Morgunblaðið - 03.01.1979, Síða 1

Morgunblaðið - 03.01.1979, Síða 1
32 SÍÐUR 1. tbl. 66. árg. MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Eldsvoði í Hin nýja DC-10 þota á Le Bourget flugvelli við París í gærmorgun eftir að hún hafði verið máluð í litum félagsins. Brottför vélarinnar frá París seinkaði um sólarhring vegna veðurhamsins sem gekk yfir Evrópu um áramótin en vélin flaug seinnihluta dags í gær til Luxemborgar þar sem hún fer inn í áætlun félagsins. Um 50 manns létust í veðurofsanum um áramót: Fannfergi og kuldi sá mesti í áratugi Ijondun. Moskvu. París. Ósló, 2. janúar. AP. Reuter. TALIÐ er að a.m.k. 50 mann.s hafi látist í Evrópu og í Bandaríkjunum vegna hins mikla veðurhams sem gekk yfir um áramótin. Var um að ræða gífurlegt fannfergi og kaldasta veður í áratugi á mörgum stöðum eins og í Moskvu þar sem kuldinn komst í *45 gráður Celsíus á nýársdag en þar hefur ekki verið svo kalt í yfir fimmtíu ár. Hvað verst úti urðu Bretar sem eru mjög óvanir svo gífurlegu fannfergi sem raun bar vitni. Þar hefur ekki snjóað svo mikið í 50 ár og hitastig ekki komist svo neðar- lega í 15 ár. Talið er að a.m.k. 25 hafi látið lífið í ósköpunum. Allar samgöngur féllu niður á öllum samgönguleiðum innanlands og flugvellir landsmanna lokuðust. Kuldinn var gífurlegur í Moskvu og nágrenni hennar um áramótin eins og áður sagði og að sögn fréttamanns AP-fréttastofunnar var ekki nóg með það heldur var ekki um neina húsahitun að ræða hjá fólki þar sem allt hitaveitu- kerfi borgarinnar fór úr sambandi vegna frostanna. Mjög algengt var að fjölskyldur í fjölbýlishúsum hópuðust saman, kæmu sér fyrir í einni íbúð til að nýta líkamshita fólksins sjálfs sem bezt, þar sem allir sátu þétt saman undir ábreiðum. Segja má að allt samgöngukerfi Evrópu og hluta Bandaríkjanna hafi lokast meðan mestu veðrin gengu yfir, allir flugvellir og akvegir tepptust og járnbrautir komust ekki leiðar sinnar. Ekki linnir látum í íran: Uflendingar streyma úr landi vegna astandsms Teheran, 2. janúar — AP — Reuter MIKILL FJÖLDI útlendinga flaug frá íran í dag áleiðis heim eftir að flugvöllurinn í Teheran var opnaður á nýjan leik eftir verkföll flugumsjónar- manna. Ekki linnti verkföllum heldur tóku hermenn að sér störf flugumferðarstjóranna að því er fréttir frá Teheran hermdu í dag. Málum er nú svo komið í íran að stór hluti útlendinga, sem hafa verið við störf í landinu, er farinn eða er að fara þaðan vegna hins ótrygga ástands. Haft var eftir Dunner Chryharrov, bandarískum verkfræðingi sem unnið hefur við olíuvinnsluna og hélt heim á leið í dag, að ástandið væri orðið algerlega óþolandi. Aldrei væri friður, stöðug skothríð og í þokka- bót væri engin húsahitun, vatn af skornum skammti og svo framveg- is. Haft var eftir Shapur Baktiar settum forsætisráðherra írans í franska sjónvarpinu í dag að keisarinn hefði samþykkt að fara úr landi um stundarsakir til að hvíla sig. — Þessi ummæli forsæt- isráðherrans voru þegar borin til baka í höll keisarans í Teheran í dag og sagt að keisarinn hefði ekki uppi nein áform um að yfirgefa land, sízt af öllu meðan ástandið væri svo ótryggt sem raun bæri vitni. I fréttum frá írönsku borginni Cazvin í gærkvöldi segir að miklir bardagar hafi brotist út í gærdag milli hermanna og andstæðinga keisarans og segir í óstaðfestum fréttum að milli 50 og 60 manns hafi látist í þessum átökum. Evensen verð- ur sendiherra Óslú, 2. jan. frá fréttaritara Mbl. Jan Erik Lauri JENS Evensen hafréttarmála- ráðherra Norcgs hefur frá ára- mótum hætt störfum í ríkis- stjórn landsins þar sem haf- réttarmálaráðuneytið hcfur verið lagt niður frá áramótum að telja. Evensen mun á næstu dögum taka við embætti sendiherra