Morgunblaðið - 03.01.1979, Page 23
1
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1979
Minning:
Sigríður Guðjóns-
dóttir Árnason
Fædd 11. júlí 1888.
Dáin 21. október 1978.
_Man éí? æskuárin.
yndisbros og tárin.
gleði og sviða sárin.
sól og daga langa.
Vinarhiind á vanga.
(Stefán frá Hvítadal).
Bernsku- og æskuminningar,
blíðar og stríðar, búa trúlega
lengst og traustast í brjóstum
flestra manna og eiga dýpstar
rætur í þeim jarðvegi. Ljúfar
hugrenningar leiða hugann ósjálf-
rátt til liðinna daga, þegar minnzt
er nýlátinnar níræðrar frændkonu
og tryggðavinar ættmenna minna.
Ljósbrot minninganna eru svo
ótalmörg, að vart er mannlegum
huga unnt að bregða birtu á þau
öll í örfáum kveðjuorðum. Verður
því aðeins stiklað á einu minnis-
verðasta atvikinu úr lífi bernsku
minnar, en önnur látin ósögð, sem
engu síður ættu heima hér við
þetta tækifæri.
Eitt af mörgum dæmum um
hjartahlýju og vináttu Sigríðar
heitinnar er mér einna hugstæðast
frá barnsaldri. Það gerðist fyrir
rúmum 60 árum, frostaveturinn
mikla, 1918. Móðir mín bjó þá með
okkur tveim börnum sínum í
köldum og fremur óvistlegum
húsakynnum við engar allsnægtir.
Ekki er ólíklegt, að ég hygg, að í
öllu kuldakastinu, sem þá geisaði
um loft, láð og lög, að eitthvað
yfirskilvitlegt hafi yljað Sigríði,
vinkonu móður minnar, svo um
hjartarætur, að hún bauð móður
minni að fylgja sér með okkur
börnin til sinna heimkynna, sem
voru hlýrri og notalegri. Það góða
boð var með þökkum þegið, og
nutum við þar ógleymanlegra daga
um langa hríð.
Móðir mín og Sigríður bundust
órjúfandi tryggðaböndum í blóma
aldurs síns, báðar glæsilegar
myndarkonur, er áttu margt sam-
eiginlegt í lyndiseinkunn og mynd-
arbrag. Áttu þær síðan ótaldar
samveru- og ánægjustundir um
dagana; fyrst í Vestmannaeyjum
og síðan í Reykjavík í rúman
áratug á hvorum stað. Sá þráður
slitnaði aldrei meðan báðar lifðu,
þótt í nær aldarfjórðung væri
langur og djúpur áll milli þeirra
vinkvennanna, — eða þar til móðir
mín andaðist árið 1960.
Sigríður fluttist vestur um haf
frá Vestmannaeyjum ásamt eigin-
manni sínum, Helga Árnasyni
múrara og dætrum þeirra árið
1925.
Settust þau að í Winnipeg í
Kanada. — Ættjörðina heimsótti
Sigríður ekki aftur fyrr en árið
1948, ekki sízt til að kynna sér
heilsufar systur sinnar, Guðnýjar,
en heilsu hennar fór þá mjög
hrakandi. Hún hélt vestur aftur
eftir nokkurra mánaða dvöl hér
heima. Ári síðar (1949) heldur hún
enn á ný heim til íslands, ákveðin í
að verða stoð og stytta systur
sinnar, en þá hafði sjúkleiki
hennar, sjóndepra og kölkun í
mjaðmarliðum elnað svo mjög að
hún þurfi nauðsynlega á hjálp að
halda. (Guðný rak þá Hannyrða-
verzlun Þuríðar Sigurjónsdóttur
og hafði gert það um margra ára
skeið með miklum myndarbrag og
listfengi). Bjuggu þær systur síðan
saman í einlægni og kærleika í
tæp 24 ár, lengst af í Ingólfsstræti
og Ljósheimum 20 hér í borg, að
undanskildum tveimur síðustu
árunum, sem Guðný þurfti að
dveljast á sjúkrahúsi. Skildu þær
systur ekki fyrr en yfir lauk, og
Guðný andaðist árið 1973. — Fór
Sigríður þá aftur til barna sinna í
Vesturheimi og bjó í návist þeirra,
unz hún kvaddi þennan heim, 21.
okt. síðastl., eins og fyrr segir.
Foreldrar Sigríðar voru þau
hjónin Guðjón Jónsson frá Fögru-
hlíð í Landbroti, síðar bóndi að
Fæddur 19. ágúst 1912.
Dáinn 21. desember 1978.
Við trúðum því báðir, við
Sigurður Þórðarson, að öllum sé
okkur afmarkað æfiskeið og að
þegar stundin er komin biði
fákurinn söðlaður og gott sé
(|þðum farkosti að stýra til flugs.
