Morgunblaðið - 15.03.1979, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 15.03.1979, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979 3 Enn lækkun á gasolíu í Rotterdam VerSð þó enn hærra en meðalverffið í fyrra AÐ UNDANFÖRNU hefur orðið nokkur lækkun á skráðu gasolíuverði á olíumarkaðnum í Rotterdam en verðið er enn langt yfir meðalverði þeirrar gasolíu, sem seld var hér á landi í fyrra, eða 83,5% hærra. Hins vegar er skráð verð nú rúmlega 36% lægra en þegar það var hæst 16. febrúar s.l. eða 225 dollarar hvert tonn af gasolíu en var 352,50 dollarar þegar hæst var. Samkvæmt upplýsingum Arnars Guðmundssonar skrifstofustjóra Olíuverzlunar Islands h.f. lestaði skip gasolíu- og bensínfarm í Sovétríkjunum dagana 2.—4. marz Hjörleifur fundar með hugarflugssniði „MÁNUDAG 12. og þriðjudag 13. mars síðast liðinn boðaði iðnaðarráðherra til funda- halds með svoneíndu hugar- flugssniði (brain — storming) um viðfangsefnið breytt við- horf í orkumálum vegna vænt- anlegra verðhækkana á olíu. Ætlunin var að fá fram við- horf um þrjátíu sérstaklega tilkvaddra manna, sérfræðinga um orkumál og embættis- manna, til orkusparnaðar og þróunarstarfsemi er varðar ís- lenskar orkulindir og hagnýt- ingu þeirra." Framangreind frétt barst Morgunblaðinu í gær frá iðnaðarráðuneytinu. s.l. Þá var verðið allnokkru hærra eða 291,50 dollarar tonnið, en töluverð verðlækkun varð hins vegar í síðustu viku, eftir að afgreiðslan fór fram. Verð þessa farms verður því allmiklu hærra en hefði hann verið lestaður nokkrum dögum seinna. Þrír farmar af bensíni, gasolíu og svartolíu hafa verið lestaðir í Sovétríkjunum á undanförnum vikum á svipuðu verði, miklu hærra en verð þeirra farma, sem núna eru í sölu. Nýju farmarnir koma í sölu í apríl n.k. og má þá búast við talsverðri hækkun á olíu og bensíni. Ekki hefur orðið jafn mikil lækkun á bensíni og svartolíu og orðið hefur á gasolíunni. Sam- kvæmt nýjustu skráningum er bensínverðið 295 dollarar hvert tonn en fór hæst í 340 dollara og er lækkunin 13,2%. Svartolíuverð er skráð 108 dollarar en fór hæst í 113 dollara tonnið og er lækkunin 1,6%. Skráð bensínverð núna er 102% hærra en meðalverð á seldu bensíni í fyrra og skráð svartolíu- verð er 44% hærra. Miðað er við fob-verð í öllum tölum. Ný reglugerð um aukatekjur rikissjóðs: Nýskráning bíla kost- ar 11.200 - gjald fyrir fasteignasölu 17.000 GEFIN hefur verið út ný reglugerð fyrir aukatckjur ríkissjóðs og öðlast hún gildi í dag 15. marz. Eru í henni tilgreind gjöld fyrir opinbera þjónustu svo sem ýmis leyfisgjöld, skfrteinagjöld og skráningargjöld. Af einstökum gjöldum má nefna að leyfisbréf til heildsölu er nú kr. 350 þúsund, til umboðssölu 170 þúsund, til smásölu 87 þúsund og til lausaverzlunar 70 þúsund. Þá er leyfisgjald til fasteignasölu kr. 17 þúsund. Leyfi fyrir vínveitinga- stað er kr. 140 þúsund og fyrir vínveitingastað til skemmri tíma en tveggja ára 70 þúsund og leyfi til vínveitinga þ.e. tækifærisveit- inga er kr. 3.500. Leyfi til mál- flutnings fyrir héraðsdómi er kr. 10 þúsund og fyrir Hæstarétti kr. 52 þúsund, leyfi til að stunda almennar lækningar og tannlækn- ingar er kr. 10 þúsund og fyrir sérfræðistörf í þessum greinum kr. 52 þúsund. Skírteinagjöld eru allt frá 1.700 krónum upp í 17 þúsund og kosta t.d. flugumferðarstjóraskírteini og skírteini til