Morgunblaðið - 03.01.1979, Side 8

Morgunblaðið - 03.01.1979, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1979 m Alþjódaár barnsins 1979 h.wnoinuðu |>jóAirriui lrvelja yAur íil að )<•$»£!ja lið v-4ím\»málum barna urn allan hrim. Alþjóðaár barnsins 1979erhafið Á allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna 21. desember 1976 var samþykkt að árið 1979 skyldi með aðildarþjóðum helgað málefnum barna. en þá eru liðin tuttugu ár frá því að Sameinuðu Þjóðirnar samþykktu yfirlýsingu um réttindi barnsins. Ríkisstjórn Islands hefur falið menntamálaráðuneytinu að hafa umsjón með skuldbindingu þeirri, sem í þessari samþykkt felst. Ráðuneytið hefur skipað 7 manna framkvæmdanefnd til að vinna að því að sem bestur árangur náist í starfi á ári barnsins 1979. Hlutverk framkvæmdanefndar- innar er að örva sem flesta til starfs í þágu barnaársins og að samræma aðgerðir þeirra, en hið raunverulega starf hvílir á félaga- samtökum, sveitarfélögum, stofnunum og einstaklingum. Til að ná víðtæku og samræmdu starfi á barnaárinu taldi fram- kvæmdanefndin nauðsynlegt að ná saman til fundar sem flestum þeim aðilum, sem láta málefni barna sig skipta, til að ræða á hvern hátt væri álitlegast að vinna að bættum hag barna á barnaár- inu. Menntamálaráðuneytið og framkvæmdanefndin hafa því haldið tvær ráðstefnur til að undirbúa starfið á barnaárinu og sóttu um 100 fulltrúar hvora ráðstefnu. Fyrri ráðstefnan var haldin 11. október s.l. og voru lögð þar frumdrög að væntanlegu starfi á barnaárinu. Fjölmargir fulltrúar, sem sóttu fyrri ráðstefnuna, unnu síðan frekar að undirbúningi einstakra málefna, hver í sínu félagi eða stofnun. Siðari ráðstefn- an var haldin 25. nóv. s.l. Félög þau og stofnanir sem sendu fulltrúa á ráðstefnurnar eru talin upp í ramma hér á síðunni, en seinni ráðstefnuna sóttu auk þess ailmargir einstaklingar. Á síðari ráðstefnunni beindust umræður að fjölmörgum af- mörkuðum verkefnum og hvernig ná mætti sem bestum árangri í starfi á ári barnsins 1979. Unnið verður að verkefnum með ýmsu móti, haldnar verða ráð- stefnur, fræðslufundir, skemmtan- ir, gefin verða út fræðslurit. Gerð verður athugun og úttekt á einstökum málefnum sem varða börn, tillögur til úrbóta samdar og þær síðan kynntar viðkomandi aðilum. Hér er ekki rúm til að lý$a þessum verkefnum, en stutt upp- talning látjn níegja: • Endúrskoðun laga er varða réttarstöðu barna og foreldra ungra barna. 'Kynning á stöðu barna í þróunarlöndum og fjársöfnun til þeirra. Skipulag og framkvæmd for- eldrafræðslu. Barnið, fjölskyldan og atvinnu- lífið, hvernig má samræma betur þarfir fjölskyldna með börn og kröfur atvinnulífsins. Skilgreining á markmiði dag- vistarheimila og könnun á innra 3- starfi þeirra. Trúarlegt uppeldi barna. Fræðsla um hollustu í mataræði barna. Börn, fjölmiðlar og listir. Öryggi barna í umferðinni og á heimilum. Heilsugæsla barna og heil- brigðisþjónusta fyrir börn. Aðstæður fatlaðra og þroska- heftra barna. Samvera foreldra og barna. Leikaðstaða barna. Skólinn og vinnutími barna. Samstarf foreldrafélaga við skóla og dagvistarheimili. Áhrif skipulags bæja á lífshætti og leikmöguleika barna. Ljóst er að fleiri en einn aðili munu vinna að hinum ýmsu verkefnum og er því nauðsynlegt að fylgja eftir því samræmingar- starfi sem hefur verið unnið á þeim tveimur undirbúningsráð- stefnum sem þegar hafa verið haldnar. Verður þetta skipulags- starf unnið af sex vinnuhópum, sem hver um sig sinnir ákveðnum verkefnum. Fyrir hvern hóp hefur verið skipaður forsvarsmaður eða tengill, og mun .hann boða saman þá fulltrúa og einstaklinga sem hafa ákveðið að vinna að verkefn- um viðkomandi starfshóps. Starfs- hóparnir eru eftirfarandi: 1. Barnið og þjóðfélagið. Tengill þessa hóps er Sigríður Ásgeirsdóttir, lögfræðingur, fulltrúi Félags einstæðra for- eldra. 2. Börn í þróunarlöndum. Tengill er Erla Elín Hansdóttir, fulltrúi fyrir Kvenstúdentafélag íslands og UNICEF nefndina á Islandi. Skólar, dagvistarheimili og æskulýðsmiðstöðvar. Tengill er Gestur Ólafsson, fulltrúi Arkitektafélags íslands. Félagslíf og börn. Tengill er Reynir G. Karlsson, fulltrúi Æskulýðsráðs ríkisins. Barnið. fjöimiðlar og listir. Tengill er Bogi Ágústsson, fulltrúi fyrir Félag Sameinuðu Þjóðanna á íslandi. 