Morgunblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977 JMtogtmlrliifrft Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Sty rmir G unnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. simi 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1500.00 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 80.00 kr. eintakið Niðurskurður Ríkisstjórnin hefur valið niðurskurðarleiðina að hluta til vegna fjárlagavandans. Þetta er skyn- samleg ákvörðun og í samræmi við almannahagsmuni. Ríkisumsvif hafa þanizt út og erfiðlega hefur gengið að hemja þann óskapnað. Niðurskurður um 3.7 milljarða veldur engum þáttaskilum í þeim efnum, en sýnir þó, að stjórnmálamennirnir gera sér grein fyrir því, að öllu lengra verður ekki gengið í þróun velferðarþjóðfélagsins með sífellt aukinni skattheimtu. Þegar niðurskurðarleið er valin rekast ráðherrar og þingmenn á ótal hindranir. Verulegur hluti'framlaga á fjárlögum er bundinn með lögum, en það þýðir, að með annarri löggjöf er ákveðið að ríkissjóður skuli leggja fram svo og svo mikla fjármuni til ákveðinnar starfsemi og síðan er það fjármálaráðherrans, ríkisstjórnarinnar og þingsins að sjá um aö afla tekna til þeirra útgjalda. Um 70% fjárlaga eru bundin með þessum hætti. Til þess að skerða framlög til þessara tilteknu þarfa, þarf því lagabreytingu á öðrum sviðum, sem krefst mikils undir- búnings og þegar af þessari ástæðu er augljóst, að niðurskurðarleiðin er ekki auðfarin. Þá er auðvitað sýnt, að inn í stjórnkerfi okkar eru innbyggðir hagsmunir, sem leggjast gegn niðurskurði á ýmsum sviðum. Embættismenn kunna að vera tilbúnir til þess að standa aö niðurskurði á útgjaldaþáttum, sem ekki snerta beint þeirra starfssvið en bregðast öðru vísi við, ef höggvið er of nærri þeirra umráðasviði. Ráðherr- ar, sem ábyrgð bera á svokölluðum fagráðuneytum eru tilbúnir til þess að tala um niðurskurð, en um leið og skerða á framlög til starfsemi, sem heyrir undir þeirra ráðuneyti kann að heyrast hljóð úr horni. Þingmenn eru tilbúnir til þess að tala um niðurskurð og mæla með honum, en um leið og skerða á framlög til málefna, sem þeir hafa sérstakan áhuga á eða framlög til framkvæmda í kjördæmum þeirra snúast þeir til andstöðu. Þetta er ekki sagt embættismönnum, ráðherrum og þingmönnum til lasts, heldur aðeins til þess að benda á staðreyndir. Einstaklingar og félagasamtök, sem berjast fyrir sérstök- um málefnum eða hafa sérstök áhugamál bregðast við hart, ef skerða á framlög til þeirra mála eða áhugaefna og leggja þrýsting á þingmenn og stjórnvöld að skera frekar niður eitthvað annað. Þannig eru innbyggðar hindranir í allri þjóðfélagsbyggingu okkar gegn niður- skurði á ríkisútgjöldum og þess vegna hefur sú leið sjaldnar verið farin en ástæða væri til og þess vegna hefur hún ekki gefizt betur en raun ber vitni um. Þrátt fyrir þetta hefur ríkisstjórnin gert sér ljóst, að skattgreióendur mundu ekki sætta sig alfarið við skatta- hækkanir til þess að standa undir þeim kjarasamningum, sem gerðir voru vió opinbera starfsmenn nú í haust og fyrst og fremst valda þeim fjárhagsvanda, sem við hefur verið aö etja. Þess vegna hefur ekki verið tekið til hendi og skorið niður hér og þar og má um niðurskurðartillög- ur ríkisstjórnarinnar segja, að margt smátt gerir eitt stórt. Æskilegra hefði verið, að lengra yrði gengið í þessum efnum, en eins og að framan er rakið var það engan veginn auðvelt. í rauninni má segja, að auðveld- asta lausn fyrir þing og ríkisstjórn hefði verið skatta- hækkun, en erfiðasta niðurskurður. Hér hefur verið farið bil beggja. Nauðsynlegt er að tryggja, að þessi niðurskurður komi að fullu til framkvæmda og jafnframt er æskilegt, að áfram verði haldið á sömu braut og vaxandi áherzla verði á það lögð í starfsemi fjármála- ráöuneytisins og þá sérstaklega fjárlaga- og hagsýslu- stofnunar að undirbúa áframhaldandi niðurskurð á ríkis- útgjöldum. Þessir aðilar vinna ár hvert í kyrrþey mikið starf á þessum vettvangi og áður en fjárlag'afrumvarpið er lagt fram hafa margvísleg útgjöld sem einstök ráðu- neyti og ríkisstjórn fara fram á verið skorin niður, þannig að hér er raunverulega um viðbótarniðurskurð að ræða frá þeim, sem áður hefur farið fram innan fjármálaráðuneytisins. En