Morgunblaðið - 22.03.1978, Síða 1
32 SÍÐUR OG 16 SÍÐNA ÚTSÝNARBLAÐ
60. tbl. 65. árg.
MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1978
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Salisbury, 21. marz. Reuter.
Bráöabirgðastjórn hvítra manna og
svartra sem á að undirbúa valdatöku
blökkumanna í Rhódesíu í árslok tók
við völdum í dag og par með er lokið
tæplega aldargömlum yfirráðum
hvítra manna í Rhódesíu.
lan Smith, forsætisráöherra fráfar-
andi stjórnar hvíta minnihlutans og
prír leiðtoga blökkumanna munu
Ekkert
spyrzt
til Moros
Rómaborg 21. marz. AP.
ÍTALSKA ríkisstjórnin greindi frá
pví í kvöld að breytt hefði verið
refsiákvæðum vegna mannrána:
sé gísl líflátinn skuli ræningjar
dæmdir til lífláts, en fangelsis-
dómur fyrir mannrán jafnvel pótt
ekki sé skert hár á höfði fórnar-
lambsins skal vera 30 ár.
Seint í kvöld hafði enn ekkert
spurzt til Aldo Moros, fyrrv.
forsætisráðherra ítalíu, en stór-
kostlegri leit að honum var enn
haldið áfram. Stjórnendur leitarinn-
ar sögðu í viðtali við blöð að þeir
væru „nokkuð bjartsýnir". Ónafn-
greindur sérfræðingur, sem tekur
þátt í leitinni, sagði í viðtali við
blaðið II Tempo í kvöld, að verið
væri á núllpunkti ( rannsókn
málsins nákvæmlega eins og við
upphaf þess. Bna manninum, sem
hafði verið fangelsaður, grunaður
um aðild, hefur verið sleppt úr haldi
og verið beðinn afsökunar. All-
magnaðar gagnrýnisraddir hafa
heyrzt á stjórnendur leitarinnar að
Moro og telja ýmsir hana einkenn-
ast af fumi og káki og muni
mannræningjunum sjálfum
skemmt að fylgjast með hinum
vandræðalegu tilburðum við leit-
ina. Þó bundu menn nokkrar vonir
við þá aðstoð sem komin er frá
Framhald á bls. 18
Aldo Moro
skiptast á um að gegna starfi
forsætisráðherra og gegnir hver
peirra um sig starfinu einn mánuð í
senn. lan Smith verður fyrsti leiðtogi
stjórnarinnar og var pað ákveðið að
loknu hlutkesti. Síðan taka við í
pessari röð: Jeramiah Chirau ættar-
höfðingi, séra Ndabaningi Sithole og
Abel Muzorewa biskup.
Bráðabirgðastjórnin hefur þaö hlut-
verk að undirbúa kosningar með
almennum -kosningarétti og myndun
meirihlutastjórnar blökkumanna í
Zimbabwe sem Rhódesía kallast á máli
blökkumanna fyrir 31. desember.
Stjórn hvíta minnihlutans kom saman
til síðasta fundar síns snemma í dag
áður en hún afhenti völdin bráöa-
birgðastjórninni þar sem blökkumenn
veröa í meirihluta.
Smith sagði aö í dag hefðu orðiö
þáttaskil í sögu Rhódesíu. í fyrsta
skipti síöan brezkir landnemar stofn-
uðu Rhódesíu 1889 verður landinu
ekki eingöngu stjórnað af hvítum
mönnum.
Með völdin fara annars vegar
framkvæmdaráð skipað Smith, Sithole
Muzorewa biskupi og Chirau ættar-
höföingja og hins vegar ráðherranefnd
sem verður skipuð jafnmörgum hvítum
og svörtum mönnum og hverri stjórn-
ardeild stjórnar einn hvítur maöur og
annar svartur.
Ef ekkert óvænt kemur fyrir verður
Smith áttundi og síöasti forsætisráð-
herra ríkisstjórnar hvítra manna í
Rhódesíu.
Aðalvandi bráðabirgðastjórnarinnar
verður sá að Fööurlandsfylkingin, sem
skæruliöar aöhyllast, neitaði aö gerast
aðili að samningnum sem var gerður
um myndun nýju stjórnarinnar 3. marz.
