Morgunblaðið - 15.03.1979, Síða 15

Morgunblaðið - 15.03.1979, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979 15 búinn að semja um að varðskipið Islandsfalk flytti þær endurgjalds- laust, um leið og það kæmi til landhelgisgæslu. Rétt áður áður en skipið, sem hann ætlaði með, legði af stað, er hann kyrrsettur og vísað í land. Skilríki hans þóttu ekki í fullu lagi. Fyrir þetta dróst enn á langinn að hann næði vélum sínum heim. Við þetta missti hann af þeim hlunnindum að fá vélarn- ar fluttar endurgjaldslaust. Ólafi svall móður vegna þess að vera þannig settur á land. Hann fór í mál vegna þess, flutti það sjálfur og vann með glæsibrag. Prentmyndagerð stofnsett Á vori 1919 komu vélar Ólafs loks til landsins. Húspláss fyrir þær og verkstæði sitt hafði hann þá innréttað sér sjálfur á lofti yfir prentsmiðjunni Gutenberg. Þar stofnsetti hann svo „Prentmynda- gerðina" í september 1919. Þá voru liðin 8 ár frá því hann lauk námi og aldur hans 40 ár. Prentmynda- smíði á íslandi átti því 60 ára afmæli á síðastliðnu hausti. Byrjunarörðugleikar voru mikl- ir hjá Ólafi vegna rafmagnsleysis og skorts á vatni. Fyrstu 4 árin vann Ólafur einn á vinnustofu sinni, en 1923 tók hann sinn fyrsta lærling. Vinnudagar Ólafs urðu jafnan langir, oftast fram á mið- nótt og stundum lengur. Þetta var mest vegna þess að ljúka varð við þær myndir að kvöldi, sem birta átti í blöðum næsta morgun. Oft kom það fyrir, að hann varð sjálfur að loknu dagsverki að fara með myndir í prentsmiðjur á síðustu stund. Þó hann gengi seint til svefns, var hann ávallt kominn á réttum tíma næsta morgun og fyrstur að opna. Vinnustof ubí agur Á vinnustofu Ólafs komu að jafnaði mjög margir menn dag hvern. Það voru fyrst og fremst allir, sem vildu fá gerðar myndir, svo sem blaðamenn, bókaútgefend- ur, ritstjórar og ýmsir aðrir hátt- settir embættismenn þjóðarinnar. Þangað komu einnig margskonar alþýðufólk í ýmsum erindum. Sumir kannski til að fá lánaðar nokkrar krónur, því margir vissu að ólafur var allra manna fljót- astur að gjöra öðrum greiða og fáir munu hafa farið bónleiðir frá honum. Stundum komu þarna menn, sem við og við gátu staðið höllum fæti af völdum Bakkusar. Þeir voru af margvíslegri gerð. Móti þeim tók Ólafur af sömu alúð og öllum öðrum og sinnti þeirra vandamálum. Oft símaði hann eftir bíl fyrir slíka gesti, fylgdi þeim út, það bílstjórann að aka þeim heim til sín og greiddi svo fyrir aksturinn úr eigin vasa. Þetta sýnir rótgróna og einlæga gestrisni Ólafs, og hve óvenju mikill mannkostamaður hann var. Þessir eiginleikar hans leiddu af sér heimsókn margra, sem ekki höfðu neitt sérstakt erindi. Það var nokkuð viss hópur manna, sem lagði leið sína til Ólafs þegar kvölda tók, ekki allir á sama kvöldi, en alltaf við og við með stuttu millibili. Þarna var skemmtilegt að koma og allir voru velkomnir. Nýjustu fréttir fengu menn þarna oft, í sambandi við fréttamyndir, sem jafnan bárust með stórtíðindum og Ólafur var að vinna við. Þettá hafði sitt aðdrátt- arafl. í þessum gestaflokki voru menn af mörgum stéttum. Þar