Morgunblaðið - 22.03.1978, Page 23

Morgunblaðið - 22.03.1978, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1978 23 Áslaug Eggertsdóttir kennari — Minning Kvenfélag Kópavogs kveður nu eina af sínum beztu og traustustu féíagskonum, Áslaugu Eggerts- dóttur kennara. Hún átti sæti í stjórn félagsins í 16 ár, þar af þrjú ár sem formaður. Hún var fædd 8. júlí 1904 í Vestri-Leirárgörðum í Leirársveit í Borgarfirði. Foreldrar hennar voru Eggert Gíslason bóndi þar og kona hans Benónía Jónsdóttir. Áslaug stundaði nám í Hvítár- bakkaskóla í tvo vetur. Síðar fór hún í Kennaraskólann og tók þaðan kennarapróf 1934 og kenn- arapróf í handavinnu 1944. Þegar Áslaug flytur í Kópavog árið 1948, er hún búin að starfa mikið að kennslu- og félagsmálum í heimabyggð sinni, Borgarfirði. I stjórn U.M.F. Hauks var hún tvö ár og í stjórn Kvenfél. Leirár- og Skilmannahr. frá stofnun til 1948. Þá var hún í bygginganefnd Húsmæðraskólans að Varmalandi og segir það sína sögu. Áslaug var ein af stofnendum Kvenfélags Kópavogshrepps, en það félag var stofnað í Kópavogs- skóla 29. okt. 1950. íbúar Kópa- vogshrepps voru þá á annað þúsund. Áslaug kenndi við Kópavogs- skóla, sem þá var nýbyggður, en skólastjóri hans var Frímann Jónasson. Hún minntist oft á hve velviljaður F'rímann var kven- félaginu og í skólanum hans hélt það sína félagsfundi, þar til Félagsheimili Kópavogs var tekið í notkun. Eftir að Kópavogur fékk kaup- staðarréttindi var nafni félagsins breytt í Kvenfélag Kópavogs. Áslaug var hugsjónakona og vann að mörgum góðum málum. Má þar t.d. nefna Líknarsjóð Áslaugar Maack, sem stofnaður var til minningar um fyrsta formann félagsins, en Áslaug Eggertsdóttir vann fyrir Líknar- sjóðinn til dauðadags. Með ört vaxandi byggð og fólksfjölgun fann hún brýna þörf fyrir félagslega aðstöðu. Strax á fyrsta fundi eftir stofnfund var farið að ræða um byggingu félags- heimilis og lagði félagið fram myndarlega fjárupphæð til bygg- ingarinnar. Þann 9. apríl 1959 var svo fyrsti fundur Kvenfélags Kópavogs haldinn í Félagsheim- ilinú og þar hafa fundirnir verið síðan. Áslaug hafði mikinn áhuga á byggingu sumardvalaheimilis barna í Lækjarbotnum og að hennar ósk gaf félagið eldhúsinn- réttingu í það. Hún átti sæti í fyrstu orlofsnefnd húsmæðra í Kópavogi og var fararstjóri með fyrsta hópinn, 30 konur í orlofs- dvol að Laugarvatni árið 1962. Áslaug vann ötullega að því, að sumardagurinn fyrsti yrði haldinn hátíðlegur í Kópavogi. Félögin í bænum tóku höndum saman og vorið 1959 var sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur í Kópa- vogi í fyrsta sinn og hefur svo verið árlega síðan. Þá má geta þess að hún var einn aðalhvatamaður að því að Kvenfélagasamband Kópavogs var stofnað árið 1967. Áslaug barðist fyrir því að tímarit Kvenfélagasambands ís- lands, „Húsfreyjan", væri í eigu hverrar félagskonu. Það var orð- inn fastur liður á fundum að hún bað um orðið og sagðist rétt ætla að minna á „Húsfreyjuna". Árang- urinn af þessu starfi hennar er sá, að næstum hver einasta félags- kona kaupir nú tímaritið og les sér til ánægju og fróðieiks. Á frumbýlingsárunum voru guðsþjónustur haldnar í Kópa- vogsskóla. Sóknarpresturinn, séra Gunnar Árnason, og kona hans, Sigríður Stefánsdóttir, tengdust félaginu fljótlega, því frú Sigríður var formaður stjórnar Líknarsjóðs Áslaugar Maack í 8 ár. Heimili prestshjónanna stóð félagskonum opið og þar voru oft fundir Líknarsjóðsstjórnar og margur vandinn leystur. Áhugi félagskvenna á kirkju- byggingu var mikill og þar lá Áslaug