við norska utanríkisráðuneytið og sinna þar sérstökum verkefnum. Evensen sem tók fyrst sæti í stjórn Trygve Brattelis 1973 var þá að heita mátti óþekktur í heimi stjórnmálamanna en að mati flestra hefur nú unnið sér fastan sess í hópi hæfari stjórn- málamanna landsins. I tilkynningu stjórnvalda um þetta mál segir að þótt ráðuneyt- ið hafi nú verið lagt niður þýði það ekki að stjórnin hafi ekki lengur not fyrir þekkingu Even- sens, þvert á móti verði hann nýttur til hins ýtrasta í hinu nýja starfi í utanríkisráðuneytinu. Umferðin í Sovétríkjunum: olíuskipi La Corna. Spáni. 2. janúar. AP. Reuter. LÍKUR á því að veruleg olíu- mengun yrði á allri norð-vestur- strönd Spánar vegna olíu frá gríska risaolíuskipinu Andros Patría sem nú er í togi úti fyrir strönd landsins vegna elds sem upp kom á gamlárskvölds minnk- uðu verulega í dag þegar vindátt breyttist skyndilega og skipið tók að mjakast frá landi. að því er fréttir frá La Corna á Spáni hermdu í dag. Risaskipið sem er 218 þúsund tonn að stærð var á siglingu um 30 sjómílur fyrir utan La Corna á gamlárskvöld þegar mikill eldur kom upp í því. Fljótlega var ákveðið að öll áhöfn skipsins utan þrír menn færu í bjargbáta skipsins og freistaði þess að bíða björgunar. Talið er að bátarnir hafi mjög fljótlega orðið fyrir verulegum skemmdum er þeir komu í sjó og er allra sem í þeim voru saknað. Mönnunum þremur sem eftir voru var bjargað af þyrlu lítt slösuðum og eru þeir nú á sjúkrahúsi í La Corna á batavegi. Að sögn yfirvalda kom um 20 metra gat á stjórnborðssíðu skipsins og út láku milli 35 og 40 þúsund tonn af olíu. Fljótlega tókst spænskum herdráttarbátum að koma taug í skipið og halda því á þeim stað sem eldurinn kom upp í því, en á þeim tíma var mikil hafátt svo mikil hætta var á því að skipið ræki á land. Seinna í dag breytti svo skyndilega um átt eins og áður sagði og var skipið þá dregið á haf út, og að sögn yfirvalda er ekki hætta á því að skipið sökkvi. Hugmyndir eru um að senda önnur olíuskip á vettvang og freista þess að dæla olíunni á milli, eða jafnvel draga skipið til Lissabon eða Ro'terdam. Barizt um stöðu Boumediennes Algeirsborg, 2. janúar AP FYRSTA skrefið í þá átt að tilnefna eftirmann Boumedi- ennes, hins látna þjóðarleiðtoga Alsírbúa, var tekið í dag þegar stjórnvöld tilkynntu að ákveðið hefði verið að boða til ráðstefnu stjórnarflokks landsins, Alsírsku þjóðarfylkingarinnar sem kjósa mun eftirmann Boumediennes að því er áreiðanlegar heimildir í Algeirsborg herma. Samkvæmt þeim heimildum sem AP-fréttastofan telur áreiðanlegar er talið að tveir menn muni fyrst og fremst berjast um embættið, en það eru þeir Mohamed Salam Yahiaoui her- foringi og utanríkisráðherrann Abdelaziz Bouteflika. Bakkus valdur af 9000 dauðaslysum á s.l. ári Moskvu, 2. janúar. AP. UM NÍU þúsund manns munu hafa látist í umferðarslysum af völdum drukkinna ökumanna fyrstu ellefu mánuði s.l. árs í Sovétríkjunum að því er eitt sóvézku blaðanna segir í dag. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins er um töluverða aukningu að ræða frá árinu áður en ekki var getið hversu margir hefðu látist árið 1977. Sem dæmi um ölvaða ökumenn sagði blaðið frá einum sem viður- kenndi umyrðalaust að hafa ekið ölvaður til þess að koma á réttum tíma til vinnu sinnar til að tryggja sér ákveðna kaupuppbót um ára- mótin. Þegar lögreglan spurði viðkomandi hvort hann myndi hvaða skrásetningarnúmer væri á bilnum hans, svaraði kappinn strax: „Auðvitað veit ég það“, síðan romsaði hann upp úr sér fæðingardegi og ári og að lokum nafnnúmerinu. Ekki þurfti frekari vitnanna við og manninum var komið fyrir í tryggri geymslu lögreglunnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.