Morgunblaðið - 15.03.1979, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979
Bessí Jóhannsdóttir:
Óstarfhæfur meirí-
hluti í Æskulýðs-
ráði Reykjavíkur
Ástandið í Æskulýðsráði er
orðið slíkt hjá nýja meirihlutanum
að ekki er hægt að una við það.
Fundartími íer í innbyrðis deilur
formanns og fulltrúa Alþýðu-
bandalags. Virðist vera svo komið
að þessir aðilar geti ekki rætt
lengur saman. Formaður ráðsins,
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, meinaði á
síðasta fundi Kristjáni Valdimars-
syni að gera bókun í máli sem upp
kom á fundinum. Afgreiða átti á
þessum sama fundi mánudaginn
11. mars sumardagskrá ráðsins.
Virtist þar ríkja algjört stefnu-
leysi og fór svo að málinu varð að
fresta í heild til næsta fundar.
Verður að ætlast til þess að ekki
verði á ný haldinn fundur fyrr en
starfhæfur meirihluti er í ráðinu.
Það er öllum ljóst sem vilja líta
raunsætt á málið að sundurlyndi
er síst til þess fallið að efla
æskulýðsstarf í Reykjavíkurborg.
Tónabæjarmálið
Sífellt var klifað á því fyrir
kosningar síðastliðið vor af fram-
bjóðendum vinstri flokkanna að
gera þyrfti stórátak í málefnum
unglinga í borginni. Þetta virðist
hafa gleymst eftir kosningar eins
og svo margt annað. Málefni Tóna-
bæjar voru mjög á dagskrá hjá
Æskulýðsráði á síðasta kjörtíma-
bili. Formaður ráðsins, Davíð
Oddsson, beitti sér fyrir því að
varanleg lausn fyndist á því máli.
Á fundi Æskulýðsráðs þ. 6.
september 1976 var kjörin nefnd
til að gera tillögur varðandi fram-
tíðarhlutverk staðarins. Nefndin
skilaði ítarlegri greinargerð til
ráðsins og mælti með því að
tilraun yrði gerð með áframhald-
andi rekstur staðarins. Skipuð yrði
Tónabæjarnefnd sem yrði ráðgef-
andi um starfið. Leitast yrði við að
auka fjölbreytni í rekstri staðarins
og laða til hans unglinga 15—19
ára. Nefndin mælti alfarið á móti
því að staðurinn yrði seldur.
Æskulýðsráð og borgarráð féll-
ust á tillögur nefndarinnar.
Rekstur
Tónabæjar
Eftir að Tónabæjarnefnd tók til
starfa var reynt að brydda upp á
ýmiss konar nýmælum í starfi
hússins. Þetta mistókst af ýmsum
orsökum. Má þar nefna að húsið í
núverandi ástandi er mjög illa
fallið til hvers konar starfs annars
en dansleikjahalds. Á meðan húsið
er rekið sem danshús er ímynd
þess slík í augum unglinganna.
Bessí Jóhannsdóttir.
Það virðist svo vera að ungmenni
eldri en 17 ára hafi í önnur hús að
venda til skemmtanahalds eða að
þau séu orðin leið á Tónabæ.
Aðsóknartölur sýndu stöðugt
minnkandi nýtingu staðarins.
Könnun sem gerð var á árinu 1976
um aldur og lögheimili gestanna
leiddu í ljós að 20—30% þeirra
komu frá öðrum sveitarfélögum en
Reykjavík. Verður að líta svo á að
það sé ekki hægt að una við það að
nágrannasveitarfélögin sendi ung-
menni sín til Reykjavíkur til
skemmtanahalds. Mikið ónæði og
talsverð áfengisnotkun fylgdu
jafnan dansleikjahaldi á staðnum.
Hefði verið lærdómsríkt fyrir
foreldra að koma á staðinn og
kynnast ástandinu, einkum utan
dyra. Þar safnaðist að jafnaði
fyrir sá hópur sem ekki fékk
inngöngu einkum vegna aldurs og
lét þá gjarnan illum látum.
Grundvöllur
brostinn
Þegar leið á árið 1977 var ljóst
að nýting af Tónabæ gat ekki
réttlætt áframhaldandi starfsemi
á staðnum. Hugmyndir voru uppi
um að kaupa minni stað, sem nýta
mætti betur. Allir voru á einu máli
um að vegna ónæðis er af slíkri
starfsemi stafar ætti hann ekki að
vera í miðju íbúðarhverfi. Miklar
umræður fóru fram um þetta mál í
Tónabæjarnefnd og Æskulýðsráði.
Var að lokum samþykkt á fundi í
ráðinu þ. 20. des. 1977 tillaga
formanns, Davíðs Oddssonar, um
sölu á eignarhluta borgarinnar í
Skaftahlíð 24, „fáist viðunandi
verð fyrir og andvirðinu verði
varið til uppbyggingar æskulýðs-
starfs í borginni skv. nánari
tillögum Æskulýðsráðs til borgar-
ráðs.“
Borgarráð féllst á þessa máls-
meðferð og var staðurinn auglýst-
ur. Ekkert tilboð barst og stóðu
mál þannig er gengið var til
kosninga síðastliðið vor.