En þetta ber að með ýmsu móti.
Sigurður gekk út af heimili sínu að
morgni með vinnustaðinn í huga,
settist undir stýri eigin bíls, en þá
bar fyrir. sjónir annað umhverfi,
varðaður vegur, sem sjálfgefið var
að fara, dagsverkinu hér var lokið
— áreiðanlega í anda og að
lífsskoðun Sigurðar.
Fæddur var Sigurður að Brá-
völlum á Stokkseyri, sonur hjón-
anna Málfríðar Halldórsdóttur og
Þórðar Jónssonar bókhaldara Þor-
steinssonar járnsmiðs frá Kols-
holtshelli í Flóa, fluttist til
Reykjavíkur með foreldrum sínum
12 ára gamall. Tók burtfarapróf
frá Gagnfræðaskóla Ág. H.
Giljum í Hvolhreppi og síðan að
Sölvholti í Hraungerðishreppi í
Flóa og Þórunn Jónsdóttir frá
Árgilsstöðum í Hvolhreppi. —
Þórunn var komin af hinum kunnu
ættum, er kenndar eru við Eydali
og Víkingslæk.
Ogleymanlegar verða mér
stundirnar, sem við systkinin
áttum hjá Þórunni í Dal í
Vestmannaeyjum (hún lézt 1933)
og Guðnýju dóttur hennar. Þær
mæðgur bjuggu saman við mikið
ástríki hvor annarrar í tvo ára-
tugi. Eftir að eiginmaður Þórunn-
ar andaðist í Reykjavík árið 1914,
en þar höfðu þau hjónin búið
síðustu árin, fluttust þær mæðgur
til Eyja, og gerðist Guðný þá
verzlunarstýra í vefnaðarvöru-
deild verzlunar Gísla J. Johnsen.
Djúp lágu rætur í tilfinningalífi
Sigríðar heitinnar og nánustu
ættingja hennar og hafa af-
komendur hennar hlotið þann
dýrmæta arf. Það sannar bezt hin
einlæga tryggð og ástríki er hún
ætíð auðsýndi Guðnýju systur
sinni og sýnir auðsæilega, hve
hjartfólgin vinátta ríkti meðal
þeirra systra langa ævi.
Sigríður hlaut þau sigurlaun
sem bezt og eftirsóknarverðust
mega teljast, að koma mannvæn-
legum börnum sínum til þroska og
manndóms, enda lánaðist henni að
fá að lifa í nálægð þeirra megin-
hluta langra lífdaga. Hún naut
umhyggjusamrar ástúðar barna
sinna allt til hinztu stundar, eða
þar til augu hennar luktust í
dauðanum.
Bjarnasonar, verslunarnám í Eng-
landi 1934—1935. Starfaði síðan
við Heildverslun Skúla Jóhanns-
sonar og co., stofnaði síðar, og rak
um nokkur ár, ásamt þeim Oddi
Helgasyni og Gunnari heitnum
Guðmundssyni fyrirtækið O.H.
Helgason og co., en lengst eða yfir
20 ár, vann Sigurður við endur-
skoðun hjá Birni E. Árnasyni
löggiltum endurskoðanda, og sótti
þá námskeið í endurskoðun í
Háskóla íslands. Síðustu 5 árin
vann Sigurður í endurskoðunar-
deild Reykjavíkurborgar.
Hinn 15. maí 1937 gegndi
Sigurður kalli lífsins og giftist
glæsilegri konu, og ágætri, Guð-
nýju Runólfsdóttur, bókbindara
við Landsbókasafnið, ættuðum frá
Hjörsey á Mýrum.
Settu þau ungu hjónin saman bú
að Bergstaðastræti 60 í Reykjavík
og hinn 16. ágúst 1941 fæddist
þejm dóttir, sem í skírninni hlaut
móðurnafn Sigurðar, Málfríður, er
Börn Sigríðar bera öll nafn
Guðnýjar, en þau eru: Guðný
Rebekka Van Vogt, gift og búsett í
Winnipeg. (Er við hjónin dvöldum
þar vestra ásamt syni okkar á
árunum 1966—67 urðum við djúpt
snortin af viðkynningunni við
hana og lifum oft upp í huganum
ljúfar endurminningar frá þeim
tíma); Guðný Freyja Woodland,
ekkja, búsett í Sicamors, B.C.,
Þórhildur Guðný Dech, búsett í St
Paul, Minnesota. (Hjá þessari
dóttur sinni, sem var yngst
systranna, átti Sigríður síðustu
ævistundirnar); Olgeir Guðni,
blaðamaður í Vancouver, kvæntur
kanadískri konu. Öll börnin hafa í
ríkum mæli erft beztu eigindir
ættar sinnar, tryggð og einstaka
hlýju.
