Alþýðublaðið - 20.11.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.11.1958, Blaðsíða 4
Nina&Frederik Day-O. Come Back, L’iza. Man Smart, Woman Smarter. Jamaican Farewell. Lisíen To The Occan. Tritse Vida. Me pet Parakeet. Bury Me Where She Passes By. Eden Was Just Like This. When Woman Say No Slie Means Yes. Happi Days. Maladie d’Amour. Mango Vendor. Choucounne. Hold ’im Joe. L'in'bo. Oh, Sinner Man! Mary’s Boy Child, Min kompliment, Chérie Lad os flyve til en stjerne. - Póstsendum ■ Hljóðfæraverzíun SI6RÍÐAR HELGADÓTTUR Súni 11315 — Vesturveri. Skoda varahlutir nýkomnir Ventilgormar, Ventilhettur, Handbremsuyírar, Hjöruliðir, Stýrisendar, Stýrissnekkjur, Spindilspyxnur, Fóðringar og slitboltar í fjaðrir. Skiptiteinar í gírskipt- ingu. Púströrsfestingar, Bremsugúmmí, Bremsuborðar (boraðir). Bremsudælur, Háspennukefli, Ljósaskiptax’, Bremsuröfai’, Aðalsvissar, Felgur, ‘ Kerti, Ventlar, * IfF Headpakkningar, Straumlokur, Dynantóar 'f o. m. fl. Skoda verkslæðlð i við Kringlumýrarveg. 1 ~ Sími 32881. 4 i. HÓTEL Adlerhof er grátt, drungalegt fimm hæða stein- hús, skorðað á miili annarra jafn hárra steinhúsa. Ástæðan til þess 1 að þetta hótel er gert hér að umtals- efni er ekki sú ,að það sé neitt merkilegra en einhver önnur hótel hér í Vínarborg — nema þá síður sé, því hér er fjöldi glæsilegra, nafnfrægra hótela. Til dæmis hótel Imperial við Ringstrasse, sem "er nú upp- hyggt og eitt nýtízkulegasta hótel á meginlandi Evrópu. En rússneska setuliðið hafði þar aðalbækistöðvar sínar á sínum tíma. Skildi Rússinn við það í megnustu óreiðu. Tók hátt á þriðja ár að koma öllu í samt horf aftur. Þá má nefna hótel Ambassador við Kártnerstrasse. Þár búa kon- ungar og annað stórmenni, sem sækja Vín heim. Má allt- af sjá, ef eitthvað stórmenni hvílir þar sín lúnu bein, því þá standa venjuléga stramm- ir herverðir beggja megin við aðaldyr hóteisins — eins og þegar Mikojan dvaldi þar eða . Páll Grikkjakonungur. Hótel Sascha er einnig við Kártner- strasse, á móti óperunni. Fræg ir leikarar búa þar gjarnan. Ef hópur unglinga hefur safn ast við aðaldyrnar er öruggt, að einhver stjarnan hefur fall ið þar niður. Þessir ungling- ar eru rithandasafnarar. Eru unglingarnir gráðugir í skrift ir frægra leikara eins og' belja í salt. Einnig eru þeir þefvís- ir á komu leikaranna, sem bændur nasa regn á þurrviðr- isdegi, því ekkert hefur verið birt um komu stjörnunnar, er unglingarnir hafa myndað um'ferðaröngþveiti framan við hótelið. Er þetta eldri mönnum hvimleið sjón. Þann ig mætti lengi halda áfrarn að telja upp hótel, sem bæði eru glæsilegri og frægari en hó- tel Adlerhof —- eða Arnar- garður, eins og það héti á ís- lenzku. En hótel Arnargarð- ur hefur það fram yfir öll hin hótelin, þrátt fyrir drunga- legt ytra útlit, að .það er stað- sett í miðju hverfinu, sem ís- lenzkir námsmenn hér í Vín, hafa gert að aðalbækistöðv- um sínum: þar sem þeir flest- ir hverjir borða og drekka saman kaffibolla að kvöld- lagi. Engan skyldi því undra að íslending reki á f.jörur hó- tels Arnargarðs. Þar hafa flestir íslenzkir námsmenn, sem hingað koma bylt sér á hvítum, slitnum lökunum, sína fyrstu nó'tt í Vín. Hótel Arnargarður er því að einhverju leyti íslenzkt hó- tel. íslendingar eru boðnir þar velkomnir eins og förtx- manni úr næstu sveit er tek- ið opnum örmum á bæ heima, og hann spurðúr tíðinda úr sinni sveit. n. 