðunnar, sagði í samtali við
Mbl. í gær, að verklýsing og
útboðsgögn fyrsta áfangans
væru nú tilbúin og yrði hann
boðinn út einhvern næstu daga.
Meðal tillagna ríkisstjórnar-
innar um niðurskurð ríkisút-
gjalda á næsta ári, er tillaga
um að lækka framkvæmdafé til
Þjóðarbókahlöðu um 50 millj-
ónir og sagði Finnbogi, að yrði
tillagan samþykkt, stæðu eftir
220 milljónir króna auk fyrri
fjárveitinga, sem ekki hefðu
verið notaðar.
Finnbogi sagði að fljótlega á
nýja árinu yrði hafizt handa við
girðingu byggingarsvæðisins og
að grafa fyrir húsinu og síðan
yrði í beinu framhaldi byrjað á
því að steypa upp húsið.
„Verði framkvæmdaféð skor-
ið niður um þessar 50 milljónir,
hefur það auðvitað sín áhrif á
það, hversu langt v,erður komizt
á næsta ári,“ sagði Finnbogi, en
ég vænti þess, að þegar af stað
verður komið, þá verði húsinu
komið upp á skaplegum tima.“
Framkvæmdanefnd byggingaáætlunar:
Eignar skattleysis-
mörk hækki um 33/s%
LAGT HEFUR verið fram frum-
varp til laga um breytingu á lög-
um um tekjuskatt og eignarskatt.
Samkvæmt þvi verður tekju-
skattur hjá einstaklingum og
hjónum sem telja fram sitt í
hvoru lagi 20% af fyrstu 615.350
krónunum, af næstu 246.150 krón-
um greiðist 30% tekjuskattur og
af skattgjaldstekjum yfir 861.500
krónur greiðist 40%. Hjón, sem
samsköttuð eru, skulu greiða 20%
tekjuskatt af fyrstu 861.500 krón-
unum, 30% af næstu 369.230
krónum og af skattgjaldstekjum
yfir 1.230.730 krónur greiðist
40%. Frá skattupphæðinni skal
síðan dreginn persónuafsláttur
eftir því sem við á.
Af fyrstu 8 milljón króna skatt-
gjaldseign einstaklinga og fyrstu
12 milljón króna skattgjaldseign
hjóna skal enginn eignarskattur
greiðast og eru eignarskattleysis-
mörkin hækkuð um 3314% frá nú-
gildandi eignarskattslögum. Af
þeirri skattgjaldseign, sem er um-
Ellert B. Schram:
fram fyrrnefnd mörk, greiðist
0,8% skattur. Eignarskatt, sem
ekki nær 1000 krónum, skal fella
niður við álagningu.
Hafnarfjarðar-
bær hækkar
rekstrarstyrki
til barnaheimila
BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar
hefur nýlega samþykkt að hækka
rekstrarstyrk til Dagheimilis sem
Verkakvennafélagið Framtíðin
rekur á Hörðuvöllum um 2 millj-
ónir á þessu ári, og er því alls
veitt kr. 12.350.000 til heimilisins
á þessu ári.
Þá hefur verið samþykkt að
hækka rekstrarstyrk til dagheim-
ilis Leikskóla St. Jósefssystra í
um 6.7 m.kr. á þessu ári, segir í
fréttum í blaðinu Hamar.
Sett verði lög er
leyfi akstursíþrótta-
keppnir hérlendis
Reisir meimingar-
miðstöð í Breiðholti
ÁÆTLUÐ er bygging menningar-
miðstöðvar í austurdeild Breið-
holts III og er þar um að ræða
byggingu, sem verður um 9.200
rúmmetrar. Það er Framkvæmda-
nefnd byggingaráætlunar, sem
hyggst reisa menningarmiðstöð-
ina og fjármagna bygginguna að
70—80% byggingarkostnaðar og
afhenda Reykjavíkurborg svo
miðstöðina tU rekstrar. Þetta kom
fram í ræðu Magnúsar L. Sveins-
sonar, borgarfulltrúa, á borgar-
stjórnarfundi í gær og gat hann
þess, að framkvæmdir gætu hafizt
í marzmánuði n.k.
Þessi menningarmiðstöð verður
lokaverkefni framkvæmdanefnd-
arinnar, sem nú á eftir að reisa 29
af þeim 1250 íbúðum, sem henni
var falið að byggja í Breiðholti I
og III.
