Alþýðublaðið - 08.11.1958, Side 3
A 11» ý ® u b I a ö i S
3
Laugardagur 8. nóv. 1958
Alþgöublaðið
Útgefandi: Alþýðuflo.kkurin-n.
Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson
og Helgi Sæmundsson (áb).
Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson
Fréttastjóri: Biörgvin Guðmundsson
Auglýsingastjóri: Pétur Pétursson
Ritstjörnarsímar: 14901 og 14902.
Auglýsingasími: 1 4 9 0 6
Afgreiðslusími: 1 4 9 0 0
Aðsetur: Alþýðubúsið
Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfisgötu 8—10
AMtaf á móti
Slúlka óskast til skrifstofustarfa.
Gagnfræðapróf eða hliðstæð menntun nauðsynleg.
Eiginhandar umsókn sendist skrifstofu vorri fyrir
15. þessa mánaðar.
Tryggingastofnun ríkisins.
Þessj fjöldafundur var haldinn á dögunum, er verkfallið ver hiá brezka flugfélaginu
BOAC fyrir nokkru. Það vérkfall virtist ætla að verða örlagaríkt fyrir félafið, en leystist þó
allfljótt.
DEMÓKRATAR unnu stór-
sigur í kosningunum til
Bandaríkjaþings eins og við
hafði verið búist en þó varð
sigur þeirra nokkru meiri en
hinir bjartsýnustu höfðu
reiknað með. Demókratar
bættu við sig 13 sætum í öld-
ungadeildinni, hafa nú 62,
höfðu áður 49, Republikanar
hafa 34, töpuðu 13. Demó-
kratar eiga 286 s^feti í fulltrúa-
deildinni en Republikanar
152. Úrslit ríkisstjórakosn-
inganna urðu þau, að Demó-
kratar fengu 34 ríkisstjóra
kjörna en Republikanar 14.
Eftir er að kjósa ríkisstjóra
í Alaska, en það verður gert
25. nóvember n. k.
Mesta athygli vakti kosn-
ingabaráttan í New York og
Kaliforníu. í New York sigr-
aði Republikaninn Rocke-
feller Demókratann Harri-
mann og þykir hann nú einna
líklegast forsetaefni Repu-
blikana í forsetakosningun-
um 1960. í Kaliforníu biðu
Republikanar mikinn ósigur,
en þar hafa þeir til þessa átt
öruggu fylgi að fagna. Know-
land, öldungadeildarmaður
Republikana, ætlaði nú að
komast í ríkisstjóraembættið
en kolíéll. Eru úrslitin í Kali-
forníu talin mikið áfall fyrir
Nixon varaforseta Bandaríkj-
anna, og er óvíst að hann
hafi nokkra möguleika á því
að verða útnefnt forsetaefni
Republikana.
Úrslit kosninganna virðast
einkum bénda til aukins
fylgis Demókrata í landbún-
aðarhéruðum og meðal verka-
lýðsins. í Wisconsin, sem
Joseph McCarthy var þing-
maður fyrir, unnu Demókrat-
ar mikinn sigur og í Minne-
sota var hinn frjálslyndi
Eugene McCarthy kosinn í
stað Edward Thyle, sem ver-
ið hefur öldungadeildarmað-
ur í .12 ár.
Auk þess, sem Demokratar
unnu mjög á í landbúnaðar-
héruðunum, juku þeir fylgi
sitt í iðnaðarhéruðum aust-
ríkjunum. Bendir margt til
þess að þeir séu að verða eins
konar þjóðarflokkur, ofar inn
anríkisdeilumálum.
Meirihluti Demókrata á
þingi þýðir alls ekki að þeir
séu öruggir með að vinna for-
setakosningarnar að tveim
árum liðnum. Við forsetakjör
koma til greina ýmsar aðrar
ástæður. Persónulegar vin-
sældir skipta þar höfuðmáli.
Hinn glæsilegi sigur Nelsons
Rockefeller skipar honum á-
reiðanlega í efsta sætið á list-
anum yfir líkleg forsetaefni
Republikana.
Hvað Demókrötum viðkem-
ur, þá er ekki Ijóst hver
er þar efstur á blaði yf-
ir sennileg forsetaefni. Senni-
lega er útilokað að Averell
Harrimann komi lengur til
greina eftir ósigurinn í New
York. Hinn nýi ríkisstjóri í
Kaiiforníu, Pat Brown, þykir
líklegur sem sterkt forseta-
efni. Einnig er talað um John
Kennedy,sem var kjörinn með
miklum atkvæðamun í ríkis-
stjóraembættið. Hann er ka-
þólskur en nú er svo komið,
að það þykir ekki nein hindr-
un á leiðinni til Hvíta húss-
ins.
Kynþáttadeilurnar höfðu
lítil áhrif á kosningarnar að
þessu sinni. Demókratar
héldu fylgi sínu í suðurríkj-
unum og þeir hlutu stuðning
Framhald á li, síðu.
Þessi franska feg-
urðardís, Claudie
Rennsson, er sjáan-
lega kattavinur. Á
alþjóðlegri sýningu
í Par,s leituðu til
hennar hvorki meira
né minna en fimm
snotrir kettlingar.
