Morgunblaðið - 03.01.1979, Side 32
MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1979
Verzlið
í sérverzlun meö
litasjónvörp og hljómtæki.
Skipholti 19
BUÐIN sími
y 29800
Búast má við hreyfingu
í samningsréttar-
máli BSRB á næstunni
VIÐRÆÐUR hafa farið fram milli Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja og ríkisvaldsins um samningaréttarmálið svokallaða. en
ríkisstjórnin hefur boðið opinberum starfsmönnum aukinn samnings-
rétt gegn því að þeir falli frá 3% áfangahækkun hinn 1. apríl
næstkomandi. Jafnframt fór ríkisstjórnin fram á að samningar yrðu
framiengdir út árið, en þeir ganga úr gildi 1. júlí.
Fiskverð hækkar um 11%
Klofningur meðal kaupenda
og seljenda í yfirnefnd
Fyrirheit um félagslegar umbætur, segir fulltrúi sjómanna
Afkoma flotans verri en um árabil — segir formaður LÍÚ
YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávarútvegsins ákvað í gærkveldi nýtt fiskverð frá 1. janúar, sem gildi til
maíloka. Ákvörðunin felur í sér 11% hækkun á verði allra tegunda, nema steinbíts, sem hækkar um 13% og
grálúðu og keilu, sem hækka um 9%. Verðið var samþykkt með atkvæðum fulltrúa sjómanna, Ingólfs
Ingólfssonar, og annars fulltrúa fiskkaupenda, Árna Benediktssonar og oddamanns, Jóns Sigurðssonar,
gegn atkvæðum annars fulltrúa kaupenda, Eyjólfs ísfelds Eyjólfssonar, og fulltrúa útgerðarmanna,
Kristjáns Ragnarssonar. Verði kaupgjaldshækkun 1. marz meiri en 5% er verðið uppsegjanlegt.
í dag er ráðgerður fundur með
fulltrúum bæjarstarfsmanna-
félaga og samninganefndar-
fundur BSRB er ráðgerður á
fimmtudag, Haraldur Stein-
þórssson, varaformaður BSRB og
framkvæmdastjóri þess, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að
vonir stæðu til að hugmyndir um
samkomulag bærust frá ríkis-
stjórn fyrir fund samninga-
nefndarinnar, svo að unnt yrði að
fjalla um þær á fimmtudag.
Annars verða þessi mál reifuð og
kynnt á fundunum, en sérstök
nefnd hefur fjallað um þessi mál,
auk þess sem ríkisvaldið og BSRB
hafa skipzt á skoðunum um þetta á
samráðsfundum. Hinn síðasti var
haldinn milli jóla og nýárs.
BSRB hefur sérstaklega tekið
fram á þessum fundum, að þar
sem ekkert stéttarfélag í landinu
hefði fallizt á tilmælin um fram-
lengingu samninga út árið 1979,
væri óeðlilegt, að fram á það yrði
farið við BSRB að það gerði það.
Haraldur Steinþórsson sagði að ef
af samkomulagi við ríkið yrði, þá
væri það hugmynd stjórnar BSRB,
að það yrði borið undir atkvæði
félagsmanna innan BSRB. Ef slík
atkvæðagreiðsla á hins vegar að
eiga sér stað, verður að taka
ákvörðun um þessi mál nú fyrri-
hluta janúarmánuðar. Því kvað
hann hreyfingu verða á þessum
málum nú.
Á almenna vinnumarkaðinum er
staðan sú, að ekkert aðildarfélag
ASÍ hefur ljáð máls á því að
framlengja kjarasamninga út árið
1979. Nokkur félög afturkölluðu
uppsögn kjaraliðar samninga
sinna, en vinnuveitendur höfnuðu
því og eru nú yfirleitt allir
samningar lausir sé þeim sagt upp
með mánaðarfyrirvara. Það gerðu
sárafá félög og framlengjast því
kjarasamningar uin þrjá mánuði í
senn, og geta fyrst orðið lausir nú
1. marz, sé þeim sagt upp. Hins
vegar sögðu verzlunarmanna-
félögin öll upp samningum og hafa
staðið í samningaviðræðum við
viðsemjendur sína. Var deilu
þeirra nýlega vísað til sátta-
semjara ríkisins.
Þá má á það benda að sjó-
mannasamtökin hafa farið þess á
leit við sjómenn að þeir láti ekki
skrá sig á skip nú eftir áramótin,
nema tryggt sé að viðunandi
fiskverð sé ákveðið. Fiskverð var í
gærkveldi, ákveðið eins og lesa má
hér annars staðar á síðunni.
Yfirnefnd hefur ekki áður klofn-
að með þessum hætti, þ.e. að
meirihluti sé myndaður með full-
trúa kaupenda og seljenda og
oddamanni. Ingólfur Ingólfsson
var í gær spurður, hvers vegna
sjómenn gætu sætt sig við 11%,
þegar því hefði verið lýst, að 14%
væru algjört lágmark. Ingólfur
sagði: „Þó að þessi ákvörðum sé
tekin, þá er hún gerð í trausti þess,
að staðið verði við þau fyrirheit,
sem ráðherrar hafa gefið um
félagslegar umbætur og að við
megum vænta einhvers í skattfríð-
indum." Ingólfur kvaðst hafa átt
tvisvar sinnum fund með forsæt-
isráðherra, þar sem hann lagði
fram kröfur sjómanna og eftir
ríkisstjórnarfund í gær kvað hann
hafa verið lýst yfir að staðið yrði
við þær í öllum meginatriðum —
að undanteknu því er varðar
skattfríðindi til sjómanna, Þó
sagði Ingólfur að komið hefði fram
i viðræðum við ráðherra, fleiri en
einn, að skilningur væri á skatt-
fríðindahugmyndum sjómanna.