Smith sagði blaðamönnum að fram-
kvæmdaráðiö mundi bera ábyrgöina á
stríðsrekstrinum gegn skæruliöum.
Muzorewa biskup og Sithole hafa sagt,
að þegar bráöabirgðastjórn hafi verið
mynduö muni þeir skora á skæruliöa
að leggja niður vopn.
Tveir fulltrúar úr hersveitum Palestínumanna sjást hér hvfla lúin bein
í borginni Tyros síðdegis á mánudag. Skömmu síðar gerðu ísraelar
síðan harða hri'ð að borginni.
Beirut, Tel Aviv, 21. marz AP. Reuter.
í KVÖLD virtist útlit fyrir að vopnahlé pað, sem ísraelar hafa fyrirskipað
í Suður-Líbanon, yrði virt. Þó höfðu ýmsir hópar Palestinumanna
harðlega gagnrýnt pessa einhliða yfirlýsingu ísraela og hótuöu pví að
halda bardögum áfram unz ísraelar hefðu haft sig á braut af líbönsku
landi.
Það var Ezer Weizmann, varnarmálaráðherra ísraels, sem gaf
hersveitum skipun um að stöðva bardaga frá og með kl. 16 í dag,
priðjudag. Skyldi petta gilda á öllu pví svæði, par sem barizt hefur verið.
Fram á síðustu mínútur unz vopnahléið gekk í garð kvað við skothríö,
m.a. í líbanska bænum Tyros sem allur er nú í rústum.
Enda þótt fréttastofufregnum ben
saman um það í kvöld að þessi
ákvöröun ísraela hafi verið röggsam-
leg og auk þess ákveðin með tilliti til
heimsóknar Begins í Bandaríkjunum,
búast margir við að vopnahléið veröi
Skammvinnt og þar sem mikil reiöi sé
meðal Palestínumanna á bardaga-
svæöunum sé þess vart aö vænta að
friöur haldist.
Skömmu áður en vopnahléiö gekk í
gildi sprengdu ísraelar einnig eina brú
til viðbótar í loft upp yfir Litaninfljót,
en sýrlenzkar hersveitir sem voru
handan árinnar höföust ekki að.
Palestínumenn verjast enn í nokkr-
um úthverfum borgarinnar Tyros og er
talið að þeir hyggist nota friðinn ef
einhver verður til að safna liði og reyna
aö gera síðan atlögu aö ísraelum.
Weizmann varnarmáiaráðherra var
að því spurður í Knesset, er hann
kunngerði þá ákvörðun að boða
vopnahlé, hvernig væri ætlunin að
bregðast við ef Palestínumenn virtu
ekki vopnahléiö. Hann sagði það væri
undir því komið hversu mikil ákefö yrði
í aðgerðum þeirra og sagði, að ísraelar
myndu verja hendur sínar ef mjög væri
að þeim sótt. Hann sagði að öll óþarfa
töf á því að fara með ísraelskar
hersveitir frá Líbanon myndi veröa til
þess eins að skaða friðarviðræður
Egypta og ísraela og það mætti sízt
verða.
í Damaskus sagði talsmaður utan-
ríkisráöuneytisins, aö Hafez Al Assad
forseti hefði ákveðið að fresta heim-
sókn sem hann hafði ákveðiö að fara
til Indlands vegna hins „eldfima
ástands í S-L.íbanon" en að öðru leyti
höfðu engin viðbrögö verið í Sýrlandi
viö vopnahlésyfirlýsingunni.
í Reuterfréttum frá Beirut í dag sagði
að ólýsanlegar biturðar gætti í þeim
leifum hersveita Palestínumanna sem
hafa verið í bardögum við ísraela.
Þættust Palestínumenn illa sviknir af
Aröbum og þætti mönnum sýnt, að
orð þeirra um stuðning við málstað
Palestínumanna væri innantómt oröa-
gjálfur. Enda þótt Palestínumenn væru
mjög sundurþykkir innbyrðis jafnvel
áður en israelar réðust yfir landamær-
in og það væri vitað, aö Arabar hefðu
margir horn í síöu þeirra, mun þó
Palestínumenn ekki hafa órað fyrir því,
að þeir fengju engan stuðning eftir
innrásins, nema lítilsháttar aðstoð sem
send var þeim frá írak. „Það tók
utanríkis- og varnarmálaráöherra
Arabaþjóðanna hvorki meira né minna
en fjóra fundi og 14 klukkustunda
umræöur að koma sér saman um
yfirlýsingu til að fordæma innrásina og
krefjast brottflutnings hers ísraels,"
sagði einn talsmaöur Palestínumanna
í dag.
