Morgunblaðið - 22.03.1978, Síða 19

Morgunblaðið - 22.03.1978, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1978 19 Jón Hallur Karls- son — Minning Þann 26. marz 1978 hefði Jón Hallur Karlsson orðið 18 ára, en hann lézt í vinnuslysi 4. janúar sl. Én kynntist Jóni Halli Karlssyni i byggingarvinnu við hitaveitufram- kvæmdir sumarið 1976. Eru þau kynni mér ógleymanleg. Eftir að hafa unnið með honum nokkra daga spurði hann, hvort ég hefði þekkt afa hans og nafna, sem ég svaraði játandi. Með því hófst vinátta okkar. Ræddum við síðan margt og mikið saman daglega og reyndum jafnan að fá að vera í sama vinnuflokki. Við ólíkustu og erfiðustu aðstæður hefir það verið eitt af mínum fáu gæfueinkennum, að mér hefir ávallt samið vel við unglinga og unga menn, getað unnið traust þeirra, skilið þá og mætt skilningi þeirra. Notið sam- vista við þá og tekið þátt í hugðarefnum þeirra og áhugamál- um. Aðeins hefir þar verið hjá mér ein undantekning, en þar átti í hlut algjör andstæða við Jón Hall Karlsson. Af stórum skara ung- menna, sem ég hefi þannig kynnst, er Jón Hallur Karlsson mér minnisstæðastur fyrir margra hluta sakir og verða nokkrir þeirra tíundaðir hér. Jón var 16 ára við fyrstu kynni okkar og hefi ég engu ungmenni kynnst með jafnmikla lífsbreidd, eða jafn lausan við hið svokallaða kynslóðabil. I honum sameinaðist aldamótamaðurinn, miðaldra maðurinn og nútíma glaðvær unglingur. Þótt hann væri fyrst og fremst sjálfstæð og sérstæð manngerð, þá gætti jafn- framt hjá honum óvenjumikilla áhrifa frá hugsunarhætti foreldra og föðurforeldra. Voru honum mjög töm ýmis sérstök orðtök afa síns og nafna. Vissulega má segja, að langur aðdragandi hafi verið að kynnum okkar. Afa hans og nafna, Jóni Halli Sigurbjörnssyni, kynnt- ist ég 1944, þegar ég kom í Húsgagnavinnustofu hans á Akur- eyri og spurðist f.vrir um gæði stóls, og fékk það kjarngóða svar: „Hér er ekkert fúsk,“ sem hann var svo sannarlega laus við. Þessi kynni af Jóni Halli eldra urðu að vináttu við hann og hans ágætu konu, Kristínu M. Karlsdóttur frá Draflastöðum. Eftir að þau hjón fluttust til Reykjavíkur 1958 urðum við Jón Hallur eldri nánir samstarfsmenn og var hann velgjörðamaður mi-nn til dánardægurs 1973, 76 áræ að aldri. Ekki hefi ég kynnst ábyrg- ari, áreiðanlegri né duglegri manni en Jóni Halli eldra. Tvö af sérstökum orðtökum hans voru, að menn yrði að vera harðir í skallann og að menn yrðu að hafa kvarnir. Hann kvað Jón Hall nafna sinn og sonarson hafa báða þessa eiginleika, enda voru dáleik- ar hans miklir á nafna sínum. Foreldrar Jóns Halls yngra voru bæði skólasystkini mín. Ég tel móðurina, Olöfu Stefánsdóttur, hafa verið fjölskörpustu náms- konu, sem með mér var samtíma í skóla. Faðirinn, Karl Ómar verkfræðingur, var ágætur náms- maður, jafnan rólegur og: gætinn og hefir í öllu verið einstaklega farsæll maður. Jón Hallur yngri átti því ekki langt að sækja góða mannkosti. Eldri mannvænleg systkini sín 3 dáði hann mjög og með þeim samheldni mikil, enda góður félagi allra, sem hann batt trúss sitt við. Foreldrum sínum var hann jafnan til ánægju og var ólatur að gera þeim allt það, Sem hann gat, til þæginda og léttis. Hann var flugskarpur og afburða náms- maður. Hann hafði svo sannanlega kvarnir. Hann var einstaklega ábyrgur, áreiðanlegur og duglegur, með fádæma verklagni