Morgunblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977 Ágúst Sigurðsson kennarí—Mnning Fæddur29. apríl 1906. Dáinn 9. desember 1977. Agúst Sigurösson cand. mag. andaðist siðastl. föstudag í Landa- kotsspítala eftir 3 vikna legu þar. Hann hætti störfum við Kennara- háskóla Islands fyrir 3 árum sök- um vanheilsu og vitað var, að hann gekk ekki ætíð heill til skóg- ar fyrir þann tíma. Eftir að Ágúst hætti kennslu sinnti hann um skeið öðrum hugð- arefnum sínum og þá á hinu vist- lega heimili sínu i Bólstaðahlíð 12, eftir því, sem starfskraftar hans leyfðu. Þeir, sem þekktu stjórnsemi og orku Agústar og nutu kennslu hans og leiðbeininga, geta gert sér i hugarlund, að það hefur ekki verið auðvelt fyrir hann að verða að sætta sig við aðgerðaleysið, sem heilsubrestur hans hafði í för með sér. En Ágúst gerði það og sýndi með því æðruleysi og skap- festu, sem þrek þarf til að geta gert. En Agúst var ekki maður ein- samall á heimilinu. Pálína Jóns- dóttir kona hans, sem verið hefur förunautur Ágústar síðan á Þor- láksmessu 1949, hefur gegnt upp- eldis- og húsmóður störfum á heimili þeirra hjóna með sóma í hvívetna og þá ekki sízt þegar mest hefur á reynt, og börnin hafa eigi látið sitt eftir liggja. Þau Agúst og Pálina eignuðust 3 börm, og með fyrri konu sinni, Möggu Öldu Eiriksdóttur, átti hann 2 börn, en hún andaðist 1947. Öll eru börnin uppkomin, sum gift og hafa aukið kyn sitt. Ágúst Sigurðsson var fæddur að Lundi í Lundareykjadal, sonur Sigurðar Jónssonar prests þar og Guðrúnar Sveinsdóttur konu hans. Agúst ólst upp hjá foreldr- um sinum. Hann varð mikil dýra- vinur og þegar hann varð fjöl- skyldufaðir eignaðist hann hesta í Reykjavík og naut þess að spretta þar og víðar úr spori með fjöl- skyldu sinni og kunningjum. Ágúst fór í gagnfræðaskólann á Akureyri og tók þar gagnfræða- próf vorið 1925. Hann fór svo í Menntaskólann i Reykjavik og lauk þar stúdentsprófi 1928. Þess má geta hér, að veturinn 1927—28 leigðu tveir nemendur úr 6. bekk Menntaskólans stofu á Sólvallagötu 5. Annar þeirra var Ágúst Sigurðsson. Undirritaður átti þá heima í sama húsi. Urðu þar fyrstu kynni okkar Ágústar og fór þegar vel á með okkur. Því greini ég hér fra þessu, að ég átti nýlega tal við húsfreyjuna, sem leigði Ágústi herbergið á hæðinni fyrir ofan mig, Þuríður Pálsdóttir heitir hún, og rómaði hún um- ræddan Ieigjanda sinn fyrir hjálpsemi, snyrtimennsku, iðni við námið og góða umgengni. Svona var Ágúst þá, og ég tel, að hann hafi lítt breytt háttum sín- um þótt aldurinn færðist yfir hann. Ágúst leggur svo leið sína til Kaupmannahafnar þá um haust- ið, og lagði þar stund á dönsku og ensku við háskólann þar. Mér er ekki kunnugt um, að annar ís- lendingur hafi fyrir þann tíma lagt stuhd á hliðstætt nám við Hafnarháskóla og lokið þar cand. mag. prófi. En því prófi lauk Ágúst 1937. Nokkru áður var hann eitt missiri við sænskunám við háskólann í Stokkhólmi. Þótt Agúst hafi eigi slegið slöku við nám sitt við Hafnarháskóla — fremur en við annað, sem hann tók sér fyrir hendur — þá sinnti hann félagsmálum stúdenta í Höfn og víðar. Hann flutti einnig fyrirlestra á vegum Norrænu fé- laganna í Svíþjóð, Noregi og Finn- landi. Það er augljóst, að Ágúst hefur margt af þessu lært, sem kom honum að haldi þegar heim kom. Þegar Ágúst Sigurðsson kom frá námi að loknu prófi frá Hafn- arháskóla, gerðist hann kennari við Kennaraskóla Islands 1938 og gegndi þvi starfi þar til hann sagði lausri stöðu sinni við Kenn- araháskóla íslands af heilsufars- ástæðum árið 1970. En Agúst var frá barnæsku van- ur því að vinna, hvort heldur var við nám eða önnur störf innan skóla sem utan. Auk aðalstarfa sinna, sem að sjálfsögðu voru í Kennaraskólanum, tók hann að sér stundakennslu í dönsku í ýms- um framhaldsskólum og ekki leið r I ÓUÚSRI MYND er forvitnileg bók Jón Bjarman fangaprest Þessi fyrsta bók Jóns Bjarman hefur hvarvetna hlotið góða dóma gagnrýnenda og hefur verið mjög vel tekið. Hispurslaus mannlýsing, glöggskyggn könnun og skáldleg framsetning á viðbrögðum manna gagnvart margslungnu hljómfalli lifsins og ekki síður andspæms dauðanum. ALDMR HAFA ORÐID i _ VARfYELDA SÖGUR Loksins féhk __■ pabhi \ aö t ráÖa SUMAR AUKI ALDNIR HAFA OROIO. 