Morgunblaðið - 03.01.1979, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1979
20
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Starfskraftur
vanur eldhússtörfum óskast, (kvenmaöur).
Einnig vantar viö afgreiöslustörf.
Upplýsingar í síma 85090.
Sendibílstjóri
óskast strax á lítinn sendibíl. Umsóknir,
meö upplýsingum sendist Mbl. fyrir fimmtu-
dagskvöld merktar: „Sendibíll — 236“.
Skrifstofustarf
Stórt fyrirtæki sem hefur meö höndum
innflutning og þjónustu óskar aö ráöa
starfsmenn til aö annast tollskýrslur,
veröreikninga, vélritun o.fl.Umsókn um
starfið ásamt uppl. um aldur, menntun og
starfsreynslu sendist augld. Mbl. fyrir 8. jan.
merkt: „Framtíðarstarf — 308“.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
Tjaldanesheimilið
Starfsmaður óskast í vaktavinnu. Upplýs-
ingar gefur forstööumaöur í síma 66266.
Landspítalinn
Hjúkrunardeildarstjórastööur á eftirtöldum
deildum eru lausar til umsóknar nú þegar:
Handlækningadeild (4—A)
Barnadeild (7—C)
Öldrunarlækningadeild, Hátúni 10 B.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra,
sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma
29000.
Reykjavík, 31.12. 1978.
Skrifstofa Ríkisspítalanna
Eiríksgötu 5, Sími 2900.
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5,
Sími 29000
Skrifstofa
Norrænu ráðherra-
nefndarinnar
óskar eftir aö ráöa
bókhaldsritara
Á skrifstofu Norrænu Ráðherranefndarinn-
ar veröur svo fljótt sem unnt er ráöiö í nýja
stööu bókhaldsritara viö Samhæfingar-
deildina.
Starfiö veröur fjölbreytilegt og er aðallega
fólgiö í því aö leggja fram og líta eftir
fylgiskjölum reikninga í náinni samvinnu viö
bókhaldsráögjafann, eftirliti og umfjöllun
samninga, vinnslu á skýrslum um reiknings-
yfirlit o.s.frv. Auk þess er nauösynlegt aö
hlutaöeigandi geti einnig unniö viö bók-
haldsvél.
Skrifstofan óskar aö ráöa hæfan starfs-
mann meö fjölbreytta reynslu í starfi á
bókhaldsskrifstofu. Reynsla af opinberum
rekstri er æskileg. Þess er krafist aö
hlutaöeigandi geti tjáö sig skýrt í ræöu og
riti á einu starfsmáli skrifstofunnar —
dönsku, norsku eöa sænsku.
Samningstíminn er 4 ár meö möguleikum á
framlengingu. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á
fríi frá embætti í allt aö 4 ár. Starfiö er vel
launaö.
Nánari upplýsingar um starfiö má fá hjá Per
M. Lien framkvæmdastjóra eöa Aase
Kjönstad ritara, sími 111052.
Skrifleg umsókn meö fylgiskjölum á
nefndum starfsmálum sendist Nordisk
Ministerráds sekretariat,
Postboks 6753, St. Olavs plass
Osló 1.
Umsókn veröur aö berast skrifstofunni í
hendur ekki seinna en 16. janúar 1979.
Norræna ráðherranefndin er samstarfsvett-
vangur norrænu ríkisstjórnanna og var sett
á stofn áriö 1971. Samstarfiö tekur til
flestra sviöa þjóöfélagsins. Skrifstofa Ráö-
herranefndarinnar, sem er í Osló, sér um
daglega framkvæmdastjórn samstarfs sem
fellur undir starfsvettvang Ráöherranefnd-
arinnar (nema menningarmáladeild) og
annast skýrslugerö, undirbúning og fram-
kvæmd ákvaröana Ráöherranefndarinnar
og stofnana þeira sem undir hana heyra.
Sölumaður óskast
aö stóru heildsölufyrirtæki. Unniö er meö
tölvuskermum. Umsóknir ásamt upplýsing-
um sendist augld. Mbl. merkt: „Söluvinna
— 306“ fyrir 6. janúar.
Tölvuaðstaða
Fyrirtæki meö eigin System 32 leitar eftir
kerfisfræöing, sem áhuga heföi á aö starfa
sem meöeigandi í tölvuþjónustufyrirtæki.
Til greina kæmi einnig aö leigja út tíma á
vélina.
Nánari upplýsingar í síma 85431 eöa 75570.
Háseta og
beitingamann
vatnar á 100 lesta bát, sem fer til línuveiða
frá Hornafiröi.
Upplýsingar hjá Sæmundi Gíslasyni í síma
97-8137 Höfn.
Óskum eftir aö ráöa
bifvélavirkja
næg vinna. Gott kaup.
Upplýsingar ekki gefnar í síma, aöeins hjá
verkstjóra.
Davíö Sigurðsson hf.
Síöumúla 35.
Laus störf
hjá ísafjarðar-
kaupstað
Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar hjá
ísafjaröarkaupstaö:
1. Verkfræðingur: starf verkfræöings er
veiti tæknideild bæjarins forstöðu.
