Alþýðublaðið - 20.11.1958, Page 3

Alþýðublaðið - 20.11.1958, Page 3
vegna óknylla, þjófnaðar, lausung- ar, úlivistar o. fl. Á ÁRINU 1957 hafði barna- verndarnefnd Reykjavíkur af- skipti af 183 börnum vegna ó- knytta, lausungar, útivistar o. fl. Kemur þetta fram í skýrslu nefndarinnar um stárfsemii hennar s. 1. ár. Hér fer á eftir kafli úr skýrsl unni: Árið 1957 áttu eftirtaldir menn sæti í barnaverndar- nefnd Reykjavíkur: Guðmundur Vignir Jósefs- son, hæstaréttarlögmaður, for- maður, Guðrún Jónasson, frú, varaformaður, Hallfríður Jón- asdóttir, frú, ritari, Jónína Guðmundsdóttir, frú, Kristín Ólafsdóttir, frú, Valgerður Gísladóttir, frú, Magnús Sig- urðsson, skólastjóri. Starfsmenn nefndarinnar voru: Þorbjörg Árnadóttir, hjúkrunarkona, Þorkell Krist- jánsson, fulltrúi, og skrifstofu- stúlka nokkurn hluta dagsins. Nefndin hélt 39 fundi á ár- inu. Venjulegur fundartími var kl. 16.30 á miðvikudögum. Til meðferðar voru tekin 445 mál. Skrifstofa nefndarinnar er í húsi nr. 20 við Hafnarstræti og er opin virka daga kl. 10— 12 og 14—15, nema laugar- daga, þá aðeins frá kl. 10—12. eftirlit með heimilum. Árið 1957 heimsótti hjúkr- unarkona nefndarinnar 144 heimili. Sum heimilin hafa ver ið undir stöðugu eftirliti árum saman. Auk þess hefur fulltrúi nefndarinnar haft eftirlit með fjölda heimila vegna afbrota og óknytta barna og unglinga. Þá hefur fjöldi einstaklinga og heimila notið aðstoðar og leiö- beiningar á vegum nerndar- innar. Ástæður tii heimiliseftirlits flokkast þannig: Veikindi 38 heimili. Húsnæð isvandræði 5. Fátækt 21. Ýmis vanhirða 26. Deila um umráða- rétf og dvalarstað barna 18. Ósamlyndi, vont heimilislíf 3. Drykkjuskapur 33. — Samtals 144 heimili. AFSKIPTI AF EINSTÖKUM BÖRNUM. Á árinu útvegaði nefndin 183 börnum og unglingum dval arstaði, annað hvort á barna- heimilum, einkaheimilum hér í bæ, eða í sveitum. Sum þess- ara barna fóru aðeins til sum- ardvaiar, en önnur fóru til langdvalar, einkum umkomu- laus og vanhirt börn, sem nefndin gat útvegað fóstur. Ástæður til þess, að börnun- um var komið fyrir, eru þess- ar: Þjófnaður og aðrir óknytt- ir 32 börn. Útivist, lausung, lauslæti 9 börn. Erfiðar heim- ilisástæður, slæm hirða og ó- hollir uppeldishættir 142 börn. — Samtals 183 börn. Nefndin hefur mælt með 35 ættleiðingum, og hafa mæð- urnar í flestum tilfellum valið börnum sínum heimili með það fyrir augum, að framtíð þeirra væri betur borgið en ef þær önnuðust sjálfar uppeldi þeirra. 180 börn dvöldu s. 1. sumar á barnaheimilum, sem Reykja- víkurdeild Rauða Kross íslands rekur í tvo mánuði á sumrin. Nefndin stuðlaði að því, að þau börn, sem mesta þörf hefðu á sumardvöl, væru látin sitja fyrir. Sömu sjónarmið voru höfð í huga um val á barna- heimilið Vorboðann í Rauðhól- um, sem rekið er af Mæðrafé- laginu, Þvottakvennafélaginu Freyju og Verkakvennafélag- inu Framsókn, eii þar dvöldu um áttatíu börn tveggja mán- aða tíma. . „FLAKK OG ÚTIVIST“ MIKIL. Brotafjöldi er nokkru meiri en árið 1956. Hækkunin er mest undir liðnum „flakk og útivist“, eða um 200 brot. 