Morgunblaðið - 03.01.1979, Síða 15

Morgunblaðið - 03.01.1979, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1979 15 Símamynd AP „Skíðavertíðin" byrjuð í London. Þessa fáséðu sjón gat að líta í útjaðri í London í gær eftir að þar hafði kyngt niður gífurlegum snjó um áramótin. Veðurhamurinn í Evrópu og Bandaríkjunum um áramót: Mannlífað fœrastí eðlilegt horfaftur London, París, Ósló, 2. janúar — AP — Reuter ÍBÚAR í norðanverðri Evrópu og í Bandaríkjunum eru sem óðast að ná sér og atvinnulíf að komast í eðli- legt horf eftir hinn mikla veðurham sem geisaði um áramótin, gífurlegt fann- fergi var og kuldar þeir mestu í áratugi. Verst úti urðu Bretland, Vestur-Þýzkaland, Frakkland og Rússland í Evrópu en í Bandaríkjunum varð Texas-ríki hvað verst úti auk þess sem Chicagóflugvöllur lokaðist í nær sólarhring. Akstur einkabíla var leyfður í Vestur-Þýzkalandi og Bretlandi í dag eftir að hann hafði verið bannaður frá því á gamlaársdag og flug um helztu flugvelli var komið í eðlilegt horf. Ekki voru þó allir óánægðir með hið mikla fannfergi, Sviss- lqpdingar fögnuðu því mjög að loksins fór að snjóa. Mjög horfði til vandræða á helztu skíða- svagðum landsins framan af vetri vegna snjóleysis. Mjög annasamt var hjá björg- unarsveitum víða, sérstaklega þurftu sjóbjörgunarsveitir í Bretlandi og í Noregi að láta til sín taka vegna skipa í nauðum á Norðursjó. Á „hraðbrautinni" norðan við vestur-þýzku borgina Kiel á mánudag. Símamynd AP Egyptar fagna afstöðu ísraela Kairó, 2. jan. AP. EGYPTAR eru reiðubúnir að taka upp friðarviðræður við ísraela og í Kairó eru aðilar að búa sig undir að senda skýrslu til bandaríska utanríkisráðuneytisins um málið. að því er talsmaður egvpska utanrfkisráðuneytisins sagði á þriðjudag. Hann sagði að ákvörðun ríkis- stjórnar Israels á sunnudag hefði yerið uppörvandi og jákvæð, en ísraelar hafa lýst yfir því að þeir séu fúsir að taka upp viðræðurnar aftur um að minnsta kosti tvö af þremur aðalmáluhum sem standa í vegi fyrir að samkomulag náist. A1 Ahram-blaðið í Kairó sagði að það væri athyglisvert að ísraelar vildu nú fallast á að skiptast á bréfum að minnsta kosti um sjálfsstjórn- armál Palestínumanna og þeir vildu endurskoða öryggisráðstaf- anir á Sinai. Teldu Egyptar að þetta kynni að boða þáttaskil í málinu öllu. Aftur á móti benda fréttamenn á að ísraelar hafi algerlega vísað á bug tíma- ákvörðun fyrir kosningar Palestínumanna og þeir hafi líka vísað á bug hugmyndum um ákveðna dagsetningu er Eygptar byggju um sig á Sinai aftur. Eins og margsinnis hefur komið fram slitnaði upp úr viðræðum þessum fyrir röskum hálfum mánuði og hafa ýmsir hnútar gengið milli aðila síðan og ekki allar sérlega jákvæðar. Hressileg byrjun á harnaárii Það bættist í búin hjá Keith og Lindu Walski í Chicago nú á dögunum, en þá fæddust þeim hjónum fjórburar sem allir eru sprækir og hressir. Fyrir áttu þau fjögur börn á aldrinum 2ja til sjö ára og eru þrjú til hægri á myndinni en eitt við hlið móður sinnar. Fertugar fgsilegastar London 2. jan. AP. KARLMENN hneigjast til þess að fella hug til kvenna eldri en áður, og að konur. sem komnar eru um og þó helzt yfir fertugt. séu einna undursamlegastar. Kemur þetta fram í niðurstöðum skoðanakönnunar sem brezkt prjónafatafyrirtæki lét gera með- al 1200 karla á aldrinum 25 — 45 ára. Hæst á kvennalistanum var brezka leikkonan Joan Collins, sem er 42 ára, og síðan kemur Brigitte Bardot, 44 ára, Jane Fonda, 40 ára, Diana Dors, 47 ára, Diana Cilento, 44 og lestina rak sú yngsta í hópnum, sem einhver atkvæði fékk að gagni, Raquel Welch, enda ekki nema 38 ára. Einnig fengu atkvæði Barbra Streisand, sem er 36 ára, Jacque- line Kennedy, 49 ára, og Grace Monakóprinsessa, 48 ára. Talsmaður prjónafyrirtækisins sagði í viðtali við fréttastofu AP að svo virtist sem þær konur sem hefðu verið kyntákn á árunum 1950 til 1960 og upp úr því væru það einnig nú vegna þess að þeim yngri konur hefðu engri viðlíkri hylli náð og þær. Joan Collins sagði að stúlkur sem hefðu verið á unglingsaldri um og upp úr 1950 hefðu þurft að leggja meira að sér en konur fyrr og síðar, þar hefði verið á ferð tímamótakynslóð kvenna. Slys í Colombiu Bogota, Colombíu, 2. jan. AP TUTTUGU manns biðu bana í bifreiðarslysi við Girardot, skammt frá Bogota á sunnudag þegar farþegabíll fór út af veginum og hrapaði 100 metra og skall síðan í Magdalenafljótið. Tuttugu til viðbótar slösuðust. Talið er að ökumaðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.