2. Aðalbókari: starf aöalbókara bæjarsjóös
ísafjarðar og stofnana hans.
Umsóknarfrestur er til 15. janúar.
Nánari uppl. veitir undirritaöur svo og
Þráinn S. Sigurjónsson lögg. endurskoö-
andi Reykjavík varöandi starf aöalbókara
(sími 38175).
ísafiröi 28. des. 1978,
bæjarstjórinn á ísafiröi.
Stórbrotin viður-
kenning um aulaskap
En sem við vendum nú okkar
kvæði í kross, verður það að
segjast umbúðalaust, þótt hart sé,
að líklega hafa aldrei jafn hrika-
legar og bjálfalegar athafnir verið
á landi hér gerðar til að ráða
niðurlögum verðbólgu en þær sem
hin nýskipaða stjórnarforusta
hafði forgöngu um.
Grundvallarundirstaða allrar
gerðar í því efni er að þekkja það
iögmál, sem er orsakavaldurinn og
þora að horfa staðföstum huga til
þeirrar raunhyggju, sem ein og
berskjölduð stendur augliti til
auglitis frammi fyrir hverjum
þeim, sem ekki kappkostar þann
gráa leik að fleyta sér til forræða á
lyginni einni saman, falsi og
fláræði. Allar slíkar aðgerðir sem
nú var gripið til eru fals og svik
við sjálfa sig og aðra. Nákvæmlega
sama hvaða pólitískur flokkur
hefði að því staðið. Að segjast ekki
hafa gert sér grein fyrir því, sem
liggur þó við hvers manns fætur,
eins og Arni Gunnarsson viður-
kenndi fyrir alþjóð í sjónvarpinu:
ástandi efnahagsmála þjóðarinn-
ar, er stórbrotin viðurkenning um
aulaskap sinn, og virkar í mínum
huga sem hetjudáð samanborið við
þann einstaka aulabárðarhátt að
tala um að lækka verðbólguna með
því að taka peninga af Pétri til að
láta í vasa Páls. Það er skrípaleik-
ur einn, sem margfaldlega hefnir
sín og stenst ekki við neina
raunhæfa staðreynd. Að lækka
stöðugt gengi krónunnar er í
annan máta sama eðlis, það eru
sömu svikin við sjálfa sig og þjóð
sína, og ætla að réttlæta þá gerð
með þeirri sígildu hljómkviðu að
krónan hafi verið fallin hvort sem
var er í gildi sínu það aumasta
hálmstrá sem nokkur maður getur
sínum minnsta fingri við stutt sér
til bjargar.
Að segja
sannleikann
umbúðalaust
Ef þessi nýja stjórn hefði komið
fram fyrir þjóð sína og sagt
umbúðalaust allan sannleikann og
kannast við yfirsjónir sínar, beðið
fyrirgefningar á allri lyginni, sem
búið væri að margbera á borð fyrir
alla menn, og segja hreint út það
sanna og rétta sem gildi hefði nú
og síðar samkvæmt því lífsins
lögmáli, sem skaparinn hefur
boðið okkur eftir að lifa, þ.e. að
vinna fyrir sínu daglega brauði
sjálfur, m.a., en að hlaða ekki
hverri ómagasúpunni upp á aðra
til að láta hina hafa fyrir, þá hefði
hún unnið sér til heilla og trausts.
Það átti að forðast að lækka
gengi krónunnar, jafnvel hækka
það, það er n.l. enginn verri hlutur
til en gengisfelling til að auka
verðbólguna. Hún er smánarleg og
aumkunarverð vangeta og ráðleysi
við þeim vanda, sem hver og einn
lofar að leysa með slagorðum og
fagurgala. Þeir sem gala um
samningana í gildi og kaupmátt
launa, en leyfa sér svo að svíkjast
aftan að því sama fólki sem þetta
á að hafa eitthvert gildi fyrir og
ræna þessum sömu samningum
með gengisfellingu og sköttum,
sem orsakar svo stórhækkun
verðlags á öllum sviðum, kaupæði
og annað brask. Þetta eru virki-
lega sjónhverfingamenn, sem svíf-
ast einskis í prettum sínum og
fölskum staðhæfingum. Það er
stórmannlegt að falla með sann-
leikann á vörunum, en að komast
til valda með falsi og fláræði er sú
mesta smán sem nokkur getur á
herðum sér borið.
Hinn grjót-
harði vísi-
töluveggur
Nú standa þessir spekingar
frammi fyrir þeim grjótharða
vísitöluvegg, sem þeir svo sjálfir
hafa verið að byggja upp undan-
farandi tugi ára, og komast hvergi
í gegn. Þann sama vegg sem ekki
hefur mátt hvika frá að þeirra
mati um einn einasta millimetra,
svo einhver einingategund sé
nefnd, þessi heilaga kýr, sem ekki
hefur mátt strjúka af eitt einasta
hár, ásamt svo þeim helgasta rétti,
sem guð hefur gefið okkur synd-
ugri mannskepnunni, að mega
velja og áforma, sem stundum
hefur svo verið notuð til þess t.d.