Morgunblaðið - 15.03.1979, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 15.03.1979, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979 13 Ég séþig á minn hátt Pelle Petersen: Ég sé þig ekki Þýðendur: Andrea Þórðardóttir og Gísli Helgason Bjallan Reykjavík 1978 Bók þessi er rituð í frásagnar- formi. Blind telpa segir frá dag- legu lífi sínu. — „Ég hef alltaf verið blind. Ég er óhrædd við það sem þú kallar myrkur." í byrjun bókarinnar bregður höfundur upp mynd af hegðun þess sjáandi, er hann vaknar í niðdimmu herbergi — viðbrögðum hans og athöfnum uns hann finnur slökkvarann og kveikir ljósið. Markviss er tilraun höfundarins að koma hinum sjáandi til að nema staðar — hugsa og reyna að skilja meðbræðurna, sem hafa Bökmenntlr eftir JENNU JENSDÓTTUR orðið fyrir þeirri lífsreynslu að lifa í myrkri. Telpan blinda leggur mikla áherslu á að tilfinningalíf þeirra blindu sé hið sama og hinna sjáandi. Þeir skynja umhverfi sitt á eðlilegan hátt, læra að varast það sem varast ber, læra að ferðast um í sinni veröld, sem oftast er þrengri og takmarkaðri en þeirra sjáandi. Með það í huga að bókin byggir á frásögn þess, sem lifir í myrkri og á ekki aftur kvæmt þaðan, er það umhugsunarvert hve þessir meðbræður okkar eiga sér oft bjartan heim — innan marka getu sinnar. Sú geta er oft ótrúleg og undraverð. Öll frásögn blindu telpunnar undirstrikar líka það sem vitað er í samskiptum við fatlað fólk, hver sem fötlunin er, að heimur þess og hamingja mótast af því hver afstaða hinna heilbrigðu er til þeirra. Það er minni erfiðleikum bundið fyrir hinn blinda að koma eðlilega fram í mörkuðu umhverfi sínu, en það virðist vera þeim sjáandi að sýna blindum eðlilega framkomu og virða getu þeirra og sjálfbjargarviðleitni: „Það er eins og menn séu hræddir við blinda og aðra fatlaða. Þeir vita ekki hvað þeir eiga að segja. Ég finn hvað þeir verða oft vandræðalegir. En það á auðvitað að ungangast fatlaða eins og annað fólk“. Það kemur raunar alls staðar fram í sambandi við hvers kyns fötlun að mistök þjóðfélagsins gagnvart þessum meðbræðrum, eru fyrir getuleysi, skilningsleysi og oft gjörsamlega ranga fram- komu þeirra heilbrigðu. Með útgáfu þessarar bókar hef- ur Bjallan enn sýnt hve vönd hún er að virðingu sinni með bókaval — og skyggn hún er á vanrækta þætti í samfélagi okkar, sem þörf er á að taka til gagngerrar athug- unar. Bók þessi á brýnt erindi við alla þá sem heilbrigðir eru. Hún er nauðsynleg uppalendum og leið- beinendum — foreldrum og kennurum, til að lesa með börnum og unglingum — reyna að vekja hjá þeim eðlilegt viðhorf til þeirra, sem vegna einhvers konar fötlunar geta ekki lifað lífinu á sama hátt og þeir heilbrigðu. — Leiða börn og unglinga til þess sannleiks, að það hefur enginn beðið um að hafa skerta lífskrafta — andlega eða líkamlega. En þeim sem sæta slíku er þörf á eðlilegu viðmóti skilningi og mannlegri virðingu. Þvinguð, fálmandi framkoma og meðaumkvun í þeirra garð er það versta sem hægt er að sýna þeim. Þýðendur hafa unnið verk sitt vandlega. Margar ljósmyndir af blindu telpunni, félögum hennar og umhverfi veita textanum greiðari aðgang að hug lesanda, festa hann betur í minni. Fræðslukaflinn um augað ásamt skýringar-teikningu er að mínu mati mikils virði. Þessi bók Palle Petersen vakti mikla athygli í Danmörku og vonandi á hún einnig eftir að gera það hér. A/klæðning er fáanleg í mörgum fallegum litum sem eru inn- brenndir og þarf aldrei að mála. A/klaeðning er seltuvarin og hrindir frá sér óhreinindum. Fáanlegir eru ýmsir fylgihlutir með A klæðningu sem hefur þurft að sérsmíða fyrir aðrar klæðningar, auk þess er hún þykkari og þolir því betur hnjask. A/klæðning hefur sannað yfirburði sina, og reynst vel í íslenskri veðráttu. Leitið nánari upplýsinga og kynnist möguleikum A/klæðningar. Sendið teikningar og við munum reikna út efnisþörf og gera verð- tilboð yður að kostnaðarlausu. INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012. TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400. r v Þessi nýtízkulega hannaða myndavél með handfanginu er með innibyggðu eilífðarflassi, þannig að þú stillir á flassmerkið og styður svo á takkann og tekur allar þær myndir sem þig langar til. Handfangið gerir vélina stöðugri og hjálpar þér til að taka skarpari myndir. HANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI GLÆSIBÆ AUSTURVERI S: 20313 S: 82590 S: 36161 Umboðsmenn um land allt _________________________________J Verð með 2 rafhlöðum og einni filmu: Kr. 24.700.00 Kodak ektra22ef myndavélin MEÐ INNIBYGGÐU EILÍFÐARFLASSI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.