Morgunblaðið - 22.03.1978, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1978
— Stórsala
Framhald af bls. 32.
af þorski í aflanum í gær fékkst
rétt um 362 krónur og fyrir ýsuna
um 404 krónur, og sagöi Jón
Olgeirsson, ræðismaður íslands í
Grimsby, sem fylgdist með þessari
sölu, að menn þar um slóðir hefðu
naumast trúað eigin eyrum þegar
þeir heyrðu sölufjárhæðirnar sem
þarna um ræddi.
Ólafur Jónsson selur afganginn
af aflanum í. dag. Skipstjóri á
bátnum er Kristinn Jónsson en
Miðfell hf. í Sandgerði gerir hann
út.
— Mokafli
af ufsa
Framhald af bls. 32.
stjóranna og urðu þeir að taka
netin upp og fara með þau í land.
Afli Eyjaháta var misjafn í gær
og áætluðu flestir að taka upp
netin vegna þorskveiðihannsins
en hins vegar setti þessi mikli
ufsaafli strik í reikninginn og
þeir sem lentu í ufsa munu halda
áfram veiðum.
I talstöðvarspjalli í gærkvöldi
við Þórð Rafn Sigurðsson skip-
stjóra á Dala-Rafni sagðist hann
vera kominn með fullfermi af
stórufsa um 65 tonn í 4 trossur af
8 sem hann ætti í sjó. Hann kvað
þetta þriggja nátta síðan á laugar-
dag, en öll netin væru ónýt vegna
hins mikla afla, allt upp í 20 tonn
í trossu. „Það er ábyggilega ágætt
hjá sumum," sagði Þórður Rafn,
„hins vegar er erfitt að eiga við
þetta með þessum mokafla, því
netin rifna niður í hengla. Við
ætlum að reyna að fara með nýjar
trossur út í fyrramálið, en alla-
vega drögum við það sem eftir er
í sjó. Þetta er allt stórufsi 8—10
kg á þyngd og með því stærsta sem
gerist."
„Við erum búnir að draga 6
trossur og erum komnir með 40
tonn af stórufsa," sagði Sveinn
Valdimarsson skipstjóri á Kópa-
víkinni, “en þetta er allt í henglum
og ekkert annað að gera en láta
steina niður nýtt. Þetta er svo til
hreinn ufsaafli, við höfum fengið
2—3 þorska í trossu og minna
getur það varla verið, en hins
vegar er afli bátanna hér mjög
misjafn, alveg frá rokafla og niður
í ekki neitt. Ég hygg að flestir
bátarnir muni taka upp netin á
meðan þorskveiðibannið stendur
yfir.“
— Staksteinar
Framhald af bls. 7
vnri allt of hétt.
Jónas sagói að fré banka-
legu sjónarmiöi vœri visa
sameining mskileg í banka-
kerfínu, enda risi bé upp
banki af peirri stmrðargréðu,
að hann gmti veitt nokkuð
alhliða fyrirgreiðslu eins og
Landsbankinn, og vmri ekki
of bundinn við ékveðna at-
vinnugrein. Útibúakerfi
myndu nýtast betur. Hins
vegar vmri rétt að minna é
ébendingu bankamélanefnd-
ar, pess efnis, að sérstakar
réðstafanir pyrtti að gera til
að styrkja eigin- og lausafjér-
stöðu slíks sameinaðs
banka, ef til hans yrði stofn-
að.
Útvegsbankinn hefur
gengt viöamiklu hlutverki í
atvinnultfi pýðingarmikilla
framleiðslustaöa og greina í
pjóðarbúinu, sem fylgt hefur
nokkur éhmtta er dreifa hefði
métt meir. Ekki er með góðu
móti hmgt aö gagnrýna Út-
vegsbankann fyrir pé éhmttu
og fyrirgreiðslu — nema
jafnhliða að benda é aðrar
leiðir til aö mmta peim
pörfum, sem fyrir hendi vóru
hjé framleiðslugreinum
pjóðarbúskaparins.
— 1200 íslend-
ingar í hóp-
ferðum ytra
Framhald af bls. 32.
Samkvæmt upplýsingum Urvals
verða milli 70 og 80 manns í 16
daga páskaferð þeirrar ferðaskrif-
stofu og milli 60 og 70 manns á
Kanaríeyjum auk milli 30 og 40
manns í London.
