Alþýðublaðið - 11.11.1958, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.11.1958, Blaðsíða 6
6 Alþ ý 8 u b laSífl Þriðjudagur 11. nóv. 1958 C ÞA£) má eiginlega segja að íslenzka póststjórnin ætli að þurrausa vasa frímerkjasafn- aranna fyrir jólin. Fyrst á að gefa út fánamerkin og kosta þau bxði 53,50. l>á hefur verið boðuð ný út- gáfa Þann 9. desember, merki með mynd stjórnarráðsins. 2 krónur og fjórar krónur. Er ekki hægt að gefa út enr. eitt sett fyrir jól? Hvers vegna var mynd stjórn arráðsins höíð á merkjunum, í stað þess að nota tækifærið til að gefa út landheigismerki? Er póststjórnin éitthvað smeik við De la Rus? Hvers vegna voru merkin ekki prentuð í Bretlandi — heidur í Sviss? Það er vitað mál að De la Rue hafa betri vélar til prentunar á.merkjum. Það er því miður ekki hægt fyrir póststjórrnna að dyljast lengur í þsssu máli. De la Rue, prentar msrkin fvr- ir Sameinuðu þjóðirnar og á kvikmynd sem sýnd var oftlega á frímerkjasýningunni var sýnt í hverskonar vélum, fuil komnum nýtízku vélum, merki þeirra eru prentuð. Svo var TIL ÞEiSS að almenningur eigi auðveldara með að fylgj- ást með vöruverði, birtir skrif- stofan eftirfarandi skrá yfir út- söluverð nokkurra vöruteg- unda i Reykjavík, eins og það reyndist vera 1. þ. m. Verðmunurinn sem fram kemur á nokkrum tegundanna, stafar af mismunandi tegund- um og eða mismunandi inn- kaupsverði. Nánari upplýsingar um vöru- verð eru gefnar á skrifstofunni eftir því sem tök eru á, og er fólk hvatt til þess að spyrjast fyrir, ef því þykir ástæða til. Upplýsingasími skrifstofunn- ar er 18336. Matvörur og nýlepduvörur: Lægst: Hæst: Rúgmjöl pr. kg. Kr. 2.90 3.10 Hveiti - - - 3,30 3.70 Haframj. - - 3.10 3.85 Hrísgrj. - - - 6.85 6.85 Sagógrj. - - - 4.95 5.65 Kart.mj. - - - 6.85 6.85 Te, 100 gr. pk. - 5.85 6.00 Kakó, Wess 250 g. - 11.35 14.05 SuSusúkk. Sír kg. - 97.40 99.80 Molasyk. pr. kg. - 5.85 7.10 Strásyk. - - - 4.45 4.70 Púðursyk. - - - 5.35 6.10 Rúsinur - - - 31.00 34.95 Sveskj70-80 - - - 23.75 32.15 Kaffi br. og malað 43.00 Export 21.00 Smjörlíki niðurgr. 10.20 Smjörlíki óniðurgr. 15.20 Fiskbollur 1/1 ds. - 12.75 15.00 Kjötfars 21.00 Þvefni Rinso 360 g- 9.00 10.05 Sparr.250 g - 4.30 4.40 Perla 250 g - 4.30 - Geysi 250 g - 4.05 Framhald á 9. síðu sýnd önnur mynd, sem hingað hafði verið lánuð af fyrirtæk- inu sjálfu, af merkjum hins , unga ríkis Malaya, hvílíkur raunur á vélum. Safnararnir bókstaflega hrukku við að sjá þá gamaldags rokka. í fyrsta i lagi: Eru það þær vélar, sem ís’enzku merkin eru prentuð ; í? Ef svo er, er þá ekki meira vit að fá Þau prentuð áfram hjá sama fyrirtæki á betri vél- ar. 1 öðru lagi: Hafi þau ver- ið prentuð á gömlu vélarnar, var það þá sökum þess, að það væri ódýrari framleiðsluaðferð : og var það þá gsrt með v-it- und og vilja póststjórnarinnai ? Við skulum vona að bessi nýju merki, sem prenta á '1- Sviss verði ekki ilia „Center- uð“!!! JÓLAMERKI. Nú er Akureyrar- og Thor- valdsensfétags-jóiamerkin korn- in út í ár, og er Akureyrar- merkið einkar smekklegt að | þessu sinni. Mun það rætt nán- ar í næstu viku. j Thorvaidsensfélagsmerkið, er I aftur á móti ekki nærri eins gott. Halldór Pétursson hefur i tejknað þaö, en þar sem mér er kunnugt um að það var valið úr þrem tiliögum hans, hvar af að minnsta kosti ein, sem var jólamynd af dómkirkjunni, var miklu