Morgunblaðið - 22.03.1978, Síða 15

Morgunblaðið - 22.03.1978, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1978 15 „ÞETTA er sú almesta og merkilcgasta reynsla sem ég hef lent í um ævina,“ sagði Heba Jónsdóttir, fararstjóri hjá Sunnu. sem nýkomin er úr för með 21 íslenzkum sjúklingi til Filippseyja þar sem þeir ieituðu lækninga hjá þarlend- um trúarlækni Antonío Agpaoa, sem framkvæmdi allar sínar aðgerðir með höndunum einum saman. í upphafi voru það Ævar Kvaran og fleiri sem komust í kynni við þennan merkilega prest, sem býr í bænum Baguio, sem er um 250 km frá Maníla, höfuðborg Filippseyja, en bær- inn stendur í um 1500 m hæð yfir sjávarmáli. Síðan voru haldnir fundir með þessu fólki Heba Jónsdóttir eða endar alltaf á bænastund en sálmur er jafnan sunginn með bæninni, en þessi sami sálmur er síðan sunginn stöðugt meðan á aðgerð stendur. Þess verður einnig að geta að um 80% allra íbúa landsins eru rammkaþólsk- ir og í þessum athöfnum bland- ast saman hin kaþólska trú og hin dulræna austurlenzka lífsspeki, en dulræn trú er mjög víðtæk þarna um slóðir. Um þessa merkilegu hæfileika Apgaoa er það að segja, að þeir komu fram þegar á unga aldri þegar hann var í skóla. Þá mátti hann ekki snerta sjúklinga þá urðu þeir alheilbrigðir sam- stundis, en læknirinn er um 40 ára gamall nú. Hann hóf sína eiginlegu starfsemi í kjallara „Framkvæmir allar aðgerðir með hönd- unum einum saman” og Sunna fengin til að annast ferðir og fararstjórn fyrir það. Þess má geta að Agpaoa er af mörgum talinn vera víðfrægasti trúarlæknir í heimi og til hans streymir árlega geysilegur fjöldi fólks úr öllum heimsálfum. Ferðin hófst 16. febrúar s.l. þegar við flugum frá Keflavík til London, síðan áfram til Amsterdam, Rómar, Bangkok og að lokum til Manila, en þaðan var ekið með langferðabílum til Baguio. Ferðin gekk alveg þokkalega vel, þótt svo nokkrir sjúklinganna hafi verið nokkuð lasburða, en í hópnum var fólk með hina ýmsu kvilla. En það er rétt að geta þess að ekki skiptir máli fyrir Agpaoa hvers konar sjúkdóma menn ganga með. Meðferðin sem hver sjúkling- ur fékk á staðnum var þannig, að á hverjum degi fór sjúklingurinn í meðferð hjá lækninum og aðstoðarmönnum hans, en meðal þeirra var einn fulllærður kínverskur læknir. Aðgerðin hjá Apgaoa tók venju- lega 3—5 mínútur en heildar- tíminn á dag var í kringum 1V4 klukkustund, en inni í því er nudd sem hver sjúklingur fær eftir meðferð. Það almerkilegasta sem ég varð vitni að í þessum aðgerðum, var þegar læknirinn opnaði brjósthol manns með hjartasjúkdóm, þannig að maður horfði á hjartað með eigin augum slá, síðan sló læknirinn með snöggu höggi aftan við eyrað á manninum þannig að holdið opnaðist og út dró hann sýkta kirtla, sem hann sagði að væru þess valdandi að einhver slæmska væri í hjarta sjúklingsins. Eftir þessa aðgerð var alls ekki að merkja að hún hefði haft nein áhrif á sjúkling- inn sem fór allra sinna ferða án þess að kenna sér neins meins. Þó svo að ég hafi aðeins farið sem fararstjóri í ferðina þótti mér ekki úr vegi að spyrja lækninn um