og verksvit af svo ungum manni. Hann stóð fast á sínu, hver sem í hlut átti. Hann var harður í skallann og þoldi ekki fúsk, enda það honum óeiginlegt sem afa hans og nafna. Hann stefndi markvisst að tækni- menntun og var fullur tilhlökkun- ar að geta síðar orðið fullgildur þátttakandi í vaxandi verkfræði- fyrirtæki föður síns. Það ein- kenndi Jón Hall yngra, að hann gat engum skuldað og vildi vera veitandi. Af efnuðum foreldrum sínum vildi hann ekkert þiggja, nema húsnæði, fæði og lítið af fötum. Sjálfstæðið var ríkt í honum og fyrir öllu öðru vann hann sjálfur og hafði þegar á 17. ári keypt sér bifreið fyrir eigið sjálfsaflafé. Jón Hallur yngri var enginn brjó'stmylkingur. Hann gerði f.vrst og fremst kröfur til sjálfs sín. Hins vegar þoldi hann engan flottræfilshátt og hafði megnustu skömm á dekurungling- um, sem sóuðu og slógu um sig með eyðslufé, sníktu eða gefnu, frá misvitrum ættingjum, og gera aðeins það, sem þeim þykir gaman og gott undir kjörorðinu: Allt í þessu fína. Enda er það staðreynd, að slíkt óæskilegt uppeldi leiðir til almennrar leti og löngunar til að losna við allar skyldur, fyrirlíta vinnu, en hvetur til að velja léttu leiðina að fá ríflegan skammt af mjólkurpeningum mömmu sinnar. Algjör andstaða við slík ungmenni var Jón Hallur. í vinnuflokk okkar var við og við komið fyrir ung- mennum, sem hvorki gátu né nenntu að vinna. Þeir hættu að mæta nær strax, m.a. vegna dugnaðar Jóns Halls, því að með honum urðu þeir að vinna og þoldu ekki samanburð við hann. Þeir fengu að heyra það óþvegið frá honum, að þeim væri ekki launað fyrir slór og vinnusvik. Atvinnu- veitendur og verkstjórar dáðu Jón Hall réttilega sem einstakan afkasta- og vandvirknismann og fólu honum verkefni, sem bæði kröfðust verkkunnáttu og ábyrgð- ar. Þessi b.vggingarvinna var mér á margan hátt erfið og þreytandi, en það bjarta við hana var, að ég hlakkaði jafnan til næsta dags, ef ég yrði í vinnúflokki Jóns Halls, því að þeir dagar voru jafnan sólskinsdagar, jafnvel þótt bæði rigndi og blési. Því er ég Jóni Halli yngri þakklátur, eins og ég var afa hans og nafna áður. Með hinu hörmulega vinnuslysi, þegar Jón Hallur Karlsson fórst í Svartsengi við Grindavík, þá andaðist vammlaus drengur, afburða náms- og verkmaður, stórkostlegt efni í framúrstefnu atorkumann með ábyrgð alda- mótamannanna og framfarahug nútímans. Enginn má sköpum renna. Vegna ágæts námsferils var Jón Hallur í fríi frá mennta- skólanámi sínu, þegar hann varð allur, eftir stefnuskrá sinni, að afla sjálfur þess fjár, sem hann þurfti til áhugamála sinna og sjálfum sér samkvæmur. Þegar ég frétti hið sorglega andlát hans, gat ég ekki annað hugsað, en nú hefði almættið þurft á afburða vit-, tækni- og verkmanni að halda. Á sínum tíma lauk ég eftirmælum um Jón Hall eldra, að hann hefði ræktað vel garðinn sinn, en þessum lýk ég með -því, að Jón Hallur yngri hafi vel plægt garðinn sinn. Reykjavík 16. marz 1978. borv. Ari Arason. EDEN Páskarí Eden Má bjóða þér í bæinn Eitt fótmál úr vetri i vor. Stórglæsilegt úrval af pottablómum og þúsundir af páskaliljum! w I páskavikunni (Stórsýning Stemgríms opnuð miðvikud.kv.) BILASYNING Hinn glæsiiegi Lada Sport, torfærubíllinn, til sýnis alla daga vikunnar. í Eden liggur leiðin Opið alla daga og öll kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.