Morgunblaðið - 15.03.1979, Page 1

Morgunblaðið - 15.03.1979, Page 1
48 SÍÐUR 62. tbl. 66. árg. FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Idi Amin Mikið mannfall FRIÐUR — Jimmy Carter Bandaríkjaforseti baðar út höndunum við heimkomuna frá Egyptalandi og ísrael f gærmorgun. Þegar forsetinn kom til St. Andrews flugstöðvar bandaríska flughersins fyrir utan Washington voru þúsundir manna þar, einkum stjórnmálamenn og opinberir starfsmenn, til að taka' móti forsetanum. Sím»mynd-AP Ágreiningur ísraela og Egypta úr sögunni Washington, 14. mars. AP. Reuter. JIMMY Carter Bandaríkjaforseti sagði f kvöld að þar sem stjórn ísraels hefði nú samþykkt mála- miðlunartillögur hans varðandi frið f Miðausturiöndum væri allu.* ágreiningur fsraelsmanna og Egypta úr sögunni. Stjórn ísraels samþykkti með atkvæðum allra viðstaddra ráð- herra málamiðlunartillögur Cart- ers um þau tvö atriði er óútkljáð voru þegar Carter hélt frá Kaíró á þriðjudagskvöld. Einn ráðherra var fjarstaddur. Atriðin tvö kváðu á um olfuviðskipti ísraelsmanna og Egypta svo og um staðsetningu egypskra eftirlitsmanna á Gaza-svæðinu og skipti á sendi- herrum. Enn hefur ekkert verið látið uppi um efnisatriði málamiðlunartil- lagna Carters forseta. Þingið í ísrael greiðir atkvæði .um friðartil- lögurnar í næstu viku og er þegar talið öruggt að þær verði samþykkt- ar með þorra atkvæða. Mustafa Khalil forsætisráðherra Egyptalands fagnaði mjög ákvörð- un ísraelsku stjórnarinnar. Hann bjóst jafnvel við að hægt yrði að undirrita enska texta friðarsam- komulagsins í Washington í næstu viku, og arabíska og hebreska text- ann í Kairó og Jerúsalem skömmu síðar. Enski textinn verður hinn opinberi texti sáttmálans. Khalil varaði þó við að ef snurða hlypi á þráðinn varðandi málefni Palestínumanna þá næðist seint eða aldrei jafnvægi í Miðausturlöndum, þrátt fyrir að friðarsáttmáli verði undirritaður. Jimmy Carter var fagnað vel þegar hann kom til Washington frá Kairó. Þusundir manna voru á flugvellinum þegar þota hans lenti. Fjölmiðlar gerðu mikið úr ferð hans og þeim árangri sem náðist. Talið er að árangur Carters í friðarferð hans til Kairó og Jerúsalem eigi eftir að verða honum gífurleg lyfti- stöng og jafnvel bjarga pólitískum frama hans, en Carter hefur komið illa út úr skoðanakönnunum vestra upp á síðkastið. í herjum Amins Nairohí, 14. marz, Reuter. ÁREIÐANLEGAR hcimildir skýrðu frá því í kvöld að í meiri háttar brýnu hefði slegið f dag milli hersveita sem hliðhollar eru Idi Amin Ugandaforseta og uppreisnarmanna sem Tanzaníumenn veita liðsinni. Orrustan varð við þorp um miðja vegu milli höfuðborgar- innar Kampala og Masaka sem uppreisnarmenn hafa enn á valdi sínu. Hermt var að yfir 100 Líbýu- menn sem berjast með hermönn- um Amins hafi særst í átökunum og að einn af helztu hers- höfðingjum Amins hefði fallið. Auk þess hefðu 600 hermenn verið felldir hjá Amin og 300 særst. Engar fréttir fóru af mannfalli í röðum uppreisnarherjanna og ekki minntist útvarpið í Uganda heldur einu orði á atburðina í dag. Sadat gagnrýndur af meiri hörku en áður Beirút, Bashdad, Kuwait, Vinarborg, Tel Aviv, Kairó, 14. marz AP — Reuter HARÐLÍNURÍKI Araba veittust að Anwar Sadat forseta Egyptalands með meiri hörku en fyrr þegar fregnir bárust af samþykki stjórnar ísraels á síðustu málamiðlunartillögum Carters Bandaríkjaforseta og ljóst varð að undirritun friðarsáttmála ísraelsmanna og Egypta var aðeins formsatriði. Hvöttu leiðtogar blöð og stjórn- málamenn í ríkjunum til þess að Egyptar yrðu beittir ýmiss konar þvingunum. Einkum skyldu þeir beittir efnahagslegum þvingunum og hvatt var til þess að höfuðstöðvar Arababandalagsins yrðu fluttar frá Kaíró. Lýstu stjórnvöld í írak því yfir að þau krefðust fundar utanríkis- ráðherra og ráðherra sem færu með efnahagsmál í Arabaríkjum strax og Egyptar undirrituðu friðarsamkomulag við ísraels- menn. I tilkynningu til Arabaríkja óskuðu stjórnvöld í írak að lagðar Fórust 200 manns í flugslysi í Kína? Tókýó, 14. marz. AP. ÓTTAST er að um 200 manns hafi