voru skáld, rithöfundar, lista- menn, fræðimenn, sjómenn og allskonar menn. Sest var á rök- stóla og rætt um alla heima og geima. Glatt var á hjalla og umræðuefni margvisleg, sem stundum gátu endað með kappræðum. Ólafur tók oft þátt í þeim og hélt fast á sínu máli. Til áréttingar lét hann stundum hnefa dynja á borði fyrir framan and- mælanda sinn. Eitt sinn þegar óvissa var mikil um málalok, gekk svo langt að meistari Þórbergur var kvaddur á vettvang til að skera úr um ágreiningsefnið. Hann kom, gekk nokkra stund um gólf, glotti góðlátlega og skaut augum til allra átta íhugull á svip. Úrskurður hans féll Ólafi í vil. Eg hefi því miður gleymt um hvað var deilt. Ólafur hafði skemmtun af þess- um rabbsamkomum, og hvatti til að stofnað yrði málfundafélag. Hann bauðst til að lána húsnæði Prentmyndagerðarinnar til funda- halda fyrir það á sunnudögum. Það varð úr að félagið var stofnað 21. janúar 1923 og hlaut nafnið „Daði fróði“. Á því ári voru haldn- ir 23 fundir, og margvísleg mál rædd. Af nöfnum þeim sem fram- söguræður báru, má sjá að víða var við komið, og skulu hér nokkur talin: „Um trúarlíf", „Um huldu- fólk“, „Um listaverk", „íslenzka ríkisstjórnin", „Um mannlífið gildi þess og tilgang", „Hvað valdið hefði Islandi mestri ógæfu", „Eyð- ing mannkyns". Á næsta félagsári voru haldnir 13 fundir, og fór síðan fækkandi frá ári til árs. Félaginu var slitið 13. febrúar 1927. Áróður gegn gin- og klaufaveiki Ólafur Hvanndal fylgdist af áhuga með stjórnmálum, og hélt fast fram sínum skoðunum á þeim. Sem dæmi um, hve áhugi hans gat verið einlægur og sterkur, þar sem hann snéri sér að, má nefna þann geysimikla áróður sem hann beitti gegn því að flutt væri til landsins hey frá Noregi, sem oft var þá gert. Þar í landi geisaði þá gin- og klaufaveiki, og óttaðist Ólafur mjög að sú veiki kynni að flytjast til landsins með heyi. Honum ofbauð sú auðn, sem sú veiki gæti leitt af sér fyrir íslenzkan land- J búnað. Um þetta mál lét hann j prenta bréf, sem hann sendi svo hverjum einasta hreppstjóra landsins, þar sem hann bað þá að safna undirskriftum á skjal sem fylgdi, þar sem krafist var að stöðvaður yrði með öllu heyjainn- flutningur frá útlöndum. Á sínum tíma þótti þetta framtak Ólafs mjög athyglisvert og sérstætt. í afmælisljóði til Ólafs þegar hann var sextugur, sagði Magnús Ás- geirsson skáld: „Best finnst oss þó af bjástri þínu og kreiki, barátta þín mót gin- og klaufaveiki". Ólafur hafði áhuga á ýmsu sem ekki snerti hans verkahring. Hann Mynd af styttu, sem Guðmundur frá Miödal gerói af Ólafi Hvanndal sjötugum. átti t.d. tvisvar hlut í bátum og gerði út. Á öðrum þeirra var ég einnig hluthafi og vann þar sem sjómaður. Síðar stofnsettum við refabú og rákum það í allmörg ár. Einnig vann ég á eignarjörð hans Berjanesi undir Eyjafjöllum sumarlangt, en þaðan stundaði hann heyjasölu til Vestmannaeyja. Síðar eignaðist hann einnig Bílds- ey á Breiðafirði. Þessi umsvif Ólafs til fjáröflunar benda til að prentmyndagerð hans hafi gefið nokkurn arð. Vegna þeirra sam- skipta sem ég hafði við Ólaf í