í aðalbyggingu menningarmið-
stöðvarinnar verður bókasafn;
1240 fermetrar að stærð með
möguleikum fyrir 60.000 bækur,
auk þess sem bókasafninu tengj-
ast aðstaða til að hlusta á tónlist
Vængjavélin
stöðvaðist í
Færeyjum
„VÉLIN stöðvaðist 1 Færeyjum
vegna veðursins í Reykjavík, en
við eigum von á henni í fyrramál-
ið,“ sagði Jónas Sigurðsson hjá
flugfélaginu Vængjum, en í gær
átti að koma til landsins 9 sæta
Islander-vél, sem Vængir hafa
tekið á leigu í Noregi.
Með tilkomu þessarar flugvélar,
veróa fjórar vélar i flugflota
Vængja; tvær Twin Otter 19 sæta
og tvær 9 sætá Islandervélar, en
vél af þeirri gerð, sem Vængir
eiga, er væntanleg heim frá Eng-
landi innan skamms, en þar hefur
vélin verið í viðgerð.
En veðrið í Reykjavík stöðvaði
fleiri Vængja-vélar en þá nýju frá
Noregi, þvi önnur Twin Otter-
vélin stöðvaðist i Siglufirði.
og fyrir myndsýningar. Með bóka-
safninu verða einnig fyrirlestra-
salur og herbergi fyrir hópvinnu.
Annar hluti byggingarinnar
verður fyrir sérstaka aðstöðu fyr-
ir aldraða og verður sá hluti 550
fermetrar. Þar verður leikfimi- og
baðaðstaða til endurhæfingar, að-
staða fyrir lækna og félagsráð-
gjafa. Einnig er föndri ýmiss kon-
ar og þjónustu eins og hárgreiðslu
og fótsnyrtingu ætlaður þarna
staður.
Þriðji hluti byggingarinnar
verður svo félagsheimili; 323 fer-
metrar. Þar verður 100 manna
salur til fyrirlestra, leiksýninga,
Fékk 251 kr.
fyrir kílóið
í Þýzkalandi
ÞRlR tslenzkir bátar seldu
ísaðan fisk i Þýzkalandi í gær
og fengu upp í 251 kr. meðal-
verð á kíló, sem er það hæsta,
sem íslenzkt skip hefur fengið
á v-þýzka markaðnum. Gifur-
leg eftirspurn er nú eftir fiski
í Þýzkalandi og reyndar víðasl
hvar í Evrópu og af þeim sök-
um helzt verð mjög hátt frá
degi til dags, og er gert ráð
fyrir að þetta háa verð haldist
eitthvað áfram.
Það var Árni í Görðum frá
Vestmannaeyjum, sem fékk
251 kr. brúttóverð á kíló þegar
báturinn seldi í Cuxhaven í
gærmorgun. Báturinn var með
netafist, mest ufsa, alls 59 lest-
ir, sem seidust fyrir 148 þús-
und mörk eða 14.7 milijónir
króna.
Þá seldi Hrafn Sveinbjarnar-
son 3. frá Grindavík 50 lestir
fyrir 121 þús. mörk eða 12.2
millj. kr. Meðalbrúttóverð á
kíló er kr. 242.
Þriðji báturinn, sem seldi
var Þórkatla 2. frá Grindavík,
tæplega 40 lestir fyrir 93 þús.
mörk eða 9.2 millj. kr. Meðal-
brúttóverð á kiló er kr. 233.
kvikmyndasýninga og tónlistar-
halds. Einnig verður aðstaða til
listsýninga og kynningarstarf-
semi og þar verður diskótek.
Einnig verða i þessum hluta her-
bergi fyrir starfsemi félaga og
klúbba og salur, þar sem halda
má samkomur og mannfagnaði.
Félagsheimilinu fylgir svo að-
staða til kaffi- og matargerðar,
sem hugsanlegt er að nýta til sér-
stakrar þjónustu við aldraða.
Borgarstjórn samþykkti að fela
borgarritara að ganga til samn-
inga við Framkvæmdanefnd
byggingaáætiunar um menniÁg-
armiðstöðina.
INNLENT
NVVERIÐ hefur Ellert B.
Schram lagt fram á Álþingi frum-
varp til laga um breytingu á um-
ferðarlögum frá 1968. I greinar-
gerð með frumvarpinu segir m.a.:
Það er alkunnugt að alls staðar
í heiminum eykst áhugi manna á
akstursíþróttum á vélknúnum
ökutækjum.
