Morgunblaðið - 03.01.1979, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1979
Fullt stjórnmálasamband nú
milli Kína og Bandaríkjanna
Teng biðst undan afskiptum við að sameina Kína og Formósu
Pcking, Tapei. Washington 2. jan. Reuter AP |
TENG aðstoðarforsætisráðherra Kína fullyrti í samræðum við bandarfska þingmenn í Peking í morgun, að
hann vildi „nota friðarhöndina til að vinna að sameiningu Kína og Formósu“. Kvaðst hann vona að
handarískir stjórnmálamenn myndu ekki hafa nein afskipti af þvi máli.
Teng sagði að það væri alröng
hugmynd sem margir Bandaríkja-
menn virtust hafa að Kínverjar
myndu hneigjast til útþenslu-
stefnu þegar þeir hefðu iðnvæðzt.
Hann sagði Goldwater öldunga-
deildarþingmann mjög velkominn
til Kína til hressilegra skoðana-
skipta. Goldwater er mikill
stuðningsmaður Formósustjórnar-
innar og hefur höfðað mál fyrir
bandarískum dómstóli til að fá úr
því skorið hvort Carter Banda-
ríkjaforseti hafi haft lagalega
heimild til að rjúfa varnar-
samning sinn við Formósu.
Um nýjárið fóru síðan fram
formlegar athafnir vegna stjórn-
málasambandsins og fluttu leið-
togar beggja landanna ávörp
vegna þess. I Bandaríkjunum kom
allvíða til átaka þótt ekki væru
þau stórbrotin milli fylgismanna
Alþýðulýðveldisins annars vegar
og Formósu hins vegar, einkum
urðu skærur í Kínahverfum í
ýmsum bandarískum stórborgum.
I Peking var engin formleg
athöfn vegna þess að stjórnmála-
samband hafði nú verið tekið upp
en veggspjald undirritað af þrem-
ur stúdentum var sett upp í
miðborginni og þar sagði að
Kínverjar vildu hafa meiri sam-
skipti við Bandaríkjamenn á öllum
sviðum. Margir Kínverjar létu þá
skoðun í ljós við bandaríska
fréttamenn, að stjórnmálasam-
band milli ríkjanna hefði átt að
vera komið á fyrir löngu.
Árið hófst
með morði
hjá Böskum
San Sebastian, Spáni
2. janúar — AP
MENN SEM taldir eru tilheyra
aðskilnaðarsamtökum Baska
skutu til bana herforingja í San
Sebastian og er þetta fyrsta
pólitíska morð ársins á Spáni.
Jose Haria Herrera sem er
aðstoðarmaður yfirmanns herliðs-
ins á þessu svæði, var að fara frá
heimili sínu og til bækistöðva
hersins þegar menn skutu af
vélbyssum á hann.
Á árinu 1978 létust 98 manns í
pólitískum ofbeldisverkum og þar
af um sjötíu í Baskahéruðunum í
norðurhluta landsins.
Kínverjar ákváðu um helgina að
hætta að gera atlögur úr lofti að
nokkrum eyjum sem heyra undir
Formósu og virðist þetta hugsað
til þess að draga úr áhyggjum sem
hafa gert vart við sig í Banda-
ríkjunum varðandi öryggi For-
mósu. Var skipun af hálfu Kín-
verja þessa efnis gefin út um
svipað leyti og tilkynnt var að
eðlilegt samband ríkjanna væri nú
hafið. Forseti Formósu, Chiang
Ching Kuo, sagði í nýársávarpi til
Formósubúa, að barátta þeirra
gegn kommúnistum myndi aldrei
enda fyrr en kommúnismi hefði
verið upprættur af kínversku landi
og kommúnistastjórnin þar að
velli lögð. Hann sagðist vísa
hiklaust á bug hverri þeirri
hugmynd eða tillögu sem frá
Pekingstjórn kæmi og Formósa
stæði þó svo að stuðnings Banda-
ríkjamanna nyti ekki lengur við.
