Morgunblaðið - 22.03.1978, Page 17

Morgunblaðið - 22.03.1978, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1978 17 ITa Krökkt ^ átu inni um í N-Noregi af ljós- á f jörð- NORSKIR fiskifræðingar telja að ógrynni ljósátu séu í fjiirðum í Norður-Noregi. Á næstunni verð- ur birt skýrsla þar sem meðal annars kemur fram, að í Öks- fjorden sé slíkur mokafli af ljósátu. að þar sé hægt að fá um tvö og hálft tonn á klukkustund. Helztu ljósátumiðin eru út af ströndum Troms og Finnmerkur, en við leitina þarf að nota sérstök hátíðnitaeki því að ljósátan finnst ekki með venjulegum bergmáls- fiskileitartækjum. Ljósáta er skelfiskur, náskyldur rauðátunni, 2—3 sentimetra lang- ur. Fyrir utan það að vera mikilvægur þáttur í fæðu fiska og hvala, er hún notúð til manneldis. Ljósátukæfa, eða -mauk, hefur mikið næringargildi, og nýta Rússar hana þannig, en þeir veiða hana aðallega í Barentshafi. Líbönsk móðir og dóttir hennar reyna að leita skjóls er ísraelskar orrustuvélar nálgast þorpið Nabatiyah nú um helgina. Þorpið var áður hernaðarlega mikilvægur staður fyrir Palestínumenn. Franskir vinstrimenn þjarka um ósigurinn Teng hvetur til tækniframfara Tokyo 21. marz — AP. París, 21. marz. Reuter. FRAKKAR velta 0ví fyrir sér hver veröur forsætisráöherra ríkisstjórn- arinnar sem veröur mynduð eftir kosningasigur stjórnarflokkanna, en Valery Giscard d Estaing forseti lætur ekkert uppi. Jafnframt eru miklar deilur milli vinstriflokkanna um paö hver beri ábyrgðina á ósigri peirra í kosning- unum. Sósíalistaflokkurinn hefur í yfirlýsingu sakað George Marchais, leiötoga kommúnista, um að hafa efnt til sundrungar sem flokkurinn segir aö hafi valdið ósigrinum. Kommúnistamálgagniö L‘humanité svaraði pví til í dag, að sósíalistar reyndu að beina athyglinni frá ábyrgöinni sem peir bæru á Sundr- ungu vinstrimanna. Samkvæmt pólitískum heimildum er enn taliö líklegast, að Giscard forseti ákveði að Barre verði áfram forsætis- ráðherra, að minnsta kosti í hálft ár, og gera honum kleift að fylgja eftir þeim ráðstöfunum sem hann hefur gripið til, til þess að hefta verðbólguna og leggja grundvöll að viðreisn efnahagslífsins. Á það er bent að kosningasigur stjórnarflokkanna hefur Geller vann Gutierrez Bogota, Kolumbíu. 20. marz AP. SOVÉZKI stórmeistarinn Geller vann Kólumbíu- manninn Jose Antonio Gut- ierrez í 42 leikjum í dag, og tók Geller þar með foryst- una á alþjóðaskákmótinu í Bogota. Annar er Carlos Cuartas frá Kólumbíu. Ar- gentínumaðurinn Oscar Panno vann Norberto Ve- landia í 57 leikjum og er Panno nú í fimmta sæti ásamt Gildardo frá Kólum- bíu með einn og hálfan vinning. Panno vann mótið í fyrra. __ / Fyrrv. Irlands- forseti látinn Sneem, írlandi, 21. marz. CEARBHALL 0‘Dalaigh, fyrrver- andi forseti írlands og mikilsvirt- ur menntamaður og lagasérfræð- ingur, lézt í dag á heimili sínu í Suðvestur-írlandi. Hann var 67 ára gamall. Talsmaður írsku stjórnarinnar sagði, að O.Dalaigh hefði látizt úr hjartaáfalli. treyst stöðu Barre og að hann sýni að þótt ráðstafanir hans séu óvinsælar hafi kjósendur ekki viljað hætta á þá tilraunamennsku sem óttazt var að