Morgunblaðið - 22.03.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.03.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. .Þorbjöm Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Gamla fólkið og fasteignagjöldin Enginn vafi er á því, að síhækkandi fasteignagjöld eru orðin verulegt áhyggjuefni því aldraða fólki, sem vill eyða ellinni í sínum gömlu húsum, þar til yfir lýkur. Þetta fólk hefur miklar áhyggjur af því, hve mjög fasteignaskattarnir hafa hækkað og enn hækka þeir verulega á þessu ári. í grein, sem Leifur Sveinsson, lögfræðingur, skrifaði í Morgunblaðið 5. marz sl., segir hann af eigin reynslu frá viðbrögðum aldraðs fólks, sem brá svo mjög í brún, þegar það fékk fasteignagjalds- seðla sína í hendur, að því varð eigi svefnsamt næstu nætur, að því er hann segir, svo miklar sem hækkanirnar höfðu orðið. Hann bendir á, að það eigi ekki að refsa því fólki, með þessum hætti sem fer ekki á elliheimili og vill búa í eigin húsnæði. Hann bendir á, að Borgarsjóður Reykjavíkur hafi gefið öldnu fólki afslátt af fasteignaskatti árið 1977, sem hér segir: Einstaklingur með kr. 460 þús. árstekjur eða lægra 75% afsláttur, hjón með 830 þús. — sami afsláttur, einstaklingur með kr. 575 þús. 40% afsláttur, en hjón mega hafa 1.040 þús. kr. í árstekjur til að fá 40% afslátt. Hann bendir á, að þessi tekjumörk séu í raun og veru út í bláinn, því að ósennilegt sé, að fólk með fyrrnefndar tekjur eigi þess kost að halda húsi sínu eins og dýrtíðin er orðin, og allir vita, að það kostar enga smápeninga að halda við gömlum húsum og greiða af þeim það, sem þarf. Leifur Sveinsson segir því, að það sé „ótvíræð skylda borgarstjórnar að tvöfalda tekjuhámark það, sem að ofan getur og allir innan þess ramma fái 75% afsláttinn, en þeir sem svo lágar tekjur hafa, að þeir njóti tekjutrygginga hjá almannatryggingunum, sleppi alveg við fasteignaskatt". Auk þess eigi að veita afslættina án umsókna, því að það eigi ekki við íslendinga að knékrjúpa fyrir einum eða neinum „svo sem tíðkazt hefur undanfarin ár í þessum málum“. Rétt er að benda á þetta brýna hagsmunamál aldraðs fólks, sem hefur lagt grundvöllinn undir velferðarþjóðfélag okkar og á því að búa við frið og öryggi í ellinni. „Launum þeim nú löng og farsæl störf, eins og þeir hafa svo dyggilega til unnið", segir greinarhöfundur um þessa öldruðu húseigendur. Rétt er að benda á þessa athugasemd, sem varðar hagsmuni fjölda manna, sem hafa leyst af hendi langt og mikilvægt hlutverk, einatt við erfiðar aðstæður. Hví svipti Sovétstjómin Rostropovich og Grigor- enko rikisborgararétti? SÚ ákvörðun Sovét- stjórnarinnar fyrir skömmu að svipta ríkis- borgararétti heimsfræg- an sellóleikara og fyrr- um hershöfðingja í Rauða hernum kom ekki á óvart. Um langt skeið hefur sömu aðferð verið beitt til að losna í eitt skipti fyrir öll við and- ófsmenn, sem hafa yfir- gefið „óskalandið“ Sovét. Mál þeirra Rostropovich og Grigor- enkos hefur vakið sér- staka athygli, vegna frægðar þeirra, en það er ekki síður athyglis- vert fyrir þá sök, að þeir eru sviptir réttindum sínum í sömu mund og Belgrad-ráðstefnunni er að ljúka. I