ekki á liði sínu. Kvenfélag Kópavogs hóf fjársöfnun fyrir litgluggum í eina álmu kirkjunnar. Áslaugu þótti vænt um Kópavogs- kirkju og átti þátt í fleiri gjöfum til hennar. Áslaug var kona einörð og rökföst í málflutningi og lét sér fátt mannlegt óviðkomandi. Við þökkum þá umhyggju og þann hlýhug sem hún sýndi okkur frá fýrstu kynnum, ekki síst fagnaði hún hverjum nýjum félaga. Hún agaði okkur og elskaði og var hreinskiptin með afbrigðum. Ás- laug var gestrisin og góð heim að sækja. Handavinna, bækur og blóm settu svip á hennar snyrti- lega heimili. Hún lagði rækt við blómin sin eins og börnin í kennarastarfinu. Um margra ára skeið bjó hún i Auðbrekku 9 í nánum tengslum við Höddu systurdóttur sína, mann hennar Gunnar H. Stephensen og þeirra börn. Þarna bjuggu þrír ættliðir, en þar var ekkert kyn- slóðabil. Hin síðari ár bjó þar einnig Lára systir hennar og hennar maður. Hún var umvafin ástúð þeirra allra þar til hún andaðit skyndilega 15. þessa mán- aðar. Við biðjum Áslaugu Eggerts- dóttur allrar blessunar og kveðj- um hana í Kópavogskirkju með virðingu og þökk. Minningar um þessa þjóðlegu konu munu ylja okkur um ókomin ár. Hún varður jarðsett að Leirá, en þar kaus hún að hvíla við hlið foreldra sinna. Við sendum heimilisfólkinu í Auðbrekku 9, systkinum hennar og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Konur í Kvenfélagi Kópavogs Kveðja frá Kveníélagasam- bandi Kópavogs Áslaug Eggertsdóttir, sem nú hefur kvatt hinztu kveðju, var hvatamaður að stofnun Kven- félagasambands Kópavogs á sín- um tíma og bar hag þess mjög fyrir brjósti. Okkur er öllum minnisstætt er hún greindi frá tildrögum að stofnun K.S.K. á 10 ára afmæli sambandsins á s.l. ári. Við viljum á þessum tímamótum færa henni alúðarþakkir fyrir samstarfið og viðkynningu á liðn- um árum og sendum aðstandend- um samúðarkveðjur.' Þann 15. þ.m. andaðist Aslaug Eggertsdóttir, Auðbrekku 9, Kópa- vogi, og verður minningarathöfn um hana í dag 22. mars í Kópavogskirkju. Aslaug fæddist að Vestri-Leir- árgörðum í Leirársveit, Borgar- firði, 8. júlí 1904. Foreldrar hennar voru Eggert Gíslason bóndi þar og Benónía Jónsdóttir kona hans. Ekki var skólaganga Áslaugar löng í æsku, aðeins rúmir fimm mánuðir alls, eftir því sem hún sagði sjálf frá. En úr foreldrahús- um mun hún hafa hlotið gott veganesti út í lífið, samviskusemi, dugnað, hreinskilni og heiðarleika. Snemma mun hugurinn hafa staðið til meira náms og veturna 1923—24 og 1925—26 var hún á Alþýðuskólanum á Hvítárbakka. Dvalarinnar þar minntist hún alltaf með óblandinni ánægju og taldi sig hafa haft mikið gott af veru sinni þar. Á næstu árum fékkst Áslaug nokkuð við kennslu, en fór síðan í Kennaraskólann og lauk þaðan kennaraprófi 1934 og handavinnukennarapróf tók hún 1944. Haustið 1934 hóf Áslaug kennslustörf að nýju og kenndi alla vetur (nema einn) fram til ársins 1971, en þá hætti hún kennslu enda var kennslutíminn þá orðinn all langur eða 36 ár. Lengst kenndi Áslaug við Kópa- vogsskólann, 22 ár. Þar lágu leiðir okkar fyrst saman haustið 1952 og vorum við svo samkennarar við þann skóla um 19 ára skeið. Þegar Áslaug kom sem kennari að Kópavogsskólanum var skólinn ekki fjölmennur eða húsakynni vegleg og margt skorti sem til kennslu þurfti. En það breyttist fljótt til hins betra, hvað húsnæði og .aðbúnað snerti, en oft var þar þröngt setinn bekkurinn bæði í kennslustofum og á kennarastofu vegna mikillar og örrar fjölgunar nemenda. Var þá oft við ýmisleg vandamál að stríða. Það var því mikið happ fyrir skólann, að hafa eins góðan starfskraft og Áslaugu. Hún lá ekki á liði sínu, leysti öll sín störf með dugnaði og glöðum huga. Áslaug kenndi m.a. handa- vinnu stúlkna fyrstu árin hér í skólanum. Þá var engin handa- vinnustofa til og þurfti Áslaug oft að fara á milli stofa með handa- vinnukennsluna og allt sem henni fylgdi, en ekki kvartaði Áslaug. Áslaug var ágætur kennari og átti auðvelt með að laða börnin að náminu með sinu hlýja viðmóti. 