Morgunblaðið - 22.03.1978, Síða 25

Morgunblaðið - 22.03.1978, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1978 25 fclk í <3i fréttum ^ Bobby Fischer gefur stórfé + Bobby Fischer hefur haft hljótt um sig síðari árin, og varla hefur heyrst nokkuð frá honum síðan hann vann heimsmeistaratitilinn í skák af Boris Spassky hér á landi árið 1972. Síðan hefur hann ekki teflt opinberiega og hann missti titilinn til Anatoly Karpovs án þess að þeir tefldu nokkurn timann saman. Fischer hefur löngum verið sérvitur og virðist ekki lagast með aldrinum. Hann er nú 34 ára gamail og lifir fábreyttu lífi, hann fer svo að segja aldrei út úr íbúð sinni og ef það kemur fyrir notar hann hárkollu og dökk gleraugu til að þekkjast ekki. Hann segist engan áhuga hafa á því að endur heimta heimsmeistaratitilinn í skák. í seinni tíð hefur hann helgað sig trúmálum og tilheyrir söfnuði sem nefnist „Alheimskirkja Guðs“. Hann hefur lagt söfnuðinum til mikið fé og segja sumir að það nemi allt að 40 þús. pundum. Ekki virðist allt vera slétt og fellt hjá þeim guðsmönnunum, því fyrir tveimur árum sögðu 3 starfsmenn safnaðar- ins upp störfum vegna þess að þeir sögðu að mikið fé hefði verið svikið út úr áhangendum og stuðnings- mönnum safnaðarins. En hvað um það, Fischer sést sennilega ekki við taflborðið f bráð eftir öllum sólar- merkjum að dæma. Þó er aldrei að vita, Fischer hefur alla tíð verið óútreiknanlegur og verður það sennilega áfram. + Jackie Unassis hefur frá því hún gifti sig í annað sinn verið álitinn svarti sauðurinn í Kennedyfjölskyldunni og meðlimir hennar hafa heldur lítið samband viljað hafa við hana. Þó er hér ein undantekning á og er það Rose Kennedy, höfuð ættarinnar, hún hefur alla tíð umgengist hana eins og ekkert sé. Og hér sjást þær, fyrrverandi tengdamóðir og tengdadóttir á leið til kirkju saman. + Elísabet Taylor, sem nýlega fékk aftur bandarískan ríkisborgararétt, sést hér syngja bandaríska þjóðsönginn og eins og sönnum Bandaríkjamanni sæmi leggur hún hægri hönd á hjartastað. Maðurinn sem stendur fyrir aftan hana er núverandi eiginmaður hennar, John Warner. + Eins og flestir muna var J. Paul Getty III eitt af mörgum fórnarlömbum mannræningja á Ítalíu fyrir nokkrum árum. Til að leggja áherslu á kröfu sína um lausnargjald sendu þeir afa drengsins annað eyra hans í pósti. Nú hefur Getty III fengið nýtt eyra, að vísu úr plasti, en það er betra en ekkert. Getty III býr nú í Þýzkalandi og á þar konu og barn. Konan á myndinni með honum er móðir hans, Gail Harris. Kökubazar og flóamarkaður verður haldinn aö Skólavörðustíg 21, 2. hæð á skírdag kl. 2 e.h. Félag heyrnarlausra. 4ra manna gúmmíbjörgunarbátar fyrirliggjandi. Athugiö verö og greiöslukjör. ÖlÁfmi GKSb\50M & CO. HF. SUNDABORG 22 - SÍMI 84800 - 104 REYKIAVIKmh-i NýjaT-bleian heitir Kvik Með Kvik bleiunni eru bleiubuxur eða bleiu- plast óþarft. Hún situr rétt á barninu og er þykkust, þar sem þörfin er mest. v^GS^0 pa$Ka- INNKAUP leyft okkar verd verð ódýr tómatsósa 187- 169- hangilæri 1.517- 1.395- suöusúkkulaði stór pk 592- 569- ferskjur 1/1 ds 410,- 369- PASKAEGG OnO/ ÁLAGNINGAR /0 AFSLÁTTUR Opió miövikudag til kl. 8 e.h. laugardag til hádegis. MATVORUMARKAÐURINN 8 LAUGARAS NORÐURBRUN 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.