'Strætið fyrir ofan Doran- kanal heitir kai-kæi á ís- lenzku. Það er fjölfarin um- ferðaæð. Þaðan er hægt að fara með sporvögnum um alla borgina þvera og endilanga. En örskammt fyrir ofan kæj- ann er e.lz.ti- hluti Vínarborg- ar — aldagamlar kirkjur og hús. Hús, sem .halla hvert að öðru, eins og kærustupör með smáar, örmjóar, steintraðir eða tröppur á milli eins og í borg- um á Spáni. En þannig voru ak- og gangvegir í þá tíð: þráðmjó sund milli lágreistra steinhúsa með tréhlerum fyr- ir litlum gluggum. Þarna í þessum elzta hluta borgarinnar, hluta fyrsta hverfis, var Arnargarður hlaðinn úr rauðum múrsteini _ húðuðum með grárri' stein- steypu, fyrir um það bil 40 árum. Arnargarður var hlað- inn á grunni postulanna fimm. Húsið, sem stóð hér áð- ur, var með upphleyptar myndir af postulunum fimm á einni hliðinni, og naut mik- illar virðingar Vínarbúa 'fyr- ir þær sakir. Sumir signdu sig jafnvel, er þeir áttu leið framhjá eða tóku ofan. En eng inn signir sig lengur, ef hann á leið fram hjá Arnargarði — því bæði er búið að byggja svo í kringum það, að veg- farandinn kemur alls ekki auga á það, og svo eru post- ularnir fimm líka horfnir. Hótel Arnargarður er bara eitt af mörgum gráum stein- húsum, eins og hver regn- dropi er öðrum líkur. Hótel Arnarhof hefur ekk- ert skilti. Það er óþarfi, þvi það hefur sína „stamm“-gesti. Gestir, sem einu sinni hafa búið þar, koma aftur. Smá ljósapera með rauða rönd, eins og Ijósakúlurnar fyrir utan lögregluvarðstofurnar hérna, er eina auglýsingin fyrir hótel Arnarhof. III. Gatan rétt ofan við hótel Arnarhof nefnist Fleisch- markt á máli innfæddra. Á íslenzku væri það kjötmark- aður. Núna eru þar aðeins tvær smá kjötverzlanir. Önn- ur lætur svo lítið yfir sér, að maður tæki alls ekki eftir henni sem kjötbúð, ef ekki héngi reykt svinslæri innaná í stórum hvítum glugganum. Hérna í Kjötmarkaðinum voru áður kjötvinnslu- og slátrunarstöðvar. Öll verzlun fór þá fram undir beru lofti og þrefuðu húsmæðurnar um kjötverðið við undirleik líru- kassaspilara, hestvagna- skrölts og baul í nautgripum. Langt er síðan þessi markað- ur lagðist aiður. Nú eru mark aðirnir í stórum birgða- skemmum víðs vegar um borgina, og úir þar sarnan öll- um mögulegum landbúnaðar- afurðum, sem bændur flytja sjálfir til borgarinnar og selja milliliðalaust. Er hægt að gera þar mjög hagkvæm inn- kaup. En sá Ijár er á lóði, að kjötið og grænmetið er alls óflokkað, og ræður tilviljun ein hvort menn fá fyrsta eða þriðja flokks vöru. En þetta var nú nafnið á götunni, sem er litlu ofar en hótel Arnarhof. Kjötmai'kaðurinn er álíka löng' gata og Austurstræti. Hérna er Fleetstreet þeirra Framhald á 10. síSxx. 100% ull Fjöibreytí úrval MARKAÐU Hafnarstræti 11 Ný bók: Viðfangsefni þeirra og hagnýting. ;,En hvað er bað þá, sem einkxun verður eftirsótt í fram- tíðinni? Það er þekkingin. Visindaleg og tæ-knileg þekkjng og menn sem kunna að beita henni. Auðug verður talin sxi þjóð, sein á mörgum vel menntuðum vísindamönnum á að skipa en ekki liin þar sem gull og gimsteinar liggja í jörðu”. Próf. Þorbjörn Sigurgeirssön. Efni: Tækni Eðlisfræði Læknisfræði Stjörnufræði Veðurfræði Byggingar Lögfræði Hagfræði Sálarfræði Guðfræði Fornleifafræði Sagnfræði Höfundar: Davíð Davíðsson Ernes Hovmöller Hörður Bjarliason Jón E. Vestdal Ólafur Bjöfnsson Sigurbjörn Einarsson Sfmcm Jóh. Ágústsson Trausti Einarsson Vilhjálmur Þ. Gíslason Þorbjörn Sigurgeirsson Þórður Eyjólfsson Þorkell Grímsson Á öld vísinda og tækni eru engar bækur þarfari, en ai. þýðlegar greinargerðir um lifandi og hagnýtar fræðigreinar nútímans, Þetta er yfirgripsmesta yfirlitsritið um almenna þekkingu sem til er á íslenzku. Þetta verður m.a. kjörbók fslenzkrar skólaæsku, sem er þann vegn að velja sér lífsstarf. HLAÐBUÐ Ný sending MARKAÐURIN JV Hafnarstræti 5 MARKAÐURINN Laugavegi 89 20. nóv. 1958 — Alþýðiiblaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.