Morgunblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16, DESEMBER 1977 3 Aðstoð „A-pressunnar” á Norðurlöndum við Alþýðublaðið í athugun IJósm. Friðþjófur. OPNUÐ hefur verið sýning fjögurra listamanna að Bergstaðastræti 15 i Reykjavík, en þeir eru: Örlygur Sigurðsson, Jóhannes Geir, Gunnar Hjaltason og Rudolf Wissauer. A sýningunni eru alls 45 myndir, 10—15 eftir hvern listamannanna og eru þetta vantslitamyndir, olfmálverk, teikningar og grafík, allt nýjar myndir og nýlegar eftir fyrrgreinda listamenn. Sýningin verður opin fram á Þorláksmessu, 23. desember, og er hún eins og áður sagði að Bergstaðastræti 15, i vinnustofu Guðmundar Arnasonar. Hún er opin á venjulegum verzlunartfma, kl. 9—18. Flutti inn notaða Mercedes Benz á fölskum forsendum: Útvegaði sér eyðublöð og Msaði vörureikninga MAÐUR nokkur hefur undanfar- ið flutt inn notaðar Mercedes Benz-bifreiðar frá Vestur- Þýzkalandi á fölsuðum vörureikn- ingum. Hefur hann á einhvern hátt komizt yfir eyðublöð erlend- is og sfðan falsað fylgibréfin með bílunum hér heima. Munar veru- legum upphæðum á grunnverði bifreiðanna, sem sfðan magnast, er innflutningsgjöld eru reiknuð á grunnverðið. Fluttir hafa veVið inn tugir slfkra Benz-bifreiða. Innflytjandinn var hinn 8. desem- ber úrskurðaður f gæzluvarðhald til 26. janúar eða í 6 vikur á meðan málið er f rannsókn hjá Rannsóknarlögreglu rfkisins. A síðastliðnu sumri var eftir því tekið að sama framieiðslu- númer var ekki á undirvagni og vélarhúsi Benz-bifreiðar, sem flutt hafði verið notuð til lands- ins. Kom í ljós að skipt hafði verið um þá númeraplötu, sem aðgengi- legri var, og ennfremur að bíllinn var ekki eins gamall og nýja plat- an gaf til kynna. Munar yfirleitt einu til tveimur árum á uppgefn- um aldri bifreiðanna og raun- verulegum aldri þeirra. Erla Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, sagði að eftir væri að yfirheyra fjölda fólks vegna þessa máls, en rannsóknin beinist m.a. að því. hvort viðskiptavinir mannsins, sem úrskurðaður var í gæzluvarð- hald og flutti bifreiðarnar til landsins, hefur veitt þeim ein- hver sérstffk kjör. Þá ná viðskipti þessa manns og talsvert langt aft- ur i timann. „ALÞVÐUBLAÐIÐ hefur um langt skeið fengið sent ýmiskonar erlent efni frá A-pressunni á Norðurlöndum. sem eru samtök blaða jafnaðarmanna, en þau hafa lengi greitt hvert fyrir öðru á ýmsan hátt. Þegar þeir svo fréttu af því að við ættum í vax- andi erfiðleikum með útgáfu Al- þýðublaðsins, þá buðust þeir til að athuga hvort þeir gætu aðstoð- að okkur eitthvað og þá helzt í sambandi við pappírskaup og er það mál nú í athugun," sagði Benedikt Gröndal, formaður Al- þýðuflokksins, í samtali við Mbl. í gær. Samstarfssamningur Alþýðu- blaðsins og Reykjaprensts rennur út nú um áramótin og sagði Bene- dikt, að nokkrar umræður hefðu farið fram um áframhaldandi samstarf. „Við teljum tvímæla- laust að þetta samstarf hafi orðið til hagræðingar á sviði sjálfs reksturs blaðsins og hafi verið til gagns,“ sagði Benedikt. „Og því teljum við rétt að reyna að ná samkomulagi um áframhaldandi samstarf." Benedikt kvaðst ekki geta sagt, hvert tapið af útgáfu Alþýðublaðsins yrði á þessu ári, en í gær lauk söfnuninni A-77, sem var fjársöfnun til styrktar blaðinu. „Það fé, sem fengizt hef- ur í þessari söfnun, hefur að lang- mestu Ieyti verið látið ganga til að létta á eldri skuldum blaðsins,“ sagði Benedikt. Ekki kvaðst Bene- dikt geta tiltekið allar skyldi. Alþýðublaðsins „en við drögum á eftir okkur talsverðan slóða“. „Dagblöðin eiga nú öll i miklum erfiðleikum," sagði Benedikt, „og hafa haft samráð um hugsanlega fyrirgreiðslu opinberra aðila varðandi blaðakaup og fleira. Þetta og ýmislegt fleira mun ráða því, hvort samningar takast um áframhaldandi rekstur Alþýðu- blaðsins, eins og verið hefur.