Helsinki-sáttmálanum, sem var til umfjöllunar í Belgrad, er eins og í mannréttindayfirlýs- ingu Sameinuðu þjóðanna og öðrum samþykktum um mann- réttindi, kveðið svo á um að sérhver einstaklingur hafi rétt til að ferðast til og frá hvaða landi sem er, og er föðurlandið þar að sjálfsögðu ekki undan- skilið. Akvörðun Sovétstjórnar- innar og útlegðardómar hennar yfirleitt eru því ekki aðeins lúaleg framkoma gegn einstakl- ingum, heldur ótvíræð brot á alþjóðasamningum. Með því að svipta Pjotr Grigorenko og Mstislav Rostr- povich ríkisfangi virðist Kreml- stjórninni fyrst og fremst ganga það til að undirstrika þá afstöðu sína, að sovézkum ríkisborgara- rétti fylgi sú kvöð að gagnrýna Sovétríkin ekki á opinberum vettvangi. Ljóst er að með slíkum ráðstöfunum hyggst Sovétstjórnin jafnframt múl- binda sovézka borgara, sem eru búsettir erlendis en hafa þó enn sovézkt vegabréf, eins og t.d. Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistara í skák, en hann er einn þeirra mörgu sem hafa tamið sér að fara varlega og forðast að styggja yfirvöld með gagnrýni á Sovét. Sovétborgarar, sem ferðast til útlanda og taka þar ákvörðun um að snúa ekki heim aftur, missa ríkisborgararétt sinn sjálfkrafa, og nægir þar að nefna dæmi eins og áskorand- ann í í næsta heimsmeistaraein- vígi í skák, Viktor Korchnoi, og dansarana Rudolf Nureyev og Mikhail Baryshnikov. Grigorenko, sem stóð sig með mikilli prýði í stríðinu og komst síðan til mestu mannvirðinga innan Rauða hersins, var rekinn úr hernum snemma á sjöunda áratugnum og látinn dúsa í fimm ár á geðveikrahæli fyrir að halda uppi andófi og gagn- rýni á stjórnvöld í Sovétríkjun- um. Hann fékk í nóvember leyfi til að fara til Bandaríkjanna til að leita sér lækninga, og hugðist fara heim aftur í maí n.k. Rostropovich og Galina eigin- kona hans, sem er söngkona, fóru frá Sovétríkjunum árið 1974. Rostropovich hefur síðan verið á hljómleikaferðum lengst af en um þessar mundir er hann aðalstjórnandi National Symphony Orchestra í Washington. Rostropovich er náinn vinur Solzhenitsyns og hefur stutt hann dyggilega í baráttu hans fyrir auknum mannréttindum í Sovétríkjun- um. Rostropovich lét fyrir skömmu þau orð falla opinber- lega, að hann færi þá fyrst aftur til Sovétríkjanna þegar hann fengi óskert frelsi til að iðka iist sína þar. (Fréttaskýring frá AP). Pjotr Grigorenko fyrrum hershöfðingi og sellósnillingurinn Mstislav Rostropovich er þeir hittust í New York nýlcga. Upplag dagblaða IVísi var því haldið fram fyrir skemmstu, að upplagskönnun dagblaðanna strandaði á því, að blöðin hefðu ekki sjálf haft forgöngu um upplagskönnun og Vísir gæti því aðeins tekið þátt í að veita upplýsingar um upplag sitt að byggt væri á samræmingu í bókhaldi blaðanna. Hér skýtur nokkuð skökku við. Hvað voru fulltrúar Vísis að gera á fundum sem haldnir voru til undirbúnings upplags- könnunar og hvað um samkomulag það sem Verzlunarráð Islands bauð blöðunum að undirrita og eftirfarandi grein er í: „Samningsaðilar skuldbinda sig til að vejta trúnaðarmanni Verzlunarráðsins aðgang að bókhaldi sínu, prentvélum og öðrum gögnum, eftir því