sambandi við þessi umsvif hans, fékk ég gott tækifæri til að þekkja hann betur en margir aðrir og minnist ég þeirra kynna með innilegum vinarhug. Afmælissamsæti og afmælisgjöf ólafs til Einsteins Þegar Ólafur varð sextugur, héldu vinir hans og góðkunningjar honum veglegt samsæti á Hótel Borg. Þar var veizlustjóri Benedikt Sveinsson Alþingisforseti. í hófi þessu var mikið fjölmenni og | gleðskapur hinn mesti. Margar ræður voru fluttar og afmælis- kvæði lesin. Mesta eftirtekt vakti drápa mikil fra Árna Óla. Sam- sæti þetta sátu karlmenn ein- göngu. Á 70 ára afmæli Ólafs var honum aftur haldið samsæti á sama stað og áður. Þar voru konur jafnt sem karlar, og gleðskapur því með fullkomnum glæsibrag. Fjölmenni var svo mikið, að undir borðum var fremri salur hótelsins fullsetinn. Veizlustjóri var Ársæll Árnason bóksali. í þessu hófi var afhjúpuð höggmynd af Ólafi, gerð af Guðmundi Einarssyni frá Mið- dal. Nemendur Ólafs, sem þá voru orðnir allmargir, gáfu honum þessa mynd. Margir tóku til máls í þessu samsæti og allir voru í hátíðaskapi. Prentuð skemmtiskrá Dg matseðill var á borðum. Fjór- réttuð ágætismáltíð var fram-' reidd. Skemmtiskráin var á þessa leið: 1. Hófið sett: Ársæll Árnason. 2. Sungið: Hvað er svo glatt (fjöldasöngur). 3. Ávarp: Friðrik Magnússon. 4. Sungið: Ó, fögur er vor fóstur- jörð (fjöldasöngur). 5. Afhent heiðursgjöf: Helgi Guðmundsson. 6. Sungið: Ólaf Hvanndal virðum vér (afmælisljóð til Ólafs eftir Lárus Salomonsson.). 7. Orðið laust. 8. Sungið: Island ögrum skorið (fjöldasöngur). Að síðustu var stiginn dans langt fram á nótt. Þegar heim var haldið voru menn glaðir í anda og sælir í hjarta eftir mjög hátíðlegt og stórbrotið afmælishóf. Ólafur var alla ævi ógiftur og hélt aldrei ráðskonur, gaf hann þó dömum jafnan hýrt auga. Hann lifði sem kóngsins lausamaður og undi hag sínum hið bezta, var ávallt léttur og reifur í anda. Hann sönglaði oft við vinnu sína af iðandi vinnugleði sem um hann streymdi. Það stórvirki vann Ólafur í prentmyndasmíði að gjöra mynda- mót af heilli bók, sem var meira en 500 blaðsíður. Þetta var af fyrstu sálmabók sem prentuð var á Is- landi og gefin var út af forlagi Guðbrands biskups Þorlákssonar á Hólum árið 1589. Þessa bók gaf Ólafur út í 300 tölusettum eintök- um, bundnum í alskinn fagurlega gyllt. Lesmál þessarar bókar Htur því nákvæmlega út eins og það gerði í upphafi. Sama dag og Ólafur, fæddist einn mesti hugsuður síðustu aldar, Albert Einstein. Ólafur hafði stundum gaman af að benda á þetta, þó ekki legði hann sig að jöfnu við spekinginn. Hann taldi þennan afmælisdag þeirra mikinn heilla- og happadag. Til að rök- styðja það, sagði hann þá sögu, að daginn sem hann fæddist hefðu allir bátar, sem á sjó voru frá Akranesi, komið að landi með fullfermi af fiski, eftir langvar- andi ördeyðu. Til áréttingar sagði hann einnig, að alla sína afmælis- daga hefði ávallt verið blíðuveður. Ólafur sendi Einstein í afmælis- gjöf eintak af sálmabók sinni ásamt heillaóskum. Hann fékk svar með góðu þakklæti. Árið 1949, þegar Ólafur hafði starfrækt