vinstrimenn mundu stunda í efnahags- málum ef þeir kæmust til valda. En Giscard kann að velja nýjan forsætisráðherra og ef hann gerir það koma ýmsir til greina, þeirra á meðal frú Simone Veil heilbrigðisráðherra sem nýtur mikilla vinsælda, Alain Peyrefitte dómsmálaráðherra og Jacques Chaban-Delmas fyrrverandi forsætisráðherra. Chaban Delmas og Peyrefitte eru hófsamir gaullistar sem miðflokkabandalagiö gæti sætt sig við, en hins vegar gæti gaullistaleiötoginn Jacques Chirac móðgazt ef Chab- an-Delmas yrði forsætisráðherra þar sem þeir eldu grátt silfur saman fyrir forsetakosningarnar sem komu Gis- card d'Estaing til valda 1974. Fyrsti stjórnarfundurinn eftir kosn- 5 f órust í flugslysi Caracas, Venezúela, 20. marz. AP. LEITARFLOKKUR fann í dag flak lítillar flugvélar, sem saknað hefur verið í fimm daga, í fjöllunum við strönd Venezúela, 19 kílómetra austur af Caracas. Með flugvélinni voru fimm manns og fórust þeir allir, þar á meðal Renny Ottolina, en hann var frambjóðandi til forsetakosn- inga sem verða í landinu í desember. Ottolina bauð sig fram í nafni óháðra og var talið frekar ólíklegt, að hann yrði kjörinn forseti. Hann var á leið til borgarinnar Marga- rita, þar sem hann hugðist halda framboðsfund. ingarnar verður á morgun og Giscard d'Estaing forseti ávarpar þjóðina í sjónvarpi um kvöldið. Vera má að forsetinn skýri frá ákvörðun sinni um forsætisráðherrann á morgun, en sumir telja aö hann kunni að fresta ákvöröuninni þangað tii nýkjörið þing kemur saman 3. apríl. Jafnframt tilkynnti Robert Fabre, leiðtogi vinstri radikala, í dag að hann hefði ákveðið að láta af forystu flokksins. Flokkurinn var í bandalagi með sósíalistum og kommúnistum í kosningunum og tapaði fylgi. TENG Hsiao-Ping, varaformaður kínverska kommúnistaflokksins, staðhæfði á fundi með fulltrúum á mikilli vísindaráðstefnu sem er um það bil að hef jast í Peking, að „gjá sé á milli tækni og vísinda í Kína og í hinum þróaða heimi“, um leið og hann lýsti því yfir að kínverski kommúnistaflokkurinn væri fullfær um að hafa forgöngu um að „útrýma kerfisbundinni misnotkun og að breyta þjóð- félaginu og flokkurinn verður án nokkurs vafa fær um að hefja þjóðina til hæða í vísindalegri þekkingu“. Teng sagði þetta á sex þúsund manna fundi. Hann brýndi fyrir vísindamönnunum að raunsæi væri nauðsynlegt, og að menn yrðu að gera sér grein fyrir því að enn væri mjög mikill munur á tækni Heimsmeistaraeinvíg- ið hefst um miðjan júlí ALÞJÓÐA skáksambandið hef- ur tilkynnt að heimsmeistara- einvígið í skák milli þeirra Karpovs heimsmeistara og áskorandans Kortsnojs hefjist væntanlega í borginni Baguio á Filipseyjum 16. júlí n.k. Báðir skákmennirnir undir- búa sig nú af kappi fyrir einvigið. Það hefur hins vegar sett strik í reikninginn hjá Karpov, að aðalþjálfari hans undanfarin ár, sovézki skák- meistarinn Samjon Furman, lézt um s.l. helgi úr krabba- meini, 57 ára að aldri. Furman var aðallega þekktur fyrir þann þátt, sem hann hefur átt í velgengni Karpovs en hann var einnig mjög sterkur skákmaður. Teng Hsiao Ping og vísindum í Kína og því sem bezt gerðist í heiminum. Þar við