Reynslan sýnir að þessi áhugi
er mikill hér á landi. Margs konai
keppni ár þessu sviði hefur farið
fram á ýmsum stöðum á landinu,
en því miður án sérstaklega
skipulags eftirlits af hálfu
ábyrgra aðila. Hefur þetta valdið
lögregluyfirvöldum og land- og
náttúruverndarmönnum áhyggj-
um.
A móti þeirri þróun, sem að
framan getur, verður ekki sporn-
að, en skynsamlegustu viðbrögð
löggjafans eru að setja fastmótað-
ar reglur um framkvæmdina.
Frumvarp þetta felur i sér að
ætlast er til að dómsmálaráðherra
setji reglugerð um framkvæmd
bifreiðaíþrótta, en með þvi er
hægt að koma i veg fyrir að land-
Framhald á bls. 18
Prófkjör sjálfstæðismanna:
Ellefu í framboði í
Reykjaneskjördæmi
FRAMBOÐSFRESTUR til
prófkjörs sjálfstæðis-
manna í Reykjaneskjör-
dæmi rann út á miðnætti í
nótt. Ellefu framboð bár-
ust. Frambjóðendur eru;
Árni Grétar Finnsson,
Hafnarfirði, Björn Þór-
hallsson, Reykjavík, Eirík-
ur Alexandersson, Grinda-
vík, Helgi Hallvarðsson,
Kópavogi, Matthías A.
Mathiesen, Hafnarfirði,
Oddur Ólafsson, Mosfells-
sveit, Ólafur G. Einarsson,
Garðabæ, Páll V. Daníels-
son, Hafnarfirði, Richard
Björgvinsson, Kópavogi,
Salome Þorkelsdóttir, Mos-
fellssveit, og Sigurgeir
Sigurðsson, Seltjarnarnesi.
Lífeyrissjóðum verði skylt
að kaupa verðtryggð skulda-
bréf fyrir 40% ráðstöfunarfjár
I frumvarpi til laga um ráðstaf-
inir vegna lánsfjáráætlunar 1978
er hverjum lífeyrissjóði, sem er
lögbundinn eða nýtur viðurkenn-
íngar fjármálaráðuneytisins, gert
ikylt að verja á ári hverju minnst
10% af ráðstöfunarfé sínu til
kaupa á skuldabréfum með fullri
verðtryggingu til langs tfma, er
Seðlabanki Islands metur gild í
þessu efni.
Fjármálaráðherra Matthías A.
Mathiesen mælti fyrir frumvarp-
inu og sagði þá m.a.:
„A undanförnum árum hafa
verið gerðir um það samningar
milli fiármálaráðunevtisins og lif-
eyrissjóða, að lífeyrissjóðirnir
keyptu verðtryggð skuldabréf
Framkvæmdasjóðs ríkisins og
Byggingarsjóðs rikisins fyrir til-
tekinn hluta af árlegu ráðstöfun-
arfé sinu. A þessu ári er stefnt að
því, að skuldabréfakaup lífeyris-
sjóða frá þessum aðilum nemi
samtals 30% af ráðstöfunarfé.
Tilgangur þessara verðbréfa-
kaupa hefur verið að tryggja þátt-
töku lífeyrissjóða í fjármögnun
atvinnuvega og íbúðabygginga og
jafnframt að gefa þeim kost á að
ávaxta verulegan hluta af ráðstöf-
unarfé sinu með fullri verðtrygg-
ingu. Framkvæmd samninganna
hefur yfirleitt gengið vel, en þó
hefur verið nokkur misbrestur á
því, að allir lífeyrissjóðir keyptu
verðbréf að umsömdu marki. Hef-
ur þetta ekki aðeins skapað
vandamál i framkvæmd greiðslu-
áætlunar Framkvæmdasjóðs
ríkisins og Byggingasjóðs heldur
hafa sumir sjóðirnir þannig
naumast sinnt nægilega skyldu
sinni að ávaxta fé sitt með sem
hagkvæmustum hætti i þágu líf-
eyrisþega. Þvi þykir ástæða til
þess að setja nú í lög almenn
ákvæði þess efnis, að öllum lif-
eyrissjóðum sé skylt að ávaxta
Framhald á bls. 18