Að sögn talsmanna Samvinnu-
ferða verða um 75 manns á þeirra
vegum á Kanaríeyjum yfir pásk-
ana auk þess sem ferðaskrifstofan
gengst fyrir um 150 manna 5 daga
páskaferð til írlands, og voru
aðeins örfá sæti laus í þá ferð í
gær.
Á vegum Ferðamiðstöðvarinnar
verða í kringum 200 manns
erlendis um páskana, þar af
bróðurparturinn í London eða um
150 manns en einnig verður hópur
á Benidorm á Spáni.
Hvað ferðalög innanlands
varðar má nefna að á vegum
Urvals dveljast 45 manns á
skíðahótelinu í Hlíðarfjalli og á
vegum Útsýnar verða 84 manns á
hótelinu á Húsavík. Þá hlýtur það
að teljast til tíðinda að á vegum
Samvinnuferða mun um 100
manna hópur frá Irlandi dveljast
hér um páskana, og m.a. í þeim
tilgangi að fara á skíði.
Þá er að geta ferðafélaganna
tveggja. Ferðafélag íslands verður
með tvær ferðir í Þórsmörk yfir
páskana, þar sem farið verður á
skírdag og á laugardag og var útlit
fyrir í gær að þátttakendur yrðu
um 120 talsins. Þá verður félagið
einnig með dagsferðir í grennd við
Reykjavík alla þessa daga, m.a.
gönguferð á Vífilfell sem á að taka
við því hlutverki sem Esjan gegndi
í fjallgönguferðum félagsins í
fyrra en alls gengu þá um 1700
manns á Esju. Útivist verður hins
vegar með ferð á Snæfellsnes, þar
sem farið verður á skírdag og
komið aftur á annan í páskum, og
var búizt við að þátttakendur yrðu
um 70 talsins.
— Hagvangur
Framhald af bls. 2
ir, þar sem óvissusvið hvers flokks
um sig spannaði langt inn á
óvissusvið annars. í 1.500 manna
úrtaki er þetta svið miklu minna
og enn minna ef úrtakið er stærra
en það.
Hinn óvissuþátturinn er kerfis-
lægur. Er það óvissa, sem myndast
við myndun úrtaksins. T.d. gæti
komið fram skekkja, ef valið er úr
símaskrá úrtak ákveðinna
persóna. Skoðanakönnun um kosn-
ingaúrslit er persónukönnun og
þarf þá fyrst í raun að velja
heimili og síðan samkvæmt þjóð-
skrá út úr fjölskyldunni einhvern
ákveðinn meðlim. Gallup t.d.
sendir menn í hús — sem virðist
í þessu tilfelli eina leiðin. Verður
þá að vinna eftir ákveðnu skema,
velja ákveðinn fjölda karla og
ákveðinn fjölda kvenna. Úrtakið
verður að velja af mjög yfirlögðu
ráði til þess að það sé ekki skekkt.
Annar kerfislægur óvissuþáttur er
óvissan sem skapazt af því að
menn neita að svara eða segjast
vera óákveðnir. Sé þessi þáttur
mjög stór, rýrir það mjög áreiðan-
leik könnunarinnar. Til þess að
reyna að minnka hann, verður að
virða það, að stjórnmálaskoðanir
eru trúnaðarmál eða geta verið
það. Getur það verið mismunandi
eftir flokkum og eftir kynjum,
sumir eru viljugri að svara en
aðrir og skekkir það niðurstöðurn-
ar. Því er nauðsynlegt að fara til
fólksins og gefa því kost á að setja
seðil sinn beinlínis í kjörkassa.
Þorsteinn Þorsteinsson kvað
þær kröfur, sem þyrfti að hafa á
slíkri könnun um stærð úrtaksins
og þar með nákvæmni, hleypa
kostnaði við hana mjög upp. Væri
alls kostar óvíst, hvort menn vildu
leggja fé í slíkt. I Bandaríkjunum
hefur t.d. Gallup komizt af með
1.500 til 2.000 manns, en þá er
undirbúningur á vali úrtaksins
mjög mikill og nákvæmur, valið er
úrtak úr ákveðnum ríkjum,
ákveðnum borgum og ákveðnum
sveitum. Eru menn síðan sendir á
staðinn, þegar úrtakið er fengið.