6 bindi. - Skráð af Erlinji Davfösaym Bók. sem beöiö er eftir ár hvert. VARÐELDASOGUH II. eft- ir Tryggva Þorsteinason, skátaforingja og skólastjóra Bráðskemmtileg bók. SUMARAUKI. 7 Ijóöabók Braga Sigurjónssonar Bók, sem nú þegar hefur hlotiö frábæra dóma. LOKSIN8 FÉKK PABBIAG RAOA. 10 bók Indriða Úlf»- sonar, skólastjóra Frábær saga fyrir börn og unglinga kAta bjaroar hvolp- UM. 7. Kátu-bókin, sem yngstu lesendurnir hafa beöiö eftir meö óþreyju GALDRA OG BRANDARA BÖK Baldurs og Konna eftir Baldur Georgs- Fjöldi spila- galdra og brandara. 7 IMYJAR FRÁ SKJALDBORG á löngu áður en hann gerðist lög- giltur skjalaþýðari í dönsku. Síð- ar samdi Ágúst kennslubréf fyrir bréfaskóla S.I.S. Það leið ekki á löngu þar til Ágúst tók að semja námsbækur í dönsku. Þar vakti ný námsbók frá honum fyrir byrjendur í því máli athygli, og i kjölfarið komu kennslubækur fyrir hinar ýmsu deildir gagnfræðaskóla. Þá samdi hann stílaverkefni í dönsku, enn- fremur Dansk-íslenzkt orðasafn ofl. sem að gagni mátti verða við dönskunám. Agúst lagði áherslu á það, að óhjákvæmilegt væri aö reyna nýjar námsbækur gaum- gæfilega áður en þær væru gefn- ar út i stórum upplögum. Það kom þvi fyrir, að sumum bókaútgef- endum og kennurum hafa þótt nóg um frjálslyndi bókarhöfund- ar í þessum efnum. En umfangsmesta verk Ágústs Sigurðssonar mun hafa verið endurskoðun á Dansk-íslenzku orðabók Freysteins Gunnarsson- ar, en Agúst vann að þessari endurskoðun um nokkurt skeið. Eins og drepið er á hér að fram- an kynnti Agúst Sigurðsson sér starfsemi námsflokka á Norður- löndum á námsárum sinum — og síðar. Það leið ekki á löngu eftir heimkomu hans frá námi að hann kynnti fólki hina margvíslegu starfsemi námsflokka. Arið 1939 voru svo Námsflokkar Reykjavik- ur stofnaðir og stjórnaði Agúst þeim allt til 1970. Þá voru náms- flokkarnir einhver fjölþættasta fræðslustofnun borgarinnar, þar sem nemendur gátu verið sem næst á öllum aldri og valið sér viðfangsefni á mörgum sviðum eftir vild og getu. Hliðstæðir námsflokkar hafa starfað víða á landinu um lengri eða skemmri tíma. Frumkvæði Ágústar í þess- um efnum má tvímælalaust þakka miklu um velgengni þessara ágætu stofnana, sem námsflokk- arnir eru til menningarauka. Hér hefur verið drepið lauslega á helztu atriðin í þeim málum, sem mér er kunnugt um, að Agústi Sigurðssyni voru hugstæð- ust. Sjálfur var hann hlédrægur, að því er varðaði hann persónu- lega, en hið sama verður vart sagt, þegar hann veitti sér fyrir framgangi mála, er vörðuðu hag nemenda hans i námi og störfum. Að lokum vil ég segja þetta: Ágúst Sigurðsson gerði fyrst og fremst kröfur til sjálfs sín, hvort heldur var til náms eða starfa. Hann var þéttur á velli, snyrti- menni, stjórnsamur vel, góður heim að sækja og hjálpsamur við þá, er minna máttu sin, en vildu vel gera. Ágúst Sigurðsson magister hef- ur nú lokið athafnasamri starfs- ævi. Margir munu minnast sam- starfs við hann með þökk og virð- ingu. Ég er einn af þeim. Ég votta eiginkonu, börnum, tengdabörnum og barnabörnum Agústar samúð vegna fráfalls hans. Honum sjálfum þakka ég lærdómsríkar samverustundir. Helgi Elíasson. Með Agústi Sigurðssyni er horf- inn af sjónarsviðinu einn kunn- asti og svipmesti skólamaður landsins um áratugi. Ungur að aldri valdi hann sér það hlutskipti að gerast kennari og nú á þessu ári eru liðnir fjórir áratugir síðan hann kom heim frá námi erlendis