þreytu sem jafnan settist í aðra öxlina á mér þegar ég hef haft mikið að gera í vinnunni hér heima. Læknirinn leit lauslega á öxlina og risti síðan skurð á hana með fingrin- um. Út þaðan dró hann hverja fitutrefjuna á fætur annarri og sýndi mér. Að lokum var gengið frá sárinu og eru þar alls engin ummerki í dag eftir slíka aðgerð og þessi streita sem jafnan gerði vart við sig hjá mér er gersam- lega horfin. Að lokum sýndi ég honum nokkuð stóran æðahnút sem hefur verið í nokkur ár framan á öðrum fótlegg mínum. — A örskammri stundu opnaði hann æðina og dró þaðan út storkið blóð og trefjar og sjást þess nú engin merki að ég hafi nokkru sinni verið með æðahnút þar. — Eftir þessa reynslu get ég með sanni sagt að hér var ekki um neinar sjónhverfingar að ræða, heldur hina mestu alvöru. Einu vandkvæðin í ferðinni voru þau, að þegar til læknisins kom, lenti það hjá mér að fylla út miklar sjúkdómsskýrslur um hvern og einn af sjúklingunum, utan einnar stúlku, sem vildi gera það sjálf. Athöfnin hverju sinni byrjar hússins heima hjá sér. Þar sem var lítil kapella. Síðar meir keypti ríkisstjórn Filippseyja handa honum gamalt klaustur þar sem hann er með sína starfsemi í dag og til merkis um hversu mikils metinn Apgaoa er í heimalandi sínu má nefna það, að hann fer aldrei frá eyjunni að beiðni forsetahjón- anna sem bæði eru haldin alvarlegum sjúkdómi, en eins og áður sagði þá streymir til hans fólk úr öllum heimsálfum og það tekur óhemjulangan tíma að komast að hjá honum. Meðan við dvöldum þarna hitti ég meðal annars svissneska konu sem var þarna einungis í heim- sókn nú, en hafði verið í meðferð hjá lækninum fyrir 4 árum. Þegar hún kom fyrst til meðferðar rétt staulaðist hún áfram á tveimur hækjum mjög þjökuð af liðagigt og gat varla hreyft neina liði. — Þarna gekk hún létt i spori og allir útlimir voru mjög eðlilegir, reyndar sveiflaði hún staf í kringum sig, en húp sagði mér að það veitti henni aðeins nokkra öryggis- kennd, alls ekki að hún þyrfti hans með. Að lokum sagði Heba í viðtali við Morgunblaðið að öll læknis- þjónustan væri ókeypis, hún byggðist aðeins á frjálsum framlögum og gjafafé, en uppbygging á staðnum hefur verið gífurleg á undanförnum árum. Þó svo að meðferðin kostar ekkert, þá finna þó flestir sjúklinganna. sig knúða til að láta eitthvað af hendi rakna til að styrkja þetta mjög svo merkilega fyrirbrigði. — HÍP sektar Framhald af bls. 32. „fyrst á félagsfundi en síðan í fulltrúaráði og það verða allir félagsmenn að hlýða lögum og löglega gerðum samþykktum inn- an félagsins hverju sinni. Ólafur tók fram að sektarað- gerðirnar væru í samræmi við heimild í félagslögum. Vegna rúmleysis í Mbl. verða önnur ummæli Einars og Ólafs birt siðar. Framhald af bls. 2 tanga. Samkvæmt samningnum tilnefnir Járnblendifélagið Elkem-Spigerverket einkaum- boðsaðila utan íslands til að selja kísiljárn frá félaginu. Mikilvægust atriði söluskilmál- anna eru, að járnblendifélagið er gert jafnsett verksmiðjum Elkem-spigerverket að því er tekur til sölumagns og söluverðs og raunar nokkru betur, því