Morgunblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977
7
r
Margur heldur
mig sig
Jón Sigurðsson rit-
stjórnarfulltrúi Tímans er
bersýnilega einn i hópi
þeirra manna, sem ekki
geta fengið sig til þess að
viðurkenna þá einföldu og
augljósu staðreynd, að
Morgunblaðið lýtur sjálf-
stæðri ritstjórn, sem er
óbundin af skoðunum og
afstöðu útgáfustjórnar
Morgunblaðsins, sem og
sjónarmiðum annarra, t.d.
Sjálfstæðisflokksins og
forystumanna hans. í
dálkum sinum í Tímanum
i gær kemst hann að þeirri
niðurstöðu, að forystu
grein Morgunblaðsins um
þetta efni i fyrradag stafi
af þvi, að ritstjórar
Morgunblaðsins standi
frammi fyrir miklum
vanda vegna deilumála
innan Sjálfstæðisf lokks-
ins og viti helzt ekki,
hvernig þeir eigi að bregð-
ast við þeim viðhorfum.
Hins vegar hafi komið i
Ijós undanfarnar vikur, að
tengsl ritstjóra Morgun-
blaðsins við forystu Sjálf-
stæðisflokksins séu sterk.
En vegna þess, að
Morgunblaðið taki af-
stöðu með einum aðila
innan Sjálfstæðisf lokks-
ins skapi það deilur um
blaðið sjálft meðal ann-
arra sjálfstæðismanna.
Þessi skrif Jóns Sigurðs-
sonar sýna, að margur
heldur mig sig. Það er öll-
um Ijóst, að i dag er ekk-
ert dagblað jafn rækilega
bundið á flokksklafa og
einmitt dagblaðið Timinn.
Og af þvi að Jón Sigurðs-
son þekkir ekkert annað
heldur hann bersýnilega,
að svo hljóti einnig að
vera um önnur blöð. En á
samskiptum blaða og
flokka hefur mikil breyt-
ing orðið á undanförnum
árum og áratugum eins og
allir vita og má segja, að
þær breytingar hafi náð til
velflestra blaða, sem máli
skipta, nema Timans, sem
er yfirlýst málgagn Fram-
sóknarflokksins og lýtur
þvi flokksaga i einu og
öllu.
Stefnumál
Morgunblaðsins
Ef menn velta því fyrir
sér, hvort Morgunblaðið
sem vissulega styður
sömu stjórnmálastefnu og
sömu lifshugsjónir og
Sjálfstæðisflokkurinn eigi
í vandræðum með að taka
afstöðu til mála vegna
deilumála innan Sjálf-
stæðisflokksins er nær-
tækast að huga að stefnu
blaðsins og hvort hún
hefur tekið einhverjum
breytingum í veigamiklum
málum, eða hvort þagað
er um mikilsverð nálefni
vegna skoðanaágreinings
um þau innan Sjálfstæðis-
flokksins. Það mál, sem
mest hefur verið rætt
meðal sjálfstæðismanna
og athygli hefur vakið, er
spurningin um leigugjald
eða aðra gjaldtöku vegna
dvalar varnarliðsins á ís-
landi. Afstaða Morgun-
blaðsins til þess máls er
afar skýr, eins og öllum er
kunnugt. Það hefur komið
fram í forystugreinum
blaðsins og Reykjavikur-
bréfum undanfarnar vikur
og þar hefur engu skipt,
frá sjónarmiði ritstjórnar
Morgunblaðsins, hvort
skoðanaágreiningur hefur
verið um málið innan
Sjálfstæðisflokksins.
Morgunblaðið hefur hald-
ið fast við sina stefnu og
hún var ekki mótuð fyrir
nokkrum vikum, heldur er
ástæða til að minna á, að
þegar Aron Guðbrandsson
varpaði fram gömlum
hugmyndum Jónasar þá
Hriflu i nýjum búningi
fyrir allmörgum árum, tók
Morgunblaðið eindregna
afstöðu gegn þeim i for-
ystugrein og voru þá eng-
ar deilur um málið innan
Sjálfstæðisflokksins. Hér
hefur Morgunblaðið þvi
haldið fast við stefnu sina
og sannfæringu, hvað
sem líður skoðunum
manna á vettvangi Sjálf-
stæðisflokksins og hefur
því ekki verið i neinum
vandræðum með að gera
upp hug sinn i máli, sem
miklum deilur hefur vald-
ið meðal sjálfstæðis-
manna.