í ávörpum þjóðarleiðtoga beggja
landanna, Hua formanns í Kína og
Carters forseta Bandaríkjanna,
kom fram ánægja með að skref
þetta hefði verið stigið og að
vænta mætti þess að það styrkti
frið í heiminum og efldi vináttu og
kynni milli þjóðanna.
Veður
víða um heim
Akureyri -7 snjókoma
Amsterdam -5 snjókoma
Apena 15 heiðríkt
Barcelona
Berlín -6 skýjað
Brussel -6 snjókoma
Chicago -7 skýjað
Frankfurt -10 snjókoma
Genf -8 heiðskírt
Helsinki -15 heiöskírt
Jerúsalem 13 léttskýjað
Jóhannesarb. 26 léttskýjað
Kaupmannah. -7 skýjað
Lissabon 16 rigning
London -1 skýjað
Los Angeles 16 heiðskírt
Mardrid 12 heiöskírt
Malaga
Mallorca
Miami 26 skýjað
Moskva -23 skýjað
New York 13 rigning
Ósló -15 heiöskírt
París 0 snjókoma
Rio De Janeiro 38 skýjað #
Rómaborg 4 léttskýjað
Stokkhólmur -15 skýjaö
Tel Aviv 18 léttskýjaö
Tókýó 12 heiðríkt
Vancouver
Vínarborg -8 skýjað
Myndin var tekin yfir flóttamannaskipinu Tung An sem er á ytri
höfninni í Manilla á Filippseyjum. Aðbúnaður fólksins er hinn
ömurlegasti og það eykur enn á mæðuna að því er hvarvetna meinað
að stiga á land.
Hörmungar aukast
í flóttamannaskipunum
Hong Kong. 2. jan. AP.
MIÐALDRA Víetnami lézt í dag um borð í
flóttamannaskipinu Huey Fong sem liggur á ytri
höfninni í Ilong Kong og flóttamönnunum hefur
sem kunnugt er verið neitað um leyfi til að fara
þar í land. Talsmaður stjórnarinnar í Hong Kong
sagði að maðurinn hefði látizt vegna innvortis
blæðinga.
Þetta er fyrsta dauðsfallið sem um er vitað um
borð í skipinu sem hlaðið er nánast stafna á milli um
2700 víetnömskum flóttamönnum og siglir á milli
hafna í Asíulöndum og fær hvergi að hleypa fólkinu
í land. Þá er vitað að ung stúlka og karlmaður voru
flutt í sjúkrahús í Hong Kong í dag, og gerðist það
eftir að fyrsti maðurinn hafði látizt um borð, en
honum synjuðu stjórnvöld í Hong Kong um
læknishjálp. Úti fyrir höfninni í Manilla á
Filippseyjum liggur annað skip með 2300 flóttamenn
frá Víetnam og fá þeir heldur ekki að koma þar á
land. Skipstjórinn neitar að fara aftur út á sjó og
segir skip sitt mjög svo vanbúið til þess. Líðan
fólksins um borð í Manillaskipinu mun vera hin
hörmulegasta og aðbúnaður allur hinn ömurlegasti.
Páfi flutti
friðarbæn
um áramót
Páfagarði 1. jan. AP.
JÓHANNES PÁLL II páfi
fagnaði 1 boðskap sfnum árinu
1979 með því að fara með
sérstaka „friðarbæn" sem hann
hafði sett saman þar sem beðið cr
að menn bindi enda á stríð, hatur
og eyðileggingartæki. Ilann bað
cinnig sérstaklega fyrir hinum
sjúku og sorgmæddu, þeim sem
sætu í fangelsum eða væru í haldi
hjá mannræningjum, en nokkrir
tugir á Ítalíu og víðar um heim
eru á valdi slíkra glæpamanna.
í páfabæninni um frið segir svo:
„Forða oss frá stríði, hatri og
tortímingu mannlegs lífs — lát oss
ekki drepa, lát oss ekki nota meðul
sem þjóna dauða og tortímingu...
forða oss frá illu ..., vernda oss
frá öllum styrjöldum ..."
Þá bað páfi sérstaklega fyrir
löndum sínum í Póllandi og
ítrekaði óskir sínar um frið og
mannsæmandi líf öllum mönnum
til handa.