sem nauðsynlegt er, til þess að hann geti staðreynt réttmæti framkominna upplýsinga." Af þessu sést, að frá upphafi var gert ráð fyrir, að upplýsingar um eintakafjölda kæmu úr bókhaldi dagblaðanna og því ástæðulaust að reyna að koma því inn hjá fólki, að um annað hafi verið að ræða. Morgunblaðið hefur um árabil verið einn þeirra aðila sem frumkvæði hafa haft í þessu máli og undirritaði fyrrnefnt samkomulag og er reiðubúið, nú sem fyrr, að láta í té allar nauðsynlegar upplýsingar um seld eintök í sambandi við slíka könnun. En aðalatriðið er, að hún byggist á réttum tölum um sölu blaðanna en ekki falstölum um prentuð eintök, sem engir kaupendur eru að né lesendur og liggja eins og hráviði á sölustöðum hingað og þangað um allt land. Svo virðist, sem Vísir vilji taka þátt í því að veita upplýsingar um greidd eintök dagblaðanna, þar sem hann nefnir bókhaldsupplýsingar í því sambandi, og mætti því spyrja, hvers vegna hann hefur ekki undirritað samninginn frá því á sl. vori um upplagskönnun á vegum Verzlunarráðs Islands. Slíkar upplýsingar eru gagnlegar á margan hátt, ekki sízt fyrir auglýsendur. Veður víða um heim Amsterdam 6 rigning Aþena 18 skýjað Berlín 6 skýjað Bríissel 8 rigning Chicago 11 bjart Kaupm.höfn -1 skýjað Frankfurt 9 úrkomul. Genf 10 rigning Helsinki -6 bjart Jóh.horg 22 sól Lissabon 16 sól London 9 sól Los Angeles 20 skýjað Madrid 18 sól Miami 24 skýjað Moskva 0 snjókoma New York 9 rigning Ósló -4 sól París 12 skýjað Rómahorg 13 bjart S. Fracisco 19 skýjað Stokkh. -5 skýjað Tel Aviv 21 skýjað Tókíó 9 rigning Vancouver 13 skýjað Vínarborg 9 skýjað Stríðsglæpamað- ur leiddur fyrir rétt ('hicajío 21. marz. AP. Reutcr. ÞÝZKUR stríðsglæpamaður var í dag leiddur fyrir rétt í Chicago, sakaður um að hafa dulið fortíð sína til að fá bandarískan ríkisborgararétt. Stríðsglæpamaðurinn, Frank Walrus, er sakaður um að hafa logið til nafns og þjóðernis árið 1970, er hann sótti um bandarísk- an ríkisborgararétt. Saksóknari ríkisins hefur sagt, að hann hyggist kalla 11 vitni fyrir réttarhöldin sem geta borið um að Walrus hafi verið félagi í Gestapo og að hann hafi myrt fjölda Gyðinga í Póllandi í síðari heimsstyrjöldinni. Verði Walrus sekur fundinn missir hann ríkis- borgararétt sinn og verður fram- seldur til Vestur-Þýzkalands. 6,1% atvinnuleysi er nú í Bretlandi London 21. marz AP ATVINNULAUSIR í marzmán- uði í Bretlandi eru sjötíu og fimm þúsund manns fleiri en á sama tíma í fyrra og alls eru 1.460.972 atvinnufærra manna í Bretlandi atvinnulausir. Er þetta um 6.1% vinnufærra. Heldur hefur dregið úr atvinnu- leysi siðan í ágústmánuði nema í janúar og tölurnar nú í marzmánuði eru þær hæstu síðan í heimsstyrjöldinni síðari. Opinberar tölur segja, að af 663 þús. ungum Bretum sem luku háskólanámi á sl. ári hafi um 94% fengið vinnu, komizt í starfsþjálf- un eða leitað sér frekari menntun- ar. Þrátt 'fyrir uggvænlegar tölur um atvinnuleysi í Bretlandi nú þessar vikurnar telur ríkisstjórnin að henni hafi tekizt að ná valdi á málinu og muni ástandið nú smátt og smátt færast til betri vegar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.