að fyrstu árin eða fram til miðs árs 1982, ábyrgist Elkem-Spiger- verket sölu á tilteknu lágmarks- magni frá 70—80% af fram- leiðslugetu verksmiðjunnar, án tillits til markaðsástands á þessum tíma. Einnig veitir sölusamningur- inn Járnblendifélaginu aðgang að mikilvægum upplýsingum frá Elkem-Spigerverket um sölu- og markaðsmál fyrirtækisins og að úttektum þess á þróun þessa markaðar til lengri og skemmri tíma. Með þessum markaðssamn- ingi tengist verksmiðjan sölu- kerfi þeirrar samsteypu allra helztu kísiljárnframleiðenda í Noregi, sem sett hefur verið á laggirnar til að annast útflutn- ing þessa efnis. Þetta fyrirtæki, sem nefnist Fesil a/s, er stærsti einstaki aðilinn í milliríkja- verzlun með kísiljárn í heimin- um, selur um 10% af allri framleiðslunni. Má því fullyrða, að með þessum hætti sé mark- aðshagsmunum verksmiðjunnar tryggilegar fyrir komið en verða mætti með öðrum hætti. Þá kom fram á fundinum, eins og fyrr hefur verið sagt að helztu hráefni til framleiðslu á kísiljárni eru; kvarts, koks, kol og járnmálmur, auk rafskauta. „Sá misskilningur hefur komist á kreik meðal fólks, að hráefni þessi sé járnblendifélagið skuld- bundið til að kaupa af Elkem-Spigerverket, svo er alls ekki,“ sagði Jón Sigurðsson. Söluhlið fyrirtækisins verður í höndum Elkem-Spigerverket eða öllu heldur í höndum sölusamlags norsku kísiljárn- framleiðendanna eins og fyrr var frá greint, en hráefnakaupin annast járnblendifélagið sjálft og hefur frjálsar hendur um hvaðan er keypt. „Undirbúning- ur að þessum samningum stend- ur yfir en engir samningar hafa verið gerðir," sagði Jón Sigurðs- son að lokum. AlKiLVSINÖASÍMINN KH: 22480 JW»rctmblBt>ib — Járnblendi- verksmiðfan... Hafnarfjörður: Árni Gunnlaugsson og Andrea Þórðar- dóttir í efstu sætum Félags óháðra borgara ÁRNI Gunnlaugsson og Andrea Þórðardóttir urðu eíst í skoðana- könnun Félags óháðra borgara í Hafnarfirði um val í 5 efstu sætin á lista félagsins við næstu bæjar- stjórnarkosningar. Félag óháðra borgara á nú tvo fulltrúa í bæjarstjórn; Árna Gunnlaugsson og Vilhjálm G. Skúlason, en Vilhjálmur gaf ekki kost á sér til endurkjörs. 302 af 330 félagsmönnum, sem rétt höfðu til þátttöku, greiddu atkvæði eða 92%. Auðir seðlar voru þrír og einn ógildur. Fram- bjóðendur voru átta og urðu úrslit þessi í fimm efstu sætin: Fyrsta sæti hlaut Árni Gunn- laugsson, hæstaréttarlögmaður með 216 atkv. í það sæti, en alls 289,atkv. eða 96% greiddra at- kvæða. Annað sæti hlaut Andrea Þórðardóttir, húsmóðir, með 97 atkv. í 1. og 2. sætí, en alls 248 atkv. eða 82%. Þriðja sæti hlaut Hallgrímur Pétursson, form. Verkam. fél. Hlífar, með 98 atkv. í 1.—3. sæti, en alls 203 atkv. eða 67%. Fjórða sæti hlaut Brynjólfur Þorbjarnarson, vélsmiður með 138 atkv. í 1.