“ Flugvélin fannst ekki FLUGVÉL og skip frá Landhelg- isgæzlunni leituðu í gær að flug- vélinni, sem lenti á sjónum skammt frá Reykjanesi á mið- vikudag. Flugvélin fannst ekki. Viðbygging við Lækjarskóla Hafnarfjarðarbær hefur boðið út vinnu við grunn Lækjarskóla i Hafnarfirði en í ráði er að byggja við skólann. Alls bárust 6 tilboð í verkið og voru lægstbjóðendur Knútur og Steingrimur h.f., kr. 3.060.000.- og samþykkti bæjar- ráð að taka tilboði þeirra. Fyrsta skóflustunga að viðbyggingunni hefur verið tekin og gerði það Þorvarður Arni Þorvarðarson nemandi í skólanum. Mál Hauks Guðmundssonar: Bæjarfógeti vill láta vísa honum úr starfi „RÁÐUNEYTIÐ hefur skrifað Hauki Guðmunds- syni bréf, þar sem honum er gefinn kostur á að taka afstöðu til tillagna, bæjar- fógetans í Keflavík með til- vísun til þeirrar iagagrein- ar, þar sem segir að jafnan skuli gefa viðkomandi starfsmanni kost á að tjá sig um tillögur þess efnis að honum verði vísað úr stöðu,“ sagði Baldur Möll- er, ráðuneytisstjóri í dóms- málaráðuneytinu, í sam- tali við Mbl. í gær. „I þessu felst engin ákvörðun ráð- herra, en þetta þýðir að bæjarfógetinn í Keflavík hafi gert þá tillögu til Lýst eftir vitnum AREKSTUR varð á gatnamótum Háaleitisbrautar og Kringlumýr- arbrautar hinn 29. nóvember síð- astliðinn klukkan 08,50 'milli Volkswagen-bifreiðarinnar R- 47810 og Hillman-fólksbifreiðar S-1453. Agreiningur er um það, hvort S-1453 hafi verið ekið Ijós- iausri. Lögreglan óskar eftir að ná tali af vitnum í máli þessu. Þá var hinn 13. desember á tímabilinu frá klukkan 09 til 16.30 ekið á bifreiðina P-626, þar sem hún stóð á bifreiðastæði á mótum Suðurgötu og Túngötu í Reykjavik. Bifreiðin er af gerð- inni Austin, brúnsanseruð fólks- bifreið. Líklegt er að bakkað hafi verið á bifreiðina. Lögreglan ósk- ar eftir vitnum að árekstrinum. ráðuneytisins að Hauki verði veitt lausn að fullu“. Baldur sagði, að Haukur hefði vikufrest til að tjá sig um tillögu bæjarfógetans. Haukur Guð- mundsson sagði í samtali við Mbl. í gær, að hann myndi skýra sínu stéttarfélagi frá gangi mála og gera sínar athugasemdir til ráðu- neytisins, en að öðru leyti kvaðst hann ekki vilja ræða málið að svo stöddu. Jón Eysteinsson, bæjarfó- geti i Keflavík, kvaðst ekkert vilja segja fyrr en endanlegur úr- skurður dómsmálaráðuneytisins lægi fyrir. Aukafundur SH hefst í dag AUKAFUNDUR Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hefst í dag kl. 14 í Atthagasal Hótel Sögu. A þessum fundi verður fyrst og fremst rætt um rekstrarerfiðleika frystihúsanna og þá erfiðleika sem við blasa. Upphaflega átti þessi fundur að vera fyrr, en var frestað vegna ýmissa atvika. Kona týndi peningaveski FULLORÐIN ekkja tapaði á mið- vikudaginn milli kl. 17—18 pen- ingaveski sínu, með allverulegri fjárhæð í. Þær götur tvær sem til greina koma eru öldugata eða Hafnarstræti. Skilvis finnandi geri lögreglunni viðvart, en að sjálfsögðu verða fundarlaun greidd. Veskið með peningunum i er svart frá Sparisjóði Reykjavík- ur og nágrennis. % og þú ert kominn * langt áleiðis eð ió Skófatnaður og klæðnaður á ALLA fjölskylduna. simi:2721 Austurstræti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.