Morgunblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977 15 Ráðherra rekinn úr starfi Búkarest, 15. desember, AP. NÁMU- og olíumálaráð- herra Rúmeníu, Constantin Babalau, hefur verið rekinn úr starfi sam- kvæmt skipun undirritaðri af Ceausescu forseta lands- ins, að því er málgagn kommúnistaflokksins, Scinteia, skýrði frá í dag. Þó að engar skýringar hafi verið gefnar á brott- rekstri ráðherrans geta menn sér til um að ástæðan sé verkfall námuverka- manna í Jiudalnum í ágúst s.l., en í fréttum á Vestur- löndum var skýrt frá því þá, að 35 þúsund kolanáma- menn hefðu farið í verk- fall. Námuverkamennirnir kröfðust betri vinnuað- stöðu og betri lífskjara. Þremur aðstoðarráðherr- um í sama ráðuneyti var vikið úr störfum á sama hátt í október s.l. Laun verkamannanna voru eftir verkfallið hækk- uð um 19%, og þeir fá nú ókeypis heita máltíð einu sinni á dag. Þeim var jafn- framt lofað að áhöld þeirra við vinnuna yrðu endur- bætt. Pieter Menten Menten áfrýjar Haag. 15. des. AP. PIETER Menten sem dæmdur var í gær til 15 ára fangelsisvistar vegna þátttöku sinnar í stríðs- glæpum nazista hefur áfrýjað dómnum samkvæmt uppiýsing- um dómsmálaráðuneytisins hér. Talsmaður í ráðuneytinu skýrði frá þvf í dag, að áfrýjun Mentens yrði líklega tekin fyrir í febrúar. Hann skýrði og frá að líklega mundi saksóknari Amsterdam áfrýja dóminum einnig þar sem Menten var einungis dæmdur til 15 ára fangelsisvistar í stað lífs- tíðarfangelsis, eins og krafizt var í upphafi. Menten, sem er 78 ára að aldri, var ákærður fyrir að hafa átt að- ild að drápi 20—30 pólskra Gyð- inga árið 1941, en þá var hann í stormsveitum nazista. Hefur Menten stöðugt neitað þátttöku sinni í atburðunum í þropinu Podgorotdtsy. Slökkvilidsmenn med sáttabod London, 15. des. Reuter. FORYSTUMENN brezkra slökkviliðsmanna, sem eru 36 þúsund talsins og hafa verið í verkfalli frá 14. nóvember, ákváðu í dag að freista þess að leysa launadeiluna með því að óska viðræðna við yfirvöld. Ætla þeir að leggja tillögur um þriggja áfanga launahækkun fyrir yfir- völd í þessu sambandi. Slökkviliðsmennirnir ætla að fara fram á 30% hækkun grunn- launa sinna á samningstímanum, en launin nema nú 65 sterlings- pundum á viku. Tillögur slökkvi- liðsmannanna kveða á um 10% hækkun við undirritun samnings og síðan 10% á næsta ári og 10% á árinu 1979. Tillögur slökkviliðs- mannanna falla að þessu leyti innan þess ramma, sem launa- stefna stjórnvalda kveður á um. Þetta gerðist Þettagerðist 16. desember. 1976 — Komizt var að sam- komulagi um verð á olíu yfir minnst 6 mánaða tímabil, þegar samtök olíuútflutningslanda samþykktu 5% hækkun á verði olíu frá Saudi-Arabíu og arabíska furstadæminu, og 10% hækkun á olíuverði innan 11 landanna, sem eru aðilar að samtökunum. 1975 — Gerald Ford, forseti Bandaríkjanna, útilokaði öll hernaðarafskipti Bandaríkja- manna af stríðinu í Angóla. 1972— Geimskiðið Apollo 17 sneri aftur til jarðar. 1971 — Indverskar hersveitir hernámu Dacca og her Pakistana í A-Pakistan gafst upp. Indverjar lýstu yfir vopna- hléi. 1970 — Sex manns létu lífið í óeirðum végna verðhækkana í Póllandi. 1967— 28 aðildarþjóðir að Sameinuðu þjóðunum gerðu sáttmála um björgunaraðgerðir fyrir geimfara sem yrðu fyrir óhöppum úti í geimnum. 1966 — Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna greiddi atkvæði 11—0 um að hefja efnahags- legar refsiaðgerðir gegn stjórn hvíta minni hlutans i Ródesíu. 1960 — Tvær flugvélar rákust á yfir innsiglingunni í New York borg og 131 maður lét lífið. 1958 — Herráð Nato hafnaði tillögum Rússa um yfirráð í Berlín. 1946 — Leon Blum myndaði stjórn sósíalista í Frakklandi. 1916 — Gregory Rasputin, munkur, sem þótti hafa mikil áhrif yfir rússneska zarnum, var myrtur. 1809 — Napoleon Bonaparte Frakklandskeisari fékk lög- skilnað frá Jósefinu fyrri eigin- konu sinni. 