Þeir voru auðvitað
allir hreinræktaðir
Síamskettir.
Katta-
vinur
Á DÖGUNUM kvörtuðu Sjálfstæðismenn á aipingi yfir
því, að ríkisstjórnin hef-ur enn ekki látið smíða þá fímmtán
nýju togara, sem lofað var í málefnasamningi stuðnings-
flokka hennar. Ástæðan er sú, að ekki hefur fengizt lán í
þsim löndum. þar sem ríkisstjórnin óskaði helzt að fá skip-
in smiðuð. Og Morgunblaðið lét í það skína, að þetta væri
sök ríkisstjórnarinnar. Hún fengi ekki lán, og þess vegna
væri alLt í tvísýnu um togarakaíipin.
Nú snýr svo Morgunblaðið heldur en ekki við blaðinu.
Það áfellist ríkisstjórnina fyrir að vera á þönum eftir 'lánum
út og suður. Má segja um þennan málflutning, að annað-
hvort sé of eða van.
Morgunblaðið kemst svö að orði í þessu sambandi í gær:
„í fyrradag flutti Morgunblaðið þá fregn, að enn væru
Íslendingar i nýrri bóhbjargarferð til Bandaríkjanna til
þess að fá þar 6 milljón dollara lán. Ríkisstiórnin hefur, allt
síðan hún kom til valda, haldið sér ,,ofansjávar“ með svo
miklum og tíðum lántökum, að slíkt hefur ekki þekkzt áð-
ur, enda hafa ríkisskuldirnar tvöfaldazt í tíð núverandi
ríkisstjórnar.
í gær gerðu stjórnarbiöðin enga athugasemd við þessa
fregn Morgunblaðsins, og gefur það til kynna að þau treyst- ,
ist ekki til að mótm.æla henni1.
Það vekur athygli í þessu sambandi, að Vilhjálmur Þór,
aðalbankastjcri, sá sem í ferðinni er af hálfu ríkisstjórnar-
innar, talar við Dulles utanríkisráðherra um lántökuna, og
gæti það gefið til kynna að ekki þýði að leita eftir lánum
handa Islendingum hiá bönkum eða öðrum fjármálastofn-
unum, en það talar sínu máli. Þegar fulltrúi íslendinga,
sem er í lántökuerindum, leitar til utanríkisráðherra lands,
þá er það í rauninni hið sama og biðja um aðstoð hjá við-
komiandi stjórnarvöldum. Ekki er að efa það, að öll ríkis-
stjórnin og þar með korrr.núnistar standa á bak við þessa
nýju beiðni ríkisstjórnarinnar um aðstoð hjá Bandaríkja-
stjórn.“
Öðrum ferst, en ekki þér, má vissul^ga.segja um þennan
máiflutning Sjálfstæðisf'okksins. Núverandi ríkisstjórn hef
ur tskið lán undanfarið til að framkvæma þáð, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn kom ekki í verk. Ólafur Thors og Bjarni
Benediktsson gerðu hvern leiðangurinn af öðrunt út af örk-
inni að leita eítir iánum, en höfðu ekki erindi sem erfiði.
Þennan vanda varð núvsrandi ríkisstjórn að leysa. En þá
hneykslast Sjálfstæðisf]okkurinn á þeim lántökum, sem
nann kom ekki í verk. Hér skal ekkert um það sagt, hvort
fréttin af samtali Vilhjálms Þór við Dulles er sannleikan-
um samkvæm. En hún ætti ekki að hneyksla Sjálfstæðis-
flokkinn. Lét ekki Ól.afur Thors þess getið fyrir síðustu ai-
þingiskosningar, að dr. Konrad Adenauer hefði lofað honum
stórláni? Þeir peningar hafa raunar aldrei komið ti[ skila.
En var þetta bónbjargarferð og aðstoðarbeiðni, ef Adenauer
hefur léð máls á að gera Óiafi Thors þann persónulega
greiða að lána íslendingum fé til nauðsynlegra fram-
kvæmda? Fleira mætti taka fram af þessu tilefni, en þetta
mun nægja að sinni.
Sjálfstæðisflokkurinn gerir það að árásarefni, ef núver-
andi ríkisstjórn tekur lán erlendis og framkvæmir það, sem
Ólafur Thors og Biarni Benediktsson þóttust vilia, en komu
ekki í verk. Og' Sjálfstæðisflokkurinn hneykslast ekki síð-
ur á því, ef ríkisstiórninni gengur erfiðleika að fá lán eins
og í sambandi við togarakaupin fyrirhuguðu. Þannig er
alveg sama, hvað ríkisstjórnin reynir og gerir. Sjálfstæðis-
fiokkurinn er alltaf á móti. Hins vegar fást Sjálfstæðis-
menn ágætlega til að notfæra sér það, sem ríkisstjórninni
verður ágengt. Það sannar til dæmis viðbótarvirkjun Sogs-
ins, svo að eitt sé nefnt af mörgu.
C Wan úr heimi ^