kjarni málsins er sá, að rétt er stefnt og áfram verður að halda á þessari braut. Spassky hélt jöfnu Hinn umdeildi 41. leikur Spasskys í niundu skákinni reyndist bezti möguleiki hans i stöðunni þegar allt kom til alls. Það kom strax í ljós þegar tekið var til við níundu skákina að útreikningar hans höfðu reynst réttir. Korchnoi reyndi þó ótrauður að kreista út vinning í stöðunni i þrjátíu leiki, en án árangurs. Hann getur samt sem áður unað glaður við sitt, hann hefur hlotið sex og halfan vinn- ing gegn tveimur og hálfum vinning Spasskys og með hverju jafntefli færist hann nær þeim 10!4 vinningi sem hann þarf til þess að tryggja sér sigur í einvíginu. Framhald níundu skákarinnar var þannig: Svart: Boris Spassky Hvítt: Viktor Korchnoi Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON 42. hxg5 — hxg5 43. exd4 — Hc3— 44. Kg2 — Hc4! (Eftir 44. ... Hf3? 45. d5! hefur hvítur vinningsstöðu). 45. Ha7+ — Kd6 46. Hf7 — Rd5 47. Hd7 + — Kc6 48. Hg7 — Hxd4 49. Hg6+ — Kc7 50. Hxg5 — e3 51. fxe3 — Rxe3+ 52. Kf3 — Rd5 (Það er athyglisvert að Spassky sættir sig ekki við tafl- lok með hrók gegn hrók og biskup Korchnois. Sú staða er reyndar jafntefli, en krefst mjög nákvæmrar taflmennsku frá hendi varnaraðilans, svo sem kom í ljós í skák þeirra Vasjuková og Anderssonar á Minningarmóti Capablanca 1973, en þá tókst Vasjukov ekki að halda slíku endatafli) 53. Hg7+ — Kd6 54. Hg6+ — Kc7 55. Be4 —Re7 (Hvítur hótaði að leika 56. Bxd5 — Hxd5 57. He6 með unnu hróksendatafli) 56. Ha6 — Kd7 57. g5 — Hd6 58. Ha8 — Ke6 59. Kf4 — Hdl 60. Ha6+ — Kf7 61. Ha7 — Ke6 62. Bc2 — Hfl + 63. Ke4 — Hel+ 64. Kf3 — Hfl+ 65. Ke2 — Hgl 66. Bb3+ — Kd6 67. Ha6+ — Kc7 68. Ha5 — Kb6 69. He5 — Rc6 70. Hd5 Hxg5! Jafntefli Hvítur á enga möguleika á sigri eftir 71. Hxg5 — Rd4+. Tíunda skákin í einvíginu verður tefld 1 dag. Þá hefur Spassky hvitt. Friðrik Olafsson, stórmeistari; Kortsnoj hefur teflt svo sterkt í einvígmu að Spassky virðist alltaf vera í vörn „KORTSNOJ hefur á þessu ári teflt það vel mióað við Spassky, að ég var ekki í neinum fafa um það, að hann yrði sá harðari í þessu einvígi. En samt átti ég nú einhvern veginn ekki von á þeim yfirburð- um, sem hann hefur sýnt til þessa,“ sagði Friðrik Ólafsson, stórmeistari, þegar Mbl. spurði hann álits á einvígi þeirra Kortsnojs og Spasskys. „Kortsnoj hefur teflt svo sterkt í þessu einvígi, að Spassky hefur aldrei náð því að sýna sínar beztu hliðar. Hann virðist alltaf vera í vörn. Kortsnoj er miklu skarpari og ákveðn- ari og það er varla hægt að segja annað en að hann hafi teflt allar skákirnar mjög vel, nema ef til vill þá áttundu. En það er þá líka í eina skiptið, sem hann hef- ur ekki sýnt heilsteypta taflmennsku út í gegn. Og ein skák af átta í einvígi sem þessu er varla tiltöku- mál." Vestfirðir: 872 lestir af rækju fengust í nóvember RÆKJUAFLI báta á Vestfjörð- um hefur verið góður frá því að veiðar hófust í haust. Segir í yfir- liti Isafjarðarskrifstofu Fiski- félags Islands, að 58 bátar hafi stundað rækjuveiðar f nóvember og heildaraflinn í mánuðinum verið 872 lestir, en í fyrra hafi afli 65 báta verið 750 lestir. Frá Bíldudal hafa róið 7 bátar og var afli þeirra 1 nóvember 93 lestir, en í fyrra var afli 10 Bíldu- dalsbáta 64 lestir. Aflahæstir voru Vísir með 23.7 lestir og Helgi Magnússon með 19.0 lestir. Frá verstöðvum við Isafjarðar- djúp reru nú 40 bátar og fengu alls 653 lestir, en í fyrra var afli 42 báta í nóvember 528 lestir. Aflahæstu bátarnir voru nú með 20—22 lestir, sem er mjög svipað og var í sama mánuði í fyrra. Þá segir að frá Hólmavík hafi nú róið 11 bátar í nóvember og aflað 126 lestir, en í fyrra hafi 13 bátar fengið 156 lestir. Afli báta frá Hólmavík var einstaklega jafn í mánuðinum, en þeir voru allir með 11.4 lestir eftir mánuðinn. Þegar Mbl. spurði Frið- rik, hverju hann vildi spá varðandi einvígi milli Karpovs og Kortsnojs, svaraði hann: „Það er eng- inn vafi á því, að Karpov er miklu erfiðari andstæðing- ur en Spassky. Ég hugsa að einvígi milli Karpovs og Kortsnojs yrði gífurlega jöfn og hörð keppni og reyndar treysti ég mér ekki til að gera þannig upp á milli þeirra að segja annan öruggari um sigurinn en hinn.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.