Hér hefur þetta mál ver-
ið nefnt, en fjölmörg önn-
ur mætti minna á, að sýna
og staðfesta, að hvað sem
líður umræðum og
skoðanaágreiningi innan
Sjálfstæðisflokksins hefur
Morgunblaðið ákveðna
stefnu í þjóðmálum, sem
það fylgir fast fram,
hvernig sem viðrar, hvort
sem er á vettvangi Sjálf-
stæðisflokksins eða
meðal almennings i land-
inu yfirleitt. Raunar hefur
Morgunblaðið að undan-
förnu sætt harkalegri
gagnrýni úr ýmsum áttum
fyrir það að hlaupa ekki
eftir skyndiskoðunum
sem uppi eru meðal al-
mennings, að dómi þeirra
sem telja sig sérstaka
gæzlustjóra almennings-
álitsins. En Mbl. hefur að
sjálfsögðu birt margar
greinar í þeirra máli sem
öðrum, andstæðar eigin
skoðun.
Kjarni málsins er sá og
hvorki Jón Sigurðsson né
Framhald á bls. 23
Stefán Jóhann Stefánsson, fyrrum for-
sætisráðherra um bréf Alþýðufiokks-
ins til Framsóknarflokksins þar sem
Jónasi Jónssyni frá Hriflu var hafnað
sem forsætisráðherra:
„VIÐ ÁTTUM LÍTIÐ f
BRÉFINU SJÁLFIR“
[ samtölum við Jónas eftir Indriða er í
fyrsta skipti birt bréf það sem Alþýðu-
flokkurinn sendi Framsóknarflokknum
við stjórnarmyndunina 1934. I bréfi
þessu lýsir Alþýðuflokkurinn hvers
vegna hann setti það skilyrði fyrir
stjórnarmynduninni að Jónas frá Hriflu
verði ekki forsætisráðherra.
Um bréfið sjálft segir Stefán Jóhann:
Við Jón Baldvinsson skrifuðum undir
það, Jón sem flokksformaður og ég
sem ritari flokksins. En við áttum lítið í
bréfinu sjálfir, Jón lítið og ég ekkert....
...Ég skal ekkert um það segja, hvort
þær raddir hafi heyrst úr röðum fram-
sóknarmanna, að samband flokkanna
yrði betra ef Jónas yrði ekki með, en við
vissum mæta vel að það var andstaða
milli Hermanns og Jónasar. En að réttu
lagi hefði Jónas átt að verða forsætis-
ráðherra í þessari stjórn.hann var bar-
dagamaðurinn í flokknum.
Indridi G. Þorsteinsson
Samtöl viöJónas
Svipmesta mann sinnar samtíöar
• •
• •
Om&Orlygur
Vestwgötu 42 sími:25722
AEG
_______ELDHUS j
Fjölbreytilegt og vandaó
Eldavélar; -viftur, eldhúsofnar, rofaboró,
helluborö, kæliskápar, uppþvottavélar
V.
BRÆÐURNIR ORMSSON HÆ
LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820
J
Köfum fengið aftur brúðurnar sem gráta þegar
snuðið er tekið frá þeim.
Verð frá 4950.
Ennfremur brúður sem hlæja þegar hárið er
greitt.
Leikfangaver
Klapparstíg 40 — Sími 12631
Verð
launa
. SP'I
ársins.
Leikurinn er i því fólg*
rnn að annar leik-
maðurinn á að geta
upp á, á hvern hátt
mótspilarinn hefur rað
að sínum peðum, þ e.
hvaða liti hann hefur
notað og i hvaða röð.
Hlífin er
sett fyrir,
svo hún skýli
Leikmaðu
tækifaeri
til að ge
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU