Morgunblaðið - 22.03.1978, Side 14

Morgunblaðið - 22.03.1978, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1978 Sigurjón og Þorvaldur í Bogasalnum hefur nú aldeilis dregið til tíðinda. Sigurjón Ólafsson myndhöggv- ari hefur sett þar upp hvorki meira né minna en 17 ný verk, sem flest eru gerð í tré. brátt fyrir það, að Sigurjón er kominn fast að sjötugu, virðist vinnugleði hans hvergi hafa dvínað, og ef til vill mætti frekar segja, að hann hefði allur færst í aukana að undan- förnu, svo mögnuð eru þessi verk hins háþróaða mynd- höggvara. En það re meira í fréttum úr Bogasalnum. Þor- valdur Skúlason, annar snill- ingur, hefur einnig látið koma þar fyrir verkum frá 1952 til 1960. Verkum frá átta ára tímabili, sem var eitt hið umdeiidasta í löngum starfs- ferli, sem enn er ekki lokið. Það var mikið átak hér á árunum Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON að breyta um og gerast geometriskur málari (ég vil taka það fram hér, að ég hef ætíð verið óánægður með þetta hugtak í tungu okkar, en vegna vankunnáttu minnar í málinu notað það gegn betri vitund). Nú er öldin önnur, og þau verk, er eitt sinn voru þess valdandi, að taugaóstyrkur átti sér stað hjá góðborgurum þessa þjóð- félags, eru nú talin í fremstu röð þess, sem gert hefur verið í' listum hér á landi á þessari öld. Það er því mjög skemmti- Þorvaldur Skúlason. legt og ekki síður forvitnilegt að sjá sum þessara verka Þorvaldar aftur, í öðru sam- hengi við stað og stund en hér á árunum, er þau litu fyrst dagsins ljós. Og enn eitt er fréttnæmt úr Bogasalnum, eng- inn aðgangseyrir og enginn boðinn hátíðlega. Nýtt form á sýningum hérlendis, sem ef til vill ætti að taka upp. í sumum tilfellum að minnsta kosti. Þessari sýningu fylgir mjög vönduð sýningarskrá, mynd- skreytt og kostar kr. 500.00. Það er nú orðið æði oft, sem ég hef ritað um sýningar þeirra Þorvaldar og Sigurjóns, og ég held, að þcir, sem með skrifum mínum hafa fylgst, viti það mæta vel, að fáa myndlistar- menn met ég á borð við þá. Þeir eru að mínu áliti, sitt í hvoru lagi, máttarstólpar myndlistar- menningar á íslandi og hafa verið það um langan aldur. Ég hef áður haldið því fram á prenti, að Sigurjón ólafsson sé einn mesti portrett-snillingur, sem uppi er, ekki aðeins hér á landi, heldur þótt víðar væri leitað. Eitt protrett er á þessari sýningu af Óskari Þórðarsyni yfirlækni og er í eigu Borgar spítalans. Allt annað á þessari sýningu eru listaverk gerð í tré af Sigurjóni nú á seinustu árum, og er það furðulegt f sjálfu sér, hve vel þessi nýju verk fara með eldri verkum Þorvaldar. Aðeins þrjár af myndum Þorvaldar cru í einka- eign, og mun mörgum koma það spánskt fyrir sjónir, en við, sem betur til þekkjum, skiljum það mæta vel og þó. Sann- leikurinn er sá, að íslendingar Sigurjón Ólafsson hafa ætíð verið nokkuð seinir til að silja myndlist og eru það enn. Hitt er svo annað mál, að góð myndlist verður jafnan skilin, þótt það taki stundum nokkurn tíma. Það er nefnilega til lögmál þess efnis, að góð list öðlast ætíð meira og meira gildi, eftir því sem tfmar líða fram, en tískudótið fer þá leið, er allir þekkja. Þetta tímabil Þorvaldar, sem nú er til sýnis, var lengi í mótun og hvergi gripið úr lausu lofti. Þeir er þekkja þróun Þorvalds, vita. hver átök áttu sér stað og hverjar afleiðingar hafa orðið af þessu tímabili. Enn má finna ýmislegt, sem runnið er frá þessum árum í málverki Þor- valdar, og sýnir það svart á hvítu. hvers virði þetta merki- lega lífsskeið hefur verið í mótun hans sem listamanns. Annars er það að bæta f bakkafullan lækinn að vera að tíunda þessi listaverk Þorvald- ar hér, svo mikið hef ég skrifað um einmitt þetta tímabil hans. Það er því miklu fremur ungu mannanna að láta til sín heyra og verður fróðlegt að sjá, hvað þeir sjá í þessu. En eitt vil ég leggja áherslu á hér. Þetta er sígild list. sem er í raun og veru engum tíma háð. Mikið sagt, en ég læt það flakka samt. Þessi málverk eru mjög vel valin, og á heiðurinn af því Sverrir Sigurðsson forstjóri, sem allra manna er kunnugastur fram- vindu Þorvalds Skúlasonar sem málara nú seinustu áratugi, enda hefur hann komið sér upp ótrúlegu safni af verkum hans og verið honum betri en eng- inn. Upphenging þessara lista- verka hefur aftur á móti verið í höndum Jóhannesar Framhald á bls. 20. Ib.apríl getur hann oröiö þaö-sértu áskrifandi aö Dagblaöinu. Askriftarsíminn er 270 22 MHB VÖkvastýri. Aflhemlar. ítýri. Nova Custom 78: Stillanlegir Allir mælar. Klukka. Upphituð sportspeglar. Utað gler. afturrúða. WBIAÐIB frfálst, úháð dagblað Sjátfskipting. Veltistýri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.