Þessar hugmyndir voru um 20%
skattfrjálsar tekjur af brúttótekj-
um eftir 8 mánaða skráningar-
tíma, 15% eftir 6 mánuði og 10%
eftir 4 mánuði. Samkvæmt heim-
ildum, sem Morgunblaðið fékk
seint í gærkveldi, mun ríkisstjórn-
in hafa ákveðið að hafna þessum
kröfum um skattfríðindi.
Kristján Ragnarsson og Eyjólf-
ur Isfeld Eyjólfsson bókuðu grein-
argerðir við fiskverðsákvörðun.
Kristján segir að að ákvörðuninni
hafi verið staðið með einstæðum
hætti. Formaður nefndarinnar
hafi lofað að lögð yrðu fram sem
venja er til gögn frá Þjóðhags-
stofnun um afkomu fiskveiðanna
ásamt áætlun um afla og verð-
breytingar. Þessi gögn komu fram,
segir Kristján, eftir að raunveru-
leg ákvörðun hafði verið tekin. Á
gamlársdag hafi hins vegar verið
lagðir fram reikningar um afkomu
fiskiskipaflotans á árinu 1976.
Vitað sé að afkoman sé verri nú en
þá — auk þess sem vitað sé að
yfirvofandi sé stórfelld olíu-
hækkun , sem valdi útgerðinni
1.400 milljón króna útgjaldaauka,
verði hún látin koma fram. Eftir
þessa fiskverðsákvörðun sé
afkoma fiskiskipanna verri en hún
hefur verið um lángt árabil,
sérstaklega bátaflotans, og
Kristján segir, að hann sjái ekki
að hann verði gerður út við
óbreyttar aðstæður. Síðan segir
Kristján: „Það var sameiginleg
krafa fulltrúa útgerðarmanna og
sjómanna, að fiskverð hækkaði um
14% og fiskverð yrði ekki ákveðið
til lengri tíma en 1. marz vegna
óvissu um framvindu efnahags-
mála. Ef ákveða ætti fiskverð til
lengri tíma yrði að taka tillit til
áætlaðra kaupbreytinga 1. marz.
Sú afstaða fulltrúa sjómanna að
samþykkja 11% hækkun fiskverðs
til 1. júní kom mér því algerlega á
óvart."
Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson lét
bóka eftirfarandi, er hann greiddi
atkvæði: „Þessi fiskverðshækkun
er sízt meiri en þróun launamála
og þó sérstaklega afkoma útgerðar
gefur tilefni til. Hækkunin er þó
verulega umfram greiðslugetu
fiskvinnslunnar miðað við núver-
andi markaðsverð og gengi.
Hækkun markaðsverða á frystum
fiskflökum í desember breytti
afkomu frystihúsanna úr tap-
rekstri í þann lágmarkshagnað,
sem þau geta búið við. Fiskverðs-
hækkunin ásamt fyrirsjáanlegri
launahækkun 1. marz þýðir 5.500
milljóna króna aukin útgjöld fyrir
frystihúsin. Þar sem ekkert liggur
fyrir um ráðstafanir, sem geri
fiskvinnslunni kleyft að standa
undir þessum greiðslum, greiði ég
atkvæði gegn þessari fiskverðs-
ákvörðun."
Dómsmálaráðherra:
Ætlar að
láta endur-
skoða refsi-
löggjöfina
„ÉG HEF hugsað mér að láta
endurskoða hegningarlögin al-
mennt og þá sérstaklega með
tilliti til refsihliðarinnar, en
persónulega hef ég aldrei verið
hrifinn af fangelsisrefsingum
og tel æskilegt að kannað verði
hvort aðrar refsingar geti leyst
þær af hólmi að einhverju
leyti," sagði Steingrímur Her-
mannsson dómsmálaráðherra í
samtali við Mbl. í gær.
Dómsmálaráðherra kvaðst
ekki vilja segja neitt frekar um
þetta mál, en gat þess að hér á
landi hefði ef til vill verið
haldið stífar í fangelsisrefsing-
ar þar sem sektargreiðslur
hefðu þótt koma fyrir lítið
vegna verðbólguþróunar.
191 skráður atvinnulaus í Reykjavík um áramótin:
Atvinnuleysi ekki
iafh mikið um árabil
UM ÁRAMÓTIN var 191 skráður atvinnulaus í Reykjavík og hefur
tala atvinnulausra um áramót ekki verið jafnhá um áraraðir, að sögn
Gunnars Helgasonar forstöðumanns ráðningaskrifstou Reykjavíkur
borgar.
„Undanfarin ár hefur atvinnu-
leysi jafnan verið mest mánuðina
janúar til maí og er útlitið allt
annað en bjart," sagði Gunnar
Helgason í samtali við Mbl. í g er.
Af þeim 191, sem skráðv er
atvinnulaus, eru 154 karlar og 37
konur.
Til samanburðar má nefna
að um áramótin 1977—’78 voru 69
skráðir atvinnulausir í Reykjavík
þar af 48 karlar og 21 kona. Má af
þessu sjá að aukningin nú er
vmtalsverð.
Að sögn Gunnars er atvinnu-
leysi mest meðal verkamanna í
Reykjavík, einnig er nokkuð áber-
andi atvinnuleysi meðal vörubif-
reiðastjóra og byggingamanna, s.s.
múrara og trésmiða. Hjá konum er
atvinnuleysi mest meðal iðnverka-
kvenna og verkakvenna.