3g ekki var hún slæmur félagi í ænnarahópnum, alltaf boðin og oúin til hjálpar ef með þurfti og létti oft skap manna með sínu hressilega viðmóti. Áslaug var greind kona, skýr í hugsun og rökföst í ræðustól, hún gat stundum verið nokkuð skap- . stór, en hreinskiptin, trygglynd og félagslynd. Hún mun snemma hafa byrjað að vinna að félagsmál- um, fyrst í ungmennaféaginu í heimabyggð sinni og síðar í kvenfélögum og kennarafélögum. Hún var t.d. ein af stofnendum Kvenfélags Kópavogs og styrk stoð þess félags alla tíð. Það var hverju máli vel borgið, sem Áslaug beitti sér fyrir. Áslaug hélt mikilli tryggð við átthagana og sagðist ekki vilja búa annars staðar en þar, sem hún sæi heimab.vggðarfjöllin. Og henni varð að þeirri ósk sínni. Akrafjall og Skarðsheiði blöstu við augum frá skólanum þar sem hún kenndi lengst og Akrafjallið sást einnig úr eldhúsglugganum í húsinu, sem hún byggði sér í Kópavogi. En hún tók einnig mikilli trvggð við Kópavog og vildi velgengni þessa bæjarfélags sem mesta. Áslaug giftist ekki og átti engin börn, en baranhópurinn hennar er þó orðinn mjög stór, því að öll börnin, sem hún kenndi voru börnin hennar og þau munu eflaust í dag senda henni hlýjar kveðjur og þakkir fyrir stuðning- inn, sem hún veitti þeim fyrstu sporin út á vandrataða mennta- braut í viðsjálum heimi. Eg vil að leiðarlokum þakka Áslaugu hin miklu og gifturíku störf hennar við Kópavogsskólann, þakka henni fyrir samveruna og samstarfið öll þessi ár, sem við störfuðuin þar saman og þakka fyrir einlæga vináttu hennar við mig og fjölskyldu mína. Nú við útför hennar skarta fjöllin hennar hvítu, lit hreinleik- ans, sem var einkennandi fyrir hugarfar hennar og gerðir. Ættingjum Áslaugar vil ég votta dýpstu samúð og það er huggun harmi gegn, að minningin um þessa merku og miklu mann- kostakonu lifir meðal okkar. Óli- Kr. Jónsson. Minning — Finnbogi Bjömsson frá Kirkju- bœ í Skutulsfirði Laugardaginn 11. marz s.l. andaðist á heimili sínu á Isafirði Finnbogi Björnsson, fyrrurh bóndi á Kirkjubæ í Skutulsfirði og áður á Eyri í Mjóafirði. Með honum er genginn enn einn vina minna frá Djúpi vestur, sem mig langar til að minnast nokkrum orðum. Finnbogi var fæddur 1. maí 1898 að Hólum í Reykhólasveit og var Austur-Barðstrendingur að ætt og uppruna. Foreldrar hans voru Björn Björnsson, járnsmiður, og kona hans Ástríður Brandsdóttir. Finnbogi ólst upp hjá foreldrum sínum til fjórtán ára aldurs en hleypti þá heimdraganum og vistaðist hjá móðurbróður sínum Jóni Brandssvni á Kambi í sömu sveit. Þar dvaldi hann fram um tvítugsaldur, en réðst þá í vinnu- mennsku að Bæ í Króksfirði og að Reykhólum. Síðast var hann ann- arra en sjálfs sín hjá Birni bróður sínum á Hríshóli. Árið 1932 verða tímamót í ævi Finnboga Björnssonar. Það ár, hinn 26. maímánaðar, kvæntist hann heimasætunni á Eyri í Mjóafirði við Pjúp, Salvöru Kristjánsdóttur. Salvör er fædd á Eyri 20. október 1903, dóttir hjónanna Kristjáns Bjarna Ólafs- sonar og Ragnhildar Jónsdóttur, nafngreindra merkishjóna vestur þar. Þau Finnbogi og Salvör tóku þá þegar við einum þriðja hluta