Morgunblaðið - 22.03.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1978
5
Skortur á hússtjóm-
arkeimurum á fram-
haldsskólastiginu
Fyrirsjáanlegur er skortur á 1
hússtjórnarkennurum við grunn-
skóla og framhaldsskóla. segir í
frétt frá Kennarafélaginu Ifús-
stjórn. en nýlega var haldinn
stjórnarfundur félagsins til að
raeða hússtjórnarfræðslu á fram-
haldsskólastigi. Fundinn sátu
einnig fulltrúar hússtjórnar-
kennara á framhaldsskólastiginu
og skólastjórar hússtjórnarskóla.
Steinunn Ingimundardóttir
skólastjóri hússtjómarskólans ad
Varmalandi, Margrét Kristins-
dóttir skólastj. hússtjórnarskólans
á Akureyri og Bryndís Steinþórs-
dóttir deildarstjóri Fjölbrauta-
skólans í Breiöholti höföu fram-
sögu um hússtjórnarnám í þesum
skólum, námskeiö og nýjungar. í
umrœöum kom fram, aö aösókn aö
starfandi hússtjómarskólum er
rneiri víöast en þeir geta annaö
síöan þeir breyttu um starfshætti
og löguöu sig aö aöstæöum á
hverjum staö. Er höfuövandamál i
fjölbrautaskóla aö finna vinnu-
staöi fyrir verkþjálfun nemenda
viö tækninám í meöferö matvœla,
ræstingu og hússtjóm. Er taliö aö
ná megi samkomulagi viö stjóm-
endur mötuneyta í höfuöborginni
um verkþjálfun nemenda á hús-
stjómarbraut Fjölbrautaskólans.
Sinfóníuhlj ómsveitin
á Borgfirðingavöku
Borgfirðingavaka verður haldin
í fimmta sinn dagana 19.—23.
apríl n.k. og verður efni vökunn-
ar fjölbreytt að vanda, þannig að
flestir finni þar eitthvað við sitt
hæfi, segir í írétt frá aðstandend-
um hennar.
Vakan hefst með tónleikum
Sinfóníuhljómsveitar íslands í
Logalandi seinasta vetrardag og
verður hljómsveitin undir stjórn
Páls P. Pálssonar. Kvöldvökur
verða haldnar á þremur stöðum,
Lyngbrekku, Heiðarborg og í
Logalandi. Tvær sýningar verða á
vökunni en það er sýning á grafík
og teikningum í eigu Listasafnsins
í Borgarnesi og bilasýning á
vegum hins nýstofnaða Bifreiða-
íþróttaklúbbs Borgarfjarðar og
verða þar sýndir gamlir og nýir
bílar af ýmsum gerðum.
Að lokum segir í fréttinni, að
Borgfirðingavaka sé sameiginlegt
verkefni Ungmennasambands
Borgarfjarðar, Búnaðarsambands
Borgarfjarðar, Kvenfélagasam-
bands Borgarfjarðar og Tónlistar-
félagsins, en formaður undirbún-
ingsnefndar er Haukur Ingibergs-
son, Bifröst.
Kennaraskipti milli
Mands og Danmerkur
í SUMAR koma hingað 20 dansk-
ir kennarar í boði Norræna
félagsins og kennarasamtaka og
dveljast þeir hér dagana 25. júní
til 9. júlí. Verða þeir gestir á
heimilum íslenzkra starfsbræðra
sinna og verður farið í ferðir út
á land og reynt að koma því
þannig fyrir að þeir gisti ávallt
á heimilum kennara.
Á sama hátt hefur danska
Norræna félagið og dönsk
kennarasamtök boðið 18 íslenzkum
kennurum til Danmerkur í sumar
og dveljast þeir ytra dagana
13.—31. ágúst. Verður fyrst dvalið
i Kaupmannahöfn og skoðaðar
stofnanir tengdar skólum, söfn og
ferðast um Sjáland, síðan dvalið 6
daga á lýðháskóla á Jótlandi, þá
tveggja daga ferð um Jótland.