Þingnefnd gegn
innflytjendum
London, 21. marz. AP.
ÁHRIFAMIKIL þingnefnd skoraði á stjórn Verkamannaflokksins að
takmarka verulega fólksflutninga til Bretlands og herða eftirlit með
innflytjendum eftir komu þeirra til landsins.
ísraelar fyrirskipa
vopnahlé í Líbanon
Óljóst var í gærkvöldi hvort Palestínumenn héldu áfram að berjast
Yfirráðum hvítra
lokið í Rhódesíu
SSf1 Nú skyldu ísrael-
ar taka frumkvæðið
Washington 21. marz. Reuter.
JIMMY Carter Bandaríkjaforseti
fagnaði í dag Menachem Begin og
kallaöi hann „örlagavald“ og sagói að
vonir um frið í Mið-Austurlöndum
væru komnar undir forystu hans og
hernaðarmætti ísraels. Samtímis lét
Carter Þó í Ijós bá skoðun, aö
tímabært væri fyrir Israela að taka
forystuna í friðarviöræðunum. All-
mjög hefði dregið fyrir Þð friðarsól
sem hefói verið að brjótast fram
undan skýjum en Bandaríkjamenn
myndu ekki hvika a( veróinum né láta
af viöleitni sinni til aó leysa Þessa
prjátíu ára gömlu deilu.
Menachem Begin vék í ræðu sinni
aö hryðjuverkinu í Tel Aviv fyrir rúmri
viku og einnig aö innrás ísraela í
Suöur-Líbanon. Begin kvaðst binda
vonir við það að sá andi sem ríkt hefði
á fyrri fundum með Carter Bandaríkja-
forseta og Sadat Egyptalandsforseta
yrði endurlífgaöur og hann sagði
tvívegis í ávarpi sinu við Bandaríkja-
forseta: „Við mundum sigra.“
Begin kom til Hvíta hússins síödegis
í dag og hvorugur þeirra Carters vék
í ávarpi sínu að þeim djúpstæða
ágreiningi sem upp hefur komið milli
ísraela og Bandaríkjamanna og Begin
lét ekki í Ijós beizkju í garö Bandaríkja-
manna í ávarpi sínu. Kom það nokkuð
á óvart þar sem búizt hafði verið við
að Begin yrði hvassyrtur nokkuö í tali
Framhald á bls. 18
Nefndin fjailar um samskipti ólikra kynþátta og fólksfiutninga tii
Bretlands. Harðorð skýrsla hennar er talin munu stórauka pólitískar
deilur um innflutning þeldökks fólks til Bretlands. Hún hefur þegar
haft í för með sér hávær mótmæli frjálslyndra manna og samtaka
innflytjenda.
Nefndin leggur á það áherzlu að
Bretar megi ekki leyfa þeldökku
fólki að flytjast til Bretlands í eins
miklum mæli og átt hafi sér stað
á undanförnum árum með þeim
afleiðingum að kynþáttaólga hefur
stöðugt farið vaxandi.
Hins vegar er á það bent í
skýrslu nefndarinnar að skýrslan
ætti alls ekki að vekja ugg
nokkurra þeirra sem þegar hafi
setzt að í Bretlandi. Nefndin
kveðst hafa lagt sig fram um að
reyna að magna ekki ágreining
heldur þvert á móti að brúa ólík
sjónarmið.
Á það er lögð áherzla að Bretar
ættu ekki að svíkja loforð sem þeir
hafi þegar gefið borgurum sam-
veldislanda um að koma til Bret-
lands og setjast þar að, ekki sízt
handhöfum brezkra vegabréfa.
Í Bretlandi eru búsettir um 1.9
milljónir þeldökkra, þar á meðál
um 100.000 sem hafa flutzt ólög-
lega til Bretlands. Þeir eru um 3
af hundraði landsmanna sem eru
56 milljónir.