farist þegar þota af Trident gerð fórst með áhöfn og farþeg- um skömmu eftir flugtak af flugvelli í Vesturútjaðri Peking í morgun. Þotan kom niður á verksmiðju skammt frá flug- vellinum og fórust nokkrir starfsmenn verksmiðjunnar einnig. Ekkert var skýrt frá slysinu í fjölmiðlum í Peking í dag og ekkert var tilkynnt um það af opinberri hálfu. Vestrænn fréttamaður var meðal sjónar- votta og lýsti hann aðstæðum á slysstað. Hann sagði að þotan hefði brotnað og brak úr henni dreifzt um stórt svæði. Hermenn unnu að umfangsmiklum björgunaraðgerðum í margar klukkustundir á verksmiðju- svæðinu. Flugvélar af Trident-gerð eru mikið notaðar í Kína til að ferja stjórnarleiðtoga og háttsetta em- bættismenn vítt og breitt um landið. Þoturnar geta flutt frá 115—180 farþega, en í áhöfn eru 12 manns. yrðu fyrir þann fund hugmyndir ríkjanna um hvernig bezt mætti hrinda í framkvæmd samþykktum leiðtogafundarins í Baghdad í nóvember síðastliðnum. Viðbrögð talsmanna frelsissam- taka Palestínumanna og Yassers Arafats leiðtoga Palestínu skæru- liða voru á sama veg og viðbrögð annarra Arabaleiðtoga. Lýst var yfir að samtökin og skæruliðar þeirra hygðust berjast hatrammri baráttu gegn „Camp David samsærinu". Arafat krafðist þess m.a. í dag að olíuframleiðsluríki Araba tækju fyrir alla olíusölu til Egypta ef þeir undirrituðu friðar- samkomulag viðjsraelsmenn. Hvarvetna í ísrael og Egypta- landi var árangrinum af för Carters til landanna vel tekið Langflestir íbúa landanna tveggja voru í sjöunda himni og fjölmiðlar og stjórnmálamenn voru í sigur- vímu, enda sást nú loks ljós á veginum eftir sextán mánaða samningaþóf. Ýmsir smáhópar voru þó ekki á sama máli og yfirgnæfandi meiri- hluti landsmanna. Arabískir námsmenn í Jerúsalem og nokkrum öðrum borgum á vestur- bakka árinnar Jórdan mættu ekki til kennslu fimmta daginn í röð. Efndu þeir í þess stað til mót- mælaaðgerða og kom til átaka þeirra og lögreglu er enduðu með handtökum. Fjölmiðlar í Sovétríkjunum virtust í dag ganga út frá því sem gefnu að friðarsamkomulag Egypta og ísraelsmanna yrði undirritað. Sögðu fjölmiðlar að nú væri í uppsiglingu kapphlaup milli Israelsmanna og Egypta um áhrif í hernaðarbandalagi ríkjanna við Bandaríkin. Tvær flugvélar fóru frá Entebbe í dág til Libýu með Líbýumenn sem særst hafa í átökunum í Uganda að undanförnu. Tvö sjúkrahús eru í Entebbe og hefur þeim verið lokað fyrir almenningi í landinu þar sem þau eru yfirfull af særðum hermönnum frá Líbýu. Til átakanna í dag kom eftir að sveitir uppreisnarmanna höfðu beinlínis slegið hring um tæplega þúsund manna deild úr herjum Amins. Eftir að hafa umkringt deildina, en í henni var fjöldi líbanskra hermanna og ráðgjafa, var eftirleikurinn auðveldur fyrir uppreisnarsveitirnar. 62 hafa vprið líflátnir í íran Teheran, Briisael, 14. marz. AP. Reuter. IIERMENN og byltingarsveitir hrundu í dag árás óþekkts hóps 500 vopnaðra manna á herstöð á landssvæði sem Kúrdar byggja í íran. skammt frá landamærum íraks. Talið var að hópurinn hafi verið að sælast eftir vopnum og að hér hafi verið að verki samtök sem ætla að koma af stað óeirðum í héruðum Kúrda. Átök stóðu í um sjö klukkustundir. en engar fregnir fóru af mannfalli. Yfir 1.000 námsmenn á táninga- aldri efndu til aðgerða fyrir utan sendiráð Bretlands í Teheran í dag til að mótmæla illri meðferð sem íranir eru sagðir fá þegar þeir koma til Lundúna. Sex byltingar- hermenn héldu mótmælendunum í skefjum og komu í veg fyrir að þeir kæmust inn á sendiráðslóð- ina. íslamskar aftökusveitir töku fimm embættismenn stjórnar keisarans af lífi í bítið í morgun. Þá hafa 62 verið teknir af lífi í íran frá því að byltingaröflin tóku völdin í sínar hendur og talið er að um 200 manns bíði aftöku. Bazargan forsætisráðherra for- dæmdi aftökurnar harkalega seint í kvöld. Tilkynnt var í Brússel í dag að jafnaðarkonur í öllum löndum Efnahagsbandalagsins hygðust efna til samræmdra aðgerða á föstudag til að mótmæla misrétti sem kvenfólk í íran er beitt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.