Morgunblaðið - 15.03.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979
5
Blöðum Vöku stolið?
TALSVERÐ brögð virðast haía
orðið að því að blað Vöku, félags
lýðræðissinnaðra stúdenta við
Háskóla íslands hafi ekki komist
til viðtakenda. í gær fannst til
dæmis bunki af blöðum í Tóna-
bíói, en þau höfðu verið póstlögð
og send á nafn til viðtakenda er
búa á Nýja-Garði.
Vökustúdentar hafa kært málið
til póstmeistarans í Reykjavík, en
skrifstofustjóri póstmeistara sagði
í gær, að líklegast væri að hér væri
um skemmdarverk að ræða, það er
að einhverjir hafi tekið blöðin
áður en þau komust í hendur
viðtakenda. Ekki er vitað hvort
frekari brögð hafa verið að því að
blöðin hafi verið tekin, en nokkrir
tugir blaða fundust sem fyrr segir
í Tónabíói í gærdag.
Kosningar fara fram í Háskól-
anum í dag, og hafa menn leitt að
því getum, að ef til vill séu
andstæðingar Vöku nú orðnir ugg-
andi um sinn hag, að þeir vilji
koma í veg fyrir að skoðanir þeirra
komist til stúdenta.
Þeir stúdentar sem ekki hafa
fengið Vökublaðið heimsent eru
vinsamlega beðnir að hafa sam-
band við skrifstofu Vöku, og verð-
ur þeim þá sent blaðið að nýju.
Ritstjóri Tímans
dæmdur fyrir meiðyrði
NÝLEGA haía verið kveðnir upp dómar í tveimur meiðyrðamálum, Sönnunarbyrði í þessu máli er
sem höfðuð voru á hendur ÞÓRARNI Gunnleifi Jóhanni háttað verður að telja ósannað, að
ÞÓRARINSSYNl, Hofsvallagötu 57, Reykjavík, ritstjóra og ábyrgðar- hin umstefndu ummæli hafi sann- Vökublöðin sem send voru í pósti tii nemenda í Háskólanum en
manni dagblaðsins Tímans í Reykjavík. Voru málin höfðuð fyrir leiksgildi." fundust í Tónabfói.
sakadómi Reykjavíkur og bæjarþingi Reykjavíkur vegna meintra
ærumeiðandi ummæla um tvo opinbera starfsmenn f Timanum 14.
aprfl 1976, þá KRISTJÁN PÉTURSSON deildarstjóra í toilgæzlunni á
Keflavíkurflugvelli og Matthías HAUK GUÐMUNDSSON þáverandi
rannsóknarlögreglumann f Keflavík.
MARQIR HALDA AÐ
Bros hf. gefur út
nýja Siggu Viggu
„FJÖRUTÍU og sjö snúð-
ar“ nefnist ný bók um
Siggu Viggu og tilveruna
eftir Gísla J. Astþórsson.
Útgefandi er Bros h.f.
í frétt frá útgáfunni seg-
ir m.a.:
„Þetta er önnur bókin í
myndaflokknum „Sigga
Vigga og tilveran" en sú
fyrri kom út fyrir ári síðan.
GJÁ er velþekktur fyrir
ritstörf sín og teikningar,
sem hann vinnur jöfnum
höndum með blaðamennsk-
unni. Af teiknisyrpum hans
er Sigga Vigga eflaust
kunnust og svo hið vikulega
„Þankastrik", en hvort
tveggja birtist í Morgun-
blaðinu, einnig má nefna
„Plokkfiskinn" sem birtist í
Sjávarfréttum. Auk þeirra
upplýsinga um Siggu Viggu
og félaga hennar sem má
finna á baki bókarinnar,
má benda á að baksvið
myndasögunnar er sótt í
höfuðatvinnuveg okkar ís-
lendinga og er raunar aug-
ljóst að höfundur er ekki
með öllu ókunnur hnútun-
um þar, þó að sviðið sé að
sjálfsögðu allnokkuð ýkt
eins og vera ber. Þá fer hitt
heldur ekki á milli mála að
þótt skopið sé efst á baugi í
þessari myndasögu, þá þarf
ekki að kafa djúpt á
stundum til þess að finna
þar lúmskan „brodd" eða
jafnvel ádeilu. Af vinnu-
brögðum má sjá að GJÁ
leggur mikla vinnu í teikn-
ingarnar, þó að þetta hafi í
upphafi einungis verið
hugsað sem tónistunda-
gaman. En þetta er nú
orðin ein elsta og lífseig-
asta myndasagan sem hér
hefur birst eftir íslending."
