Morgunblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977 19 — Minning Ágúst Framhald af bls. 21 fjölmprgu útgáfur þeirra eru bornar saman. Myndskreyting er aukin, léttu lesefni, spurningum o.fl. aukið við, framsetningu breytt í betra horf. Enda munu bækurnar fljótlega hafa öðlast mikla útbreiðslu og áttu óvenju- legt líf fyrir höndum. Vakandi áhugi Agústar á að skapa aðgengiiegar og góðar bæk- ur fyrir byrjendanám i dönsku birtist einnig í því að rúmlega 20 árum eftir að fyrsta byrjenda- kennslubók hans kom út, gaf hann út nýstárlega og faglega kennslubók ætlaða yngri börnum, Litlu dönskubókina. Sú bók var litprentuð og ríkulega mynd- skreytt. Enn i dag heyrir það til undantekninga að námsbækur séu litprentaðar og segir það nokkuð um hversu ákveðnar kröf- ur Ágúst hefur gert um frágang og ytra útlit námsbóka, kröfur sem vonandi eiga eftir að fá betri hljómgrunn en þær fá í dag. Elja og vandvirkni Agústar Sigurðssonar birtist ekki einungis í kennslubókum hans, heldur einnig orðabókunum. Hann gaf út dansk-íslenskt orðasafn til nota með kennslubókum sínum þegar árið 1940, vann við endurskoðun „Dansk-íslenskrar orðabókar“ eft- ir Freystein Gunnarsson og gaf árið 1956 út „Islensk-danska orða- bók“, sem hefur verið mikið not- uð í sambandi við dönskunámið. v Sem kennslubókahöfundur, kennari við Kennaraskólann, námsstjóri og fulltrúi í lands- prófsnefnd átti Agúst Sigurðsson manna mestan þátt í að móta dönskukennsluna í landinu í meira en þrjá áratugi. Þótt skoð- anir væru skiptar um sumt í verk- um hans, hygg ég að kennarar hafi almennt virt elju hans, ná- kvæmni og samviskusemi. Sem námstjóri i dönsku stjórn- aði Agúst tilraunakennslu i 5. og 6. bekk barnaskóla sem varð undanfari þess að dönskunám var hafið fyrr en áður tiðkaðist í skyldunámi. I greinargerð sem hann ritaði um tilraunina kemur glögglega í ljós andúð hans á að reynt yrði að segja kennurum fyrir verkum og áhugi á að þeir fengju að þróa og móta sínar að- ferðir við kennsluna. Hins vegar lagði Agúst áherslu á að námsefn- ið væri sem fjölþættast og vand- aðast og vann i þeim efnum ómetanlegt starf. Ágúst Sigurðsson tileinkaði sér ákveðinn virðuleika í fasi og tali. Maður var óvanur því sem ungur kennari að prófdómari þéraði mann og kom í fyrstu með vissum geig að taka við niðurstöðunum eftir að hann hafði metið úrlausn- ir nemenda í landsprófi. Sá geig- ur hvarf þó fijótlega eftir að farið var að ræða úrlausnir og einkunn- ir. Nákvæmni Ágústar var eftir- minnileg og einnig áhugi hans á stöðu og þróun dönskukennslunn- ar sem hann gaf sér jafnan tíma til að ræða yfir kaffibolla og stór- um „cigar" að starfinu loknu. Síðustu árin var Agúst frá starfi og átti við þungbæra van- heilsu að stríða. Allan þann tíma naut hann einstaks þróttar, dugnaðar og umhyggju eftirlif- andi konu sinnar Pálínu Jónsdótt- ur sem jafnframt hefur gengt ábyrgðarmiklu og erfiðu starfi sem stjórnandi endurmenntunar- námskeiða á vegum Kennarahá- skólans. Saúðarkveðjur fylgja þessum orðum til hennar og barn- anna. Hörður Bergmann Endurminningin merlaræ í mána silfri hvað, sem