— Ekki spyrst
til Moros...
Framhald af bls. 1
Vestur-Þýzkalandi og Bretlandi.
Stjórnendur rannsóknarinnar hafa
einnig sagt, aö það sé nauðsynlegt
að láta sem minnst uppskátt um
gang mála til að ræningjarnir fái
ekki nákvæmar lýsingar á því hvar
leitað sé.
í Torino neituðu sakborningar
Rauðu herdeildarinnar, sem eru
þar fyrir rétti, að láta skipa sér
verjendur og kröfðust þess að fá
að verja sig sjálfir.
— Kennara-
háskólinn
Framhald af bls. 10
þeirri deild tekur einn vetur og ef
kennarar vilja bæta enn við sig
námi t.d. í kennslu fjölfatlaðra
barna og barna með önnur sjald-
gæf afbrigði fötlunar þá verða þeir
að leita til útlanda um frekara
nám. Skipulagning og framkvæmd
endurmenntunar fyrir starfandi
kennara hefir verið í höndum
skólans síðan árið 1974 og annast
hana sérstakur starfsmaður,
endurmenntunarstjóri. Þá eru um
30 hjúkrunarfræðingar við nám í
skólanum í vetur og næsta ár og
öðlast að því loknu réttindi sem
hjúkrunarkennarar.
Að lokum er Baldur Jónsson
spurður um fjárhagsmál skólans:
„Segja má að skólinn hafi verið
í fjárhagslegu svelti um nokkurt
skeið bæði hvað varðar tæki og
fast kennaralið. Vantaði nú helzt
fasta kennara í uppeldisgreinum.
Það er ágætt að nota stundakenn-
ara að vissu marki, en það má ekki
verða of mikið. Við getum notað
fyrirlestra líka að vissu marki, en
það verður einnig að kenna mikið
í smærri hópum, gengjum eins og
við nefnum það og viljum við
stefna að því að starfa sem mest
á þann hátt.“
— Nú skyldu
ísraelar...
Framhald af bls. 1
sínu. Begin sem venjulega er mjög
orðhvatur maður var hins vegar
áberandi gætinn í orðavali sínu.
Carter sagði að ef ísraelar féllust á
ákveðin atriði sem miðuöu að tryggja
öryggi ríkisins og sýndu meira traust
myndi stórt skref stigiö fram á við.
Carter sagöi ísrael nú sterkara en
nokkru sinni fyrr í sögu sinni.
Aö móttökuathöfninni í Hvíta húsinu
lokinni héldu þeir Carter og Begin
lokaðan fund með sér er stóð í
klukkustund og síðan átti Begin aö
hitta ýmsa fulltrúa úr utanríkismála-
nefnd öldungadeildarinnar. Begin
verður þrjá daga í Bandaríkjunum.
Öllum ber saman um aö viðræður
Carters og Begins geti orðið mjög
þýðingarmiklar fyrir framvindu mála í
Miðausturlöndum. Engum blandast
hugur um að Carter muni leggja hart
að Begin að sýna meiri sveigjanleika,
en hins vegar er taliö að hann verði og
að gæta nokkuö orða sinna, þar sem
ísraelar séu nú tortryggnari í garð
Carters og Bandaríkjamanna en
nokkru sinni áður og veröi Carter því
aö sýna mikla snilli og kænsku í
viðræðum við Begin svo aö þær megi
einhvern raunhæfan árangur bera.
Jón Brunsted Bóas
son — Minning
F. 27. júlí 1889
D. 17. marz 1978
Hann kveður nú síðastur þeirra
systkina frá Stuðlum í Reyðar-
firði. Börn þeirra Stuðlahjóna,
Bóasar Bóassonar og Sigurbjargar
Halldórsdóttur, voru 11 ert 10 af
þeim komust til fullorðins ára og
varð dugandi fólk. Kunnust þeirra
systkina mun vera Guðrún B.
Brunborg, sem lengst af var búsett
í Noregi. Eftir síðustu heimsst.vrj-
öld dvaldi hún hér oftsinnis;
ferðaðist mikið um landið, sýndi
kvikmyndir og hélt fyrirlestra.