betri. Því mun í einhverj um nxsta þátta birtast af öllum þessum tillögum og samanburður gerður móguleg- ur fy.rir lesendur sjálfa. Hvernig væri að Thorvald- sensfélagið kveddi á sinn fund til skrafs og ráðagerða nokkra jólamerkjasafnara hverju sinni — er það hyggðist gefa út rýtt jólamerki. Það er að vísu alls ekki með því sagt, að útkoman yrði miklu betri, en safnararn- ir yrðu ánægðari með hana og nú er svo komið, að það hefur þó nokkuð orðið að sega íyrir | félagið, því að sá hluti er þeir kaupa af merkjum félagsins, er alltaf vaxandi. FÉLAG ÍSLENZKRA JÓLAMERKJASAFNARA. | Nokkur áhugi hefur komio fram um að stofna Félágssam- | tök Jólamerkjasafnara og hef-j ’ ur ritstjóri þáttarins um frí-1 merki hér í blaðinu ákveðið að beita sér fyrir því að úr fram- kvæmdum yrði. Þeir sem hafa áhuga eru beðn ir að skrifa sem fyrst annað hvort til Frímerkjaþáttar Al- þýðublaðsins, eða til Sigurðar H. Þorsteinssonar í pósthólf 319, Reykjavík. Ef hægt yrði að stofna fé- !ag jólamerkjasafnara um jólin, væri það áhugamálinu, jóla- merkjasöfnuninni góð jólagjöf. rvis O! Framhald af 2. síðu. Georges Pire kvaðst vera mjög hrærður yfir þeim sóma, 1 sem sér væri sýndur og að I 'iann væri sér þess fyllilega ; -neðvitandj hver áhyrgð jiví j "ylgdi að fá slík aljiióðleg verð laun. Hann kvaðst mundu verja fénu til að stofna flótta- mannaþorp, sem beri nafn ínnu Frank, sem nazistar óku af lífi í fangabúðum. — íéra Pire taldi æskilegast að •'isa þorpið í Noregi, en til ’ ess þyrfti að sjálfsögðu sam- 'tykki norskra yfirvalda. Eg vona aðe'Ms, að ég sé verður bessara Iauna og ég finn til á- ’iyrgðar gagnvart öllu mann- kyninu, sagði hann að lokum. JERTJSALEM, ísrael, (UPI). ísraelsmenn eru ákveðnir í að láta ekki undan hótun- um nágranna sinna. Og helzta vörn þeirra er hinn þaulæfði her, sem þeir hafa byggt upp síðastliðin tíu ár. Fyrir skömmu !ét forsæt- isráðh rra ísraels. David Ben Gurion, svo ummælt á þingi ’andsins, að ísraels- menn yrðu að gæta þess að vera svo hernaðarlega sterk ir, að enginn þori að ráðast á þá. Hershöfðingjar ísra- elsmanna telja að Arabar geti ekki án aðstoðar frá öðrum ríkjum hafið skyndi- árás á ísrael. En þeir segja að hættan á árás Araba á ísrael sé alltaf yfirvofandi og því megi ekki slaka á vörnum landsins fyrr en ör- uggur friður hefur verið saminn. Undanfarið hafa ísraels- menn eflt her sinn allmikið. Þeir fengu nýlega tvo stóra kafbáta frá Bretum og eru þeir góð viðbót við flota þeirra. ísraelsmenn geta boðið út 250.000 manna her- liði á tveim dögum. Er mjög mikil áherzla lögð á þjálfun hersins og ströng herskylda er lögfest. Arabaríkin geta boðið út 400.000 manns, þau hafa yfir að ráða 300 orr- ustuþotum, 2000 skriðdrek- um og ógrynni fallbyssna. Álit hernaðarsérfræðinga er að her ísraels sé betur þjálf aður en herir annarra ríkja í Austurlöndum nær. Isra- elsmenn segja að það sé vegna þess að framtíð lands- ins sé undir því komin, að herinn sé ávallt til taks, ef á þá verði ráðist. Jón Leif's: HEIMKOMINN úr utan- fréttir undirritaður, revndi þar að halda uppi heiðri íslendinga sem réttar- samfélags og menningarþjóðar, að fram sé komin á Alþingi til- iaga um að heimila hljóðfest- ingu hugverka í heimahúsum endurgj aldslajist. Ekki hefur frézt að neinn Untningsmanna þessarar til- lögu 'hafi átt viðtal við höf- unda eða höfundaréttarfræð- inga