'Stáf- ar þetta af því, að mjög var hert á eftirliti með veitinga- og dansstöðum. Þá hefur nokk uð aukist tilhneiging barna til skemmdarverka og verður ekki hjá því komist að álíta, að virð ingarleysi barna og ungmenna fyrir verðmætum fari mjög í vöxt. 1 Nokkuð ber á því að börn fremji afbrot eftir að sá tími er liðinn, er þau hafa heimild til útivistar, skv. 19. gr. lög- reglusamþykktar Reykjavíkur. Því miður virðist svo sem ýms- ir foreldrar geri sér litla rellu út af því, að börn þeirra flæk- ist úti á ólöglegum tíma. Ungl- ingar safnast saman á „sjopp- um“ og leiðast þá gjarna út í afbrot og óknytti án vitundar foreldra eða annarra uppal- r ungir JAKARTA, 19. nóv. — ReiS- ir, kínverskir nemendur brutu í dag borð og töflur og köstuðu grjóti í lögreglumenn til þess að mótmæla því, að ríkisstjórn- in hefur tekið í sínar hendur gagnfræðaskóla þennan. Er skóli þessi einn af mörgum, sem stjórnin hefur tekið í sín- ar hendur á þeirri forsendu, að skólarnir kunni að vera á bandi Kuomintang flokksins, flökks Chaing Kai-Sheks. Þetta eru fyrstu fréttir af á- tökum vegna þessara aðgerða stjórnarinnar. enda. Helzta ánægja þessara barna er oft í því íóig'in að sækja fjarlæga skemmtistaði. Venjulega eiga þau aðgang að einhverjum ákveðnum leigu- bílstj órum, sem aka þeim. Ein- stöku bílstjórar eru svo kæru- lausir, að þeir kaupa áfengi fyr ir börn og unglinga eða selja þeim, og dæmi eru til þess, að bílstjórar hafa látið aí'skipta- lausa alls konar ósiðsemi í bif- reiðum þeirra. Rétt er að taka skýrt fram, að hér eiga aðeins fáir menn hiut að mali í stór- um hóp, en nauðsynlegt er að slíkir menn verði látnir sæta hinum þyngstu viðurlögum. Nokkuð ber á því, að börn fái að fara inn á dansstaði óátalið af forsvarsmönnum slíkra skemmtana, bæði hér í Reykja- vík og nágrenni. Þá eru einnig brögð aö því, að börn fari ó- hindruð í kvikmyndahús, þó að um bannaðar myndir sé að ræða. Af þessum myndum læra þau margt óæskilegt, sem síð- an endurspeglast í leikjum þeirra og athöfnum. Nefndin hefur oröið þess vör, að nokkuð ber á því, að börn segja for- eldrum og forráðamönnum beinlínis rangt til um ferðir sínar og athafnir, er þau eru um slíkt spurð, og er nauðsyn- legt, að foreldrar gefi meiri gaum að útivist og félagsskap barna sinna. Nefndin hvetur foreldra til að stuðla að því, að börn læri strax að hlýða lög- unum. Það mun öllum verða fyrir beztu. ÁFEN GISNEYZLA BARNA EYKST. Svo virðist sem áfengis- neyzla barna fari í vöxt. Varð lítið vart við það áður fvrr, að börn innan fermingaraldurs neyttu áfengis, en á árinu 1957 hefur nefndin fengið nokkur slík mál til meðferðar. Vistheimilið í Breiðavík hef- ur mjög auðveldað nefndinni störf aö því er varðar mál drengja, er gerzt hafa brotleg- ir viö lög á einn eða annan hátt. Hins vegar vantar enn til- fmnanlega sambærilegt heim- ili fyrir stúlkur og torveldar það mjög störf nefndarinnar svo og kvenlögreglunnar, sem á við sömu erfiðleika að stríða í þessu efni og barnaverndar- nefndin. Samkv. upplýsingum kven- iögregiunnar hefur hún á ár- . inu haft afskipti af 67 stúlkum á aldrinum 12—18 ára vegna útivistar, lauslætis, þjófnaðar og áfengisneyzlu. Ágæt sam- vinna er milli kvenlögreglu og barnaverndarnefndar og er nefndin mjög ánægð með þá aðstoð, er lögreglan veitir henni í störfum hennar. Maðurinn, bak við tjöldin. Þessi mynd birtisí fyrir skemmstu í brezka blað- inu News Cronicle. A plagginu stendur: Nóbels- verðlaun. — Myndin