—4. sæti, en alls 189 atkv. eða 63%. Fimmta sæti hlaut Snorri Jónsson, yfirkennari, með 186 atkv. í 1,—5. sæti eða 62P. Sýna í Lindarbæ Nemendaleikhús fjórða bekkjar S í Leiklistarskóla íslands frumsýndi leikritið „Fansjen“ eða „Umskiptin“ eftir David Hare í Lindarbæ fyrir rúmri viku. Leikstjóri er Bríet Héðinsdóttir og — Utvegsbanki Framhald af bls. 2 heppilegasta leiðin til að ná sem beztu jafnvægi í bankakerfinu,“ sagði Davíö. „Ég legg á það áherzlu, að alls ekki er um það að ræða að leggja banka niður, heldur er rætt um sameiningu banka, eins og svo mjög hefur tíðkazt í öðrum löndum til að fá fram sterkari einingar í bankakerf- ið.“ Jónas Rafnar, bankastjóri Útvegs- bankans, sagöi, er Mbl. sneri sér til hans, að hann vildi sem minnzt um þetta mál segja á þessu stigi. „Við höfum skilað okkar umsögn til Alþingis. Hins vegar hefur sameining banka áður verið til umræðu og ég er á því að tillögur bankamálanefnd- arinnar á sínum tíma hafi verið skynsamlegar. Mitt álit hvað það snertir hefur ekkert breyzt, enda höfum við dæmi erlendis frá, þar sem sparisjóðum hefur á undanförnum árum fækkað um helming og bankar sameinazt meira og meira." „Við höfum gefið okkar umsögn til fjárhagsnefndar Alþingis og ég vil ekkert um málið segja á þessu stigi," sagði Magnús Jónsson, bankastjóri Búnaðarbankans. „Ég get eins búizt við því, að það bregðist til beggja vona, að þetta bankalagafrumvarp verði samþykkt á þessu þingi,“ sagöi Ólafur Jóhannes- son, ráðherra. „í sjálfu sér kippi ég mér ekkert upp við það, en þótt sameining banka sé ekki í frumvarp- inu eru í því ýmis ákvæði, sem ég tel til stórra og brýnna bóta.“ Ólafur sagði ekki von á frumvarpi um sameiningu banka í kjölfar frum- varpsins nú. „Það kemur ekki á þessu þingi," sagði ráðherrann. leikmynd hefur Guðrún Svava Svavarsdóttir gert svo og búninga. Næstu sýningar á verkinu verða í Lindarbæ í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20:30 og síðan á skírdag og annan páskadag á sama tíma. Doktorsvörn DOKTORS-vörn fer fram í Háskóla íslands í dag. Þá ver Gunnar Karlsson, cand. mag. ritgerð sína „Frelsisbarátta Suður-Þingeyinga og Jón á Gautlöndum", en andmælendur verða Bergsteinn Jónsson, lektor, og dr. Björn Sigfússon. Nöfn tveggja féllu niður NÖFN tveggja frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. þeirra Magnús- ar Jónassonar. stöðvarstjóra. og Gísla Geirs Guðlaugssonar. vék- virkja, féllu niður í frétt Mbl. sl. sunnudag þar sem birtur var listi yfir frambjóðendurna. Er hann því birtur hér á nýi Geir Jón Þórisson, lögreglu- þjónn, Stóragerði 7, Steingrímur Arnar, verkstjóri, Faxastíg 39, Ingibjörg Johnsen, frú, Skólavegi 7, Sigurður Jónsson, yfirkennari, Fjólugötu 8, Magnús Jónasson, stöðvarstjóri, Höfðavegi 28, Gísli Geir Guðlaugsson, vélvirki, Smáragötu 13, Jón í. Sigurðsson, hafnsögumaður, Vestmannabraut 44, Sigurður Örn Karlsson, renni- smiður, Skólavegi 26, Bjarni Sig- hvatsson* kaupmaður, Heimagötu 28, Sigurgeir Ólafsson, skipstjóri, Bogaslóð 26, Arnar Sigurmunds- son, framkvæmdastjóri, Bröttu- götu 30, Georg Þór Kristjánsson, verkstjóri, Hásteinsvegi 54, Guðni Grímsson, vélstjóri, Dverghamri 42, Þórður Rafn Sigurðsson, út- gerðarmaður, Fjólugötu 27, Gunn- laugur Axelsson, framkvæmda- stjóri, Kirkjuvegi 67, og Sigur- björg Axelsdóttir, frú Hátúni 12.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.