Gierek, leiðtogi pólskra
kommúnista, sagði í ávarpi á
nýarsdag að hann vonaði að páfi
myndi beita sér í embætti til að
efla frið, samvinnu og réttlæti
milli þjóða.
Desai neitar
fregnum um
ágreining
Nýju Delhi 1. jan. Reuter
MORAJI Desai, forsætisráðherra
Indlands, harðncitaði því f dag.að
flokkur hans væri í mikilli kreppu
vegna innbyrðis ágreinings.
Desai sagði að Janatabandalagið
væri sterkt og myndi enn eflast og
þó svo að ákveðnir erfiðleikar gerðu
jafnan vart við sig væri fásinna að
gera úlfalda úr mýflugu. Hann sagði
að Janatabandalagið hefði tekið við
þeirri ævafornu arfleifð Indverja að
geta ekki komið sér saman og það
tæki sinn tíma að snúa þessari
afstöðu við.
Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu
Desais ber fréttaskýrendum saman
um að mikil átök séu milli forystu-
manna bandalagsins og jaðri við að
það springi í loft upp.
Desai flutti Indverjum þennan
boðskap í dag í sjónvarpi og gerði
þar meðal annars lítið úr stuðnings-
yfirlýsingum sem sýndar hafa verið
Charan Singh, fyrrv. innanríkisráð-
herra, er fór úr ríkisstjórn Desais
eftir hatrammar deilur. Desai vék að
kröfum stjórnarandstöðunnar um
rannsókn á meintum fjárdrætti og
fleiri brotum sem sonur hans er
sagður hafa gerzt sekur um. Hann
sagði að allur slíkur áburður væri
rakalaus áróður og til þess eins uppi
hafður af andstæðingum að reyna að
gera sig tortryggilegan og myndi
hann að engu hafa slíkar aðferðir.
Hann sagði að Indira Gandhi hefði
rétt til að koma á ný til valda og
áhrifa ef hún færi að lögum," en ef
hún heldur áfram á þeirri braut sem
hún hefur gengið undanfarið ... þá
hef ég litlar áhyggjur. Eg mun
btegðast við svo sem samvizka mín
býður mér.“
ERLENT
Fjöldamorðin í Chicago:
Leitað að vitorðs-
manni John Gacys
Chicago 2. jan. Reuter
LÖGREGLA hefur nú byrjað víðtæka leit að hugsanlegum
vitorðsmanni John Gacy, sem er grunaður um að hafa myrt
að minnsta kosti 32 pilta og unga menn á sl. f jórum árum.
Eins og fram hefur komið er Gacy kynvilltur og myrti
fórnarlömbin eftir að hafa misþyrmt þeim kynferðislega.
Nú eru fundin hvorki meira né minna en 27 lík við hús
Gacys í Chicago. Lögregla telur nú ólíklegt annað en
einhver hafi verið í slagtogi með Gacy og þá væntanlega
kynvillingur. Hefur því verið hafin leit meðal kynnvillinga í
Chicago í þessu skyni.
Þá hefur lögreglan haft uppi á
að minnsta kosti einum manni sem
lifði af fund með Gacy. Það er 27
ára gamall maður sem kveðst
sannfærður um að Gacy hafi haft
mann sér til aðstoðar. Hann hefur
skýrt lögreglu svo frá, að Gacy
hafi ginnt sig upp í bíl sinn til að
reykja maríhuana. Síðan hafi
hann svæft sig með klóróformi og
ekið áleiðis heim aftur. Þegar
hann vaknaði hefði Gacy verið
berstrípaður og nauðgaði hann
unga manninum á hinn viður-
styggilegasta hátt. Síðan var hann
fluttur á braut og skilinn eftir illa
á sig komin í almenningsgarði.
Hann kveðst hafa orðið var við
mannaferðir í húsinu meðan hon-
um var haldið þar föngnum. Þá
hefur lögreglan sömuleiðis fært út.
kvíarnar og einskorðar leifina ekki
við Illinois heldur er spurnum
haldið uppi í þremur nágranna-
ríkjum, Indiana, Iowa og Wiscon-
sin.