jarðarinnar, og síðan við allri jörðinni 1935, þegar Kristján Bjarni brá búi. Þau sátu Eyri með sóma í 14 ár, eða til ársins 1946, að þau bregða á nýtt ráð. Þá festa þau kaup á jörðinni Kirkjubæ í Skutulsfirði og byggja þann bæ fram til ársins 1972 að þau létu af búskap og fluttu búferlum til ísafjarðar. Var þá enda heilsu eljumannsins Finn- boga allmjög tekið að hraka. Þetta er í stærstu dráttum lífshlaup Finnboga Björnssonar. Þeim hjónum varð fimm barna auðið: Ólöf, gift Guðmundi Óla- syni; Guðmundur, býr með Valdísi Jónsdóttur; Björn, ókvæntur í foreldrahúsum; Kristján Ragnar, á Maríu Sonju Sveinsdóttur, norskættaða, að sambýliskonu og yngst Arndís, sem heitbundin er Einari Árnasyni. Öll eru börn þeirra góðir og nýtir borgarar og foreldrum sínum góð og gjörhugul. Ég minnist þess frá bernsku minni, að ég heyrði þeirra oft getið, Boga og Söllu á Eyri. Ég kynntist þeim þó ekki á meðan ég átti heima í Ögurvíkinni, þótt ekki væri ýkjalangt milli bæja. Bæði var, að samgöngutæki nútímans voru þá óþekkt, og eins hitt, að ekki var þá til siðs að liggja í bæjarflakki. En nokkrum árum eftir að þau setjast að á Kirkjubæ tókust þeim mun betri kynni með okkur. Minnist ég þess ekki að mér hafi á öðrum bæjum verið tekið með meiri hlýhug, nema þá eins. En hversu ofarlega sem okkur hjónúm kann nú að vera í huga þakklæti fyrir vináttu Kirkju- bæjarfólksins, þá situr samt í fyrirrúmi innilegt þakklæti til þeirra hjóna, Boga og Söllu, fyrir það atlæti, sem börn okkar nutu í þeirra garði alla tíð. Lengi býr að fyrstu gerð, og er það fullvissa mín, að börn mín muni búa að kynnum sínum við íslenzka sveita- heimilið á Kirkjubæ og það reynist þeim hollt vegarnesti. Og víst er um það, að þau hefðu viljað vera þar nær, þegar vinur þeirra Bogi á Kirkjubæ var kvaddur hinztu kveðju, öllsömul, Bryndís, Kristján, Margrét, Ragnhildur og Ásthildur, en ég flyt nú þeirra kveðju og þakklæti, svo og konu minnar. Finnbogi Björnsson var vel farinn til orðs og æðis. Hann var í lægra meðallagi á vöxt og allra manna kvikastur í hreyfingum og glaðbeittastur í orðræðu. Slíkur var hugurinn og dugnaðurinn, að mér finnst sem ég hafi aldrei séð hann úti við nema hlaupandi við fót. Vinur minn, Magnús Ingi- mundarson frá Bæ í Króksfirði, þar sem Finnbogi var vinnumaður um hríð, sagði mér, að Finnbogi hefði þótt afbragð hjúa. Hjá honum hefði farið saman trú- mennskan og snyrtimennskan. Finnbogi var góður bóndi. Hann ræktaði jarðir sínar af alúð og kappi. Hann margfaldaði túnstæð- ið á Kirkjubæ. Hirðingarmaður um skepnur var hann með ágæt- um, enda gekk búsmali hans undantekningarlaust vel fram. Þau hjón bjuggu ekki stóru búi, en gagnsömu, enda var ekkert til sparað í atorku og umsýslu. Ég hygg að Finnbogi hafi verið mikill gæfumaður í lífi sínu. Hann eignaðist ágæta konu og gæfuleg börn, sem hann kom öllum vel til manns. Hann var bóndi af lífi og sál og fékk æfinni lifað við það eftirlæti sitt. Hjá Finnboga Björnssyni ríkti gleði og góðvild hins heiðvirða íslenzka manns. Útför Finnboga var gerð frá Isafjarðarkirkju laugardaginn 18. marz. Ég sendi Salvöru vinkonu minni kveðju mína og minna og bið henni styrktar og Boga vininum góða blessunar Guðs. Sverrir Ilermannsson. Afmœlis- og minningargreinar Að marggefnu tilefni skal athygli vakin á þvi, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blað- inu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Sé vitnað til ljóða eða sálma skal höfundar getið. Greinarnar þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.