Vinstri
meirihluti
Nýr meirihluti í Æskulýðsráði
undir forustu Sjafnar Sigur-
björnsdóttur tók sér rúman tíma
til að kynna sér vandamál Tóna-
bæjar eins og vænta mátti. 5.
september 1978 var kosin nefnd til
að gera tillögur um framtíðar-
rekstur staðarins. Þessi nefnd
skilaði tillögum sínum til Æsku-
lýðsráðs þ. 24. okt. 1978 og voru
þær mjög ítarlegar. Var þar mjög
stuðst við tillögur og gögn frá fyrri
Tónabæjarnefnd. Arkitekt og
verkfræðingar gerðu athugun á
staðnum. Fengnar voru upplýsing-
ar frá Þróunarstofnun um aldurs-
skiptingu í nærliggjandi skóla-
hverfum. Nefndin mælti með því
sem valkosti númer eitt að staðn-
um yrði breytt í félagsmiðstöð á
árinu 1979. Kostnaður vegna
breytinganna var áætlaður 34
milljónir króna. Ef aðeins yrði um
áframhaldandi diskóteksrekstur í
húsinu auk almennrar félagsstarf-
semi var kostnaður áætlaður
vegna breytinga og rekstrar tæpar
45 milljónir króna. Hlaut því að
vera rökrétt að velja félags-
miðstöðvarleiðina, enda er ekki
líklegt, að ef Tónabær væri ekki
fyrir hendi, að menn samþykktu
að reka slíkt hús til dansleikja-
halds eingöngu fyrir fé skattborg-
aranna. Æskulýðsráð samþykkti
þessa tillögu og var henni vísað til
borgarráðs. Málið var lagt fyrir í
borgarráði þ. 31. okt. 1978. Sfðan
hefur ekkert gerst.
Meirihlutanum
til skammar
Það virtist sem allt gengi á
afturfótunum hjá nýja borgar-
stjórnarmeirihlutanum við af-
greiðslu fjárhagsáætlunar fyrir
1979. Þetta sýndi sig einnig í raun,
Tónabær gleymdist algjörlega,
ekki var króna sett til að reka
hann áfram. Ekki virðist einu
sinni eiga að sinna lágmarkskostn-
aði við rekstur fasteignarinnar.
Heyrst hefur á skotspónum að
selja eigi staðinn og munu ein-
hverjir aðilar hafa sýnt áhuga
sinn á staðnum. Margir aðilar
hafa viljað halda dansleiki í
húsinu, og var unnt að verða við
nokkrum slíkum beiðnum. Á fyrr-
nefndum fundi ráðsins þ. 11. mars
1979 voru lagðar fram beiðnir frá
tveimur aðilum þessa sama efnis.
Ekki var unnt að afgreiða þær
vegna aðgerðarleysis borgarráðs
og er það mjög miður. I umræðum
um þetta mál í ráðinu á sama
fundi ásakaði formaður ráðsins,
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Alþýðu-
bandalagið fyrir að eiga sök á því
hvernig komið er í þessu máli.
Fulltrúar Alþýðubandalags í ráð-
inu brugðust mjög illa við þeim
ásökunum og töldu að mestu ylli
slæleg framganga formanns sjálfs.
Þannig er nú staðan í dag en hver
veit nema við lesum um niður-
stöður málsins í einhverju dag-
blaðanna innan skamms. Lýðræði
hinna nýju stjórnenda Reykja-
víkurborgar er slíkt að engan
skyldi undra næsta leik.
Hér dunar dansinn í Stapa, er þroskaheftir voru þar á skemmtun í boði félagsheimilisins.
Þroskaheftir á balli í Stapa
ÞROSKAHEFTUM var nýlega
boðið til Suðurnesja í skemmti-
ferð í boði Guðjóns Vaidimars-
sonar, forstjóra félagsheimilis-
ins Stapa og konu hans, Ásdís-
ar Þorgilsdóttur. Er þetta
annað árið í röð sem þau bjóða
þroskaheftum í slíka ferð. Þau
hjónin fengu í lið með sér
starfsfólkið í Stapa og Kvenfél-
agið í Njarðvík til að undirbúa
skemmtunina, en einnig hlupu
húsmæður af Suðurnesjum
undir bagga við ýmsan undir-
búning, svo sem kökubakstur.
Skemmtunin hófst með því að_
hljómsveitin Astral lék fyrir
samkomugesti, sem voru um
fjögur hundruð. Eftir að dans-
inn hafði dunað um stund var
fólkinu síðan boðið upp á ýmsar
kræsingar, kaffi, tertur og
fleira.
Salirnir í Stapa voru fallega
skreyttir í tilefni heimsóknar-
innar, og virtust gestirnir
skemmta sér hið bezta, og hefur
þegar verið ákvaðið að endur-
taka skemmtunina að ári.
Fréttabréf frá Djúpi:
Fagranesið í sinni
fyrstu ferð eftir að
hafa legið í slipp
Bæjum, 10. marz 1979
DJÚPVERJAR fögnuðu hér gömlum og góðum vini sl.
þriðjudag, en þá kom farkostur þeirra, Fagranesið, í sína
fyrstu ferð hér í Djúpið eftir að hafa legið í slipp í
Reykjavík síðan í desember sl. en þá átti að athuga
vélaröxul skipsins, sem reyndist þá það mikið boginn að
smíða varð nýjan öxul úti í Noregi.
Eftir ferð hér í Djúpið sl. föstu-
dag fóru skipstjóri, stýrimaður og
annar vélstjóri _sama daginn með
flugvél Arna á Isafirði og lestuðu
þar skipið í snarheitum á laugar-
dag og voru komnir til ísafjarðar
um hádegi á sunnudegi. Stóðst það
á endum, að byl gerði svo vestur-
leiðin eftir mjólk lokaðist, svo að
áfram var haldið í áætlunarferð á
mánudag vestur — og Djúpið á
þriðjudag.
Mjóifjörður er lokaður ferðum
bátsins fyrir ís, sem legið hefir þar
í mestallan vetur, algerlega ísi-
lagður út undir eyjar.
Verða Mjó-
firðingar að fara út í Ögur að
bátnum.
Góð tíð hefur verið hér í vetur,
en frosthart með köflum. Vegir
oftast færir um Djúpið. Jens í
Kaldalóni.