1773 — Landnemar í Ame- ríku, klæddir eins og Indíánar, köstuðu 342 teböllum fyrir borð úr brezkum kaupskipum í höfn- inni í Boston. Afmæli: John Selden, enskur lögfræðingur (1584—1654), Jane Austen, brezkur skáld- sagnahöfundur (1775—1817), Mary Russel Mitford, brezkur rithöfundur (1787—1855), Noel Coward, brezkur leikrita- höfundur (1899—1973). Setning dagsins: „Gleðin er mjög sjaldan þar sem hennar er leitað.“ Samuel Johnson, ensk- ur menntamaður (1709—1784). MiUjarða gróði hjá SAS Stokkhólmi, 15. des. AP. GRÓÐI SAS-flugfélagsins fyrir síðasta reikningsár sem lauk 30. september, áður en arður og skattar eru reiknaðir, nemur 107,4 milljónum sænskra króna, eða rúmlega 5 milljörðum íslenzkra króna. Er þetta talsverð aukning frá síðasta reikningsári, en þá nam hagnaðurinn 48,4 milljónum sænskra króna. Hefur fyrirtækið nú sýnt rekstrarhagnað 15 ár í röð. Tekjur SAS á síðasta reikningsári nema 5,505 milljónjim sænskra króna, en árið áður var upphæð sú 4,883 milljónir krjna. Rekstrarkostnaður, áður en afskriftir eru teknar með í reikninginn, nam á reikningsárinu 5,055 milljónum króna, en var 4,501 milljón árið áður. Gróði SAS er mestur í áætlunarflugi, þaðan kemur 71 milljón króna af 107, afgangurinn er af eignasölu og ýmsu öðru. Vöruflutningaflugfélagið sem er i eigu SAS, sýndi einnig gróða, átti 7,1 milljónir sænskra króna í rekstrarafgang. Var það aukning frá fyrra ári, því þá var hagnaðurinn 2,5 milljónir. Talsmenn SAS hafa lýst sig nokkuð ánægða með afkomu flug- félagsins á rekstrarárinu. Ferðaaukning félagsins var um 7% á árinu og far- þegafjöldi jókst um 5%. Tongsun Park fús tilað snúa aftur til Bandaríkjanna Seoul, Suður-Kóreu, 15. des. Reuter. TONGSUN Park, maóurinn sem stóó á bak við tilraunir Suóur- Kóreumanna til aó múta banda- rískum þingmönnum, er fús til aó snúa aftur til Bandaríkjanna og bera vitni 1 mútumálinu. Suður-Kóreumenn hafa þó sett þau skilyrði fyrir ferð Parks, að hans verði gætt i Bandarfkjunum og að honum verði leyft að snúa aftur til Suður-Kóreu eftir að hafa borið vitni. Park, sem er hrísgrjónaauðjöfu- ur og bjó áður i Washington, var ákærður af hæstarétti fyrir mútu- starfsemi. Mál annarra þeirra sem flæktir eru í málið hafa verið látin bíða þangað til Park hefur borið vitni, því hann er mikilvægasta vitni málsins. Bandarísk sendinefnd er nú í Seoul til að yfirheyra önnur suður-kóreönsk vitni. Með gervihjarta í 48 stundir ZUrlch, Sviss, 15. des. AP. HÓPUR skurólækna skýrði frá því í gær, að þeir hefðu bjargað lífi konu, eftir að hjarta hennar bilaði við misheppnaða hjartaað- gerð, með því að tengja við hana gervihjarta í 48 klukkustundir. Þetta er lengsti tíminn sem gervihjarta hefur verið notað til að halda sjúklingi lifandi, en tveir sjúklingar hafa látizt við llkar aðstæður. Hópurinn sem gerði aðgerðina í síðasta mánuði starfar við Ziirich- háskóla, og vann undir stjórn Ake Senning prófessors við skólann og Marvo Turina, sem er júgóslavn- eskur prófessor. Konan hefur ver- ið útskrifuð af spítalanum. Einn læknanna sagði, að hjarta- lungna vél, sem heldur blóðrás sjúklinga gangandi við hjartaað- gerðir, hefði ekki getað bjargað konunni í svo langan tima. Að sögn Turina sem framkvæmdi skurðaðgerðina var þetta tilvik svo alvarlegt að engin önnur ráð voru möguleg. En það var ekki fyrr en það var ljóst, að þeir tóku þá ákvörðun að reyna gervihjart- að, sem visindamenn hafa verið að endurbæta frá því árið 1971 í Zurich. Hjarta konunnar var al- gerlega óstarfshæft allan þennan tíma. Gervihjartað var sett við brjóst hennar og tengt með pipum við hjartað. Eftir 24 klukkustund- ir sýndi hjartað merki um bataog eftir 48 klukkustundir var gervi- hjartað fjarlægt. En áður hafði hjartslátturinn verið svo veikur að blóðrásin var hætt. Ekki var annað sagt um aldur konunnar, en að hún væri á aldursbilinu 30—40 ára. Gervihjartað, sem notað var, er hannað af ítölskum lífefnaverk- fræðingi, Roberto Bosio. Holkirmúki 2 Leynist listamaóur í þinni fjölskyldu? Finndu hann um jólin og geföu honum myndlistarvörur frá Pennanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.