Tíminn - 15.06.1965, Síða 16

Tíminn - 15.06.1965, Síða 16
Mikil eftirspum eftir skamanum EJ-Reykjavík, mánudag. Mikil eftirspurn hefur verið eft- ir skarna að undanfömu og selst hann upp jafnóðum. Mun líklega þurfa að stöðva sölu skarnans um tíma til þess að hafa nóg fyrir garðyrkjuna, að því er Guðjón Þorsteinsson, deildarstjóri í hreins unardeild borgarinnar tjáði blað- inu í dag. Guðjón sagði, að meðalfram- leiðslan á ári væri um 5—6 þús. teningsmetrar, en hægt væri að selja mun meira, því að þeir, sem á annað borð hefðu reynt skarn- ann, tækju hann fram yfir hús- dýraáburðinn. Er skarninn venju lega seldur eftir um 10 mánaða geymslu, og er hann þá fullgerjað- ur. Guðjón sagði, að skarninn væri Hlaut doktors- gráðu frá Yale háskóla IGÞ-Reykjavík, mánudag. í dag hlaut Guðmundur Egg- ertsson doktorsgráðu við Yale- háskólann í Bandaríkjunum. Dokt- orsritgerð hans var um rannsókn- ir á svokölluðum „suppressor" stökkbreytingum í gerlinum Escherichiacoli. Nefnist ritgerðin „Suppressor mutations in Escher- ichiacoli: A genetic analysis“. Guðmundur er frá Bjargi í Borg arnesi, sonur hjónanna Aðalheið- ar Jónsdóttur og Eggerts Guð- mundssonar. Hann tók stúdents próf frá Menntaskólanum á Akur- eyri árið 1951. Hann varð magist- er í erfðafræðum frá Kaupmanna- hafnarháskóla 1958. Stundaði síð- an rannsóknir ásamt framhalds- námi við háskólann í Lundúnum og síðar við Yale. Hann hefur nú hlotið bandarískan vísindastyrk til rannsóknarstarfa í Napolí á Ítalíu. Guðmundur er kvæntur Berg- þóru Zebitz og dvelur hún hjá manni sínum ytra. Guðmundur Eggertsson mikið notaður á lóðum, t. d. undir þökur, og við trjágróður. Og þótt flutningurinn sé dýr, þar sem mik ið fer fyrir skarnanum, þá hefði töluvert magn verið selt aðilum austur undir Eyjafjöllum. — Hvernig er með lyktina af skarnanum, Guðjón, er ekki hægt að eyða henni alveg? — Nei, hann verður líklega aldrei alveg lyktarlaus. Ég hef kynnt mér skarnaframleiðslu ann- ars staðar, og þar er alltaf einhver lykt af honum. Og hún er nokkur meiri hér vegna þess hversu mik- ill fiskur er í sorpinu. HÆSTARÉTTAR- DÓMUR VÆNTAN- LEGUR í HNÍFS- STUNGUMÁLINU BÞG-Reykjavík, mánudag. Málflutningi fyrir hæstarétti í svoncfndu hnífstungumáli lauk í morgun og málið tekið til dóms. Er dóms að vænta nú í vikunni, á miðvikudag eða föstudag. Mál þetta var höfðað af ákæru- valdsins hálfu gegn Lárusi Stefáns syni fyrir atlögu að ungri stúlku, Guðríði Erlu Kjartansdóttur, en hann veitti henni mörg hnífstungu sár á heimili hennar hinn 12. maí 1 fyrra. Einnig var Lárus ákærður fyrir líkamsárás gegn Þóreyju Guðmundsdóttur. Dómur í Saka- dómi var kveðinn upp þann 9. desember.og ákærði dæmdur í 12 ára fangelsi. Eins og áður segir flutti sak- sóknari ríkisins ákæruræðu sína í Hæstarétti í morgun, en verjandi ákærða er Örn Clausen hæstarétt- arlögmaður. 4 SÆTILAUS í KAUPMANNA- HAFN ARFERÐl N A Af sérstökum ástæðum er laus fjögur sæt'i í Kaupmannahafnar ferð FUF á föstudaginn kemur. Fargjald er afar lágt. Upplýsingar veittar i síma 1-60-66. f FYRSTA SINN f 10 ÁR SAMAN TIL RVÍKUR FB—Reykjavík, mánudag Fyrstu vikuna í maí var hald ið Vélanámskeið á vegum Æskulýðsnefndar Mýrar- og Borgarfjarðarsýslu í Reykholti. f sambandi við námskeið þetta var efnt til ritgerðarsam- keppni, sem öllum, er vinna við landbúnað í sýslunni, var heim- iluð þátttaka í. Ritgerðún átti að fjalla um efnið „Öryggi og hætta Við Iandbúnaðarstö<rf“ og vera 1500 til 2000 orð. Sam vinnutryggingar hétu verðlaun um fyrir beztu ritgerðina, og voru þau ákveðin í samráði við Vilhjálm Einarsson kennara, sem er starfsmaður Æskulýðs nefndar Mýra- og Borgarfjarð arsýslu. Verðlaunin voru ferð til Reykjavíkur, kynnisferð um borgina, 1000 krónur í pening um, og að lokum kvöldverður og gisting að Hótel Sögu. í dag kom svo verðlaunahafinn til Reykjavíkur, og reyndist hann vera Sumarliði Vilhjálmsson bóndi að Ferjubakka í Borgar hreppi. í fylgd með honum var eiginkona hans