um þetta mál, enda mundi tillagan tæplega vera fram borin, ef svo hefði verið. Höfundasamtökin og höf- undaréttarfræðingarnir munu svara fyrir sig og kljúfa málið til mergjar, en til bráðabirgða vill undirritaður hér aðeins taka fram þetta: Skyldi Alþingi slysast til að samþykkja slíka tillögu, mundi ákvæðið tvímælalaust. verða úr gildi numið með dómi, þar sem það brýtur í bága við stjórnarskrána og bá megin- hugsun höfundaréttarins, að hugsmiðir hafi eins og aðrir smiðir einkarétt á bví, sem þeir hafa smíðað og ráði því hvort og með hvaða skilyrðum þeir láti það af hendi. Menn rnega ekki taka eignir annarra til af- nota hvort sem það er í ábata- skyni eða ekki. Þetta er mjög ríkt í réttarmeðvitund allra menningarþjóða. Viija menn t. d. leyfa veiðar í landhelgi til heimilisþarfa? Eiga sauðaþiófar að fá að stela kindum og slátra þeim án refs- j ingar, ef verknaðurinn er að- eins framinn til heimilisþarfa? Ætla háttvirtir þingfulltrúar íslenzkra bænda að gerast for- : mælendur shks réttarfars? j Nú má skilja að fátækir i menn og hungraðir steli ti! ) heimilisþarfa, enda þótt refs- | ing liggi við, en eigendur hljóð- ritunartækja eru yfirleitt efn- aðir menn, því að tækin eru dýr. Þess vegna er ekki hægt að viðhafa þau mannúðarsjón- armið gegn þeim, sem gætu valdið náðun hjá öðrum. Sam- tök höfundanna hafa hins veg- ar fallist á að leyfa hljóðritun til keimilisþarfa ótakmarkað í heilt ár gegn gjaldi, sem væri hæfileg greiðsla fyrir leyfi til að hljóðrita eitt verk til heim- ilisnotkunar. Flutningsmenn framan- greindrar tillögu segjast vilja að tónskáld fái ré’ttmæt laun fyrir sín verk. Hafa þá þessir flutningsmenn athugað hvern- ig launakjör tónskáldanna eru? Þau fá yfirleitf engin laun fyrir sín verk fyrr en verkin eru flutt eða hljóðrituð, og upp hæðirnar, sem tónskáldin fá, eru ekki nema vasapeningar þangað til verkin eru mjög oft og mjög víða flutt og hljóðrit- un þeirra selst í miklum fjölda eintaka út um allan heim, en þegar svo er komið eru tón- skáldin venjulega dauð. — Hljóðritun í heimahúsum dreg i ur hinsvegar úr plötusölunni. Það er skiljanlegt að óvin- sælt sé hjá veiðiþjófum, sem veitt hafa í landhelgi öldum saman, að banna þeim allt í einu veiðar innan slíkrar land- helgi, en vér íslendingar stönd um fast á vorum rétti og verð- um að varast að ganga á rétt annarra, ef vér viljum að rétt- ur vor sé virtur. Framangreind tiPaga ef hún væri samþvkkt er einnig brot á milliríkjasamningi, sem heit- ir Bernarsamþykkt. Sumir segja að ef tillagan næði fram að ganga, þá væru hæg heima- tökin fyrir höfundasamtökin að innheimta afnotagjöldin beint frá ríkissjóði íslands og að slíkt væri í sjálfu sér auð- veldara og æskilegt. Vér vei^ium hins vegar að vona að flutningsménn sjái að sér og taki tillöguna til baka. Annars mætti búast við því að bráðlega kæmi fram tillaga um að allir megi hnupla bíl hvar sem er til eigin afnota í heim- iliserindum. Slíkt yrði ef til vill vinsælt hjá öðrum en bíleig- endum. Reykjavík, 6. nóv. 1958, Jón Leifs. UMFERÐ LÖGREGLAN í Wichita í Kansas neitaði að trúa bílstjór- anum Johnny Eli, þegar hann kærði yfir því, að farþegaflug- vél hefði revnt að þvinga hann út af veginum, og handtók hann fyrir að kevra dauðadrukkinn eftirflgbraut á flugvelli borg- arinnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.