I þessum örfáu kveðjuorðum
leyfi ég mér þann útúrdúr, að geta
hún nú gift 4 barna móðir í
Keflavík, Maris Gíslasyni, slökkvi-
liðsmanni á Keflavíkurflugvelli,
Lyngholti 14.
En leiðir þeirra hjóna, Sigurðar
og Guðnýjar (Lóu) skildu. Þau
slitu samvistum 1950.
Gerðist Sigurður uppúr því
húsmaður Hermanns Jónassonar
að Tjarnargötu 42 og reyndist
báðum haldgott, þó ekki væru þeir
samherjar, sem kallað er. Þarna,
að Tjarnargötu 42, flytur inn til
Sigurðar önnur kona ágæt, Sigrún
Pétursdóttir, Sigurðssonar vega-
verkstjóra á Hjartarstöðum í
Eiðaþinghá og Guðlaugar Sig-
mundsdóttur frá Gunnhildargerði.
Þau bjuggu síðar á Vattarnesi við
Fáskrúðsfjörð.
Giftust þau Sigrún og Sigurður
1. janúar 1954.
Sigrún Pétursdóttir andaðist
snemma árs 1971, og var hjóna-
bandið barnlaust; en Sigrún átti
áður dóttur, sem Þorey heitir og
varö hún stjúpdóttir Sigurðar. Sú
stúlka færði stjúpa sínum og
móður son, er Sigurður Rúnar
heitir og tóku þau hjón hann í
fóstur. Varð sá ástsæll á því
heimili, og því tvöfalt áfall Sigurði
er konan féll frá, að stjúpdóttirin,
sem nú var gift vestur á Firði tók
til sín soninn, en heimili hans
forsjárlaust innanhúss.
Minning:
Sigurður Þórðar-
son endurskoðandi
Minning:
Jónína Guðrún
Halldórsdó ttir
Fædd 3. október 1900.
Dáin 19. desember 1978.
Mágkona okkar, Guðrún
Halldórs, eða Gunna eins og við
vinir og vandamenn kölluðum
hana ávallt, lést í Borgarspítalan-
um 19. desember.
Guðrún var búin að stríða við
mikla vanheilsu síðast liðin ár,
sem hún bar með sinni alkunnu
sálarró og.æðruleysi þar til yfir
lauk. Guðrún Halldórs. var fædd 3.
okt. árið 1900 á Stálpastöðum í
Skorradal. Foreldrar hennvar voru
Þrúður Gísladóttir, Gísla Ög-
mundssonar bónda á Stálpastöð-
um í Skorradal, sem bjó þar
1866—1902 og konu hans Guðrún-
ar Sveinsdóttur bónda í Síðumúla.
Faðir Guðrúnar Halldórs. var
Halldór Halldórsson. Hann var
sonur Halldórs Ólafssonar bónda á
Reini. Þau Þrúður og Halldór
fluttu til Reykjavíkur 1904 og
bjuggu þar allan sinn búskap.
Halldór gerðist sjómaður á skút-
um, sem þá voru sem óðast að
koma til landsins. Guðrún var elst
af fimm börnum þeirra hjóna. Ung
var hún tekin í fóstur af móður-
systur sinni, Guðlaugu Gísladóttur
frá Stálpastöðum í Skorradal, og
manni hennar, Jóni Bjarnasyni
bónda.
Þau Guðlaug og Jón bjuggu
fyrst á Árnabrekku 1902—1909 og
síðan á Þrándarstöðum í Brynju-
dal í Kjós. Brynjudalurinn varð
því æskustöðvar Guðrúnar. Hon-
um unni hún alla sína ævi. Það var
eins og sál hennar fengi hleðslu af
ólýsanlegri orku við að koma í
dalinn sinn og dvelja þar eina
dagstund fram á nótt, þegar sólin
var hæst á lofti.
Áriö 1927 gekk Guðrún að eiga
eftirlifandi mann sinn, Guðmund
Ásbjörnsson. Þá var hún útivinn-
andi stúlka í Reykjavík, en hann
sjómaður á togara. Togaramaður
eins og þeir voru kallaðir. Það
þótti góð atvinna í þá daga.
Foreldrar Guðmundar voru Ingi-
björg Pétursdóttir frá Bala á
Kjalarnesi. Hún var af
Fremra-Hálsættinni. Og faðir
hans, Ásbjörn Guðmundsson, ætt-
aður frá Arnarholti í Flóa.
Þau Guðrún og Guðmundur voru
fljót að koma undir sig fótunum og
eignast sitt eigið húsnæði. Mág-
kona okkar var mikil hannyrða-
kona og saumaði mörg listaverk,
sem prýða heimili þeirra hjóna að
Bergstaðastræti 11 í Reykjavík.
Hún var glaðvær í viðmóti og
elskuleg kona í alla staði.