með magistergráðu í tungumálum, dönsku og ensku. Island kreppuáranna bauð ekki ungum menntamönnum fremur en öðrum þegnum sínum gull og græna skóga. Skólar voru fáir og fátæklegir og eins vist að menn yrðu að sætta sig við stopula stundakennslu jafnvel svo árum skipti meðan beðið var eftir að einhver föst staða losnaði. Hinn ungi málvfsindamaður fann þó næsta fljótt þann stað sem átti eftir að vera aðalstarfs- vettvangur hans meðan heilsa og starfsorka leyfðu. Agúst hóf kennslu í dönsku við Kennaraskóla íslands sem stundakennari haustið 1937, en 1938 tók hann vió fullu starfi við skólann sem kennari í dönsku og ensku, þótt hann hlyti ekki skip- un í stöðuna fyrr en árið 1944. Þessu starfi gegndi hann við Kennaraskólann og siðar Kennaraháskólann allt til ársins 1974 að hann lét af störfum sök- um aldurs og heilsubrests. Jafnhliða starfinu við Kennara- skólann tók Agúst við forstöðu Námsflokka Reykjavíkur við stofnun þeirra 1939 og veitti þeim forstöðu um rúmlega þrjátiu ára skeið. Námsflokkarnir efldust mjög og þróuðust undir stjórn Agústs en við það starf mun kona hans, Pálína Jónsdóttir, hafa reynst honum traust og örugg samstarfsmanneskja þegar þyngja tók fyrir fæti og heilsa að bila. Nátengd kennslustörfum og skólastjórninni var samning kennsluefnis og útgáfa kennslu- bóka og orðabóka, en á því sviði var Ágúst stórvirkur einkum framan af meðan þörfin var brýn- ust. Þar á verka hans án efa eftir að gæta lengi. Ég sem þessi orð rita kynntist ekki Agústi heitnum persónulega fyrr en ég gerðist samkennari hans við Kennaraskólann haustið 1964. Hann var þá kominn á efri ár og farið að draga nokkuð úr kennsluskyldu hans við skólann auk þess sem hann var um nokkurt árabil að mestu frá skólanum vegna námsstjórnar í dönsku. Hann hafði orð á sér sem ákaflega samviskusamur og traustur kennari og lærður vel enda valinn til trúnaðar- og for- göngustarfa af samkennurum sin- um bæði í skólastarfi og félags- málum. Að leiðarlokum vil ég votta hin- um látna virðingu og þökk og færa eftirfifandi eiginkonu, frú Pálinu Jónsdóttur, börnum, tengdabörnum og öðrum aðstand- endum innilegustu samúðar- kveðjur. Baldur Jónsson. Með Agúst Sigurðssyni er svip- mikill maður og sérkennilegur fallinn í valinn. Við áttum sam- leið í Kennaraskóla Islands lengst af starfsævi okkar beggja. Hann var háttvís og drengilegur starfs- bróðir. Kennslugreinar Ágústs voru danska og enska og hann var þjóð- kunnur af kennslubókum sínum og kennslu í dönsku í Kennara- skólanum og ýmsum öðrum skól- um, á kennaranámskeiðum og í útvarpi. Þó að lífsstarf hans væri svo mjög helgað danskri tungu og bókmenntum mun ég minna á önnur efni að leiðarlokum. Ágúst Sigurðsson var raunsær maður og skýr í hugsun, hagsýnn og glöggur á markverð nýmæli í kennsluháttum, þrautseigur og ýtinn. Hann var samvizkusamur embættismaður og formfastur nokkuð. Hann var af þeirri kynsióð kennara sem vann verkin sin en festi helzt ekkert á blað um eðli og inntak þess er hún hugsaði, sagði og gerði. Ágúst var engin undantekning í því efni, en þegar hann stakk niður penna, skoðaði hann atvik og efni mála í ljósi meginhugmynda og í heildarsam- hengi og gerði strangar kröfur um raunréttar forsendur og rök- réttar ályktanir. I riti sínu Kennaraskóli Islands 1908—1958 ieggur höfundurinn Freysteinn Gunnarsson spurn- ingu fyrir sex af kennurum skól- ans, Agúst var einn þeirra. 1 for- mála fyrir spurningunni segir m.a.: „En ekki þarf neinn spá- sagnaranda til að sjá það fyrir, að margar og miklar breytingar hljóta að vera í vændum á högum og háttum Kennaraskólans . . . Ýmsar breytingar hafa þegar ver- ið ræddar, en bíða framvkæmda unz úr rætist um húsnæði skól- ans ..Síðan kemur spurningin: „Hvert er álit þitt á því, að Kenn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.