Allur ágóði af þessari merku
starfsemi Guðrúnar hér á landi og
í Noregi var settur í sjóð er hún
stofnaði í minnihgu um son sinn er
lést í þýskum fangabúðum í
stríðslok. Þessi sjóður hefur orðið
ómetanlegur styrkur fyrir íslenska
námsmenn í Norégi.
Jón Bóasson var bæði útvegs- og
landbóndi eins og alltítt var við
sjávarsíðuna á hans manndómsár-
um. Hann byrjaði sinn búskap að
vísu að hluta á föðurleifð sinni,
Stuðlum, 1914, þegar hann giftist
einni af heimasætunum frá Hlíð-
arenda í Breiðdal, Benediktu
Guðlaugu Jónasdóttur. Ennfremur
bjuggu þau 4 ár að Sléttu í
Reyðarfirði.
Árið 1920 hefja ungu hjónin
búskap á Evri, sem er býli sunnan
Reyðarfjarðar á móts við mynni
Eskifjarðar, en þar búa þau til
ársins 1964 eða í 44 ár.
Atorku og ósérplægni Jóns á
Eyri hefur löngum verið viðbrugð-
ið hjá þeim sem til þekktu. Hann
var fjölhæfur verkamaður og
fylginn sér með afbrigðum. Þar
má nefna að hann var landskunn-
ur fláningsmaður við Sláturhús
Reyðarfjarðar í tugi ára. Þótti
dugnaður hans við það verk og
afköst með ólíkindum. Síðar urðu
bróðursynir hans einnig þekktir
fyrir verkfimi á þessu sviði.
Eyri var síður.en svo kostajörð
áður en Jón Bóasson kom þangað.
En hann og hans fólk átti eftir að
breyta þessu koti svo rækilega að
það var orðið glæsilegt býli og
höfuðbiil þess tíma, sem breiddi
faðm sinn á móti ferðafólki, ekki
síst þeim er sjóveginn komu. Þá
blasti við reisulegt, vel hirt
íveruhús og tvö hús síðari árin.
Önnur hús á jörðinni voru einnig
í besta ásigkomulagi s.s. sjóhúsið
við flæðarmálið og gripahúsin er
staðsett voru nokkuð vítt og breitt
um túnið, sem þá var orðið vel
ræktað og víðáttumikið. Það er því
engin furða þó í dag sé söknuður
í huga hjá þeim er leið eiga um
Reyðarfjörð að sjá á þessum
slóðum og reyndar víðar á Sléttu-
strönd (en svo heitir sveitin
sunnan fjarðarins) horfna tíð.
Athafnalífið þar er liðið undir lok,
heyrir sögunni til.
En hvernig mátti það vera að
svona vel tókst með ævistarf Jóns
Bóassonar og fjölskyldu hans á
Eyri, sem raun bar vitni, þegar
lífsorka hans var í mestum blóma?
Ekki var vélvæðingunni fyrir að
fara í þeim mæli er við þekkjum
í dag. Handtökin urðu því mörg og
fjölbreytileg til lands og sjávar.
Vinnudagurinn langur, — já svo
langur um bjargræðistímann í það
minnsta, að vonlaust er að uppvax-
andi kynslóð í dág tryði því þó
vinnustundir yrðu hér nefndar í
því efni.
Hér fór saman hugur og hönd á
ómetanlegan hátt. Árvekni og
dugnaður með samstilltu átaki
allra á heimilinu, en þar var lengst
af nokkuð margt fólk, sem einnig
undirstrikar vinsældir þeirra Eyr-
arhjóna.
Og nú þegar við frændalið, vinir
og barnabörn Jóns lítum yfir
farinn veg og unna sigra í
lífsbaráttunni, þá má ekki gleyma
meginþætti þess frá náttúrunnar
hálfu, sem hefur gert þetta
mögulegt.
Reyðarfjörðurinn, sem aðrir
firðir á Austurlandi, var gjöfull á
þessum árum. Hvorki útlendir né
innlendir voru þá búnir að for-
djarfa lífríki við strendur landsins
eins og síðar varð.