var, yfir hið liðna bregður blæ blikandi fjarlægðar, gleðina jafnar, sefar sorg Svipþyrping sækir þing f sinnis hl jóðri bore. (Gr. Th.) Það var haustið 1938 að nokkur ungmenni gengu til inntökuprófs í Kennaraskóla Islands. Það var árlegur viðburður, en í þetta sinn var undirrituð meðal þeirra er þreyttu prófið. Ég sé enn fyrir mér aila þessa ókunnu menn, prófendur og prófdómara, prúð- búna við stór borð, en á bak við svört tafla á vegg, ryk og pappírs- lykt i stofunni — skólalykt. Undirbúningur margra okkar var í lakara lagi og þrautin nokk- uð þung. Nokkrir stóðust prófið vel, aðrir skriðu og sumir féllu, og voru þá margir hverjir úr sög- unni, og svo voru þeir sem ekki létu hugfallast, en lásu upp og lærðu betur. Það var þá sem ég kynntist Agústi Sigurðssyni sem reyndist mér hinn besti kennari og leiðbeinandi og vakti mér raunar svo mikinn áhuga á dönsku máli að enn endist. Hann valdi mig til að vinna rrteð sér við gerð dansk-íslensks orðasafns ásamt nokkrum öðrum og þótti mér upphefð að. Hann skipulagði vinnuna vel og var góður verk- stjóri, auk þess sá hann okkur fyrir góðum mat og annaðist allt sjálfur. Þetta voru góðar stundir. Seinna kvæntist hann systur minni og kynnin urðu nánari. Þau eignuðust tvö börn og fallegt heimili, en hjónaband þeirra varð stutt. Sorgin barði að dyrum, syst- ir min lést af slysförum og Ágúst varð einstæður faðir þriggja ára drengs og sex mánaða telpu. Erfiðir tímar fóru í hönd. Við hjónin komum oft til hans og kynntumst því hvernig hugur hans snerist allur um að vernda börnin og bægja frá þeim hættum og voða. Angist og kviði bjó i brjósti þessa þögla einmana manns, striðsótti og öryggisleysi þjakaði mannheim. En gæfan vitj- aði hans aftur í líki góðrar konu. Fimm ára drengur og tveggja ára stúlka fengu móður i stað, góða móður. Brátt stækkaði fjölskyld- an og fimm urðu börnin alls, vel gerð og vel gefin. Margra ánægjustunda minnist ég á því heimili, og þá naut hús- bóndinn sín best þegar hann bjó til veislu, og það gat hann gert fyrirvaralaust og óvænt í lok venjulegs vinnudags, þá skapaði hann eftirvæntingu og hátíðar andrúmsloft í kringum sig. Innan heimilisins naut hann þeirrar gleði, gjöfull á góðri stund, sem margur leitar langt yfir skammt í glitrandi veislusölum. A meðan börnin voru lítil voru þau með móður sinni í ,,Selinu“, sumarbústað í Borgarfirði. Þegar Ágúst gat ekki sjálfur verið með sökum annríkis bað hann mig að fara og vera þar með börnin mín. „Það er betra að tvær fullorðnar manneskjur séu á staðnum og svo er það líka skemmtilegra", sagði hann. Auðvitað fór ég og naut þess. Oft kom Ágúst færandi hendi. Þá var veisla í „Selinu“. Ágúst var umhyggjusamur og ábyrgur faðir og heimilisfaðir, dulur og fárra en óbrigðull. Honum var mikið í mun að heimilið skorti ekkert, og börnin fengju þá menntun sem hugur þeirra stóð til, og vann' því oft langan og strangan vinnudag. Þetta er maðurinn sem ég þekkti og minn- ist með virðingu. Af heilum hug votta ég ástvinum hans samhygð á skilnaðarstund. Rannveig Löve. Ný umferðarljós í Hafnarfirði BÆJARSTJORN Hafnarfj arðar hefur