kvikmyndasýninga kr. 1.700, og meistarabréf og flug- stjóraskírteini kosta kr. 17 þús- und. Þá kostar skráning hlutafé- laga og samvinnufélaga kr. 35 þúsund, nýskráning og umskrán- ing bifreiða innan umdæmis kost- ar kr. 11.200 en skráning milli umdæma og skráning eigenda- skipta kosta kr. 5.600 og skráning atvinnuflugvélar kostar kr. 17 þúsund og einkafíugvélar kr. 7 þúsund. Fyrir borgaralega hjónavígslu skal greiða kr. 3.500, fyrir saka- vottorð kr. 600 og fyrir veðbókar- vottorð kr. 900. Reykjavíkurborg: 650 þúsund dollara lán til kaupa á skuttogara BORGARRÁÐ hefur samþykkt að borgarsjóður taki erlent lán vegna Bæjarútgerðar Reykjavík- ur til kaupa á skuttogara frá Portúgal samkvæmt leyfi við- skiptaráðuneytisins frá því í febrúar. Lánið verður að upphæð 650 þúsund bandarískir dollarar, og skal það að fullu greitt í september 1980. Vextir verða 5—8% umfram almenna millibankavexti í London á hverjum tíma. Borgarráð hefur falið borgar- stjóra að undirrita lánssamning og önnur skjöl vegna lántökunnar, en borgarstjóri getur véitt öðrum aðila umboð til að undirrita láns- skjöl. Þessi samþykkt var gerð á fundi borgarráðs þann 9. marz, með þremur samhljóða atkvæðum. DAGUR ÍTALÍU ísamvinnu viö ftölsk feröamálayfirvöld gengst ÚTSÝN fyrir ítalíukynningu í Súlnasal Hótel Sögu, sunnudag 18. marz. FJÖLSKYLDUSKEMMTUN Kl. 13.30 Húsiö opnaö. Ókeypis happdrættismiöar afhentir öllum gestum, vinningar ítölsk leikföng og ítalíu- ferö. Kl. 14.00 Síödegisskemmtun fyrir alla fjölskylduna. Léttar veitingar á boöstólum. Öll börn fá ÚTSÝNAR-merki. ★ Kvikmyndasýning ★ Danssýning: íslandsmeistarar unglinga í diskó-dansi 1979 sýna nýjustu dansana. ★ Glæsilegt leikfanga- og feröabingó: Vinningur ítölsk leikföng og ítalíuferö Ath. — Foröist þrengsli og óþægindi — borðapantanir í síma 25017 kl. 16—18 á föstudag. KV0LDDAGSKRA: Kl. 19.00 Húsiö opnað. Hressandi drykkir og lystaukar. Kl. 19.30 Veizlan hefst stundvíslega meö ítölskum kvöldverði: Jambon de parme ialla Trentina ..... Verð aðeins kr. 3.500.- • v i ★ Tízkusýning: MODEL 79“ sýna ítalskan tízkufatnaö frá MOONS og herraföt frá „SAUTJÁN" ★ Skemmtíatriöi: Söngvararnir Hjálmtýr Hjálmtýsson og Soffía Guðmundsdóttir syngja íslenzk og ítölsk lög. mw * Myndasýning og ferðakynning: Forstjóri Útsýnar sýnir myndir frá ítalíu og kynnir glæsilega nýútkomna feröaáætlun j Útsýnar 1979 meö ótrúlegum feröatilboöum á eftirsóttustu sumarleyfisstaöina. ★ Danssýning: Sigurvegarar í 3ju umferö hóp- og para-danskeppni Útsýnar og Klúbbsins sýna diskó-dansa. ’ Hinn óviöjafnanlegi bráöfyndni Ómar Ragnarsson með nýja skemmtiskrá. ★ Bingó: Spilaö veröur um 3 glæsilegar Útsýnarferöir. ★ Feguröarsamkeppni: Ljósmyndafyrirsætur Útsýnar. Stúlkur úr hópi gesta. 10 Útsýnarferöir í vinning. Forkeppnl. DANS TIL KL. 01.30. Hin bráðskemmtilega hljómsveit Ragnars Bjarnasonar og Þuríður Sigurðardóttir leika og syngja fjölbreytta tónlist við allra hæfi. MISSIÐ EKKI AF STORKOSTLEGRI SKEMMTUN OG MÖGULEIKUM Á ÓKEYPIS ÚTSÝNARFERÐ. Ath. Allir gestir fá ókeypis happdrættismiða. Vinningur dregið kl. 20.00 og 23.00 Útsýnarferð til Italíu. Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir aðeins rúllu- gja,d- VÚTSl Tryggiö ykkur borð tímanlega hjá yfirþjóni í síma .20221 frá kl. 15.00 í dag. NrSaikrifitofin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.