frú Lára Jóhannesdóttir, en frúnni var einnig boðið til Reykjavíkur. Ljósmyndari Tímans GE hitti þau hjónin, Sumarliða og Láru í Ármúla 3 í dag, þar sem þau ræddu við Björn Vilmund arson hjá Samvinnutrygging- um en kynnisferð hjónanna um Reykjavík hófst einmitt á skrifstofu Samvinnutrygginga í Ármúla. Lára og Sumarliði sögðust hafa byrjað búskap fyrir tíu árum, og ættu þau nú átta börn, það elzta 10 ára. — Og síðustu tíu árin höfum við ekki haft tíma til þess að fara bæði saman til borgarinn ar í einu, sagði frúin, enda er nóg að gera í sveitinni. - HATIUAHOtDIN 17. JUNI VEROA FRA Tlll Tll EITT FB—Reykjavík, mánudag Þjóðhátíðarnefnd hefur nú skýrt frá dagskrá þjóðhátíðardags ins, 17. júmí eins og henni er ætlað að vera að þessu sinni. Dagskráin er með nokkuð einfald ari hætti nú en oft endranær, með al annars verður hátíðahöldunum slitið klukkan ejtt eftir miðnætti í staðinn fyrir klukkan tvö. Þá munu skemmtiatriði barnatímans og kvöldvökumar fara fram efst já Amarhóli, en ekki á palli niður við Hreyfil, og er þetta gert til þess að hægt verði að draga að nokkru leyti úr kostnaði, sem ver ið hefur geysimikill undanfarin ár. Hátíðahöldin hefjast kL 10 að morgni hér í Reykjavík með sam- hljómi kirkjuklukkna, en síðan verður lagður blómsveigur á leiði Jóns Sigurðssonar. — Lúðrasveit barna og unglinga munu leika Við Elliheimilið Grund og Dvalar heimili aldraðra sjómanna. Stjóra endur eru Karl O. Runólfsson og Páll Pampichler Pálsson. Skrúðgöngur verða frá Mela- skóla, Skólavörðutorgi og Hlemm, og leggja þær af stað kl. 13.15. Hátíðahöldin á Austurvelli hefj ast kl. 13.40 og verður guðsþjón usta í Dómkirkjunni að venju, séra Emil Björnsson predikar. Þá leggur Forseti íslands blómsveig STÓRSPJOLL UNNIN A SÆLUHÚSI I HÚSADAL HE-Rauðalæk, mánudag. Um hvítasunnuna voru stórspjöll unnin á sæluhúsi Austurleiða í Þórsmörk, og stendur nú yfir rannsókn í málinu, en grunur leik ur á að hópur manna úr Reykja- vík sé sekur um þessi spellvirki. Á laugardaginn fór Austurleiða- bíll inn í Þórsmörk og að sælu- liúsinu, sem er í Húsadal, og var aðkoma voðaleg. Brotið hafði ver- ið mikið af rúðum, veggfóður rif- ið innan úr húsinu, húsbúnaður og borðbúnaður brotinn og hurðir eyðilagðar. Þar að auki hafði greinilega verið gerð tilraun til þess að kveikja i húsinu, því að sót sást í loftinu í kringum ljósa- stæðið. Rannsókn er hafin í málinu, og hefur frétzt af fólki, sem var þarna um hvítasunnuna. Ekki hafði fólkinu þótt nóg að skemma allt, sem skemma mátti, heldur hafði það einnig tekið kaffi og Iþvottaduft, sem var í húsinu og stráð því yfir allt. Húsið var að | sjálfsögðu opið eins og önnur 1 sæluhús, og því auðveld inn- ; ganga, enda varla haft mikið að j segja, þótt dyr hefðu verið læst- ' ar, þegar svona fólk er annnars vegar. Þetta sæluhús Austurleiða var áður íbúðarhús á Hvolsvelli og var það flutt inn í Þórsmörk i snemma í vor. að minisvarða Jóns Sigurðs90nar, forsætisráðherra dr. Bjami Bene diktsson flytur ræðu og Guðrún Ásmundsdóttir leikkona flytur ávarp fjallkonunnar eftir Þorstein Valdimarsson. Fjölbreytt bama- skemmtun hefst kl. 15 á Arnar hóli og verður Klemenz Jónsson kynnlr. Verða m.a. flutt atriði úr Almansor konungssyni eftir Ólöfu Árnadóttur, Orion—kvart ettinn leikur, fluttar verða ís- lenzkar þjóðlífsmyndir og leikar ar flytja leikþátt. Þá syagur tvö faldur kvartett Söng trúðanna og Framhald á 15. síðu. ÚTFÖR PRÖF. ALEXANDERS JÓHANNESSONAR GERÐ í DAG Útför dr. Alexanders Jóhannes- sonar prófessors og fyrrverandi háskólarektors verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin í kirkjunni kl. 2 síðdegis, en Há- skóli íslands heiðrar minningu prófessorsins með því að sjá um útförina. Lúðrasveit Reykjavíkur hefur og óskað að mega heiðra minningu hans með því að leika sorgarlög fyrir utan kirkjuna áður en kirkjuathöfnin hefst. Útfarar- ræðu flytur séra Jón Thorarensen.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.