I frétt frá Norræna félaginu
segir, að þessi gagnkvæmu heim-
boð norrænu félaganna og
kennarasamtaka hafi tíðkazt í
nokkra áratugi og á þann hátt hafi
ísland eignazt stóran hóp
aðdáenda erlendis og íslenzku
kennararnir hafi kynnzt vel
dönsku þjóðlífi.
„Foreldrar og
þroskaheft börn”
FORELDRAR og þroskaheft
börn nefnist ný bók, sem Iðunn
hefur sent frá sér, að því er segir
f fréttatilkynningu frá bókaút-
gáfunni. Höfundur bókarinnar er
Charles Hannah, en Margrét
Margeirsdóttir annaðist þýðingu.
Charles Hannan
Foreldrarog
Jjroskahgft bönj
Samtðl vlð foreldra þroskaheftra barna
Myndirnar í bókinni tók Hafliði
Hjartarson.
Á bakhlið kápu bókarinnar
segir, að bókin fjalli um vandamál
foreldra sem eiga þroskaheft börn.
„Efnið er sett fram á einkar
raunsæjan hátt, en jafnframt
fjallað um það af miklu sálfræði-
legu innsæi og þekkingu. Bókin
gefur mjög lifandi mynd af þeim
margþættu erfiðleikum, sem for-
eldrar þroskaheftra barna glíma
við í uppeldi þeirra. Höfundur er
sjálfur í hópi þessara foreldra og
hefur því mörgu að miðla af eigin
reynslu."
Bókin er að meginhluta byggð á
samtölum við sjö fjölskyldur og
skiptist í níu kafla, þar sem tekin
eru til ipeðferðar mismunandi
viðfangsefni.
Ólafur Ólafsson landlæknir
ritar formála fyrir íslenzku út-
gáfunni og segir í lok formálans:
„Ég álít þessa bók gagnlega og
fræðandi fyrir flesta og ekki sizt
heilbirgðisfólk og kennara, sem
ber að sinna þessu vandamáli."
Bókin „Foreldrar og þroskaheft
börn“ er 125 blaðsíður að stærð.
■ií^. ■ '
:w.
Þessa vetrarmynd af Vífilsfelli tók Ólafur Magnússon.
/
Ferðafélag Islands
5 gönguferða á
Ferðafélag íslands hefur nú
ákveðið að efna til gönguferða á
Vífilsfell og er það gert með
hliðsjón af þeirri reynslu er
fékkst af Ésjugöngum sem
félagið stóð fyrir á s.l. sumri.
Með þessu hyggst félagið kynna
fjallið á sama hátt og Esjan var
kynnt 1 fyrrasumar og gera þar
með Vífilsfellið að „fjalli ársins
1978“.
Feröaáætlun F.í. gerir ráð
fyrir 5 ferðum á Vífilsfell og er
hin fyrsta á dagskrá laugardag-
inn 25. marz. Lagt verður af stað
kl. 13. Til minningar um göng-
una á „fjall ársins" hefur félagið
látið prenta skjal, sem verður
afhent þátttakendum að göngu
lokinni. Á sama hátt og í fyrra
geta menn valið um hvort þeir
fá ferð með hópferðabíl frá
Umferðarmiðstöðinni eða á eig-
in bílum að þeim stað, sem
gangan hefst, en það er í
skarðinu við mynni Jósefsdals.
Allir sem taka þátt í göngunni
eru skráðir niður og verður
efnir til
Vífilsfell
dregið um bókaver.ðtaun að
gönguferðunum loknum.
Gönguferðum á Esju verður
haldið áfram í sumar eftir
aðstæðum, þótt þær séu ekki
allar nefndar í Ferðaáætlun
1978. Verða þær auglýstar í
fjölmiðlum jafnóðum. Næsta
Esjuferð verður á sumardaginn
fyrsta, en ganga á Esju þann
dag er orðin fastur liður í
starfsemi félagsins og hefur
verið svo í langan tíma.
Msröot
gúmmístígvél
Stæröir nr. 27-35
og nr. 36-41.
Austurstræti 10
sími: 27211