6. Þroskaheft börn. Tengill er Margrét Sigurðardóttir, fulltrúi Blindraskólans. Frekari upplýsingar um starf og verksvið einstakra hópa má fá hjá Svandísi Skúladóttur í Mennta- málaráðuneytinu. Sýningar, ráðstefnur og fundir á ári barnsins 1979, sem þegar hafa verið ákveðniri Bandalag kvenna í Reykjavík efnir til fræðslufundar 13. janúar um mataræði barna og heldur ennfremur barnaviku í Reykjavík í samráði við skólastjóra og presta 5.—11. mars. Sunnudaginn 11. mars verða fjölskyldusamkomur í kirkjum og félagsheimilum. Samband Alþýðuflokkskvenna mun halda fræðslufund um þróunarlöndin seinustu viku janúar. Norræna húsið og Fósturskóli íslands gangast fyrir sýningu á barnabókum og leikföngum 17'.—24. mars. Á sama tíma verða haldin í Norræna húsinu fræðslu- erindi fyrir almenning um barna- menningu og verða fyrirlesarar frá Norðurlöndum. Fræðsluráð Reykjavíkur og Félag íslenskra myndlistar- kennara halda „Listahátíð barna“ 28. apríl til 7. maí að Kjarvals- stöðum. Skólar og sérkennarafélög munu taka þátt í undirbúningi og starfi hátíðarinnar. Á hátíðinni verður m.a. sýning á Erla Elín Ilansdóttir Bogi Agústsson barnamyndlist, hannyrðum, smíði og vefnaði. Börn munu flytja tónlist og sýna leikrit. Börn lesa frumsamið efni: Sögur, ljóð og ritgerðir. Gert er ráð fyrir að starf brúðuleikhúsa verði kynnt og að leikflokkar sýni þætti ætlaða börnum og unglingum. Sýningar verða á fimleikum glímu og dansi. Skák verður þreytt og ýmislegt fleira er í athugun. Dagana 7. —11. maí verður haldið í Reykjavík 12. þing norrænna sálfræðinga. Þing þetta er helgað málefnum barna í tengslum við barnaár S.Þ. og er gert ráð fyrir að um 300 fulltrúar sæki þetta þing. Félag skólastjóra og yfir- kennara á grunnskólastigi mun halda ráðstefnu í júní um barnið í íslenska þjóðfélaginu. I Árbæjarsafni verður í ágúst haldin sýning á gömlum leik- föngum. Safnið beinir þeim til- mælum til fólks að það láni safninu gömul leikföng og gamlar myndir af börnum að leik, sem það kann að eiga í fórum sínum fyrir þessa sýningu. Þeir sem geta lagt safninu lið við að koma þessari sýningu upp eru beðnir að hafa samband við safnið. Allir þessir atburðir verða kynntir nánar í auglýsingum og fréttum síðar. Sveitarfélög og ár barnsins 1979 Framkvæmdanefnd barnaársins hefur skrifað öllum sveitastjórn- um á landinu og hvatt þær til að Reynir G. Karlsson helga einn sveitastjórnarfund á fyrsta ársfjórðungi 1979 málefn- um barna í byggðarlaginu ein- vörðungu. í ýmsum sveitafélögum hafa verið stofnaðar barnaárs- nefndir. I Kópavogi hefur t.d. þegar verið lagður grundvöllur að allvíðtæku starfi í tilefni barna- ársins. Innan barnaheimila og skóla verða m.a sýningar og fundir. Stefnt er að því að á vegum bæjaryfirvalda verði málefnum barna á ýmsan hátt sinnt sérstak- lega. Þá verða skipulagðar þar umræður og fræðsla um einstök málefni sem varða börn og sér- stakar skemmtanir fyrir börn haldnar. Framkvæmdanefndin hvetur öll sveitarfélög til að vinna skipulega að málefnum barna á ári barnsins 1979. Lokaorð „Það er skoðun okkar, að í tilefni barnaársins eigi að leggja megin- áherslu á grundvallaratriði í uppeldi barna almennt með fram- tíðarverkefni i huga. I rauninni eru öll ár ár barnsins. Hitt er jafnvíst, að í krafti alþjóðaársins geta komið fram hugmyndir, sem kunna að valda straumhvörfum í lífi barna um víða veröld. Það er því mikilvægt að nota þetta tækifæri sem best.“ Með skírskotun til framan- greindrar tilvitnunar, sem tekin er úr bréfi frá fræðslustjóra Austur- landsumdæmis, vill framkvæmda- nefndin ítreka hvatningu Samein- uðu Þjóðanna um að í öllum aðildarríkjum þeirra verði á alþjóðaári barnsins 1979 unnið að varanlegum umbótum á kjörum barna um heim allan. Alþjóðaár barnsins 1979 er hafið FÉLÖG sem sent hafa fulltrúa á ráðstefnur Framkva^mdanefndar Alþjóðaárs barnsins 11. okt. og 25. nóv. 1978. Auk þess sóttu margir einstaklingar seinni ráðstefnuna. Aðstoð íslands við Þróunarlönd- in, Alþýðubandalagið, Alþýðublað- ið, Alþýðúflokkurinn, Alþýðusam- band íslands, Árbæjarsafn, Arki- tektafélag Islands, Áfengisvarnar- ráð, Bandalag íslenzkra skáta, Bandalag kvenna í Reykjavík, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Barnaspítali Hringsins, Barnaverndarfélag Reykjavíkur, Barnaverndarráð Islands, Blindra- skólinn, Dagheimili Njarðvík og Keflavík, Dagvistun barna í Reykjavík, Embætti lögreglustjór- ans í Reykjavík, Félag bókasafns- fræðinga, Félag einstæðra for-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.