Þessi gullkista, fjöðurinn, gaf
heimilinu ómetin auðæfi til við-
skipta útávið. Hann fæddi heimil-
isfólk og ' búpening að stórum
hluta. Sjórinn gaf einnig „áburð"
til uppgræðslu, nýræktar og við-
halds. Hann gerði gróðurríki
bújarðarinnar svo gróskumikið og
máttugt að allt lífsviðurværi
fólksins varð eins og best verður
á kosið með hollustu og þroska
uppvaxandi kynslóða.
Þau E.vrarhjón eignuðust 5 börn.
Tvær dætur þeirra létust nokkurra
daga gamlar. Af þeim sem upp
komust var Bóas skipstjóri elstur,
fæddur 7. jan. 1916. Hann lést 59
ára og var mikill harmdauði öllum
þeim er áttu því láni að fagna að
kynnast honum. Útför Bóasar
Jónssonar, skipstjóra á Reyöar-
firði, sem var gerð frá Búðareyrar-
kirkju 12. maí 1975, verður lengi í
minnum höfð.
Fjölmenni var svo að önnur eins
hluttekning nábýlissveita og kaup-
staða í kring hafði ekki fyrr verið
meiri. Bóas var með afbriðgum
vinsæll skipstjórnarmaður og
tryggur félagi yngri sem eldri.
Skip hans, Snæfugl, eigendur
samnefnt almenningshlutafélag á
Reyðarfirði, var tíðum kallað
„skólaskipið" svo stóran hóp æsku-
fólks hafði hann stutt á braut
þroska- og verklegrar mennta í
sjómennsku í þau nær 30 ár er
hann var formaður eða skip-
stjórnarmaður fyrir útgerðarfélög
Reyðfirðinga.
Annar sonur er Jónas skipstjóri,
fæddur 15. des. 1918. Kona hans er
-^Arnfríður Þorsteinsdóttir frá
Syðri-Brekkum, Langanesi.
Yngst þeirra Eyrarsystkina er
Jóhanna, fædd 21. febr. 1920.
Hennar maður er Oddur Guðjóns-
son, vélstjóri á Stöðvarfirði.
Fósturbörnin eru tvö.
Jóhann B. Valdórsson, vélstjóri,
Reyðarfirði, fæddur 6. jan. 1917, og
Bryndís Brynjólfsdóttir, hjúkr-
unarkona, Toronto í Kanada; fædd
8. mars 1925.
Þá var á heimili þeirra Eyrar-
jóna til æviloka fósturbróðir Jóns,
Gísli Einarsson, en hann lést 25.
júlí 1977.
Gísli heitinn var mjög
vinnusamur og natinn við bústörf.
Jón taldi sér það og heimilinu
mikið lán að hafa notið hans við.
Sjálfur var Jón Bóasson oft á
tíðum burtu frá búsýslu. Hann var
m.a. póstur í mörg ár. Stundaði
sláturhúsavinnu inná Reyðarfirði
sem áður getur, og fleira olli því,
hann var oft að heiman.
Það er táknrænt um heillaríkt
og langt samstarf þeirra þriggja,
Jóns, Benediktu og Gísla á Eyri, að
þau nú að lokum kveðja þessa
tilveru með stuttu millibili eða
rétt á rúmlega einu ári, en
Benedikta, hin virðulega húsmóðir
á Eryi , lést 16. nóv. 1976.
Dugnaður Jóns Bóassonar og
farsæld var mikil er naut hann í
ríkum mæli.
Þar má nefna synina tvo, Bóas
og Jónas, skipstjóra, sem hafa
ásamt frændaliði verið styrkasta
stoð sjávarútvegs í Reyðarfirði í
30—40 ár, — og það var mikil
hamingja hjá Jóni föður þeirra að
sjá, nú á efri árum, atvinnulífið
blómgast og úrræðin rætast hjá
áður fátæku og umkomulitlu
sveitarfélagi.
En það er enn annað sem ekki
gleymist þegar minnst er Jóns á
Eyri og er dýrmætur arfur hvers
þess er hlýtur. Það er hlýjan,
manngæskan sem frá honum
geislaði í blíðu sem stríðu. Hann
var sannkallaður mannvinur og
bætti andrúmsloftið hvar sem
hann fór um.
Brosið og nærgætnin var þar í
öndvegi. Blessuð sé minning hans.
E.B. Malmquist.