Prentmyndagerð sína í 40 ár, breytti hann um dvalarstað, fluttist til Akureyrar með allan sinn vélakost og settist þar að. Ekki reyndust verkefni þar nægja til að tryggja góða afkomu. Hann flutti því aftur til Reykjavíkur vorið 1952, og setti þar verkstæði sitt upp að nýju. Það sem hér hefur verið sagt af æviferli Ólafs Hvanndal, hefur að mestu verið stuðst við minnisblöð, sem eftir hann sjálfan liggja, er því hér svo rétt frá skýrt sem verða má. Ólafur rak Prentmyndagerð sína til æviloka, stjórnaði og vann þar sjálfur til hinztu stundar. Hann veiktist skyndilega á heimili sonar síns, Eggerts Hvanndal, og lézt af heilablæðingu tveimur dög- um seinna 11. nóvember 1954. Með honum var horfinn af sjónarsviði lífsins mikill atorku- og dugnaðar- maður, góðmenni með höfðings- lund sem fáa átti sér líka. innn rsnaa anan anaa Nú er rétti tíminn til aö tryggja sér góöan bíl á góðu verði Fiat 127 er framhjóladrifinn 5 manna sparneytinn bíll. Mest seldi bíll í Evrópu. Fiat 127 SP árgerö 1977, ekinn 35.000. Rauöur. Einn eigandi kr. 1.900.000- Fiat 127 Berlina árgerð 1976, ekinn 62 þús. km. Grænn. Verð kr. 1.750.000- Fiat 127 SP árgerö 1976. Ekinn 66 þús. km. Rauöur 3ja dyra. Verö kr. 1.600.000- Fiat 127 Berlina árgerö 1974 ekinn 70 þús. Verð kr. 900.0000- Fiat 128 SP. árgerö 1976. Ekinn 25 þús. km. Rauöur. Topp bíll. Verö kr. 2.100.0000- Fiat 128 Rally árgerö 1974. Ekinn 48 þús. Rauður. Verö kr. 1.200.000.- Fiat 128 cl. árgerö 1977. Ekinn 21 þús. km. Verö kr. 2.450.000.- Fiat 131 Er sterkbyggöur glæsivagn sem m.a. hefur unniö heimsmeistaratitilinn í Rally. Fiat 131 SP. árgerö 1977. Ekinn 26 þús. km. Grænn. Verö kr. 2.800.000,- Fiat 131 SP. árgerö 1976. Ekinn 31 þús. km. Rauöur. Verðkr.2.350.000- Fiat 128 er framhjóladrifinn 5 manna bíll. 2ja—4ra dyra bílar sem reynst hafa sérlega vel hér á landi. Fiat 128 C 1977. Ekinn 34 þús. km. Gulur. Einn eigandi. Verö kr. 2.350.000- Fiat 125 P Ein hagstæöustu bílakaupin sem fólk gerir í dag. Fiat 125 P árgerö 1978. Ekinn 16 þús. km. Hvítur. Verö 2.000.000- Fiat 125 P árgerö 1977. Ekinn 31 þús. km. Brúnn. Verð kr. 1.750.000 - Einn eigandi. Fiat 125 P Station árgerð 1977. Ekinn 29 þús. km. Hvítur. Verð kr. 1.850.000,- Fiat 125 P árgerö 1974. Ekinn 56 þús. km. Rauður. Verö kr. 1.000.000- Chevrolet Nova árgerö 1973. Ekinn 65 þús. km. Brúnn 6 cyl. beinskiptur. Verö kr. 2.350.000 - Einn eigandi. Austin Mini árgerö 1976. Ekinn 18 þús. km. Rauö/brúnn. Verð kr. 1.450.000 - Einn eigandi. Fiat 132 Kraftmikill lúxus bíll frá Fiat verksmiðjunni. Fiat 132 Gls. 1800, árgerö 1977. Ekinn 25 þús. km. Rauöur. Verö kr. 3.650.000.- Einn eigandi. Fiat 132 Gls. 1974. Ekinn 47 þús km. Beige. Verð 1.800.000 - Einn eigandi. Fiat 128 Berlinetta árgerö 1978 sport- bíllinn frá Fiat. Ekinn 18 þús. km. Græn/sanseraöur. 3ja dyra. Verð kr. 3.200.000 - Einn eigandi. Komiö og skoöiö. Leitiö upplýsinga um okkar hagstæöu greiöslukjör. Opið laugardaga til kl. 17. FÍAT EINKAUMBOO Á ÍSLANDI DAVÍÐ SIGURÐSSON hf. SlÐUMÚLA 35. SÍMI 85855 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.