þarf ekki skýringa við. Rann af hemlurtifm og missti stjórn á bifreiðinni Harður árekstur á Hafnarf jarðarvegi MJÖG harður árekstur varð á Hafnaiifjarðarvsgi í fyrra- kvöld á móts við Fossvogskikju garð. Skullu þar sanian tveir bílar og má heita, að annar hafi gereyðilagzt. Voru þetta bíl(- arnir R-l(1115 og G-10. Alþýðublaðið átti í gær tal við sjónarvott að slysi þessu. Fer frásögn hans um það hér á eftir: Fiat-bifreiðin R-10115 var á leið til Hafnarfjarðar. Voru 2 menntaskólanemar í henni. Við stýrið var Gunnlaugur Geirs- son nemandi í 5. bekk. En með honum í bílnum var Helgi Gísla son, nemandi í 4. bekk. RANN AF HEMLUNUM. Fiatbíllinn var að taka fram úr öðrum bíl, en Buick G-10 Skauf konu í FYRRAKVÖLD var kven- morðingi, sem flúið hafði frá Haniborg til Berlínar, afhent- ur Hamborgarlögreglunni á Fulsbuttel flugvellinum í Ham borg. Morðinginn, sem heitir Wenzel Kulfuss, var fyrrum lögreglumaður í Austur-Þýzka- landi en flýði til vestursvæðis- ins árið 1950, þar sem hann gifti sig skömnui síðar. Það lijónaband fór fljótlega út um þúfur. Nokkru síðar gifti Kul- fuss sig aftur ungri stúlku. Um 20. sept. hvarf hin unga kona Kulfuss og um líkt leyti fór hann til Vestur-Berlínar og hafði með sér sex ára dóttur sína frá fyrra hjónabandi. Mó£i ir barnsins kærði og sagði Kul- fuss hafa stolið barninu. Lög- reglan í Berlín handtók mann- inn og kom barninu á uppeld- isheimili unz móðirin kom og sótti það. En nú tóku nágrannar þeirra Kulfuss-hjóna að undrast um konuna. Maður liennar gaf þá skýringu að liún hefði farið til Austur-Þýzkalands að heim- sækja móður sína. Ekki var samt skýring mannsins talin í kolageymsl áreiðanlegri en svo, að lögregl- an lióf leit á heimili þeirra hjóna. í miðstöðvarklefa húss- ins fanst lík konunnar. Hún hafði verið særð miklu skot- sári og troðið ofan í kola- geymsluna. Kulfuss játaði strax að vera valdur að dauða konu sinnar. Sagðist hafa sleppt sér er hún atyrti hann fyrir að heimsækja fyrri konu sína og dóttur. Þetta er þriðja kvenmorð ð, sem Ilamborgarlögreglan fær til úrlausnar á rúmri viku. var á leið til Reykjavíkur og" kom á móti. Gunnlaugur skýrði svo frá eftir slysið, að hann hefði ætlað að hemla en runnið af hemlinum og misst stjórn á bílnum. Gunnlaugur var mikið skrámaður á andliti og með brotnar tennur. Svo virðist sem hann hefði fengið taugaáfall. j KASTADIST GEGNUM RÚÐUNA. Um Helga sagði sjónarvott- urinn: Ég hef ekki séð Ijótari sjón á ævinni. Maðurinn var al blóðugur í amiliti og aílur skaddaður. Mun hann hafia kast ast gegnum framrúðuna við á- rekstnurinn og misst meðvitr und í fyxstu. En síðan mun harin hafa náð meðvitund aftur því að hann stóð upp sjálfúr. Mér varð svo um þessa sjón, ao ég fékk snert af taugaáfalli'. MIKLAR SKEMMDIR ' ^ Á BÍLUNUM. Buick-bíllinn var mjög ljót- ur eftir áreksturinn en skemimd ir voru minni, mennina í bíln- um sakaði lítið. Bílarnir voru báðir á mjög mikilli ferð, er á- reksturinn varð, líklega hefur Buick-bíllinn ekið á um 70 km. hraða sagði sjónarvotturinn að iokum. BERLÍN, í gær — Reuter. Vestur-Þjóðverjar og Aust- urríkismenn háðu landsleik í knattspyrnu í gær og vay jafntefli 2:2. Alþýðublaðið — 20. nóv. 1958. 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.