Morgunblaðið - 22.03.1978, Síða 13

Morgunblaðið - 22.03.1978, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1978 13 Linda Schápper á Kjarvalsstöðum Ung listakona frá Ameríku heldur sýningu á teppagerð sinni á göngum Kjarvalsstaða þessa dagana. Hún hefur komið verkum sínum fyrir á hinum lítt uppörvandi göngum Kjar- valsstaða og gætt þá lífi, og trúi nú hver sem vill, að það sé mögulegt. En listaverk Lindu Scháppers eru þannig í eðli sínu, að þau geisla frá sér litagleði, sem tamin er á vissan hátt innan takmarka formsins. Myndllst eftir VALTY PÉTURSSON Það munu vera um 45 teppi á þessari sýningu, og að mínum dómi eru þau ef til vill nokkuð mörg; sannleikurinn er sá, að mér virðist eins og sum þessara teppa njóti sín ekki sem æski- legast væri vegna þrengsla og að nokkuð sé um það, að sum teppin allt að því éti hvert annað upp. Þetta hefði mátt fyrirbyggja á einfaldan hátt, grisja ofurlítið sýninguna og þannig koma enn betur til skila því, sem nú prýðir ganga Kjarvalsstaða. 73eretungin teppi (Patchwork Quilts) og munu hugsuð sem rúmteppi i upphafi, en það fer ekki milli mála, að úr þeim hafa engu að síður orðið myndverk, sem gætu prýtt veggi. Enda held ég, að þau séu þannig byggð í formi og lit, að ekki sé langt frá sjálfu mál- verkinu, það er að segja frá hinu óhlutkennda málverki eða geometríska. Það eru mikil áhrif frá Aröbum í þessum verkum, enda hefur skapari þeirra dvalið meðal Araba og unnið með þeim, og þá er ekki að því að spyrja, að hið abstrakta myndefni blasir alls staðar við. Kóraninn forbýður að apa eftir mannsmyndinni, stæla almættið, og útkoman verður hið fullkomna arabíska mynstur, sem grípur alla þá, er komast í kynni við list þeirra fyrir botni Miðjarðarhafs, hvort heldur um húsagerð eða vefnað er að ræða, svo að ég nefni aðeins tvennt. Þessi sýning Lindu Schápper er mjög falleg, og gefur til kynna ýmsa möguleika á því sviði, er hún hefur sérhæft sig á. Hún mun hafa byrjað listfer- il sinn sem málari, en fundið sjálfa sig í þessari tækni við teppagerð, sem hún hefur nú fært okkur heim. Verk hennar eru mjög breytileg bæði í efni, lit og formi. í fáum orðum sagt, er þessi sýning ein af fáum merkilegum, sem við höfum fengið til landsins að undan- förnu. Það er bókstaflega magnað, hvað listakonunni tekst að notfæra sér efni og hugmyndir í þessari teppagerð. Hún hefur vakið áhuga á verkum sínum víða um heim, og er það engin furða, þar sem um jafn merkilega vinnu er að ræða. Ég verð að játa, að ég veit sáralítið um þá tækni, sem hér er á ferð, gat ekki verið við, er listakonan útskýrði tækni sína fyrir nokkrum dögum. En ég fæ ekki betur séð en hér sé allt eins og best verður á kosið. Ef ég hef rangt fyrir mér, hvað þetta snertir, bið ég forláts, en ánægja mín af þessum teppum var óskert, og það er það, sem máli skiptir. Til sönnunar hrifningu minni á þessum verkum, bendi ég á eftirtalin teppi, sem sérlega standa undir þeim orðum, er ég hef látið hér falla: New England Rainbow, Ilomagc To Joseph Albers, Purity, Arabia, Sailboats, Day And Night, Blue Motion, Reílection. Þeir, sem skoða þessi verk af alúð, verða ríkari í andanum, eins og Þórbergur sagði. En ég vil taka það fram, að ég nefni aðeins nokkur verk hér af öllum þeim aragrúa, sem er þess verður að skoðast. Það má lesa úr þessum línum mínum, að ég álít það gleðiefni, að slík sýning skuli vera hér um páskana. Við, sem heima sitjum og látum suðræna sól eiga sig í þetta sinn, eigum okkur einnig ánægju, ef við aðeins viljum leita hennar á réttum stöðum Þetta er sýning, sem ég þakka fyrir, að kom til okkar á einni af stórhátíðum ársins. Valtýr Pétursson. Æskulýdsrád ríkisins heimsækir Akureyri /ESKULÝÐSRÁÐ rikisins heim- sótti þá aðila á Akureyri, sem halda uppi félags-og íþróttastarf- semi með ungu fólki í bænum. helgina 10. —12. marz s.l. Æsku- lýðs- og íþróttafulltrúi Akureyr- ar. Hermann Sigtryggsson. og Æskulýðsráð Akureyrar skípr lögðu heimsókn þessa. Heimsóknin var fyrst og fremst fólgin í því að ræða við félags- forystumenn og skólamenn og lauk síðan á sunnudeginum með fundi í bæjarstjórnarsalnum þar sem mættir voru auk fulltrúa æsku- lýðsráðanna sveitarstjórnarmenn og fulltrúar æskulýðsstarfs stærstu sveitarfélaganna á Norð- urlandi frá Húsavík og Sauðár- króki. Meðal þeirra sem Æskulýðsráð ríkisins fékk tækifæri til að ræða við voru forystumenn Iþrótta- bandalags Akureyrar, skáta, templara og æskulýðsstarfs kirkj- unnar. Þá voru skoðaðir staðir eins og Dynheimar, skíðaaðstaðan í Hlíðarfjalli og skólastjóri Odd- eyrarskólans, Indriði Úlfsson, gerði grein fyrir félagsstarfi í skóla sínum. Þá fékk Æskulýðsráð ríkisins einnig tækifæri til þess að ræða við yfirmenn löggæslunnar og félagsmálafulltrúa bæjarins um málefni ungs fólks, og urðu þær umræður að dómi ráðsins mjög gagnlegar og fróðlegar. Æskulýðsráð ríkisins telur heimsóknir sem þessar mjög mikilvægar með tilliti til sam- starfs ráðsins við hina einstöku landshluta, og jafnframt getur ráðið á þennan hátt stuðlað að nánara samstarfi heima í héraði, með því t.d. að boða þá saman til fundar eins og greint var frá hér að framan, segir að lokum í frétt frá Æskulýðsráði ríkisins. andunnið sett frá GLIT GLÆSILEG GJÖF Greiðslukjör. Sendum myndalista Ákvörðunarstaður starfshópa og félagasamtaka Mikill fjöldi íslendinga heimsækir Færeyjar á ári hverju. Margireiga þar skyldmenni og vini, og þeim fjölgar stöðugt sem þangað fara til þess að skoða stórbrotna náttúrufegurð eyjanna. Margskonar skemmti- og skoðunar- ferðir eru í boði, og hvar sem komið er finnur ferðamaðurinn hið vingjarnlega viðmót sem einkennir Færeyinga. Færeyjaferð er eitthvert hið skemmtilegasta ferðaiag sem starfs hópar og félagasamtök eiga völ á. Hafið samband við söluskrifstofur okkar og umboðsmenn flucfélac LOFTLBIBIR ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.