samþ.vkkt að setja upp um- ferðarljós á gatnamót Re.vkjavík- urvegar og- Hjallabrautar, en þar er aðalinnakstur i svonefndan Norðurbæ. Gert er ráð fyrir að kostnaður við uppsetningu ljósanna verði um 5 milljónir króna, en þau eru keypt frá Danmörku. Þá hefur bæjarstjórn samþykkt að Garðavegur verði einstefnu- akstursgata til vesturs, að umferð frá Óseyrarbryggju inn á Öseyrar- braut og Fornubúðir hafi bið- skyldu gagnvart umferð um Ös- eyrarbraut og að Smyrlahraun hafi aðalbrautarrétt gagnvart Álfaskeiði. — Fjallað um málefni bænda Framhald af bls. 32. Sagðist Halldór ekki geta sagt til um það, hvenær ríkisstjórn- in afgreiddi málið. Af fyrirhuguðum fundi ráð- herra og formanns Stéttarsam- bandsins gat ekki orðið i gær vegna anna ráðherrans, en Halldór kvaðst ætla „að koma á þeim fundi fljótlega". — Hlaut 16 ár Framhald af bls. 32. niðurstöðu þessari stóður tveir af þremur dómurum málsins, Jón A. Ólafsson og Sverrir Einarsson, en einn dómenda, Halldór Þor- björnsson, sem var formaður dómsins, greiddi sératkvæði þess efnis, að hann teldi hæfilega refs- ingu 12 ára fangelsi en væri að öðru Ieyti sammála niðurstöðum dómsins. Sækjandi í málinu var Jónatan Sveinsson, en verjandi ákærða Haukur Jónsson hæstaréttarlög- maður.“ fjársjódur hugaroghanda l bindi 2. bindi Listasaga Fjölva í þremur bindum. I fágætlega völdum myndum og yfirgripsmiklum texta er listasaga heimsins rakin fyrir lesandann. Allt frá tíma Neanderdalsmannsins 80 — 40 þús. árum f.Kr. um glæsilist Fornegypta og Hellena og fagurfræði Endurreisnar allar götur til okkar daga. 3.bindi Listasaga Fjölva er fyrsta verk sinnar tegundar á íslensku. Leysir úr brýnni þörf 1. bindi fjallar um listþróun frá forsögutima fil þjóðflutninganna miklu Spannar þvi allar fornþjóöir: Mesópófamía. Egyptaland, Krít, Mýkena, Grikkland, Etrúrar, Rómaveldi. Rekur listþróun Frumkirkju og Germanskra þjóða Fjallar auk þess um list Kina, Indlands og Indíánalist í Ameríku. Fjallar um „myrkar" Miðaldir, sem voru ekki eins myrkar og margir halda Kirkjan útbreiddi kristindóm noröur um álfu. Hún hlúði að listum, einkennislist hennar var skærlitar flögumyndir (mósik) og glersteind (vitrail). Að meginhluta fjallar bókin þó með ógrynnum litmynda um hinar stóru stefnur. Rómanska og Gotneska stíl, ferskt upphaf Endurreisnarinnar á Italiu og stórmeistara hennar Leónardó, Rafael og Mikelangeló Siðasta og stærsta bindi listasögunnar fjallar um þá stórbrotnu þróun, sem orðiö hefur i öllum listum frá Endurreisninni og fram á okkar daga. Hún hefst á útskýringu Hlaöstils (Barokk) og Svifstíls (Rókokkó) og rekur þráðinn áfram upp í Þjóðfélagsleg átök Nýgnæfu (Neó-klassik). Draumsæju (Rómantík) og Raunsæju (Realisma) og stigþróun Stælistíls (Natúralisma). Blæstíls (Impressjónisma) og Tjástíls (Expressjónisma), upp i þúsundgrósku nútimans með Píkassó, Salvador Dali og allt upp i pqpp-list. •N V\w\\ \v< c,\ V,VV\Wív\ ^KVvK \%SVA* SKEIFUNNI 8 — SÍMI 35256 Fjaltar bæði um málaralist, höggmyndaiist, byggingarlist og ýmiskonar skartgripa- og smámunagerð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.