Morgunblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977 Fást hjá öllum bóksölum. LEIFTUR HIMNESKT ER AÐ LIFA, V: Nú dvínar dagsins kliður SJÁLFSÆVISAGA SIGURBJÖRNS ÞORKELSSONAR í Vísi. Þetta er fimmta og síðasta bindi hinnar fróðlegu og skemmtilegu sjálfsævisögu Sigurbjarnar. - Ekki koma öll kurl til grafar i þessu bindi, en einhvern tíma varð að hætta, enda varð Sigurbjörn 92 ára 25. ágúst s.l. „EKKI SVlKUR BJOSSI“. HÖRPUKLIÐUR BLÁRRA FJALLA Ljóð. Þessi Ijóðabók er gefin út í tilefni 80 ára afmælis höfund- ar, í litlu upplagi, en hlaut mjög góðar viðtökur og er þess vegna á þrotum. Höfundúf: STEFÁN ÁGÚST. HÖKIH KLIOl H| STLLÁN ÁC.IKri „Nýja testamentið og Uphanishadurnar, þessi tvö há- leitu verk trúarvitundar mannkyns eru hvergi í ósam- ræmanlegri mótsögn, þegar athugaðar eru hinar dýpri merkingar þeirra, heldur skýra þau og fullkomna hvort annað á hinn fegursta hátt." Sören Sörenson endursagði úr frummálinu. GÓÐ GJÖF SAMEINAR NYTSEMI Hinir heimsþekktu hönnuðir hjá Iittala eru sífellt að endur- nýja úrvalið af Iittala glösum, diskum, könnum, karöfflum, bökkum, vösum, og stjökum. Nýjar vörur frá Iittala eru ávallt augnayndi. Komið, skoðið, veljið vörur frá Iittala. Úrvalið hefur sjaldan verið fallegra. HÚSGflGnflVERSLUfl KRisunns SIGGEIRSSOnflR HF. LAUGAVEG113. REYKJAVÍK. SÍMI 25870 ÞAÐ er nú æði langt síðan þeir Jðn og Einar hafa leikið á fjölum Laugardalshallarinnar og væntanlega fá áhorfendur að sjá nokkur þrumuskot hjá þeim á sunnudaginn. Jón og Einar leika með lands- liðinu gegn Vík- ingi á sunnudag HANDKNATTLEIKSUNNENDUR fá á sunnu- dagskvöldið á sjá f sama liðinu þá Einar Magnússon og Jón Hjaltalín en ár og dagar eru sfðan þessar stórskyttur hafa leikið í sama liðinu hér heima. Þeir Jón og Einar koma til landsins nú í vikulokin til þess að taka þátt i lokaundirbúningi landsliðsins fyrir Heimsmeistara- keppnina i handknattleik, sem fram fer i Danmörku eftir ára- mótin. Hins vegar fer Janusz Cerwinskí landsiiðsþjálfari af landi brott strax eftír helgina og var því ákveðið að setja á leik milli landsiiðsins og Víkings á sunnudagskvöldið, þannig að Janusz fengi tækifæri til þess að sjá þá Einar og Jón í ieik. Leikurinn á sunnudagskvöldið er jafnframt einn liðurinn í 70 ára afmæiishátíð Víkings, en félagið á afmæli á næstunni. Þeir Jón og Einar munu þó ekki leika með sínu gamla félagi á sunnu- dagskvöldið heldur munu þeir klæðast landsliðspeysunni. Aftur á móti munu núverandi landsliðs- menn Víkings leika með sinu félagi gegn landsliðinu, en þeir eru Björgvin Björgvinsson . Arni Indriðason, Kristján Sigmunds- son, Ölafur Einarsson, Viggó Sigurðsson Þorbergur Aðalsteins- son og Páll Björgvinsson en verið getur að sá siðastnefndi leiki með landsliðinu, þar sem Janusz landsliðsþjálfari hefur hug á að hafa Pál í sínu liði í þessum leik. Er ekki nokkur vafi á þvi að þetta verður hörkuleikur og fróð- legt verður að sjá hvernig þeir félagar Einar og Jón standa sig eftir langa fjarveru erlendis. Leikurinn á sunnudagskvöldið hefst klukkan 20. Kemur Janus ekki aftur eftir áramót? EFTIR ÞVl sem Morgunblaðið hefur fregnað heldur Janusz Cerwinski frá Islandi 20. desem- ber, eins og fram hefur komið, og kemur ekki aftur til landsins til þjálfarstarfa að sinni a.m.k. Var þessi frétt borin undir Birgi Björnsson formann lands- liðsnefndar og sagði Birgir að enn væri það ekki ljóst hvort Janus kæmi aftur hingað til lands eftir áramót. Hins vegar væri öruggt að hann kæmi til móts við lands- liðið f Noregi 21. janúar, en þar leikur landsliðið tvo leiki áður en haldið verður til Danmerkur. Verður fyrst leikið á móti norska landsliðinu, en síðan gegn úrvali Óslóar. Um sfðustu helgi voru lands- liðsmennínrir þrekprófaðir, en það hefur verið gert með vissu millibili frð þvf Janusz kom hing- að til lands 1 fyrravetur. Niður- stöður þessa þrekprófs voru mjög jákvæðar að sögn Birgis Björns- sonar og framfarir leikmanna miklar sfðan 1 Póllandi á dögun- um. Verða landsliðsmennirnir þrekprófaðir að nýju áður en Janusz heldur utan 20. desember. Eftir þvf sem Mbl. hefur fregnað var Bjarni Guðmundsson úr Val sterkastur i þrekprófi landsliðs- mannanna, en Janus Guðlaugs- son, FH, og fleiri komu rétt á eftir honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.