bættist að Kínverjar hefðu glatað dýrmætum tíma, einkum og sér í lagi vegna niðurrifsstarfsemi Lin Piaos og fjögurra manna klíkunn- ar. Lin Piao, sem lengi var talinn líklegasti arftaki Maós, fórst í flugslysi 1974 er hann hugðist flýja land eftir misheppnaða tilraun til stjórnarbyltingar, og telja margir að honum hafi verið komið fyrir kattarnef. Ennfremur er haft eftir Teng að samvinna við erlend ríki á sviði tækni og vísinda sé nauðsynleg til að skjótar framfarir verði, um leið og hann hvatti til þess að þjálfun og nauðsynlegri menntún yrði flýtt svo sem verða mætti. Segja Kambódíuher hafa beðið afhroð Itannkok. Thailandi 21. marz. AP. TILKYNNT var í Víetnam í dag, að Kambódíumenn hefðu ráðizt inn í Víetnam, og að kambódíski sjóherinn hefði stutt innrásar mennina. í tilkynningunni sagði, að Kambódíumennirnir hefðu verið hraktir til baka, og að þeir hefðu beðið mikið afhroð. Samkvæmt heimildum frá Víet- nam réðust tvær herdeildir frá Kambódíu á víetnamska hafnar- bæinn Ha Tien dagana 13.—15. marz, en Ha Tien er í suðvestur- horni Víetnams. Var innrásarher- inn studdur fallbyssuskothríð frá já herskipum og stórskotaliði. Segjast Víetnamar hafa f.»llt Þetta gerðist 1977 — Að minnsta kosti 60 manns farast í jarðskjálfta í Suður-íran. 1075 — Henry Kissinger hætt- ir við að reyna að sætta ísraelsmenn og Egypta þar sem ágreiningur þeirra reynist of mikill. 1962 — Franskir hryðjuverka- menn ráðast á stjórnarhersveit- ir í Algeirsborg. 1916 — Bretar viðurkenna sjálfstæði Transjórdaníu. 1945 — Arababandalagið stofnað. fjölda Kambódíumanna, þar af 70 í einum bardaga rétt við bæinn hinn 14. marz. Þá segir, að Kambódíumenn hafi drepið meira en 100 óbreytta borgara í Víetnam og brennt 120 hús til grunna. „í gagnárásinni sýndu hermenn Víet- nams mikinn baráttuvilja og felldu og særðu nokkur hundruð innrásarmannanna," segir í frétt víetnamska útvarpsins. 1917 — Bandaríkjamenn við- urkenna fyrstir allra þjóða nýju bráðabirgðastjórnina I Rúss- landi. 1765 — Finska þingið sam- þykkir stimpillögin sem auka skattaálögur á íbúana í nýlend- unum í Norður-Ameríku. 1622 — Fyrstu fjöldamorð Indíána í Norður-Ameríku: um 350 Virginíubúar myrtir. Afmæli í dag. Anton van Dyck, hollenzkur listmálari (1599 — 1641) — Edward Moore, enskt leikritaskáld <1712 - 1775) — Maximillian, I keisari Hins heilaga rómverska ríkis, (1459 — 15Í9) — Vilhjálmur 1 Þýzka- landskeisari (1797 — 1888) — Robert Andrews Millikan, bandarískur vísindamaður (1868 - 1953). Ilugleiðing dagsins, Mesta auð- iegð mannsins er fólgin í hinu góða sem hann lætur af sér leiða í lífinu. — Spámaðurinn Múhameð (570 — 632). Kólera brýzt út í Tanzaníu Dar es Salaam. 21. marz Reuter. ÞRJÚ hundruð manns hafa látizt úr kóleru í Tanzaníu síðan síðasti faraldur gaus þar upp í landi fyrir fimm mánuðum. Heilbrigðismála- ráðherra landsins sagði í dag, að svo virtist sem veikin væri í rénum. Algerlega óstaðfestar en nokkuð áreiðanlegar heimildir telja þó, að þessar opinberu tölur um dauðsföll séu fjarri öllu lagi og hafi á annað þúsund manns látizt úr veikinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.