Ummæli þau sem hér um ræðir
birtust í nafnlausu lesendabréfi
umræddan dag undir fyrirsögn-
inni: „Dýrlingur og James Bond
íslands". í greininni var fjallað um
þá Kristján og Matthías Hauk og
starfsaðferðir þeirra. Þar sem hér
áttu hlut að máli tveir opinberir
starfsmenn höfðaði ríkissaksókn-
ari opinbert mál fyrir sakadómi
Reykjavíkur á hendur Þórarni
Gunnleifi Jóhanni Þórarinssyni,
þar eð hann taldi greinina í heild
bæði móðgandi og ærumeiðandi
gagnvart þessum tveimur opin-
beru starfsmönnum og þó einkum
9 þættir í greininni. Var krafizt að
ákærði yrði dæmdur til refsingar
og greiðslu sakarkostnaðar.
Voru dæmdar
miskabætur
Ennfremur höfðuðu Kristján og
Matthías Haukur einkamál fyrir
bæjarþingi Reykjavíkur þar sem
þeir kröfðust þess að ummælin
yrðu dæmd ómerk og þeim yrðu
dæmdar samtals 2,8 milljónir í
skaða- og miskabætur svo og
málskostnaður.
Halldór Þorbjörnsson yfirsaka-
dómari kvað upp dóm í málinu í
sakadómi Reykjavíkur og var Þór-
arinn Gunnleifur þar dæmdur í 25
þúsund króna sekt, sem greiðast
skyldi í ríkissjóð og dæmdur til
Listdansar-
ar fá inn-
göngu í FÍL
Aðalfundur félags íslenskra
leikara var haldinn 19. febrúar
síðastliðinn. Á fundinum var m.a.
ákveðið að listdansarar Þjóðleik-
hússins fengju inngöngu í félagið,
en auk leikara eru fyrir í félaginu
óperusöngvarar og leikmynda-
teiknarar.
Stjórn félagsins skipa nú: Gísli
Alfreðsson, formaður, Guðmundur
Pálsson varaformaður, Sigurður
Karlsson ritari, Bessi Bjarnason
gjaldkeri og Þóra Friðriksdóttir
meðstjórnandi.
greiðslu sakarkostnaðar. Friðgeir
Björnsson borgardómari kvað upp
dóm í málinu í bæjarþingi Reykja-
víkur og var fyrrnefndur Þórarinn
þar dæmdur til þess að greiða
Kristjáni Péturssyni 190 þúsund
krónur í miskabætur og Matthíasi
Hauki Guðmundssyni 90 þúsund
krónur í miskabætur. Ennfremur
var hann dæmdur til þess að
greiða 90 þúsund krónur í máls
kostnað. Þá voru ummæli þau, sem
fram komu í umræddu lesenda-
bréfi Tímans dæmd ómerk.
Rannsókn í sakadómi
Þess skal að lokum getið að fram
fór í sakadómi Reykjavíkur að
kröfu ríkissaksóknara rannsókn á
því hvað hæft væri í þeim ummæl-
um, sem fram komu í margnefndri
blaðagrein og var ákæra saksókn-
ara byggð á niðurstöðum þeirrar
rannsóknar. Um þetta atriði segir
svo í dómi bæjarþings:
„Eins og að framan er rakið fór
fram í Sakadómi Reykjavíkur
rannsókn, sem stefnendur lögðu
fram í þessu máli, á „sannindum
eða ósannindum" þeirra ummæla
sem krafist er að ómerk verði. I
þeirri rannsókn kom fram, að
höfundar umræddrar blaðagreinar
voru tveir, þeir Árni Yngvason,
verslunarmaður og Oddur Ólafs-
son, blaðamaður á Tímanum. í því
skyni að staðreyna „sannindi eða
ósannindi" blaðagreinarinnar og
önnur atriði er rannsóknin beind-
ist að voru yfirheyrðir bæði sak-
borningar og vitni, sem stefnendur
höfðu yfirheyrt og/eða gert húsleit
hjá við rannsókn svokallaðra
spíramála. í framburði nokkurra
þeirra sem yfirheyrðir voru komu
fram fullyrðingar um rannsóknar-
aðferðir stefnenda, svipaðs eðlis og
einstök hinna umstefndu ummæla.
Stefnendur voru og yfirheyrðir
fyrir Sakadómi Reykjavíkur. Þeir
neituðu með öllu að hafa beitt
ólögmætum rannsóknaraðferðum.
Af hálfu stefnda sjálfs hafa ekki
verið færð fram nein sönnunar-
gögn um sannleiksgildi ummæl-
anna.
Eins og sönnunarfærslu og
MATALARAR
SC(J AÐEINS FYRIR
ATVINNLJMCNN
■
• ••
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
en auðvitað geta allir þeir sem vilja vandaða og nákvæma hátalara,
notið þess að hlusta á AR hátalara í stofunni heima hjá sér.
Það eru góð meðmæli að atvinnumenn eins og Judi Collins, Miles
Davis og Herbert von Karajan skuli velja sér AR til einkanota, því þeir
vilja aðeins það besta, hin þjálfaða heyrn þeirra krefst þess.
AR hátalarar eru á góðu verði - gæðin getur þú verið viss um -
VELJIÐ AR HÁTALARA.
1
SENDUM
BÆKLINGA