Á þeirra heimili ríkti kærleikur
og trúnaðartraust og þar var ekki
að finna neinar nútíma geðflækj-
ur.
Svo einn dag kom maðurinn með
ljáinn og snart með sprota sínum
til Guðrúnar. Það gaf til kynna að
hann myndi koma aftur og full-
komna verk sitt. Öll eigum við von
á þannig heimsókn. En það er
okkur hulið á hvern hátt hún ber
að garði.
Kemur hún í svefni? T,ess óska
flestir, en fáir fá. Eða kemur hún
þegar okkar daglegu störf standa
sem hæst? Það vitum við ekki.
Til mágkonu okkar kom heim-
sóknin með óbærilegar þrautir og
þjáningar þar til yfir lauk. Við
systur færum henni þakkir fyrir
áratuga tryggð við okkur og
fjölskyldur okkar fyrr og síðar.
Manni hennar og syni og öðrum
ættingjum vottum við okkar inni-
legustu sarnúð. Hvíl þú í friði,
friður Guðs þig blcssi
Ásbjiirg og Laufey
A.shjiirnsdætur.
23
þess, að á árinu 1977 bauð Sigríður
og börn hennar systur minni
vestur um haf. Naut hún þar alls
þess ástríkis, sem öllu þessu fólki
er gefið, eins og hún væri eitt
systkinanna. Mun henni aldrei úr
minni líða vinátta þeirra og
umhyggja sem var með ein-
dæmum.
Það gladdi systur mína innilega
að fá enn um stund að njóta
ástríkis og yndisstunda í návist
Sigríðar, sem ekki er ofmælt að
hafi verið henni sem önnur móðir.
Sigríður hafði þá enn ekki að fullu
tekið þann sjúkdóm, sem að
síðustu leiddi hana til dauða. Hún
var í allan máta andlega hress og
heilbrigð til hinztu stundar. Þær
gátu því í einrúmi rifjað upp ljúfar
og sárar minningar.
Ekki spillti það ánægju ferðar-
innar, að njóta allrar þeirrar hlýju
og ástúðar, sem hún naut í svo
ríkum mæli á hinu glæsilega
heimili þeirra hjónanna, Þórhildar
og James eiginmanns hennar. Sú »
dvöl og kynning við þau frábæru
hjón, mun henni aldrei úr minni
líða. Bókstaflega mælt var hún
borin á höndum allrar fjölskyld-
unnar, jafnt heimilisföður, börna
og húsmóður.
Nú þegar Sigríður er öll, erum
við óumræðilega þakklát -fvrir
samfylgdina.
Drottinn blessi minningu kærr-
ar frændkonu, og leiði ávallt börn
hennar og afkomendur á vegi
blessunar og velgengni um alla
framtíð.
Agúst Guömundsson.
Heilsu Sigurðar hrakaði síðustu
2—3 árin og lengdi hann suniarið
með því að eyða sumarleyfinu á
Majorka. í för með honum þangað
slóst ágæt kona, Vigfúsína Er-
lendsdóttir frá Bolungarvík, og
giftust þau 17. desember 1977 og
flutti hann jafnframt frá Tjarnar-
götu 42 að Miðtúni 19, en Vigfús-
ína mun eiga þar íbúð. Varð
sambúð þeirra stutt, en báðum
geðþekk.
Þetta er í stórum dráttum
æfiferilsskýrsla Sigurðar Þórðar-
sonar, þó er þess ógetið að þau
voru fimm systkinin frá Brávöll-
um.
Sigurður réðst sem snúninga-
drengur til okkar hjóna strax að
giftingu okkar afstaðinni í júní
1921, varð þannig okkar fyrsti
„kaupmaður". Alltaf glaður, alltaf
reiðubúinn og söngurinn hljómaði
svo heyrðist bæja á milli. Ég held
að sumurin hafi orðið 4 eða 5 og
tryggðin og tengdin færðust yfir á
stækkandi fjölskyldu okkar, börn-
in og barnabörnin; allt varð það
hans fólk og væri hann erlendis,
barst áritað póstkort, annars var
hann hér flest surnur stund úr
degi, 2—3 daga, og sjálfsagður
meðal annarra gesta ef eitthvað
var um að vera. Kring um hann
var alltaf hópur þakklátra hlust-
enda, ekki síst hópur barna, en
þeirra var Sigurður.
Börn áttu hug hans og athygli.
Síðastliðið sumar fór Sigurður
hvorki til Majorka né austur yfir
Fjall. Hafi Sigurður þökk, og vel sé
honum.
Ég votta einkadótturinni, ekkj-
unni, og aðstandendum öllutu
hinar dýpstu sanuiðarkveðjur
mínar og fjölskyldu minnar.
Sigurgrímur Jónsson.
Ilolti.